Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.01.1890, Blaðsíða 2
 stað eru þó til jarðir, sem sveitarsjóðir eiga, en það er bæði óvíða og tiltölulega lítil innstæða í þeim. Þessu ráðlagi þarf að breyta. Yjer erum að vísu sannfærðir um, að með því að fara eptir þeim bendingum, sem nefndar eru hjer að framan, og með ýmsu fleiru má mjög mikið kippa fá- tækramálefnum í lag og draga úr þeim vandræðum, sem af þeim stafa. En bverra ráða, sem í verður leitað, og bversu góð sem stjórn fátækramálefna kann að verða, þá verður þó eigi til fulls ráðin bót á þeim vandræðum og fjárálögum fyr en sveitarsjóðirnir bafa safnað svo mikilli innstæðu, að vextirnir af benni nægi full- komlega til að standast öll útgjöld sveit- arsjóðanna. Mönnum kann að þykja þetta ofhátt hugsað, og að vera að tala um að slíkt sje ekkert annað en lopt- kastalasmíði, sem ómögulegt sje að fram- kvæma. En því fer fjarri, að svo sje. Slíkt verður auðvitað ekki gert á stutt- nm tíma; til þess þarf eina eða tvær ald- ir eða ef til vill jafnvel lengri tíma, allt eptir því, bve drjúgir menn verða í fjár- framlögum til sliks. Ekki er annar vand- inn, en bver sveitarsjóður leggi árlega nokkrar krónur í aðaldeild Söfnunarsjóðs- ins og láti vextina ár bvert leggjast við böfuðstólinn, helst alla vextina í fyrstu, en siðan ekki nema nokkurn hluta þeirra. Þótt bver sveitarsjóður legði 20 kr. á ári í Söfnunarsjóðinn, væri ómögulegt að segja, að það munaði nokkurn; en ef því væri haldið áfram í 100 ár, vextirn- ir væru árlega lagðir við höfuðstólinn, og þeir væru 4 af 100 ár bvert, þáværi hver sveitarsjóður, að þessum 100 árum liðnum, búinn að safna sjer sjóði, sem væri að uppbæð 24,760 kr. og eptir 150 ár 178,960 kr., en 4°/0 vextir af þessari síðarnefndu uppbæð er 7,158 kr. 40 a., og þá væri með þessari aðferð takmark- inu fullkomlega náð. Menn sjá best, hve mikið er varið í þetta, ef þeir hugsa sjer, að þetta befði verið gjört síðustu 150 ár, og bver sveitarsjóður ætti nú þessa miklu uppbæð í sjóði. En það þarf ekki einu sinni að flýta sjer sv’ona mikið. Það væri t. d. ekkert á móti þvi, að sveitarsjóðirnir færu að taka hálfa vextina eptir 50 ár eða fyr og 2/g af vöxt- unum eptir 100 ár. Þá færi mönnum fyr að verða áþreifanlegt, hve nytsam- legt þetta væri, en auðvitað þyrfti þá aptur lengri tíma til að ná takmarkinu — til að safna þeim sjóði, sem gæfi af sjer í vöxtu fullkomlega það, sem bver 10 sveitarsjóður þyrfti til að borga með út- gjöld sín. Þetta ráð er bið eina, sem dugir til fulls, það þarf ekki að verða neinum til- fjnnanlegt og það er hægðarleikur, að framkvæma það, ef menn að eins eru ekki svo þröngsýnir, að bugsa einungis um nútímann og sjálf'a sig, beldur hafa dálítinn inannkærleika til binna komandi kynslóða, bæði vilja og framkvæmd til að gera þeim sveitarþyngslin, þessa byrði, sem menn kvarta nú svo mikið undan, ljettari og með tímanum taka bana al- veg af eptirkomendunum. En það er einmitt bætt við, að svo mikinn kærleika beri menn ekki til eptirkomendanna, að þeir geri þetta, eða þá að menn hafi ekki framkvæmd í sjer til þess, ef allir eru látnir sjálfráðir. Þess vegna ætti beinlínis að gera sveit- arsjóðunum að skyldu með lögum, að leggja dálitla fjáruppbæð árlega i aðal- deild Söfnunarsjóðsins visst tímabil, og láta að minnsta kosti nokkurn hluta vaxt- anna jafnan leggjast við böfuðstólinn. Raddir frá almenningi. (Brjef úr Eangárvallasýslu). Allir, sem nokkuð hugsa um þjóðmál vor hjer í sýslu, eru sára-ónægðir með afdrif stjórnarbðta- málsins á þinginu í sumar. Þáð mál hefur fengið þau afdrif hjá þinginu nó í tvö skipti, að engan veginn er viðunandi, og flestir munu á þvi hjer i sýslu, að kjósa samkomulagstilraunina í sumar, heldur en láta málið daga uppi livað eptir annað og það því fremur, sem samkomulagstilraunin