Þjóðólfur - 13.09.1889, Page 3

Þjóðólfur - 13.09.1889, Page 3
175 asfcs í Heydölum, Gríslasonar, er áður var gipt sjera Jóni Bergssyni á Hoíi í Álpfca- íirði. Meðal barna þeirra sjera Bjarna og Rósu er sjera Jón Bjarnason i Winni- peg. Brauð veitt: Hvammur i Laxárdal 9. þ. m. prestaskólakandídat Sigfúsi Jbns- syni eptir yfirlýstum vilja safnaðarins. Tíðarfar. Um síðustu mánaðamót og framan af þessum mánuði voru bjer talsverðar vætur, þangað til um síðustu Helgi 8. þ. m.; áttu þá margir úti mikið af heyjum; þessa viku hefur verið þurk- ur, en hvassviðri optasfc nær á norðan og austan. Yestur-Skaptafellssýslu, 6 sept. . . . „Tíðin fram að höfuðdegi hin ákjósan- legasta, en nú síðustu daga talsverð úr- koma, svo að vatn er víða farið að spilla slægjum. Heyafli manna með mesta 'móti, en margir halda, að heyin sjeu ljett, eptir málnytugæðum að dæma og því, hve jörð fölnar fljótt, því gras er nú mikið farið að deyja. — Matjurta- garðar hafa heppnast með besta móti, einkum jarðepli. — Útlit fyrir, að fje verði vænt til frálags í haust. — Hross þóttu seljast venju fremur vel í sumar. — Reklaust með öllum sjó, er til hefur frjetst. — Sömuleiðis slysalaust og heilsu- far gott; enginn nýdáinn hjer í sveifc“. „Mannraæling“ má kalla þá aðferð, sem nú er orðin altíð í útlöndum víða, einkum til að þekkja aptur óbótamenn, sem áður hefur verið refsað, en komast aptur í klær lögreglunnar; því að ef það vitnast, að þeim hafi verið refsað áður, verða þeir að sæta þyngri hegningu en ella. Það hefur lengi verið siður að taka Ijósmyndir af óbótamönnum i fyrsta skipti, sem þeir verða fyrir refsingu, til þess, að geta þekkt þá aptur á myndinni, en það er ann- að en gaman, að finna á fáum minútum hina rjettu mynd innan um ef til vill 100,000 myndir. En nú hefur hin svokallaða „mannmæling11 (Antropo- metri) greitt úr öllum þeim vanda. hún gengur út frá því, að hinir einstöku líkamspartar manna sjeu ekki alveg eins að máli á tveim, hvað þá heldur fleiri mönnum. Með því að mæla hina einstöku líkamsparta má þannig skipta öllum mönnum niður í flokka, og eptir þvi raðar t. d. lögreglan i París niður þeim 100,000 myndum af óbótamönnum, sem hún hefur í sinum vörslum. Eptir lengd höfuð- kúpunnar er öllum skipt í 3 flokka, sem hver fyr- ir sig skiptist aptur i 3 flokka eptir breidd höfuð- ktipunnar. Hverjum þessara flokka er enn skipt i nýja flokka, sem aptur er skipt í undirflokka, eptir lengdinni á vinstri löngutöng, vinstra fæti, niður- handleggnum, lengdinni á eyrunum o. s. frv. Ept- ir þessum mælingum má raða niður og skipta 100 þús. ljósmyndum i flokka, hvern með svo sem 10 myndum, og þannig á augnabliki finna hina rjettu j mynd. Þegar einhver óhótamaður kemst i hendur j lögreglunni, t. d. i París, er hann þegar mældur og siðan á svipstundu gáð að, hvort mynd sje til af nokkrum með sama máli, og getur með því móti komið upp úr kafinu, að manninum hafi áður verið refsað, hann heiti allt annað, en hann segir o. s. frv. Einn dag t. d. er maður tekinn fastur i I’aris, sem segist heita Durand og vera fæddur i Briissel og sjer hafi ekki fyr verið refsað. Hann er mæld- ur og tekin mynd af honum. Eptir mælingunni er á svipstundu fundið, hvort mynd af þessum manni er til; myndin finnst á sama augnabliki; síð- an byrjar yfirheyrslan og fer fram á þessa leið : „Þjer heitið Durand?“ — „Já.