Þjóðólfur - 25.10.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.10.1889, Blaðsíða 2
198 oss af tómum illvilja, heldur af ókunn- ugleika, og það er þess vegna, að vjer höfum barist fyrir innlendri þingbund- inni stjórn með fullri ábyrgð fyrir al- þingi, af því vjer ætlum, að þegar vjer fáum innlenda og kunnuga stjórn, þá muni af fyrirkomulagi þessu leiða betri stjórnhættir, bæði með lagastaðfestingar og annað. Yjer sjáum þannig, að frumvarpið frá í sumar stendur að þessu leyti ekkert á baki frumvörpum, sem Jón Sigurðsson vildi hafa fram. Vjer viljum svo snúa oss, að hinum öðrum breytingum á frumvarpinu og viljum vjer þá fyrst nefna skipun efri deildar. Það er vafalaust. að þeir, sem berjast á móti stjórnarskrárfrumvarpinu í sumar, munu einnig hamast á móti öll- um konungskosniugum og bera þar fyrir sig Jón Sigurðsson, en það er þá best, að láta frumvörp Jóns Sigurðsson- ar sjálfs bera vitni um það, hvort Jón Sigurðsson mundi hafa látið slíkt standa fyrir framgangi málsins. Frumvarpið 1867: „25. gr. í efri deildinui eiga sæti: 1., 6 konungkjörnir embættismenn; 2., 6 þingmenn, er alþingi kýs“. Frumvarpið 1869 „28. gr. Á alþingi eiga sæti 30 þjóðkjörnir alþingingismenn og 6 embætt- ismenn á Islandi, er konungur kveður til þingsetu. 24. gr. í efri deildinni sitja 12 þingmenn. 25. gr. Hinirkonungkjörnu alþingismenn eiga allir sætií efri þingdeildinni. Hina þingmennina kýs alþingi.11 Frumvarpið 1871: „18. gr. Á alþingi eiga sæti 30 þjóðkjörnir alþingismenn og 6 alþingismenn sem konungur kveður til þingsetu. 19. gr. í efri deildinni sitja 12 þingmenn. 20. gr. Hinir kon- ungkjörnu alþingismenn eiga allir sæti i efri þing- deildinni. Hina þingmennina í efri deildinni kýs alþingi11. Þannig er nú þessu varið. í frumvarpinu frá í sumar var ákveð- ið, að konungur skyldi til bráðabirgða | kveðja 6 menn til þingsetu, en síðar meir j að eins einn þriðjung efri deildarinnar. Frumvarpið er þannig nokkuð frj álslegra en frumvörp Jóns Sigurðssonar. En þar j að auki var það ákveðið í frumvarpinu frá síðasta þingi, að konungskosning skyldi gilda æíilangt. Þetta var tekið eptir lögum Englendinga, og hafa kon- ungskosningar á þann hátt reynst mjög vel. Hinar „tryggu leifar“ geta líklega ekki skilið, hverja þýðingu þetta hefur, en aðrir munu víst skilja það, þegar þeir hugleiða, að ef svo hefði verið í hinum eldri lögum, þá hefði sjera Halldór á Hofi setið á þingi til dauðadags, sömu- leiðis Kristján Kristjánsson, sem var sett- ur af embættinu fyrir frjálslyndi sitt; Benedikt Sveinsson hefði og setið á þingi til daudadags sem konungkjörinn, einn- ig Hallgrímur biskup Sveinsson. En það má nefna fleira. Forvígismaður hinna „tryggu leifa“, Benedikt Sveinsson, vildi hafa 4 kon- ungkjörna þingmenn í efri deild í frum- varpinu frá 1881, (sjá Alþ.tíð. 1881, C, bls. 371) og 1883 hopaði hann svo á hæl, að hann vildi hafa helminginn konung- kjörinn, eins og nú er eptir hinni nú- gildandi stjórnarskrá (sjá Alþ.tíð. 1883, C, bls. 392), en á þann hátt getur stjórn- in þó ávallt skipt um, þegar henni ekki líkar við framkomu þingmannsins, og er auðsjáanlegt, hversu margfalt verra slíkt er. Viljum vjer svo eigi fara frekari orð- um um þetta atriði, en snúa oss að á- byrgð stjórnarinnar og dónvinuin er á að dæma um brot hennar. Jón Sigurðsson lagði jafnan mikla á- herslu á, að stjórnin ætti að bera ábyrgð á stjórnarstörfum sínum gagnvart alþingi. Benedikt Sveinsson hefur aptur á móti ekki verið fastur þar í rásinni. Það er ekki í fyrsta skipti, að hann hefur snú- ist á móti í stjórnarbótamálinu. Þegar