Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 1
Kemui' út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Brlendis 5 kr. — Borgist íyrir 15. júlf. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögu skrifleg, bundin yið áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. LXII. Porláknr bisknp íielgi og Magnús prestnr í Reykbolti,' „Jeg undrast, vinur! að þú fylgir mjer, sem aldrei fyr með vopnum búinn her; jeg helga dóma hef í minni för, og hvað skal þá með skjöld og brýndan hjör?“ „Sú fregnin hefur, herra! borist mjer, að H'ógui í Bœ mun sitja fyrir þjer, því hef jeg valið vaslcra drengja lið, sem vanist hefur þungum sverða klið“. „Þú veist það, vinur! hvert vort hlutverk er, að heilög störf oss að eins rcekja ber. Vjer lofum ei vorn guð með sverða söng, oss samir eigi brynja og vopnin löng. Hvort samir, að vjer köstum drottins lcross, frá Kristi og helgum dómum snúum oss, en sœkjum fram með vopn í vígamóð, sem vargar grimmir heimtum líf og blóð? Snú aptur, vinur! guð mun gœta mín, hann gœtir mín, en ekki vopnin þín; jeg hrœðist ei, því hann mjer aðstoð Ijœr, og helgir menn og signuð Drottins mceru. „Ó, göfgi faðir! goet hvað ráðlegt er, þinn guðamóður þig í öfgar ber; þú veist, að Högni hlífast mun við fátt, og hörðum kostum víst þú lúta mátt“. „Jeg óttast ei þótt heyri’ eg hljóminn stáls, sem helgur Tómas biskup1 2 er jeg frjáls, þá hann í drottins helgidómi stóð, og hátíðlega rann hans dauðáblóð. Því frelsi er þar, sem andi drottins er, sá andi guðs, er jafnan lýsir mjer; og óttalaust með öllu’ eg skil við þig því ekki er neitt, sem getur kúgað mig. Hvað megnar fjötur, feigðarslunginn hjör og fjandmanns hönd, er blóði litar spjör? jeg að eins guði einum lifi og dey. Snú aptur, vinur! sjá, jeg hrœðist ei. Guðs heilagt orð, það kœrleiksmilda mál af móðurvörum drakk mín unga sál; hans helgum vilja’ eg hneigðist snemma að, jeg hrœðist guð og — ekkert nema það“. „O, helgi faðir! heyr, jeg undrast nú þitt heilagt guðdóms-þrek og sterku trú, sem veitir slíkan hug og hjartans frið, og hefur meiri krapt en vopnað lið. 1) Samb. Biskupas. I, 287. 2) Tómas Becket erkibiskup 1 Kantaraborg; var myrt- ur fyrir altarinu i kirltjunni i Kantaraborg (1170) eptir und- irlagi Hinriks 2. Var þvi Tómas talinn pislarvottur og helgur maðui', og hjer á íslandi var hann í mjög miklu afhaldi sem dýrðlingur. Reykjavík, föstudaginn 17. janúar 1890. Jeg stari á þig, og undrast augun þín, þar œgigeisli helgra rúna skín, þinn frjálsa svip, sem er svo hreinn og hýr; — já, helgur drottins andi með þjer býr. Já, tigni faðir! guð mun gœta þín, hann gœtir þín en ékki vopnin mín, hann leiðir þig um lífsins hœttan stig; og Ijúfi faðir! sjá, jeg skil við þig“. Sce-m. áWi óí-íoAon. Hvað á þá að gera? (Nilurl.). Vjer mixmtnmst í síðasta blaði á, hve þýðingarmikil lögin um sveitar- styrk og fúlgu eru, og hve áríðandi er að framfylgja þeim. Þýðingarmikil rjett- arbót eru einnig lögin frá síðasta þingi um meðgjöf með óskilgetnum hörnum, ef þau ná staðfestingu, sem varla þarf að efa, því auk þess sem þau gefa móður óskilgetins barns mikinn rjett gagnvart barnsföðurnum, veita þau sveitunum hinn sama rjett gagnvart honum, ef leggja þarf styrk af sveit