Þjóðólfur - 24.01.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.01.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. LXII. ReykjaTík, föstudaglnn 24. janúar 1890. 4. Kaupfjelög í útlöndum. i. Sumstaðar í öðrum löndum, einfeum á Englandi, hafa menn, mest fátækir verka- menn, stofnað fjelög, til þess að útvega sjer verslunarvörur og aðrar lífsnauð- synjar, sem þeir þurfa á að halda, með sem bestu verði, og á ýmsan annan hátt að bæta hag sinn og efla velgengni sin á að meðal. Fjelög þessi eru viðurkennd, sem einhver heillavænlegustu fyrirtæki fyrir hinn fátæka verkmannalýð, sem er víða erlendis. Þvilík fjelög voru 1887 á Eng- landi um 1200 með 866,000 fjelagsmönn- um. 1 Danmörku eru og mörg þeirra; eru þau þar nefnd optast nú orðið: „Brugs- foreningeru. Margir munu kannast við nafnið, en því miður munu allt of fáir vita, hvernig þau eiginlega eru —, því miður segjum vjer, því að af fjelögum þessum gætum vjer íslendingar lært eigi alllítið, sem gæti koinið oss að góðu haldi í kaupfjelögum vorum, sem enn eru í bernsku og standa eigi á svo tryggum fótum, sem skyldi, ef eitthvað ber út af. Vjer höfum því ásett oss að skýra lítið eitt frá kaupfj elögunum í útlöndum, eptir því sem vjer höfum föng á, bera þau síðan saman við kaupfjelög vor, sem eru þeim að ýmsu leyti ólík, þótt tilgangur- inn sje sami, og jafnframt hugleiða, að hve miklu leyti kaupfjelög vor ættu að sniða sig eptir hinum út.lendu fjelögum, ásamt fleiru, er snertir kaupfjelagsversl- un vora. En áður en yjer förum að lýsa kaupfje- lögunum í útlöndum, verðum vjer að gera fáeinar athugasemdir um verslun almennt. Sjaldnast framleiða menn sjálfir lifs- nauðsynjar sínar og aðra hluti, sem þeir þurfa a að halda. Landbóndinn elur að visu sjalfur ripp kvikfjenaðinn, sem gefur af sjer mjólkina, sem hann drekkur, og bjötið, sem hannborðar; ogi þeim lönd- um, þar sem akuryrkja er, yrkir land- bóndinn einnig kornið í brauðið, sem hann borðar. En þrátt fyrir það þarf landbóndinn þó margt, sem ekki verður framleitt af jörðinni, sem hann býr á, og það verður hann að kaupa; opt og einatt er jafnvel ómögulegt að kaupa það af þeim, sem hefur framleitt það. Kafíi og sykur t. d. er opt selt og keypt á leiðinni frá framleiðslustaðnum til þeirra manna, sem að lyktum neyta þess, og svo er um margar aðrar vörur og lífs- nauðsynjar. Opt gengur varan frá fram- leiðandanum til annars, sem býr til úr henni aðra vöru, sem hann síðan selur kaupmönnum og þeir þeim, sem á henni þurfa að halda. Þetta á sjer stað t. d. um ullina, sem gengur frá fjárbóndan- um til verksmiðjueigandans; hannbýrtil úr henni dúka og ýmis konar vefnaðar- vörur, sem hann selur til kaupmannanna og þeir selja aptur til þeirra, sem búa til úr þeim föt o. fl. handa sjer eða öðr- um. Yfir höfuð eru tveir flokkar af milli- liðum milli framleiðandans og neytand- ans. Til annars flokksins heyra allir þeir, j sem búa til úr vörunni aðra vöru og þannig selja allt aðra vöru en þeir hafa keypt, eins og á sjer stað um verksmiðju- eigendurna, iðnaðarmennina, malara, bak- ara o. s. frv. Hinn flokburinn eru þeir, sem selja sömu vöru, sem þeir hafa keypt; það eru hinir eiginlegu