Þjóðólfur - 03.02.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júll.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
við áramöt, ögild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII.
Nýir kaupendur
að þessum nýbyrjaða árgangi Sjóððlfs eru komnir
svo margir, að upplagið af æflsögu Sigurðar mál-
ara er þrotið; í stað hennar fá því nýir kaup-
endur fyrirlestur Páls Briems um stjjórnarskr&r-
málið, sem er engu síður fróðlegur.
Kyir kaupendur að þessum nýbyrjaða árgangi
fá enn fremur ókeypis
Sögusafn Þjóðólfs 1888 og 1889
með yfir 20 sögum og fræðigreinum.
Nýir kaupendur gefi sig fram sem allra fyrst.
Útlendar frjettir.
Khöfn, 15. jan. 1890.
Nýjárið byrjar með sóttnæmum sudda-
veðrum, svo það er engin furða, þótt kvef-
sótt (Influenza) geysi um alla Evrópu.
Margir af stjórnvitringunum liggja í henni,
svo það er annaðhvort, þótt þeir láti frið-
lega. Friðarútlitin eru því betri núna, en
um nýjár 1889; allir kveða upp einum
rómi: friður á jörðu árið 1890, en þó heldur
öllum herbúnaði áfram. Carnot sagði, að
hin franska þjóð hefði sýnt krapta sína í
friði á gamla árinu. Vilhjálmur keisari
sendi Bismarck brjef; óskaði hann honum
allra heilla og bað guð að lofa sjer að
halda þessum ráðgjafa í mörg ár enn.
Friðurinn hefði á hinu liðna ári orðið
traustari og óvaltari. Úmberto í Róm og
Tisza i Buda Pest lofuðu friðarengilinn í
Evrópu, nl. þrenningarsambandið. Crispi
og Bismark sendust á hraðskeyti (telegram).
Bismarck kvað ekki vera vel heill heilsu
og hefur ekki brugðið sjer til Berlínar um
nýjársleitið, eins og hann er vanur.
Stjórnarbylting í Brasilíu. Brasilía
er hið eina land, sem haldið hefur 100 ára
afmæli hinnar miklu stjórnarbyltingar á
Frakklandi með annari eins byltingu, þó
ójöfnu sje saman að líkja. Blöðin höfðu
reyndar lengi talað um, að halda þetta af-
mæli þannig. Brasilíumönnum hefur lengi
þótt allt fagurt, sem franskt var. Hinn
15. nóvember, snemma um morguninn, reið
berforinginn Deodoro da Fonseca með fylktu
liði fram á völl einn mikinn í Rio Janeiro.
Stjórnin vissi, hvað hann ætlaði sjer, og
hafði safnað liði á annan stað. Einn af
ráðgjöfunum ók í vagni sínum þangað, sem
Fonseca sat á hesti, en var særður og
handtekinn. Þegar keisaraliðið sá þetta,
fjell því allur ketill í eld og gekk í lið
Reykjavík, mánudaginn 3. febr. 1890.
með Fonseca. Stjórnin var tekin hönd-
um og fáni þjóðveldisins dreginn upp á
ráðhúsinu. Keisarinn kom í vagni sínum
inn í borgina um hádegi og var þegar
tekið hús á honum, er hann var kominn
í höll sína; allt þetta var gert með hægð.
Stjórnarbyltingin kostaði nohkra blóðdropa
úr einum manni, og aldrei hefur keisara-
dæmi verið kollvarpað með jafnlítilli fyr-
irhöfn. Hinn 16. nóvember fjekk keisari
brjef frá Fonseca um, að bonum yrði ekki
leyfð landvist lengur. Keisari svaraði, að
hann mundi láta undan og fara. Aðfara-
nóttina hins 17. nóvember var hann og
ætt hans öll færð út á skip, sem lagði af
stað til Lissabon. Æðsti ráðgjafi hans var
sendur með honum. Portúgalskonungur
skaut skjóli yfir keisara.
