Þjóðólfur - 20.09.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.09.1889, Blaðsíða 3
179 Reykjavík, 20. sept. 1889. Mannalát og slys. Með manni, seni er nýkominn norðan af Akureyri, frjettist, að látin væri Solveig Jónsdóttir, ekkja Jóns sáluga á Gautlöudum; liafði andast eptir miðjan f. m. (20.? ág.). Hún var dóttir sjera Jóns Þorsteinssonar frá Reykja- hlíð, mikilhæf og merk kona. Nýlega drukknaði maður í Hjeraðsvötn- unum í Skagafirði, Sigurður Sigurðsson, í Utanverðunesi í Hegranesi. — Hann hafði verið við veiðiskap, en misst frá sjer bátinn og ætlað að synda eptir honum, en drukknaði við það. — Á bæ einum í Svartárdal í Húna- vatnssýslu hafði hestur fælst þvotta, sem hengdir voru á stag til þurks, og hlaup- ið á stúlku og meitt liana, svo að hún beið bana af. Tíðarfar er orðið haustlegt í meira lagi fyrri liluta þessarar viku rigningar, síð- ustu daga norðangarður með snjógangi til fjalla. Stórkostleg' áform. í Washington í Ameríku á að halda pjóðfund mikinn 14. okt. í haust. Öll ríki Ameriku eiga að senda þangað fulltrúa. Bar á meðal annars að ræða um ráðstafanir til að koma x veg fyrir, að nokkurt ríki í Norðurálfunni blandi sjer inn í mál Ameríku, sömuleiðis um að koma á sama máli og vigt um heim allan og að nokkru leyti sömu peningum, að koma á gjörðardómi i málum milli rikjanna i Ameriku og loks um aukn- ing á samgöngum milli þeirra, o. s. frv.— Á Frakk- landi og Englandi vonast menn eptir miklum á- rangri af þessum fundi og telja liklegt, að hann j muni meðal annars verða byrjun til þess, að rikin : í Ameríku geri samband sín á milli í stjórnmálum, j verslun o. fl. August Strindherg-, hið fræga skáld Svia, er j ekki mikið fyrir margmennið. í sumar hefnr hann i haldið til á ey eynni, þar sem hann hefur leigt j sjer tvö hús, annað handa konu sinni og börnum, en hitt sem hann hefur út af fyrir sig. Hann tók þar ekki á móti nokkrum manni, ekki einu sinni sínum vildustu vinum. Einu sinni t. d. skrifaði einn þeirra til hans og kvaðst ætla að heimsækja iiann, en Strindberg skrifaði honum aptur og sagði, að hann gerði sjer mikinn greiða með því, að heimsækja sig ekki. Hin eina skemmtun, sem hann gaf sjer tima til frá ritstörfnm sínum, var að skjóta til marks með skammbissu, sem hann kvað vera mjög leikinn í. Járnbraut í Kína. Kínverjar eru allra þjóða fastheldnastir við forna siði og hafa eigi viljað taka neitt upp af því, sem vísindi og uppgötvanir hinna siðari tíma hafa kennt Evrópuþjóðunum. Nú | nýlega var rifist mikið um það í Kína, hvort yfir höfuð væri leyfilegt að taka upp þanu ósið eptir j Evrópuþjóðunum að leggja þar járnbrautarspotta. j Margir börðust á móti af öllum mætti. En keis- j arinn skar þó loks úr, að leggja skuli járnbraut- ina; hún er ekki stór, en er þó stórviðburður þar í landi, þvi að nú eru járnbrautirnar viðurkenndar þar, og eptir þessa litlu járnbraut munu koma aðrar fleiri, sem ekki er vanþörf á, því að árlega deyja þar þúsundir af mönnum úr hungri sakir samgönguleysis í landinu. Auglýsingar. Bókbandsverkstofa Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar 2 Laugaveg 2 (í húsi H. ÍJórðarsonar bókb.). 