breytti málinu lítið sem ekkert eða dró það ekkert frá þörf og ósk þjóðarinnar. í öðru lagi eru menn óánægðir með aðgjörðir þingsins í launamálinu, það er að segja launahækk- unina. Dað virðist ósamkvæmur hugsunarháttur, að þingmenn sumir hverjir vilja spara öll útgjöld úr landssjóði og það til þarflegra fyrirtækja, en í sömu andránni eru þeirbúnir að gefa atkvæði með, að ausa fje landsius í einstaka menn alveg að ó- þörfu og það einmitt þegar allt er í uppnámi út af sjóðþurð landssjóðs. Þá er að minnast á kaffitollinn; mörgum finnst óþarflega hátt spenntur boginn með 10 au. jtollinn, 5 au. tollur halda þeir að hetði nægt og telja jafn- vel óvíst, livort þessi tíu aura tollur bæti hetur úr tekjuhallanum, heldur en flmm aura toliur, þar eð ganga má út frá því sem gefnu, að kaffikaup minnki mjög mikið bæði hjá fátæklingum og ráð- deildarsömujn efnamönnum. Fáir eru óánægðir með hundaskattinn, ef lögin um hann verða staðfest af stjórninni. Hann virð- ist vera sönn rjettarbót, bæði sem heilbrigðislög og fyrir hreppsnetndirnar, sökuin þess, hversu hann losar þær við hina óvinsælu peninga-innheimtu og peninga-ábyrgð; en hvort sýslutnönnuin þykir það nokkur hægðarauki fyrir sig, er annað mál. Það væri annars ekkert undarlegt, þótt sumt mistækist, jafnvel meir en er á þinginu, með þeim kröptum, sem þingið má venja sig við að fá frá sumum þingmönnum, og væru sum sæti betur auð á þinginu, en vera skipuð þeim mönnum, sem ann- aðhvort ekki eru með sjálfum sjer eða gjöra sjer það að fastri reglu, að tala ekki annað en „grín“ á þeim helga stað, þingsalnum. Mikið erura vjer hjer í sýslu óánægðir með fram- komu þingmanns okkar, Þorvaldar; fyr má nú rota en dauðrota. Reyndar mátti ganga að því vísu, að hann muudi ekki vera vel fallinn til að fjalla um alþjóðleg mál, þvi að aldrei hafði hann verið við neitt þess háttar riðinn eða sýnt af sjer neina sjerlega þingmannskosti. — Sighvatur gamli hefur þó aptur á móti allt af verið sómamaður, en bú- ast má við, að hann fari að ganga i barndóm ald- ursins vegna, og tvísýnt er, að hann verði kosinn aptur til þings. Þorvaldur ætti þar á móti að vera „afdankaður11 nú þegar, hvað þá heldur við næstu kosningar. --=»0~Cx^-<c- Lundúnaborg: vex ár frá ári svo mjög, að undrum sætir; þar eru byggð yfir 10,000 ný bús á ári bverju; bátt á ann- að bundrað nýjar götur bætast við ár- lega um 30 enskar milur* að lengd all- ar; íbúarnir íjölga hjer um bil um 50,000 árlega, og nálega '/- allra íbúa Englands búa í höfuðborginni. I Lundúnaborg eru yfir bálf miljón íbúðarbús og göturnar samanlagðar um 30,000 enskar mílur. Yfir Lundúnabrúna, sem er stærsta brú- in yfir Tems, fara daglega 16,000 vagn- ar og 125,000 gangandi menn. Eptir eirmi af aðalgötunum (Cheapside), fara 1000 vagnar á klukkustuudinni, þegar umferð- in er mest að deginum. Á póststofunum eru nál. 10,000 manna við póststörf, og í allri borginni eru 1500 brjefkassar, og 6 miljónum brjefa er ár- lega útbýtt maðal borgarmanna. Af leiguvögnum eru í borginni 3,600 tvíhjólaðir og 4,300 fjórhjólaðir; tekjurn- ar af þeim eru daglega 8000 pd. sterl. eða 144,000 kr. — Þar eru yfir 1,500 allra-vagnar (Omnibusser). Lögreglumenn eru þar um 10,500, og flatarmál borgarinnar er 690 enskar fer- hyrningsmílur, og nær um 15 enskar míl- ur til allra bliða út frá miðdepli borg- arinnar, en íbúar hennar eru bátt á 5. miljón. Þar eru 900 bóksalar, 2,400 brauð- gjörðarhús, 1,600 slátrarabúðir, 6,000 veit- ingabús, 4,000 skósmíðabúðir, 1,700 klæða- sölustaðir og 3,000 smásölubúðir, 180 bank- ar og 350 votryggingarfjelög. Journal of Statistical Society segir um borgina: Ef Lundúnaborg væri umgirt með múrvegg með 4 hliðum svo breið- um, að fjórir menn gætu gengið sam- *) Ensk míla = ’/4 danskrar mílu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.