Þjóðólfur - 03.02.1890, Blaðsíða 3
23
f. m. sjera Jóhanni Þorkelssyni á Lága-
felli eptir kosningu safnaðarins.
Lausn frá emhætti veitti kon. s. d.
Herm. E. Johnsen, sýslumanni í Rangár-
vallasýslu, frá 1. maí næstkomandi.
30. f. m. veitti landsh. lausn frá prests-
embætti frá næstu fardögum próf. Jóni
Hallssyni í Glaumbæ, sem nú er kominn
hátt á 81. árið og hefur verið prestur í
49 ár.
L in pöntunarfjelag í Strandasýslu er
OSS skrifað þaðan 30. des. f. á.: „Það var
fyrst í fyrra vetur, að við pöntuðum dá-
lítið til reynslu, hjer úr Tungusveit, Kolla-
firði og Bitru, og ljetum í haust 100 fjár
í fjelagið. Nú eru reikningarnir komnir
og eru allir mjög vel ánægðir. Fjeð hjeð-
an var flest allt veturgamalt og fengust
þó rúmar 18 kr. fyrir kindina, að frá-
dregnum öllum kostnaði. Coghill gaf lijer
12 og best 14 kr. fyrir veturgamalt. Jeg
get sagt, til dæmis um hagnað þann,
er víð höfðum af pöntuninni í ár, að jeg
ljet i fjelagið 12 geldinga veturgamla og
1 á gelda, og fjekk fyrir þessar 13 kind-
ur 235 kr. að frádregnum kostnaði eða 53
kr. meira, en Coghill gaf best fyrir slíkt
fje. Út á þetta fjekk jeg vörur úr fjel.
fyrir 158 kr. og 77 kr. í peningum, en
hefðu þessar vörur verið keyptar hjá kaup-
mönnum hjer, þá hefðu þær kostað, eptir
því sem jeg hef komist næst, 210 kr. Jeg
hefði því skuldað 28 kr., hefði jeg selt
Coghill kindurnar og borgað kaupmannin-
um vöruna, í stað þess, sem jeg fjekk úr
fjel. 77 kr. uppbót í peningum. Hagurinn
við það, að versla með þessar 13 kindur
í fjel. er þá 105 kr., og hefði þó orðið
meiri. hefðu vörur verið teknar í stað pen-
inganna. Það getur munað þó minna sje!
— Þess skal getið t. d. um, hve fjársala
fjelagsins var góð, að einn maður (sjera
Arnór á Felli) fjekk í fjel. 23 kr. rúmar
fyrir einn veturgamlan gelding; hann var
137 pd. að þyngd, seldist fyrir rúmar 30
kr. á Englandi.—Allir ljúka hjer upp sama
munni um það, að þeir skuli aldrei fram-
ar selja Coghill fje; hann kann ekki að
meta okkar væna fje“.
h'auptjelag ísfirðlnga afrjeð á fundi 17.
des. f. á., að senda eigi minna en 2 farma
af fiski til útlanda í ár. — Allur þorri
fundarmanna áleit, að blautflsksverslun
gæti engan vegin samrýmst tilgangi fje-
lagsins, og kom því til orða, að deildar-
fulltrúarnir kostuðu kapps um, að tak-
marka hana sem mest hver í sínu nágrenni.
Það er helst í orði, að Arnfirðingar og
Dýrfirðingar verði eigi framvegis í sam-
bandi við kaupfjelag ísflrðinga, lieldur stofni
kanpfjelag út af fyrir sig.
Itaddir frá alnienningi. Úr Stranda-
sýslu er oss skriíað 30. des. f. á.: „Bæðijeg
og aðrir hjer um pláss, sem eitthvað hugsa
um pólitík, eru „Þjóðólfs“ megin í deilunni
milli hans og „Þjóðv.“, og menn óttast
jafnvel, að „Þjóðv.“ muni kollsigla sigog
drekkja hinum „tryggu leifum“, ef hann
ekki lægir seglin“.
AUGLYSING AR
í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.,
hvert orð 15 * stafa frekast: með öðru letri eða setning)
1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd.