375 XJndirskrifuð saumar og pífar prestakraga ódýrar en nokkur önnur hjer. Sömuleiðis verða hjer eptir saumuð hjá mjer lik- föt, að mun ódýrar en hjá öðrum. Allt fljótt og vel af hendi leyst. Reykjavík, 20. sept. 1889. Itagnh. Bjarnason. 370 XJndirskrifuð kennir stúlkum þeim, sem þess óska, á næstkomandi vetri alls konar hannyrðir og ljer- eptssaum. Þær, sem sinna vilja þessu boði, gefi sig fram, sem fyrst. Reykjavik, 20. sept- 89. Itaguli. Bjarnason. 377 I'rá 1. október ]>. á. veiti jeg undirskrif- aður tilsögn í eptirfylgjandi: Reikningi, skript, rjettritun og dönsku munnl. og bóklegri. Lysthafendur gefl sig fram, sem fyrst. Reykjavík, 20. sept. 1889. B. H. Bjarnason. 378 156 an vonaðist eptir yður. Hún er nú hjá einni af vin- konum sínum, og lagði svo fyrir, að jeg skyldi fara með yður í vagni til hennar. Vagninn skal koma eptir 5 mínútur“. Nikolson beið á meðan í sal einum miklum með skrautlegum málverkum. Að vörmu spori kom vagn- inn; dyravörður bað hann að stíga í vagninn og settist sjálfur við hliðina á honum. E>að er nærri því óþarfi að segja frá því, að hinn svo- kallaði doktor var eptir fjórðung stundar kominn í eitt- hvert hið rammgjörðasta fangelsi í borginni, og ef ein- liver liefur beðið hans þar, þá var það ekki prinsessan. í ljótu og leiðinlegu herbergi einu, sem var fullt af vopnuðum lögregluþjónum, var hann yfirheyrður af manni, sem hann þekkti ekki, — en það var prinsinn sjálfur, — með svo mikilli harðneskju og ókurteisi, sem vesalings Nikolson var allsendis óvanur við. „Þetta er svívirðilegt11, sagði hann. Jeg kem frá París; jeg hef ekki talað eitt orð við nokkurn mann, hvað þá heldur meira, og þegar jeg kem til prinsess- unnar, er jeg tekinn fastur eins og þjófur“. „Þjer þekkið prinsessuna? sagði prinsinn. „Ef það er! Jeg hef þekkt liana nálega síðan hún var barn. Hjer er brjef frá móður liennar. Annars er jeg 153 nánustu ættingja minna, og að þjer sjeuð á skemmtiferð í Rússlandi. Finnið móður mína í París, áður en þjer leggið af stað. Hún mun fá yður eitthvert erindi til mín, og það getur gefið yður aðgang á heimili mitt, ef á liggur“. Prinsinn ætlaði alveg að ganga af göflunum, þegar hann liafði lesið þetta brjef. Svo langt var það þá komið, hugsaði hann með sjer. Þetta samsæri til að drepa keisarann, — þetta samsæri, sem liann reyndi að sporna við dag og nótt með því, að setja menn í fang- elsi, gera menn útlæga eða taka menn af lífi, — þetta hræðilega, ósveigjanlega stríð, sem heill her af glæpa- mönnum liáði gegn einum einasta manni, — þessi skelfi- lega barátta, sem aldrei ljet hann hafa frið eða ró, hafði nú fengið einn áhanganda á heimili hans. Það var hans eigin kona, sem sagði við morðingjann: „Nú er lientugur tími, verið þjer viðbúinn“. Hvað gagnaði að berjast lengur? Hvað kom til, að útlend kona skyldi líka rísa upp á móti hinum ó- gæfusama keisara? Þessi kona liafði allt, æsku, feg- urð og auðæfi, alls konar munað, og auk þess dáðust allir að henni, — og þó var hún níhilisti! Hvað vant- aði liana ? Hvílíkt liatur gat komið henni til að eiga á liættu, að verða sett í fangelsi, gerð útlæg eða tekin af lífi?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.