Þjóðólfur - 13.09.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.09.1889, Blaðsíða 2
174 Sökum þessa kefur eigi að eins í latínu- sbólanum, heldur einnig í alþýðu- og búnaðarskólunum orðið annaðhvort að nota útlendar bækur við kennsluna í þessari fræðigrein, eða lesa nemendunum fyrir eða þá hvorttveggja, en það hefur aptur tafið námið og gert nemendunum erfiðara fyrir en ella. Enn fremur hef- ur öðrum, sem tilsagnarlaust hafa viljað fá einhverja nasasjón af þessari grein stærðfræðinnar, verið því nær fyrirmun- að, að gera það, af því að kennslubók í henni hefur vantað á voru máli. Höfundur bókar þeirrar, sem hjer ræð- ir um, á miklar þakkir skilið fyrir að hafa komið henni út, því hún bætir úr þeim tilfinnanlega skorti, sem vjer höf- um minnst á. Að visu er hún eigi sam- in til þess, að kenna eptir henni í lat- ínuskólanum, heldur til þess, að vera kennslubók handa alþýðu. Höfundurinn kveðst hafa, við samningu bókarinnar, „einkum haft fyrir augum, hvað þýð- ingarmest væri í almennu starfslífi og dregið því mest ffarn þau aðalatriði, sem þar að lúta, en sleppt hinu, sem hefur minni þýðingu í starfslífi manna“ ; sömu- leiðis „leitast við, að hafa framsetning- una svo ljósa og alþýðlega, að hver með- allagi greindur maður gæti að mestu án tilsagnar numið það, sem í henni er kennt, að svo miklu leyti, sem fræðigrein sú, sem hjer er um að ræða, verður nurnin tilsagnarlaust“. Þetta hefur höfundin- um að voru áliti tekist mjög vel og telj- um vjer því bókina hentuga kennslubók í alþýðuskólum, búnaðarskólum og handa þeim, sem eigi geta átt kost á, að njóta tilsagnar í flatamálsfræði, en vilja þó nema hana. Fornmenj arannsóknir Sigurðar Vigfússonar. Fornfræðingur Sigurður Yigfússon er óþreytandi að rannsaka sögustaði vora og safna forngripum á forngripasafnið. Síðustu 8 ár hefur hann safnað um 1600 gripum, þar á meðal í sumar um 100; eru margir þeirra mjög merkilegir. — Um alla þessa gripi hefur hann ritað greinilegar lýsingar, sem eru í handrit- um í dagbókum forngripasafnsins. I sumar fór Sigurður fyrst vestur í Platey með Thyru 28.júlí, síðan í Svefn- eyjar; eru þar nú meðal annars sýndar saltgrafirnar eptir saltgjörð, sem Land- náma talar um, að þar hafi verið. Eptir það rannsakaði hann þann hluta G-ísla sögu Súrssonar, sem gerðist á Breiðafirði. Skutulseyjar, sem nú eru nefndar Skjaldmeyjareyjar, þar sem Grísli og Ingjaldur sátu við á fiski, eru í út- suður af Hergilsey um 1/2 viku sjávar; er þetta rjettast í fyrri sögunni. „Yað- steinaberg11 er stuðlaberg allmikið í hæð einni suðvestan til á Hergilsey. I löngu og mjóu dalverpi, fyrir sunnan hæðina, heitir enn i dag Ingjaldarbyrgi; byrgið er 48—50 fet á lengd og 23 fet á breidd. Merkur maður, uppalinn í Hergilsey, Snæbjörn skipstj. Kristjánsson, núí Svefn- eyjum, man það glöggt, að hann sá þar stein liggja á hlóðum, ákaflega mikinn, fjögra manna tak; segir Sigurður það verið hafa raufarstein þann, sem sagan nefnir og fíflið var bundið við; á seinni tímum hefur steinn þessi verið klofinn sundur og fluttur burt, því að þangað hafa verið sóttir margir skipsfarmar af grjóti. Hlóð þessi voru nú sokkin í jörðu niður, en Sigurður gróf þau upp og lagði á þau annan stein til merkja. Yfir höfuð er lýsing sögunnar á Herg- ilsey svo rjett, sem mest má vera. Eptir það fór Sigurður alla hina sömu leið, sem sagan segir, að Gísli Súrsson hafi róið, allt upp undir