barninu til uppeldis; sá styrkur er talinn veittur föðurnum, og hafa því sveitarstjórnirnar sama vald yfir honum sem öðrum þurfalingum eptir lögunum um sveitarstyrk og fúlgu. Það sem fyrst og fremst áríður í stjórn fátækramálefna, er að beita gildandi lög- um með fullkomnum strangleik. En það mun vera. mikið mein víða, að þeim er linlega framfylgt og mörgum því veittur sveitarstyrkur, sem komist gæti hjá hon- um, eða styrkþiggjendur eru látnir hafa allt of frjálsar hendur, ef til vill liggja í leti og vinnuleysi og jafnvel sóa eig- um sinum og viunulaunum í óþarfa. Þetta er að nokkru leyti von, þar sem hreppsnefndir verða að vinna verk sín endurgjaldslaust, en það á hinn bóginn vanþakklátt og fyrirhafnarsa.mt að leysa þau af hendi svo röggsamlega, sem best mætti vera. Sökum þess teljum vjer mjög áríðandi, að launa hreppsnefndar- oddvitunum, sem venjulega hafa því nær alla sveitarstjórnina á hendi. Þá mundu færustu mennirnir í hverri sveit fást til að vera oddvitar og þeir mundu fremur en ella leggja sig í lima að stjórna fá- tækramálum svo vel, sem unnt væri, og sveitamálum vera miklu betur borgið en nú er. Sumum kann að þykja það eðlilegast, að launin væru tekin af hrepps- sj óðunum, en þá mnndi oddvitinn fá þau i ýmsu dóti með útsvörunum, og siður finna til þeirra og meta þau minna, en ef þau væru greidd i einu lagi í pen- ingum úr landssjóði, eins og hreppstjóra- launin eru nú. Til þess að laun oddvit- anna yrðu ekki allt of þung byrði fyrir landssjóð, sjáum vjer ekkert á móti því, að oddvitinn væri einnig hreppstjóri, eins og ýmsir hafa stungið upp á. Það get- ur verið skoðunarmál, hve há launin ættu að vera, en naumast mættu þau vera minni eu B0—100 kr. Það teljum vjer enn fremur mjög miklu skipta í þessu máli, að hrepparnir sjeu ekki mjög stórir. Það mun vera sannreynt, að í litlum hreppum eru sveit- arþyngsli venjulega minni að tiltölu, en í stórum og mannmörgum hreppum. Þetta er og vel skiljanlegt; í stóru og fólksmörgu hreppunum geta sveitarstjóm- irnar ekki verið eins kunnugar efnahag og ástæðum styrkbeiðenda, komast síður yfir að kynna sjer slikt og líta eptir þvi, hvað þá heldur ráða fram úr vandræðum styrkbeiðendanna svo, að þeir geti kom- ist hjá að þiggja styrk að sveitinni. En þetta er allt hægra í litlum og fámenn- um hreppum. Þar sem hreppar eru stór- ir, ætti því að skipta þeim. Svo er loks eitt atriði, sem verður að minnast á, og það er þetta óhyggilega, oss liggur við að segja skrælingjalega ráðlag, að safna engri fastri innstæðu, sem sje eign sveitarsjóðanna, heldur er hverju ári látin nægja sín þjáning, opt- ast nær allt upp etið og eyttsama árið, sem það er goldið í sveitarsjóðina; þeg- ar svo harðnar í ári og útsvörin þyngj- ast heyrist kveinið og vílið út af útsvör- unum, og stundum tekið lán upp á sveit- arsjóðina. Svona hefur þetta gengið fram á vora daga, því að vjer teljum það ekki, þótt einstaka fyrirtaks sveit- arstjóri hafi látið sveitarsjóðinn safna fje fyrir, meðan hann stóð fyrir sveitamál- um, því að hjá eptirmönnum hans hef- ur ef til vill öllu verið eytt aptur eða að minnsta kosti ekki verið haldið áfram því verki, sem byrjað yar á. Á stöku

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.