Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 3
11 hliða um þau og íbúarnir þyrftu allir að fara úr borginni, mundu þeir þurfa 31 klukkustund til þess allir að komast út, þótt þeir gengju allhratt hver á eptir öðrum, 4 í röð, út um öll hliðin. Ef íbúatalan eykst að sama skapi, sem að undanförnu, munu eptir 50 ár íbú- arnir í Lundúnaborg vera orðnir 8 mil- jónir og eptir 100 ár 17 miljónir (Nord- stjernen). Stálpennar voru upp fundnir fyrir rúmri öld, og kvað það hafa orðið á þenn- an hátt: Erægur enskur efnafræðingur, Priestley, hafði 1770 kvartað um það við vin sinn, dr. Harrisons nokkurn í Birmingham, sem bjó til ýms barnagull úr málmi, að hann væri svo lengi að skera fjaðrapenna, og bað hann að reyna, hvort ekki væri mögulegt, að búa til penna úr málmi. Harrison reyndi það, og heppnaðist það, en þó ekki sem best; hann hjelt þó áfram að búa pennana til, sem nokkurs konar aukastarf. Hann Ijet eptir sig verksmiðju sína ungum og duglegum manni, sem hjet Mason, sem hafði verið hjá honum 1 ár og veitt pennatilbúningnum eptirtekt. Mason end- urbætti pennana og tók þegar að búa mikið til af þeim; þeir urðu algengir og runnu út, eins og vatn, svo að penna- gjörð hans fór sívaxandi og að lyktum hafði hann 2000 verkamenn við það starf. Mason dó 1881. Nú eru búnar til' 50 miljónir stálpenna á viku hverri í Birm- ingham og þar í kring. --<3>©«©<C=- Skipkoma. Kaupskipið Valdemar kom hingað 12. þ. m. með salt o. fl. til Pisch- ersverslunar. — 19. okt. d haust fór það frá Liverpool, hreppti versta veður, var þó eptir 6 vikur komið 20 mílur undan Reykjanesi, en varð þá (27. nóv.) að hverfa aptur til Suðureyja fyrir vestan Skotland og lá þar i 3 vikur. Þar fór skipstjórinn af því, en stýrimaðurinn tók við skipsstjórninni í hans stað, en nýr stýrimaður kom á það frá Khöfn. Komst skipið svo eptir 3 vikna ferð hingað með heilu og höldnu. Brauð veitt: Kálfholt í Kangárvalla- prófastsdæmi 14. þ. m. sjera Ólafi Pinns- syni, sem var aðstoðarprestur sjera JÞor- kels Bjarnasonar á Reynivöllum árið sem leið. --=»©«©^0--- Gullkorn. — Til þess að vej-ða frægur, er nauðsynlegt að jarða tvo ættliði: kennara sína og skólabræður — samtíraa sinn og tímann næst þar á undan. (Concourt). — Uppgötvanir mannanna verða æ stærri og stærri, eptir því sem aldirnar liða. Gæska og vonska heimsins verður að öllu samanlögðu stöðugt hin sama. (Pascal). — Gerðu ekkert i reiði! Hví skyldum vjer stíga á skipsfjöl i æðandi ólgusjó? (Indverskt spakmæli). — Vinur þinn á vin og vinur vinar þíns á einn- ig vin: Vertu varkár i orðum þínum. (Tatmud). — Það ber sjaldan við, að rithöfundur, sem prje- dikar góða siði i bókum sínum, dragi þá af sínu eigin liferni. (.Concourt). — Ekkert myrkur er til, nema vanþekkingin. (Shakspeare). — 8ú sorg, sem kvartar, liíir ekkilengi. (Björnstj.). — Ekkert ér svo illa skrifað, sem falleg ræða. ( Concowrt). — Þegar jeg virði fyrir mjer suma fræga menn nútimans, dettur mjer æfinlega i hug, að á vorum dögum er það asnakjálkinn, sem slær Samson i kel. (Concourt). Pyrirspurnir og svör. 1. Er prestum leyfilegt að þjónusta menn hempu- laust ? Svar: Eiginlega eiga prestar að vinna öll prests- verk i hempu; þó