verslunarmenn: stórkaupmenn og smákaupmenn. Þegar nú sá maður, sem neytir vör- unnar (neytandinn) kaupir hana, þá verð- ur hann eigi að eins að borga til þess manns, sem upphaflega hefur framleitt vöruna (framleiða.ndans), heldur einn- ig til þess, sem hefur ummyndað hana eða búið til úr henni aðra vöru, og loks til þess, sem að lyktum verslar með vör- una. Allir verða þeir að hafa einhvern ágóða af atvinnu sinni, að minnsta kosti svo mikinn að þeir geti lifað af henni. Og þar af leiðir aptur, að því fleiri hend- ur sem varan genqur í gegn um á leiðinni frá framleiðandanum til neytandans, því meira verðilr neytandinn að horga fyrir hana með öðrum orðum, því dýrari verð- ur varan, en því færri hendur, sem var- an gengur i gegn um, því ’odýrari verður hún. Þetta verða menn að setja vel á sig, því það er grundvöllurinn fyrir kaup- fj elagsversluninni. Það er nefnilega ljóst, að það er beinn hagur fyrir neytandann að kaupa vöruna af framleiðandanum sjálf- um, ef því verður við komið; það er opt mögulegt, en einnig opt ómögulegt. Sá, sem t. d. langar i kaffisopa, getur ekki keypt kaffi af manni þeim austur í Asíu eða vestur í Brasilíu, sem yrkir kaffið. Milliliðir eru því nauðsynlegir, og það opt margir milliliðir. Að spara einn eða fieiri þessara milliliða, er aðalætlunarverk kaupfjelaganna erlendis, sem vjer minnt- umst á í byrjuninni. Margir eru svo fá- tækir, að þeir geta t. d. ekki keypt nema nokkur lóð af kaffi í einu af smákaup- manninum; en smákaupmaðurinn aptur á móti kaupir það í heilum sekkjum af stórkaupmanninum, sem aptur hefur keypt það, ekki af framleiðandanum í Asíu, heldur kaffikaupmanni t. d. í Hollandi. Hver fátæklingur fyrir sig getur ekki keypt kaffið í heilum sekkjum af stór- kaupmanninum; til þess er hann bæði of fátækur og eyðir heldur ekki svo miklu. En hann getur ásamt öðrum, sem eins stendur á fyrir, gengið í fjelag og þann- ig stofnað kaupfjelag, sem þá kaupir kaffið í heilum sekkjum af stórkaupmanninum með sama verði, sem smákaupmaðurinn annars fær það fyrir. Á þennan hátt sparast einn milliliður. Þegar fleiri kaup- fjelög en eitt eru stofnuð, geta þau aptur gert samband sín á milli og keypt vörur í sameiningu fyrir sama verð, sem stórkaupmaðurinn fær þær fyrir. Þann- ig eru þá sparaðir tveir milliliðir, og fje- lagsmenn fá vörurnar að því skapi með lægra verði, en ef þeir hefðu orðið að kaupa í smákaupum hver fyrir sig af smá- kaupmanninum. Milliliðir þeir, sem sparast á þennan hátt, eru verslunarmenn, og kaupfjelagið kemur þá íþeirrastað. En fjelögingeta einnig haft það ætlunarverk að gjöra ó- þarfa og koma í staðinn fjrrir einhvern af þeim milliliðum, sem býr til vöruna, t. d. bakara. Fjelagið býr þá sjálft til brauð handa þeim mönnum, sem í því eru; fjelagið kaupir þá eða leigir brauð- gjörðarhús, kaupir korn eða mjöl og læt- ur menn, sem það heldur, baka úr því. Fjelagsmenn fá þannig ódýrara brauð, en þeir fengju, ef þeir keyptu hver fyr- ir sig brauð hjá einhverjum bakara. Kaupfjelög þessi eru þannig fjelög, sem kaupa og stundum jafnframt búa til þær vörur, lífsnauðsynjar og aðra hluti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.