Þjóðólfur - 20.09.1889, Blaðsíða 1
Kemur flt á föstudags-
morgna. Yerfl árg. (60
arka) 4 kr. (eriendiB 5 kr.).
Borgist fyrii 15. jfllí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bund-
in|viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
Reykjavík föstudagtnn 20. sept. 1889.
Nr. 45
XLI. árg.
Hvernig á að t‘á nienn til að nota
Söfnu narsjóðinn?
Jeg hef áður bent á, hve mikilsverð
stofnun Söfnunarsj óðurinn er. Nú vil
jeg með fáum orðum minnast á, hvernig
eigi að fá menn til að nota hann.
Söfnunarsjóðurinn er ung og ný stofn-
un, og þess vegna er ekki von, að al-
menningur hafi fengið glögga þekkingu
á honum. Það er því fyrsta ráðið til
að fá menn til að nota hann, að ut-
breiða þekkingu á honum svo mikið, sem
hægt er. Það má reyndar ganga út frá
því sem vísu, að ritgjörð Eiríks Briems
í Andvara 1888 opni augun á þeim, sem
hana lesa, því að í henni eru hinar bestu
upplýsingar og leiðbeiningar um Söfn-
unarsjóðinn sem til eru, en bæði er það,
að allir hafa hana ekki í höndum, og
þegar menn hafa lesið einhverja bók,
leggja sumir hana á hylluna og opna
hana ekki aptur. Þess vegna er mesta
þörf á, að minna menn við og við á rit-
gjörð þessa og einstaka sinnum með
greinum í blöðunum, bæði að skýra fyr-
ir mönnum nytsemi sjóðsins og hvetja
menn til að nota hann. Það fer ekki
hjá því, að slíkar greinar hafi einhver
áhrif, þar sem blöðin eru það, sem menn
helst lesa.
Annað er það, sem gæti haft nokkur
áhrif í þessu efni, að þess væri opinber-
lega getið, þegar fje er lagt í sjóðinn,
hve mikið það sje, í hverjum tilgangi
það sje gjört og með hverjum skilmál-
um. Dæmi annara hefur opt talsverð á-
hrif, og svo mundi verða í þessu.
Það er sjalfsagt til fyrirstöðu þvi, að
menn leggi í Söfnunarsjóðinn, að það
hefur nokkur umsvif 0g kostnað í för
með sjer fyrir þá, sem í fjarska búa, að
koma fjenu í sjoðinn, einkum ef um smá-
upphæðir er að ræða og opt þarf að
senda þær. Þess vegna væri mjög hent-
ugt, að í hverri sveit væri einhver milli-
göngumaður milli sjóðsins og þeirra, sem
í hann leggja og að hann kæmi innlög-
unum fyrir þá í sjóðinn, en þeir borg-
uðu náttúrlega kostnaðinn viðþað; sjer-
staklega ættu hreppsnefndir, hver í sinni
sveit, bæði að láta sveitarsjóðina leggja
fje í Söfnunarsjóðinn og hvetja aðra til
þess, og helst gjörast milligöngumaður |
sá, er jeg áður nefndi.
Stjórn Söfnunarsjóðsins gæti einnig
gjört talsvert í þessa átt; það er t. d.
ekki óliklegt, að nokkuð áynnist, ef hún
leitaði samtaka við menn víðs vegar um
land, t. d. 2—3 menn í sýslu hverri,
sem tæku að sjer að hvetja einstaka menn
fjelög og stofnanir út um land til að
leggja í sjóðinn.
Með þessu öllu kynni að verða nokk-
uð ágengt, en þó er hætt við, að það
yrði allt minna, en skyldi, þar sem öll-
um er frjálst, hvort þeir leggja nokkuð
í sjóðinn eða ekki. Að gjöra það að
skyldu, t. d. með lögum, mundi mæta
mótstöðu, enda sjálfsagt, að beita eigi
slíku gegn einstökum mönnum. En þar
sem það snertir ekki beinlínis einstakling-
inn, get jeg þó ekki sjeðneitt á móti, að
gjöra það að skyldu. Að leggja t. d.
sjóði almennings í Söfnunarsjóðinn ætti
þannig beinlinis að skipa fyrir með lög-
um. Það skaðar engan, en eflir sjóðina
og gjörir þá tryggari, enda viðurkennt
sem rjett af alþingi í sumar, þar sem
það ákvað, að styrktarsjóðir handa al-
þýðufólki skyldu leggjast í Söfnunarsjóð-
inn.