mest reið á, snerist hann móti Jóni Sig- urðssyni. Það var árið 1869, þá gerði hann samtök við sjera Þórarinn. Þá vildi hann, að ráðgjafi Islands bæri á- byrgð fyrir fólksþinginu í Danmörku. Hann barðist þá fyrir, að Jögleidd yrði svolátandi ákvörðun: „Jafnt og hinir aðrir ráðgjafar ríkisins á ráð- gjafinn fyrir ísland sæti i rikisráðinu, og hefur á- byrgð samkvæmt hinum yfirskoðuðu grundvallar- lögum Danmerkurrikis, dagsettum 5. jírní 1849. Yilji neðri deild alþingis koma fram slíkri á- byrgð á hendur ráðgjafanum, fer það þess á leit við fólksþingið, og sje fólksþingið því samþykkt gjörir það þær ráðstafanir, sem með þarf“ (Alþ.tið. 1869, H., bls, 315). Þá munaði litlu, að Benedikt gæti lagt alþing undir fólksþingið danska, því að ef einir tveir hefðu gengið úr liði Jóns og greitt atkvæði með Benedikt, þá hefði þetta náð fram að ganga. En þótt svo færi eigi, þá var það þó hinn mesti hnekk- ir fyrir Islands mál, hversu Jón var fá- liðaður; notaði Orla Lehmann þetta mjög mikið í ræðum sínum móti ísl., og enn er það kennt við háskólann í Höfn, hversu lítið hafi á vantað, að danska stjórnin sigraði þá og fengi sitt fram. Þegar Benedikt síðar bar fram stjórn- arskrárfrumvörpin á alþingi 1881 og 1883, Ijet hann sjer ábyrgðina í ljettu rúmi standa og hafði þau ákvæði, að stjórnin skyldi að eins hafa ábyrgð á því, að stjórnarskránni yrði fylgt. Hjelt hann þar hinum háskalegu ákvæðum hinnar núgildandi stjórnarskrár. í frum- varpinu í sumar er aptur á móti ákveð- ið, að bæði ráðgjafar konungs og ráð- gjafar jarlsins skulu bera alla ábyrgð á stjórnarstörfum sinum, og er það þannig alveg samkvæmt frumvörpum Jóns Sig- urðssonar. Aptur á móti ljet Jón sjer minna umhugað um, hver dómstóll ætti að dæma um málið. í frumvörpunum frá 1867, 1871 og 1873 er að visu sagt, að landsdómur skuli dæma um þessi mál, en það erekkert sagt, hvernig hann skuli skipaður, og í frumvarpinu 1869 er þessu sleppt og að eins ákveðið, að um ábyrgð- ina skuli nákvæmar ákveðið með lögum. Það hlýtur þvi að verða hverjum manni ljóst, hvort Jón Sigurðsson mundi hafa gert þetta atriði að þrætuepli. I frumúarpinu i sumar eru nákvæm- ari ákvæði um þetta, en í hinum eldri frumvörpum, þvi að þar er ákveðið, að landsyfirdómurinn einn dæmi um ábyrgð ráðgjafanna. En jafnframt er ákveðið, að yfirdómendur megi ekki sæti eiga á þingi. Hjer er enn farið að dæmum Englendinga. Það er auðvitað eigi hægt, að bera þetta saman við eldri frumvörpin, því að þar stóð ekkert um skipun lands- dómsins, en vel þolir þetta samanburð við frumvarpið frá 1886. Ef menn vilja vantreysta landsyfirdominum, afþví að stjórnin veiti embættin í honum, þá má alveg eins vantreysta öllum embætt- ismönnum, og svo ber þess að gæta, að eptir frumvarpinu 1885 hefði stjórn- in að eins þurft að hafa tvo með sjer í efri deild ásamt landsyfirdóminum til þess að sleppa, og ef hún hefði haft 3 eða 4 í efri deild með sjer, sem liggur nærri að ætla, þá hefði hún ekki þurft að hafa nema 1 eða 2 úr yfirdómi til þess að fá sýknudóm. Það hefur marga kosti, að halda á- kvæðum frumvarpsins í sumar, eptir því sem reynsla Englendinga er, og Islend- ingar ættu síst að harma það, þótt vjer tækjum nokkuð eptir dæmi hinna stjórn- vitrustu þjóða heimsins. Vjer höfum borið saman frumvörp Jóns Sigurðssonar og frumvarpið frá síðasta þingi, svo að hver maður getur borið um, hvort þetta frumvarp stendur á baki hinum og eru þó ótalin hin einkar þýð- ingarmiklu ákvæði i frv. frá síðasta þingi nm fjárlögin og bráðabirgðarlögin.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.