Skrifstofa fyrir almenning.
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. g>
Hin alþekkta
skósmíða-
vinnustofa
mín í Veltusundi nr. 3 er opin frá kl.
6—7 á morgnana til kl. 9—10 á kveldin.
Allt fljótt og vel af hendi leyst.
Ilafn Sigurðsson. %
Norðanfari, 20.—24. árg., að báðum
þeim árgöngum meðtöldum, óskast til
kaups. Ritstj. vísar á kaupandann. g
16
Venjulega hafði jeg með mjer 5—6 unga svertingja,
stundum fleiri, stundum færri. Opt voru einnig konur
og börn í förinni. En sjaldan hafði jeg sömu svertingj-
ana með mjer optar en eina ferð, því að þeir eru auð-
sveipastir, meðan þeir þekkja mann ekki, en þegar þeir
fara að kynnast livítum manni, er ekki gott að reiða
sig á þá. Hesta einn eða tvo hafði jeg meðferðis, þar
sem þeim varð við komið. Á kveldin heptum við hest-
ana. Við bjugguin til laufskála eða hreysi, sem jeg
svaf í á nóttunní, en svertingjarnir lágu fyrir utan lauf-
skálann í kring um stórt bál, sem var látið brenna á
nóttunni fyrir framan laufskáladyrnar. Á liverju kveldi
áður en jeg fór að sofa, gekk jeg út fyrir dyrnar á
laufskálanum og skaut úr skammbissunní, bæði til þess
að minna svertingjana á þetta hræðilega vopn og til
þess að liræða aðra svertingjaflokka, ef þeir væru í nánd.
Með þessum skotum á kveldin bauð jeg þeim góða nótt.
Jeg var í augum þeirra, að minnsta kosti í fyrstu, sem
einhver leyndardómsfull vera, sem gæti ferðast svona
til og frá, án þess að vera drepinn og jetinn; bæði það
og ótti þeirra við skotvopn mín var það, sem jeg átti
oinkum það að þakka, að þeir drápu mig ekki. Eitt
var það og, sem fældi þá frá að ráðast á mig á nætur-
Þeli, og það var, að þeir ímynduðu sjer, að jeg 'svæfl
ekki. Um vetrarnæturnar var munurinn á næturkuld-
13
sælgæti eins og hjartað, lifur og lungu. Þá eru ekki
smáræðis læti, sem ganga á með höfuðið, halann og
einkum húðina. Allmargir þyrpast utan um hana, taka
i hana og lialda henni milli sín; en það er hægra sagt
en gert fyrir þá að skipta heilli uxahúð, því að ekki
verður hún rifin í sundur. Þeir fá því til láns öxina
og sláturhnífana. Þeir, sem eru svo heppnir, að fá þá,
eru ekki mikið að hugsa um jöfn skipti, heldur skera
æ stærri og stærri stykki af húðinni, þangað til hún er
því nær upp unnin. Þegar svertingjarnir hafa fengið
allt, sem þeir geta fengið, fara þeir burtu, hleypa gor-
inu úr vömbinni og görnunum og steikja þær síðan á
eldglæðum ásamt lifur og lungum og húðinni, og jeta
síðan allt saman, án þess að þeir hugsi um að þvo það
eða matreiða það frekara.
Það þarf ekki langa viðkynningu við svertingjana
í Ástralíu, til þess að verða var við hjá þeim einn af
þeim eiginlegleikum, sem mest gengur í augun, hið enda-
lausa betl þeirra. Ef þeim er geflð eitthvað, biðja þeir
um ótalmargt fleira. Þakklæti finnst varla í brjósti
þeirra og vinattu kunna þeir ekki að meta. Svikulir
eru þeir fram úr öllu lagi. Aldrei skyldu menn láta
þá ganga á eptir sjer, lieldur ávallt á undan; lýgnir og
latir eru þeir einnig. Kvennmenniruir eru auðmjúkir
þjónar eða öllu heldur þrælar þeirra. Þeir ganga alls-