í ritgjörð í Andvara þ. á. um nokkur
landsmál, einkum fátækramál og skatta-
mál, telur höfundurinn (Páll Briem) af-
aráríðandi, „að ákveða með lögum, að
nokkur hluti af hverjum arfi, sem hjer |
eptir fellur til, verði settur á æfinlega
erfingjarentu“, sem hefði þær afleiðing-
ar með tímanum, að hver maður fæðist
til eignar, og sjá allir, hve mikilsvert
þetta væri, svo að þessi tillaga Páls
Briems ætti ekki að geta mætt mikilli
mótstöðu. Á sama hátt get jeg ekki
sjeð neitt á móti því, þótt t. d. hverj-
um sveitarsjóði á landinu væri gjört að
skyldu, að leggja dálitla upphæð á ári
eða annaðhvert ár visst tímabil í aðal-
deild Söfnunarsjóðsins og safna þannig
sjóði, sem með tímanum mundi verða
sveitarfjelögunum til ómetanlegra hags-
muna.
Það er í þessu, sem svo mörgu öðru,
að alþingi getur gjört mikið, þar sem
aptur á móti án stuðnings eða tilhlutun-
ar þess lítið eða miklu minna verður á-
gengt. s.
Um fátækramál.
Eptir Þiugeying-.
Eitt af því, sem lagfæringar þarf í
landi voru er fátækramálefni og sveitar-
stjórn, enda má sjá þess merki bæði í
blöðunum og eins í Alþ.tíð., að menn eru
farnir að finna að svo er, og á þinginu
1887 var sett nefnd í efri deild til að í-
huga málið, en ekki verður annað sagt,
en að hún færi sjer Kóflega í uppástung-
um sínum og tillögum.
Yjer þurfum eigi að fara mörgum orð-
um um fátækralöggjöf vora. Allir vita
að svo er ákveðið, að fjárþrotamenn eiga
að fá það, er þá skortir af lífsnauðsynj-
um sínum af annara fje, og eins hitt,
að fjárframlagi því, er til þessa útheimt-
ist, er jafnað niður á þá, er betur mega,
„eptir efnum og ástandi", tekið þar sem
það er til, — jafnað niður eptir hug-
boðsdómi þeirra manna, sem þar til eru
kjörnir í hverri sveit.
í sambandi við þetta eru lögákveðnar
reglur um það, hvar hver og einn á
heima, þ. e. a. s. á framfærslusveit, og
þar af leiðir, að fátækrafjölskyldur eru
fluttar landshornanna á milli ár eptir ár
á kostnað almennings.
Sjera Arnljótur Ólafsson gefur það í
skyn á þingi, að fátækralöggjöf vor sje
þá mjög misskilin, ef hún þyki þurfa
breytingar við, enda segir hann líka, að
hún verði ekki rjett skilin, fyrri en menn
þekki vel „yfirvaldsúrskurði þá, er myndi
fr amk væm darsögu fátækr areglugj ör ðar-
innar“. Með því nú að lög þessi ná til
allra manna í þjóðfjelaginu í hverri helst
stöðu sem eru, hvort þeir eru vitrir eða
óvitrir, ríkir eða fátækir, háir eða lágir,
má búast við, að marga skorti þessa
sögulegu þekkingu. Yiljum vjer í fám
orðum drepa litið eitt á, hvern skilning
æðimargir, að minnsta kosti af hinum
fáfróðari leggja í ýms ákvæði laga þess-
ara, hvernig þeim er beitt á stundum, og
hvað er svo afleiðingin.