Hjarðarnes, 2x/2 viku sjávar, og kveðst Sigurður sjálfsagt hafa lent á sama stað, sem Gísli við svokall- aðan Linghólma. Hinu megin á hólm- anum, beint undan staðnum, þar sem hann lenti, er Hamarskarðið rjett í flæð- armálinu, þar sem Gísli hjó sakarstein. Eptir það fór Sigurður út í Vatnsfjörð; fyrir fjarðarbotninum er skóglendi mik- ið. Þar gróf Sigurður upp rauðablást- urssmiðju Gests Oddleifssonar, sem ber það nafn enn í dag; hún er fornleg mjög, niðursokkin og öll vaxin háum og þjettum skógi; þar fann hann rekstein- inn og steininn með steðjaþrónni í, afl- inn og smiðjumóinn úr aflinum, mikið af gjallstykkjum og ösku; þar hafði áður fundist járnsleggja, ákaflega fornleg, sem Sigurður fjekk til Eorngripasafnsins. Smiðjutóptin er að utan 28 fet á lengd, en 20 fet á breidd, og er merkilegasta tópt þess kyns, sem fundist hefur hjer, að því, er menn vita. Á Brjánslæk rannsakaði Sigurður tópt- ir Hrafna-Flóka, sem Landnáma talar um; þær heita enn í dag Flókatóptir; eru þær á eggsljettri grund mjög fag- urri, rjett fyrir innan ána, alls sex að tölu. Landnáma talar hjer um hrófið, skálann og seiðið, sem Sig. fann allt sam- an. Ofan i allar tóptirnar gróf hann 10 grafir allmiklar. Hrófið hefur verið um 73 fet á lengd innanmáls; skálatóptin hefur þó verið miklu stærri, i henni fann hann vott af gjalli og viðarkolaösku og brýni (liklega brýni Hrafna-Flóka), allt niður við möl. Það, sem Sigurður hygg- ur verið hafa seiðið, er lítil tópt fer- skeytt. Á leiðinni út að Haga rannsakaði Sig. kringlótta hoftópt inn frá Hvammi. þar sem Þorkell Súrsson bjó. — I Haga eru fjós Gests Oddleifssonar sýnd þar niður á mýrunum. (Niðurl.). Reykjavík, 13. sept. 1889. Sakamál tvö voru dæmd í yfirdómi á mánudaginn var, annað úr Skagafirði gegn Friðriki Friðrikssyni Schram og Jóni Theódóri Þorkelssyni, hinn síðari dæmdur í 4X& daga (í undirrjetti 3X5 daga) fangelsi við vatn og brauð fyrir þjófnað; hinn fyrnefndi í 2X5 daga fangelsi við vatn og brauð fyrir hlut- deild í þjófnaði með hinum. — Hitt mál- ið var gegn Jóni nokkrum Ögmunds- syni, og hann dæmdur í 8 mánaða betr- unarhúsvinnu fyrir skjalafalsanir; hafði falsað 10 ávísanir á verslanir í Keflavík og Reykjavík og tekið út á þær. Hann hafði í fyrra haust verið dæmdur i Húna- vatnssýslu fyrir stórþjófnað í 9 mánaða betrunarhúsvinnu, en rjett áður en hann hafði lokið þessari 9 mánaða vist í hegn- i’rgarhúsinu, byrjaði þetta mál út af s'íj ilafolsununum, sem kostuðu hann 8 man. betrunarhúsvinnu í viðbót. Gufuskipið Princess Alexandra kom hingað 9. þ. m. frá Jóhn Gibbons & Sons í Liverpool til kaupmanns G. Thordahls, umboðsmanns þeirra, með ýmsar vörur, þar á meðal mikið af salti til kaupmann- anna G. Zoega og Þ. Egilssonar. Það fer hjeðan aptur núna um helgina norð- ur á Akureyri og Húsavík og Thordahl með því til fjárkaupa; það á síðar i hp-ust að fara aðra ferð til Borðeyrar eptir fje, og þriðju ferðina hingað, sömuleiðis til að taka fje af Suðurlandi. Mannslát. Nýlega er látinn uppgjafa- prestur Bjarni Sveinsson á Volaseli i Lóni, fæddur 9. des. 1813, útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1841, vígður til Kálfa- fells á Síðu 13. maí 1847, fjekk Þing- múla 24. okt. 1851 og Stafafell i Lóni 28. apr. 1862, og þjónaði því, þangað til hann fjekk lausn frá prestsembætti 1877. Kona hans var Rósa Brynjólfsdóttir, próf-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.