Þjóðólfur - 29.11.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.11.1889, Blaðsíða 4
224 Mynsters-Hugleiðingar fást með niðursettu verði (að eins 1,50) í Reykjavík hjá Sig'urði Kristjánssyni. 626 Fundur í stúdentafjelaginu íaugardags- kveldið 30. nóv. kl. 8V2. — Upplestur. 527 Hús til sölu! Húsið nr. 7 í Grjótagötu er til sölu með góðu verði. Lysthafendur snúi sjer til undirritaðs. Magnús Ólafsson, trjesmiður. 628 Skósm í öa verkstæöi Og leöurverslun Bjðrns Kristjánssonar 529 ^er í YESTUEGÖTU nr. 4. r ~ nmm F á sem er góð í reikningi og ij 1 UljiVii.) skrifar laglega könd, óskar að fá atvinnu við búðarstörf í Reykjavík. — Eitstjóri ávísar. 580 Af Þjóðólíi verða þessi tölublöð keypt á af- greiðslustofu Þjóðólfs: Af 36. árg. (ár 1883) 39., 40., 41. og 42, tbl. Af 36. árg. (ár 1884) 4. og 26. tbl. Af 37. árg. (ár 1885) 13.—18., 29.—31. og40.tbl. Af 38. árg. (ár 1886): 36., 38., 39. og 40. tbl. Af 39. árg, (ár 1887); 46. tbl. Af 40. árg. (ár 1888): 2., 3.-4. og 6. tbl. 531 llagnieysi og nppsölur m. ni. i 8 ár. 1 hjer um bil 8 árþjáðistjeg af stöku magnleysi, sem lýsti sjer í einhvers kon- ar sleni í öllum líkamanum, samfara maga- kveisu, uppsölu, meltingarskorti, öreglulegri matarlyst og svefnleysi. Jeg leitaði læknis, án þess að fá bata og lengi reyndi jeg Brama-lífs-elexírinn og Hoffs Malt-ex— trakt, en ljetti ekki vitund við það. Að síðustu fór jeg að brúka hinn ekta Kína-lífs-elexír Valdemars Petersens og er það undravert, hversu vonir mínar rætt- ust. Mjer fóru að aukast kraptar, jeg fór að fá matarlyst og það fór að kom- ast regla á svefninn. Það er min fyllsta sannfæring, að jeg haldi heilsu minni við með elexír þessum. Jeg ráðlegg öllum að reyna þennan af bragðs Kína-lifs-elex- ír, sem verðskuldar allt það lof, sem á hann er borið úr öllum áttum. Yogn pr. Tolne. Xiels Peter Christensen, bóndi. Kína-lífs-elexírinn fæst ekta hjá: Hr. E. Felixsyni í Reykjavík, — Helga Jónssyni í Reykjavík, — Magnúsi Th. S. Blöndahl í Hafnarfirði, — J. V. Havsteen á Oddeyri, sem hefur aðalútsölu a Norðurlandi. Valdemar Petersen, sem einn býr til hinn ekta Kína-lifs-elexír. Frederíkshavn. Danmark. 532 Árni Þorvarðarson & Joh. Jensen: Bókbandsverkstofa w Bankastræti 12. (Hús Jóns Ólafss. alþm.). Leiöir og lendingar. Hjer með skora jeg á bjargráðanefndir þær, sem nú eru í suður- og vesturamt- inu, að senda mjer áreiðanlega og ná- kvæma lýsing á þeim leiðum og þeim þrautalendingum, sem almenningi þurfa að vera kunnar. Öll undirmið þurfa að vera sundmerki: súlur eða vörður með trje í, því hæðir, bakkar, garðshorn, bæjarþil og strompar, hólar, hjallar og þvíumlíkt, er ónógt og óljóst flestum, nema heimamönnum. Ef nokkuð er að athuga við sundalýs- ingar o. s. frv. í Arnessýslu. þarf jeg að að fá athugasemdir um það. Brjef þessu viðvíkjandi og öðrum bjarg- ráðamálum, óska jeg send mjer á „Geys- ir“ i Reykjavík fyrir 5. janúar 1890. P. t. Geysir, 25. nóv. 1889. 0. Y. Gríslason. 534 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur .Jðnsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 182 og ljet bera kagga og keröld, trog og tunnur og alls konar skran, út á hól þann á túninu í Ögri, er Sprengir heitir, en sjálfur stóð hann í miðri þvögunni og tók að þylja þulur sínar, — 0g hann þuldi og þuldi, svo allt ætlaði af göflunum að ganga. Sprengir gekk upp og niður í bylgjum, sem sjór í hafróti, og brak og brestir heyrðust í fjöllunum, og fylgdu því svo mikil undur, að Ara bónda og öðrum heimamönnum á Ögri sýndist sem Sprengir væri þakinn vígbúnu heriiði, og þá má nærri geta, hvað víkingunum hefur sýnst, er leikurinn var að gjörður, enda voru þeir eigi iengi að binda skóþvengi sína, heldur sneru undan hið fljótasta. Þá kvað Galdra- Leifi: „Hátt eru segl við liúna hengd með strengi snúna. Sjeð bef jeg ristur rúna, mig rankar við því núna. Ofan af öllu landi ógn og stormur standi, særokið með sandi sendi þeim erkifjandi". Kom þá bálviðrisrok, en skipið lagði til hafs og hefur livergi komið fram svo menn viti; höfðu allir það fyrir satt, að það hefði farist og allir menn týnst, er á því voru. Ari bóndi þakkaði Leifa hjálpina og launaði hon- um vel fyrir. 183 Hjá bónda einum norður á Ströndum var einhverju sinni svo mikill bítir, að hann hjelt, að fje sitt mundi eyðileggjast innan lítils tíma, ef eigi væri að gjört. Hann sendi því suður að Garðsstöðum til Galdra-Leifa, og biður hann að koma hið fljótasta norður til sín, og leysa sig af þessum vandræðum, því hann þóttist vita, að sjer hefði verið sendur stefnivargur*. Þorleifur brá við skjótt, og fer norður og situr hjá bónda þrjá daga, án þess nokkur yrði var við, að hann hefðist nokkuð að. Bóndi fór þá að gjörast óþolinmóður, og kom að máli við Þorleif og kvaðst eigi hafa fengið hann til þess, að sitja hjá sjer í aðgjörðaleysi, „heldur fjekkjeg þig hingað“, sagði hann, „af því jeg veit, að þú ert kunnáttumaður og ákvæðaskáld; er þjer því sjálfrátt, að leysa mig af vandræðum mínum, ef þú vilt“. Leifi bað bónda að hafa sig hægan, „því þetta er þaðverk“, sagði hann, „sem þeim mun síst þykja auðvelt, er best *) Stefnivargur er það kallað á Vestfjörðum, er einhver hlut- ur er magnaður og sendur í tóuliki til að drepa fje fyrir einhverj- um. Optast hefur stefnivargurinn þá náttúru, að hann dregur að sjer mikinn fjölda af tóum, eins og kemur fram í þessari sögn. Yíðast aunarstaðar er það kallaður stefnivargur, ef einhver skað- leg dýr eru mögnuð með göldrum og gjörningum og send einhverj- um hópum saman, til þess að vinna honum tjón. Einkum eru það tóur eða mýs, sem þannig eru sendar, og því segja menn, að það sje mikill stefnivargur, ef mikill tóugangur er eða músagangur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.