“—Nei, þjer heit- ið Dubois“. — „Þjer eruð frá Briissel?“ — „Já“. — „Nei, þjer eruð fæddur i Lille. Yður hefur ekki verið refsað fyr?“ — „Nei“. — „Jú, þrisvar sinn- um, 1884, 1885 og 1887. Neitið þjer þvi?“ — „Já“. — „Hjerna er myndin af yður. Neitið þjer enn?“ — „Já“. — „.Tæja, þá það, farið þjer úr föt- unum; þjer hafið þumlungslangt ör á síðunni og blett á hægri öxlinni og annan á vinstri hand- leggnum11. — Panginn getur ekki annað en með- gengið, það er ekkert undanfæri. Á þennan hátt má innan um 100,000 myndir á svipstundu finna mynd af manni, sem menn vita ekki hvað heitir. 36,784 orðura hefur ameríkanskur hraðritari einn getað komið á eitt einasta brjefspjald ; hann fjekk fyrir það verðlaun, sem heitið var þeim, er gæti komið flestum orðum á eitt brjefspjald. Öll ull. sem árlega fellur til alstaðar í heimin- um er talin 1,600,000,000 pd. LEIDR.IE’J’TIN(i. í síðasta blaði er sagt, að cand. theol. Hafsteinn Pjetursson færi með L a u r u áleiðis til Ameriku, en það var ekki svo; hann fór ekki og ætlar ekki til Ameríku. 152 sem prinsessao skrifaði til svars upp á brjefin til sín. Af þessum svarbrjefum komst prinsinn að raun um, að kona hans gaf að vísu allmikið undir fótinn, en meinti ekkert með því; var það honum til mikillar hughægðar. Það er allt af huggun og hugarhægð í því, þegar menn heyra, að það sje kominn upp eldur í húsinu, að fá vitneskju um, að það sje eldur að eins í reykháfnum, sem ekki er vel lireinsaður. Prinsinn hafði engan tíma til að gegna þvílíkri hreinsun, því að árásir níhílista á keisarann og tilraunir þeirra að drepa hann bökuðu honum jafnmiklar áhyggjur og umsvif, sem árásir hinna ástfangnu manna á dyggðir konu lians. Það var því ekki að furða, þó að dytti ofan yfir liann og að hann yrði óttasleginn, þegar einu sinni komst í hendur honum brjef með rithönd, sem hann þekkti mjög vel, þó að brjefið væri ekki undirskrifað nema með upphafsstöfunum. Á brjefinu var hönd konu hans og það var á þessa leið: „Það eru allar líkur til, að keisarinn fari fyr af stað, en menn liafa haldið. Verið þjer því albúinn að fara af stað við fyrsta merki, sem gefið verður; því liver veit hve nær við fáum jafngott tækifæri? Jeg lief ekki dulið yður erfiðleikanna við þetta fyrirtæki Sjáið þess vegna um, að það geti tekist umsvifalaust, Þjer getið komið lúngað og látið, sem þjer sjeuð vinur 149 Níhilistinn.* Eptir Adolphe Belot.** I. Árið 1881, nokkrum tíma fyrir dauða keisarans, var Mikael prins einna frægastur og voldugastur manna í rússneska keisaradæminu. Á ferð sinni til Parísar rjett eptir stríðið hafði hann liitt hina fögru dóttur Contremonts hershöfðingja. Hún *) Níhilistar eru rússneskir byltingamenn, sem vilja afnema ótakmarkað einveldi keisarans á Rússlandi, en koma á frjálslegri stjórnarskipun þar i landi, og hafa, til þess að reyna að koma þessu fram, unnið margs konar hryðjuverk, morð og manndráp, þar á meðal drápu þeir keisara Alexander annan í mars 1881. — Stjórn- in aptur á móti hefur úti allar klær til að ná i nihilista, eru allir, sem grunaðir eru um að vera i þeim flokki, fangelsaðir, og ef ein- hverjir glæpir sannast á þá, ýmist drepnir, ef miklar sakir eru, eða reknir i útlegð til Siberiu o. s. frv. **) Adolphe Belot er nafnkunnur frakkneskur ritköfundur og skáld, fæddur 1830, hefur skrifað sjónleiki, rómana, smásögur o. fl.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.