Þjóðólfur - 03.02.1890, Blaðsíða 4
24
Undirskrifaður kaupir:
Fjórða árgang
„SKULDAR'
(1880)
og borgar með
tólf krónum.
Bvik, 1.12. ’90. Sigurður Kristjánsson. g
Til Salg.
Kutter Surprise, 27 Tons Register. Byg-
get 1862 af Eg, Kobberforhudet. Serde-
les velseilende.
M. C. Restorff & Sönner.
Thorshavn.
Færoerne. g
Árni Þorvarðarson & Joh. Jensen:
Bókbandsverkstofa
g Bankastræti 12. (Hús J6ns Ólafss. alþm.).
Arinbj. Sveinbjarnarson:
Bókbandsverkstofa.
S_________2 LAUGAVEG 2. _____
Skósmíðaverkstæði
og
leðurverslun
Björns Kristjánssonar
sg er í VESTUEGÖTU nr. 4.
Seldar óskilakindur
í JÞingvallahreppi haustið 1889.
1. Hvítkollótt, veturg.: stýfður helmingur aptan h.;
blaðstýft fr. vinstra.
2. Hvítur sauður veturg.: sýlt í helming fr. hægra;
sneiðrifað apt. vinstra.
3. Hvítur sauður tvævetur: blaðstýft apt., stig fr.,
gat hægra; blaðstýft apt., biti fr., gat vinstra.
Hornamark: stýft, biti fr. h.; hvatt vinstra.
5. Hvít ær þrevetur: miðhlutað, st.fjöður fr. hægra;
miðhlutað í hamar vinstra. Brennimark: ólæsi-
legt.
5. Hvítt gimburlamb: hvatt, gat hægra, sýlt, gat
vinstra.
6. Hvitt gimbnrlamb: sneitt og biti fr. hægra.
7. Hvítt gimburlamb: st.fjöður fr., tvö stig aptan
hægra; st.fjöður apt. vinstra.
8. Hvítt hrútlamb: sneiðrifað apt., gat hægra; stýft,
biti fr., st.fjöður apt. vinstra.
Andvirðis ofanskrifaðra kinda mega rjettir eig-
endur vitja hjá undirskrifuðum til veturnótta 1890.
Hrauntúni, 20. des. 1889.
__________________Jónas Halldórsson.________y
Óskilakindur
seldar í Mosfellshreppi haust.ið 1889.
1. Hvítur hrútur, 1 vetrar, mark: gagnfjaðrað h.;
standfj. fr. v. [ðglöggt hornamark].
2. Hvítkollðtt gimbur, 1 vetrar, mark: blaðstýft fr.
biti apt. h.; hamarskorið v.
3. Bíldóttur lambhrútur, mark: sýlt h.; blaðstýft
fr., 2 bitar"apt. vínstra.
4. Flekkðttur lambhrútur, mark: tvístýft fr. h.;
hvatt, lögg fr. v.
5. Svartur lambhrútur, mark: stúfrifað h.; stúfrif-
að v. [illa gjört].
6. Hvitkollótt gimbrarlamb, mark: blaðstýft apt.,
biti fr. h.; hvatt v.
Bjettir eigendur geta vitjað andvirðis kinda þess-
ara, að frádregnum öllum kostnaði, fyrir næstkom-
andi fardaga.
Mosfellshrepp, 23. jan. 1890.
_________ Halldór Jónsson. 61
Hús til sölu eða leigu!
Húsið nr. 7 í Grjótagötu fæst til kaups eða
leigu eptir 14. maí þ. á. Lysthafendar snúi sjer
til undirritaðs.
_______ Magnús Ólafsson [trjesmiður]. 60
Jörðin Hafursstaðir
í Yindhælishreppi í Húnavatnssýslu, llp0 hundruð
að dýrleika, fæst til kaups með mjög góðu
verði. Lysthafendur snúi sjer til undirritaðs.
Skagaströnd, 4. jan. 1890.