mun eigi verða á móti því haft, að þeir vinni hempulaust þau prestsverk, sem mjög mikið liggur á, t. d. að skíra sjúkt barn og þjón- usta sjúka, þegar sjerstaklega á stendur, t. d. hafi presturinn gleymt hempunni, er hann var sóttur, og eigi virðist mega bíða þess, að henni sje náð. 2. Hvað segist mikið á þvi, ef prestur heimtar fleiri oflur en hann á? Svar: Slikt getur varðað áminningu, ef kært er, og sektum, ef presturinn leggur það í vana sinn. 8 Um þessar mundir kom jeg á ýms fjárbýli og nauta- bú. Það er hvorttveggja, að kvikfjárræktin er aðal- bjargræðisvegur manna í Ástralíu, enda eru fjár- og nautahjarðirnar engin smáræðis-ósköp. Það er eigi sjald- gætt, að fjárkongarnir, hinir miklu auðmenn Ástralíu, eigi 200,000 fjár hver og 15,000 nautgripa. Þeir leggja mikla stund á kynbætur og hika ekki við að gefa allt að 2000 pd. sterling (36,000 kr.) fyrir eitt einasta naut eða allt að 600 pd. sterlíng (10,800 kr.) fyrir einn hrút af góðu kyni. Það má geta nærri, að þessi fjenaðar- sægur þarf mikið land fyrir sig, enda eru beitilönd fjár- konganna afarstór landflæmi, þar sem fjenaðurinn geng- ur náttúrlega sjálfala árið um kring. JÞað kostar auð- vitað mikla erflðleika og þarf marga menn að hirða þenn- an sæg og koma afurðunum í peninga. Flutningur á ull- inni niður að ströudunum kostar opt meira en flutnings- gjaldið nemur á ullinni frá Ástralíu til Englands. Og þó gefur fjárræktin 40°/0 í ágóða. Mjólkina nota menn eigi, 3—4 kýr að eins mjólkaðar af 10,000. Það er því nær eingöngu kjötið, sem menn leggja áherslu á. En hvað verður af öllu þessu kjöti? Meiri hlutann af því borða Ástralíumenn sjálfir, enda eru þeir kjötætur miklar; mikið af kjötinu er nú farið að flytja frosið það- an til Evrópu. Sumt er að eins haft til þess að ná feitinni úr því. Einn mann þekkti jeg t. d., sem á og hefur flest, það til að bera, sem stórborgum er títt. Einn rithöfundur hefur kallað hana Lundúnaborg, sjeða í smækkunargleri. Þar er háskóii með um 400 stúdent- um. Þar geta kvennmenn jafnt sem karlar stundað allar vísindagreinir, nema — læknisfræði. sem þær megá ekki stunda! — Nálægt borginni eru hæstu trje lieims- ins. Það eru gummitrje og eru allt að 480 fet á hæð. — Hið fyrsta hús í Melbourne var byggt 1835, en 1880 var þar lialdin heimssýning. Það er því meir en nafnið tómt, er Melbourne er nefnd drottning Sudurlanda. Síðan kom jeg til Sidney, höfuðborgarinnar í ný- lendunni Nýja Suður Wales. Sú borg er ellilegri útiits en Melbourne, en hefur bæði merkileg söfn og auðmenn eru þar ákaflega miklir. Höfnin þar er bæði fögur og svo stór, að hún gæti tekið allan skipaflota heimsins. Nýja-Suður Wales ber af hinum nýlendunum að fjárrækt; þar eru 30 miljónir fjár, sem fæst af besta ull á jörð- inni. Þaðan fór jeg sjóleiðis til Brisbane höfuðborgarinn- ar í nýlendunni Queenslandi. Yið komum þangað á næturþeli. Jeg stóð aleinn uppi á þilfarinu í nætur- kyrðinni og renndi huga mínum til þessa lands, þar sem fyrir mjer átti að liggja að dvelja um langan tíma í óbyggðum innan um villimenn og mannætur. „Hvað skyldi eiga fyrir mjer að liggja í Queenslandi ?“ hugs-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.