Þjóðólfur - 11.10.1889, Page 4
192
skal taka, nefnilega önnur fót, ef ekki er annað
að taka?
Sv. Þau föt, sem hlutaðeigandi má eigi án vera,
verða eigi tekin lögtaki
4. Ef maður á ekkert sjerskilið, nema fótin ein,
er j)á hægt að leggja aukaútsvar á þá eign, og
taka siðan árlega lögtaki þau föt, sem maðurinn
ekki stendur i og þarf til að borga útsvars upp-
hæðina?
Sv. Nci.
5. Hvort er rjettara, að borga það, sem manni
er gjört að skyldu að borga, eða láta taka það
lögtaki, ef skuldunaut sýnist skuldin ðrjettlát? Er
nokkuð athugavert við að borga, eða hitt að láta
taka lögtaki?
Sv. Ef maður vill fá vissu sínaum, hvort gjald-
krafan er rjett eða ekki, er rjettast, að láta taka
lögtaki og koma þar fram með mótmæli sín og á-
stæður, og ef þau verða ekki tekin til greina, þá i
að áfrýja lögtaksgjörðinni. En ef sá, sem krafinn {
er, ætlar ekki að halda málinu til streitu, er rjett- ;
ast að borga, áður en lögtaki er beitt, einkum ef :
um smáupphæðir er að ræða, þvi að ef það fer fram, :
er það kostnaðarauki, þvi að hann verður að borga
lögtakskostnaðinn.
Auglýsingar.
1 samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orö 15 stafa frekast; meö öðru letri eöa setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út í hönd.
Bókbandsverkstofa
Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar
2 Laugaveg 2
(í húsi H. Þórðarsonar bókb.). 415
Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen-
sen, Bankastræti 12 (húsi Jóns Olafss. alþm.). 416
—
Skósmíðaverkstæði
o g
leðurverslun
Björns Kristjánssonar
417 er í VESTURG-ÖTU nr. 4.
Til sölu er
fjaðrasófi og litill skápur. Ritstjóri vísar á selj-
anda. 418
Hjá undirskrifuðum fæst til kaups koparseymd
eikarskipsjulla, mastur, sprit og stór hengilampi;
allt með fyrirtaksgóðu verði.
Reykjavik, 11. okt. 1889.
B. H. Bjarnason. 419
Hin alþekkta
skósmíða-vinnustofa
min í Veltusundi nr. 3 er opin frá kl. 6—7
á morgnana til 9—10 á kveldin.
Rafn Sigurðsson, 420
Ókeypis Klinik.
fyrir fátæklinga á sjúkrahúsinu er byrj-
uð föstudaginn 4. okt. og heldur áfram
eins og í fyrra á hverjnm þriðjudegi og
föstudegi kl. 11 f. h.
Reykjavík, 11. okt. 1889.
Schierbeck. 421
Hei lismannasag'a.
Útg. í Winnipeg 1889. — Hept 75 au. — Fæst í
Bókverzlun Sigf. Eymundssonar
og Bókverzlun Sig. Kristjánssonar. 422
Ein eða tvær vinnukonur geta fengið
vist með góðum kjörum á næstkomandi vori á góðn
heimili i Árnessýslu. Ritstj. vísar á staðinn. 423
— 17. þ. m. tapaðist á veginum frá búð L. Han-
sens upp á Öskjuhlið röndóttur malpoki með tvenn-
um sokkum, einum vetlingum, vistum m. m. Ráð-
vandur finnandi er beðinn að skila honum til Helga
Sigurðssonar að Múla í Biskupstungum. 29./9. ’89.
Dr. med. W. Ziis. læknir við konung-
legu liðsmanna-spítalana í Berlin, ritar:
Bittirenn „Brania-lífs-elexír er fram-
úrskaramli liollt og magastyrkjandi
meðal.
Berlin. Dr. med. W. Zils.
Einkenni & vorum eina egta Brama-lífs-elixír
eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin-
um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og
innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan-
um.
Mansýeld-Bullner & Lassen,
sem einir bUa til hinn verðlaunaöa Brama-lifs-elixir.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Nörregade No. 6. 425
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
162
óhreyfilegum bylgjum úr gulum sandi. Landslagið er
líkast því. Dær eru háar sem fjöll, þessar öldur, ójafn-
ar og ýmislega lagaðar. Þær hefja sig í lopt upp eins
og sjávaröldur, en eru enn stærri, með allt einum rák-
um eða röndum, eins og röndóttur dúkur. Hin suðræna
sól sendir brennandi, eldheita geisla niður á þettavoða-
lega, þegjandi og óhreyfilega haf. Menn verða að fara
upp þessar öldur, niður af þeim aptur og upp aptur án
afláts, án hvíldar, án forsælu. Hestarnir stynja þungan,
vaða sandinn upp að hnjám og þeim skriðnar fótur, er
þeir fara niður þessa fágætu sandhryggi.
Jeg, og einn af vinum mínum, var þar á ferð með
8 riddurum ; í ferðinni voru fjórir úlfaldar og sinn mað-
ur með hverjum. Við vorum hættir að tala saman, svo
yfirkomnir vorum við af hita, þreytu og þorsta. Skyndi-
lega rak einn af mönnunum upp angistaróp; við stöns-
uðum allir og stóðum sem steini iostnir, undrunarfullir
af að heyra það, sem við heyrðum, og þeir kannast við,
sem vanir eru að ferðast á þessum eyðistöðum.
Einhvers staðar í nánd við okkur heyrðum við
bumbuslátt, liinn leyndardómsfulla bumbuslátt þessara
sandhæða. Bumbuslátturinn heyrðist greinilega, ýmist
sterkari eða veikari; ýmist hætti hann eða byrjaði apt-
ur enn ákafar en áður.
Arabarnir litu óttaslegnir hver til annars, og einn
163
þeirra sagði á sinu máli: „Það er úti um okkur“. Og
sjá! skyndilega fjell íörunautur minn 0g vinur, sem gekk
mjer því nær í bróður stað, af hestinum, bráðkvaddur
— eða því sem nær — af sólarhita.
Og í tvær stundir, meðan jeg árangurslaust reyndi
til að lífga hann við aptur, Ijet þessi ósýnilegi bumbu-
slagi hljóma fyrir eyrum mjer hið tilbreytingarlausa, ó-
skiljanlega bumbuhljóð, sem stansaði við og við, en byrj-
aði þó aptur. Þá fann jeg hræðsluna, liina sönnu, voða-
legu hræðslu ganga gegn um merg og bein og heltaka
mig, þar sem jeg var staddur við hliðina á líki míns
elskaða vinar, í þessari brennheitu kvos milli sandhæð-
anna, tvö hundruð mílur frá mannabyggðum.
Þann dag skildi jeg vel, livað það var að vera
hræddur. En jeg skildi það þó enn betur í annað skipti
___ __ __ U
Þá greip skipstjórinn fram í og mælti:
„En þessi bumbusláttur. Hvað var það?“
Maðurinn svaraði:
„Jeg veit það ekki. Það veit enginn. Menn lialda
annars, að það sje bcrgmál, sem kemur fram við það,
að sandkorn, sem vindurinn feykir með sjer, rekast í
þurrar grasþúfur, en að bergmálið margfaldist og auk-
ist af þessum dældum milli sandhæðanna. Svona halda
menn að þetta sje, því að menn hafa tekið eptir því,