Hin nýja stjórn hefur breytt nöfnum
vikudaga í „föðurdag", „móðurdag" o. s.
frv. og mánaðanöfnum í „Móses“, „Shak-
speare“ o. s. frv. Hún hefur skipað, að
kosningar til þings skuli fara fram 15.
september 1890, og að frumlagaþing þetta
skuli sett 15. nóv. s. á. Keisarinn skyldi
hafa fyrirgjört eptirlaunum sínum og öllu
tilkalli tilfjár. Þetta fjekkBrasilíudrottn-
ingu svo mikils, ofan á allar aðrar ófarir,
að hún varð bráðkvödd. Hið nýja þjóð-
veldi heitir „Bandaríki Brasilíu41.
Stanley kom í nóvember að austurströnd
Afríku og fór um eignir Þjóðverja. Var
honum vel fagnað, og Vilhjálmur keisari
sendi honum hraðskeyti. Emin pasja var
með honum og fjöldi manns. Þeim var
haldin veisla mikil og voru þar ádrykkj-
ur. Emin, sem er nærsýnn maður, gekk
um kvöldið út um glugga einn, sem hann
hjelt að væru dyr og fjell þaðan á jörð
niður, fullar 10 álnir. Það var mikið fall
og lá hann í öngviti lengi á eptir. Samt,
ætla menn, að hann muni lifa það af.
Englendiugar kvað ætla, að gera Stanley
að landsstjóra i eignum sínum í Austur-
Afríku. Hann fær um 700,000 kr. í rit-
laun fyrir bók þá, er liann ritar um þessa
glæfraferð sína 1887—89.
England. í nóvember og desember hafa
ráðgjafarnir og allir helstu þingmenn haldið
ræður út um landið. Gladstone lijelt ræð-
ur í Manchester, og voru þar fulltrúar frá
öllum hjeruðum á Englandi. Þessir menn
Nr. 6.
komu sjer saman um það, er nú skal greina:
1. að kosningarrjettur skyldi vera almenn-
ur; 2. að þingmenn skulu kosnir til 3 en
ekki 7 ára og fá laun; 3. að gera mönn-
um hægra en áður að eignast fasteign og
vernda landsseta gegn landsdrottnum; 4.
að skilja sundur ríki og kirkju á Skot-
landi og í Wales og verja fje ríkiskirkj-
unnar til kennslu; 5. að auka skatta á
ríkum en minnka þá á fátækum; 6. að
auka vald sýslunefnda; 7. að bæta fátækra-
lög og verksmiðjulög; 8. að endurbæta eða
afnema efri málstofuna. Gladstone kvað
sjer varla mundu verða auðið að lifa, að
þetta kæmist á. Hann varð áttræður 29.
desember, og fjekk þá mörg hundruð heilla-
óskir úr öllum áttum og álfum. Viktoría
drottning hafði þó ekki sent honum neina
heillaósk. Henni þykir hann víst taka
nokkuð djúpt í árinni í írska málinu og
fleiru. Gladstone talaði um athafnir Tyrkja
í Krít og meðferð þeirra á kristnum mönn-
um í Armeníu. Salisbury hjelt ræðu í
Nottingham, og sagði, að ekki mundi Eng-
land hlutast til í þessum málum. Balfour
írlandsráðgjafi hjelt ræður í Edinborg úti
undir beru lopti um írska málið fyrir mikl-
um manngrúa. Skotlandi hefði liðið vel,
eptir að það missti sína heimastjórn; það
væru ekki nema fáeinir fáráðlingar meðal
Skota, sem heimtuðu heimastjórn fyrir
Skotland o. s. frv.
Mál Parnells móti Times byrjaði 11. jan.
írskur maður O’Shea að nafni, sem áður
hefur verið þingmaður í Parnells-flokki,
hefur borið á Parnell, að hann hafl átt
vingott við konu hans (O’Sheas) meir en
góðu hófi gengdi, en ekki hefur hann fært
sönnur á þetta, og sumir segja, að Times
hafi keypt hann til þess.
Það liggur við ófriði milli Englands og
Portúgals út af löndum suðaustan til í Af-
ríku fyrir sunnan Nyassavatnið. Portú-
galskur herforingi, Serpa Pinto, hefur bar-
ið á villuþjóðum þar suður frá og tekið af
þeim enska fána. Hafa verið brjefaskipti
milli stjórnanna út af þessu og um nýjár
tók Salisbury svo hart í strenginn, að Port-
úgal sá sjer þann kost einn færan að láta
undan og kalla heim herlið sitt, en Portú-
galsmenn eru mjög óánægðir með tilláts-