_________________Andrjcs Irnason. 59
Sendið mjer svo fljótt, sem unnt er —
— af bitter yðar, Brama-lífs-elexír, —
jeg ætla að brúka hann.
Kristjaníu.
H. J. Sannes.
læknir.
Einkenni á vorurn eina egta Brama-lífs-eleaAr
eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildinum
á miðanum sjest blátt Ijón, og gullhani og innsigli
vort MB & L i grænu lakki er á tappanum.
Mansfeld-Btíllner & Lassen,
sem einir búa til hinn verölaunaóa Brama-lífs-elexlr.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Nerregade No. 6.68
Eigandi og ábyrgöarmaöur:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phU.
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
14
naktir, konur og börn jafnt sem karlar. Þeir yrkja
ekki jörðina og hafa engin húsdýr, nema hunda. Þeir
lifa af plöntum eða dýrum, sem þeir afla sjer þann og
þann daginn og eru því á sífelldu flakki frá einum stað
til annars. Eins og lifnaðarhættir þeirra eru, þannig
er og lundarfar þeirra; þeir eru augnabliksins börn, eru
fljótir að afráða hvað eina, en hætta þá ef til vill við
það í sama augnabliki. Kátir eru þeir og glaðlyndir
og hafa glöggt auga fyrir því, sem er hlægilegt og
skringilegt, en þó eru þeir síhræddir um árásir frá öðr-
um svertingjaflokkum, því flokkarnir eru hver annars
óvinir. Huglitlir eru þeir, en reyna að bæta það upp
með alls konar slægð og brögðum. Þetta eru aðalein-
kenni þeirra, eptir því sem jeg lærði að þekkja þá við
Herbertá.
Jeg fór rannsóknarferðir um nágrennið ogvarjafn-
an á nóttunni í Herbertdal, en jeg sá það skjótt, að mjer
mundi ekki verða mikið ágengt, ef jeg færi ekki víðar
yfir. Jeg ásetti mjer því, að takast ferð á hendur upp
í fjöllin, sem þar voru í nánd. Svertingjarnir höfðu
sagt mjer frá tveimur fágætum dýrum; annað kölluðu
þeir jarri, en hitt bungari og þeim víldi jeg ná. Hvíta
menn gat jeg ekki fengið til fylgdar, svo að jeg afrjeð
að fá svertingja til fararinnar með mjer og vera með
þeim einum nótt og dag um lengri eða skemmri tíma.
15
Það var allmikil áhætta, því að þeir meta ekki manns-
lífið mikils, þykir ekki meira fyrir að drepa mann en
brjóta gler, og geta opt drepið mann, að eins til að
ná í tóbak, sem hann kann að hafa á sjer. En jeg
var nú farinn að þekkja þá nokkurn veginn, vissi livern-
ig átti að fara með þá, til þess að hafa gagn af þeim,
og var farinn að komast niður í máli þeirra. Auk þess
gat jeg aldrei fengið betra tækifæri til að þekkja þá
til fulls, en á þennan hátt. Þetta ár og næsta ár fór
jeg margar ferðir og hafði að eins svertingja með mjer
og bjó lengi með svertingjum, sem aldrei höfðu áður
sjeð neinn hvítan mann og ekki höfðu fengið minnsta
snefil af menningu hvítra manna.
Nesti mitt á ferðum þessum var saltað nautakjöt,
hveiti, til að baka brauð úr, og sykur. Sömuleiðis hafði
jeg tóbak handa svertingjunum, til að gera þá auðsveip-
ari, því að þeir vildu flest til vinna að fá tóbak; krít-
pípur hafði jeg einnig handa þeim. Enn fremur hafði
jeg með mjer skotfæri, bissu og skammbissu, sem kom
mjer að góðu liði, því að þótt tóbakið hefði mikið
vald yfir svertingjunum, var það þó ekkert á við biss-
una og einkum skammbissuna, sem þeir kölluðu „bissu-
ungann“ og báru sjerlega mikla virðingu fyrir, því að
þeir hjeldu, að það mætti skjóta úr henni í það enda-
lausa.