Þjóðólfur - 20.09.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.09.1889, Blaðsíða 4
180 „Sj álfsfræðarinn“. Þar sem ekki einu sinni kafa fengist full 200 áskrifenda að Sjálsfræðaranum — þar af milli 20 og 30 einir, sem hafa borg- að 1. bókina—og þar sem alþingi neitaði öllum styrk til þessa fyrirtækis, svo að unnt væri að selja bækurnar enn væg- ara verði og auka þannig útbreiðslu þeirra, þá virðist þjóð og þing samdóma um það, að það sje ekki æskilegt, að menntun og nytsamur fróðleikur breið- ist of almennt út meðal alþýðu. Það verður því eigi auðið að búast við mik- illi útbreiðslu á ritum þossum, og því verður beldur eigi unnt, að selja þau við því afarlága verði, sem ráðgjört var, ef þau næðu almennri útbreiðslu. Því auglýsist bjer með, að upp frá þessu verður eigi tekið við áskrifendum að „Sjálfsfræðaranum“, og að verð bókanna verður eptirleiðis frá 80 a. til 1 kr. fyrir bverja bdk í bandi eptir stærð og mynda- fjölda. Ný-útkomið er: Sjálfsfræðarinn. Fyrri flokkur. Önnur bók. Jarðfræði eptir Þorvald Thorodd- sen. Með mörgum myndum. Innbundin 90 a. Aður útkomin: Stjörnufræði, eptir Björn Jensson. Innbundin 90 a. Sigfús Eymundsson. 379 Muniö eptir hinu stóra uppboði fyrir F ó 1 k i ð í Good-Templarhúsinu í Reykjavík. 27. 38- sePt- næstk. Alls konar Vefnaðarvörur svo sem bvít ljerept, linlakaljerept, alls konar kjóla- og svuntutau, borðdúkar, sirz, yfirsængurver, millumskirtur og millumskirtutau, sængurdúkur, tvist-tau o. fl. |Sjá ísafold frá 18. sept. þ. á. Porl. O, Johnson. 380 Jf'jármark sjera Eggerts Pálssonar á Breiðaból- stað í Eljótshlið: Geirsýlt hægra, tyírifað í stúf vinstra. Brennimark: E. P. Brb. 381 Skósmíðaverkstæði Og leðurverslun lijörns Kristjánssonar 382 er í YESTUEGÖTU nr. 4. Hin alþekkta skósmíða-vinnustofa mín í Veltusundi nr. 3 er opin hvern virkan dag frá kl. 6—7 á morgnana til 9—10 á kveldin. — Allt, sem unnið er á vinnu- stofu minni, er bæði íijótt og vel af hendi leyst, eins og best sjest á því, að hinir sömu skipta- vinir mínir versla við mig nú, sem byrjuðu á því, þegar jeg kom hingað frá Kaupmannahöfn 1878.— Á vinnustofu minni eru jafnan nægar birgðir af yfirleðrum á skó og stígvjel af hesta tægi og á hverri stærð, sem óskað er. Korksóluðu skóna og stígvjelin ferjeg nú að smíða til vetrarins. Korksólaðir skór og stígvjel frá vinnustofu minni hafa hlot.ið almennt lof, eins og sjest á vottorðum þeim, er jeg ljet prenta í blöðunum í fyrra, og jeg hef til sýnis hverjum sem hafa vill. Slík vottorð hefur enginn annar. Hinn margeptirspurði vatnsstígvjelaáburð- Ur minn er nú til og vonast jeg eptir, að hafa hann til framvegis. Reykjavik, 19. sept. 1889. Rafn Sigurðsson. 383 — Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen- sen, Bankastræti 12 (húsi Jóns Ólafss. alþm.). 384 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 154 Hvað átti tiann að gera? Honura datt í hug að drepa sig. Síðan flaug honum í hug, að kasta sjer fyr- ir fætur keisarans. segja honum allt og flýja síðan burt með konu sína og láta aldrei sjá sig þar framar. En skyldurækni hans stöðvaði hann. Hann hafði hjer komist á snoðir um morðráð eða eitthvað þvílíkt, og nú var áríðandi, að finna glæpamennina og koma upp um þá. Hann þurfti ekki annað en senda brjeflð; óbótamaðurinu hlaut þá að koma. Hann vissi þegar, hvað þessi maður hjet; liann lijet Nikolson, og var lík- lega einhver Englendingur eða Ameríkumaður, sem var leikinn í að búa tii sprengiefni, eða ef til vill einungis rússneskur stúdent, sem liafði breytt nafni sínu. Brjeflð var sent sína leið; sama kveldið voru þau hjónin, prinsinn og kona hans, stödd í leikhúsinu ; hann var fölur sem nár, skjálfandi af geðshræringu og leit út fyrir að vera 10 árum eldri, en hann var; hún var aptur á móti fegri og yndislegri en nokkru sinni áður. „Þjer er illt“, sagði lmn brosandi við mann sinn, er þau óku heim um kveldið. „Á hverju sjerðu það?“ sagði hann í þungu skapi. „Þú hefur ekki verið afbrýðissamur í kveld?“ III. Að vikutíma liðnum sagði lögregluráðgjafinn við 155 konu sína: „Það er á fimmtudaginn, sem keisarinn fer frá Pjetursborg", og ljet ekki á öðru bera, en sjer stæði alveg á sama um það. „Á?11 sagði lmn, „á fimmtudaginn; blöðin liafa þó sagt allt annað“. „Já, en þau voru ekki látin vita annað, til þess, að villafyrir þeim, sem kunna að sitja um líf keisarans“. Síðan fór liann að tala um allt annað, en dáðist með sjálfum sjer að því, hve rólega kona hans tók þess- um frjettum. Sama daginn var hann látinn vita, að kona hans hefði sent svoliljóðandi málþráðarskeyti, — til hvaða manns, er hægt, að geta sjer til — : „Það er á fimmtu- daginn. Yerið viðbúinn“. Náttúrlega leið fimmtudagur- inn svo, að hvorki keisarinn nje lögregluráðgjafi lians færu af stað. Þegar kona hans heyrði það, varð hún mjög óróleg. Næsta dag kom maður nokkur tíguglegur í höll prinsins. „Hvers óskið þjer, herra minn?“ sagði dyravörður- inn, sem var einn af leyni-lögregluliðinu. „Jeg ætla að finna prinsessuna; jeg ætla að flytja henni kveðju frá móður liennar. Jeg er doktor Nikol- son“. „Það er rjett“, svaraði dyravörðurinn. „Prinsess-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.