Þjóðólfur - 14.02.1890, Side 1

Þjóðólfur - 14.02.1890, Side 1
Kemur út á íöstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir iö. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramftt, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. febr. 1890. Xr. 8. Kaupfjelög vor. Tilgangur kaupfjelaga vorra er hinn sami, sem kaupfjelaganna í öðrum lönd- um, að veita fjelagsmönnum sem hag- kvæmasta verslun, láta þá sjálfa njóta verslunararðsins, sem annars gengur til kaupmanna og út úr landinu, svo fram- arlega, sem kaupmennirnir eru ekki inn- j lendir. Kaupfjelög vor eru sömuleiðis að því leyti lík kaupfjelögum í öðrum löndum, að þau spara eða gera óþarfa milliliði í versluninni, svo að fjelags- menn geta því fengið útlendar vörur ó- dýrari en ella. Sá milliliður, sem kaup- fjelögin auðsjáanlega spara, eru fasta- verslanirnar hjer á landi; með öðrum orðum, þau spara þann kostnað, sem föstu verslanirnar hafa í för með sjer fyrir kaupmanninn. Það er mikill kostn- aður, því að hús, mannahald við þær og margt fleira kostar ákaflega mikið, sem allt verður að leggjast á verslanirnar, og landsmenn, sem við þær versla, verða að borga. Að vísu kosta kaupfjelögin nokkru til við verslun sína hjer á landi og hljóta að kosta meira til hennar síðar, ef þau eiga að komast í tryggara horf, en nú er; en sá kostnaður verður aldrei eins mikill, eins og kostnaðurinn er við föstu verslanirnar og auk þess eru það þá fje- lagsmenn sjálfir, sem vinna að verslun kaupfjelaganna hjer á landi, bæði geta haf( atvinnu af þvi, og að minnsta kosti renna þeir peningar, sem ganga til að horga þann kostnað, ekki úr greipum þeirra til óviðkomandi manna. Vörukaup erlendis verða einnig kaup- fjel. miklu kostnaðarminni en kaupmönn- um. Auðvitað verða kaupfjelögin að borga umboðsmanni sínum erlendis umboðslaun, en kaupmenn munu heldur ekki algjör- lega komast hjá að hafa umboðsmann til vörukaupa. Flestir hinna stærri kaup- manna, sem eiga verslanir hjer á landi, sitja erlendis og lifa ríkmannlega, sem hlytur að kosta stórfje, og það verða þeir að leggja á verslunina, og þeir, sem við þá versla hjer á landi, verða að borga það. En hjá öllum slíkum kostnaði kom- ast kaupfjelögin, svo að vjer sjáum ekki betur, en með kaupfjelagsversluninni sje að miklu leyti sparaðir 2 verslunarmilli- liðir, verslunarstjóranir hjer á landi með þjónum þeirra og öðrum kostnaði við föstu verslanirnar og stórkaupmennirnir erlendis. Yj er gjörum nefnilega ráð fyrir — sem varla þarf að efast um, eink- um ef kaupfjelögin næðu undir sig mikl- um hluta af islensku versluninni, sem vel getur orðið — að erlendis fái umboðs- maður kaupfjelaganna vörurnar með sömu kostum eins og stórkaupmennirnir, sem eiga verslanir hjer á landi, fá sínar vör- ur. Kaupi t. d. stórkaupmaðurinn einhverj- ar vörur hjá verksmiðjueiganda, sem sjálf- ur hefur búið þær til, þá getur umboðs- maður kaupfjelaganna fengið þar sömu vörur með sömu kostum, sem stórkaup- maðurinn. I kaupfjelögunum verður þann- ig i þessu tilfelli að eins umboðsmaður þeirra erlendis milliliður milli verksmiðju- eigandans og þeirra manna hjer á landi, sem fá vörurnar. En hjá kaupmanna- versluninni eru milliliðirnir stórkaup- maðurinn sjálfur— sem ef til vill kemst eigi algjörlega hjá, að hafa umboðsmann til vörukaupanna — og verslunarstjór- arnir með þeirra þjónum og öðrum kostn- aði hjer á landi. Hjá kaupfjelögunum kostar milliliðurinn ekki nema umboðs- laun til umboðsmannsins, sem eru til- tölulega lítil. En hjá kaupmannaversl- uninni er kostnaðurinn við milliliðina forlagseyrir stórkaupmannsins sem venju- lega er ákaflega mikill, forlagseyrir og laun verslunarstjóranna hjer á landi og þjóna þeirra, ásamt öðrum kostnaði við verslun þeirra innanlands. Það er þessi mikli kostur við kaup- fjelögin, að kaup á vörum þeirra erlend- is og verslun á útlendum vörum hjer á landi er mörgum sinnum kostnaðarminni en hjá kaupmönnum og þess vegna er kaupmönnum, ómögulegt að keppa við þau, ómögulegt, að geta látið landsmenn fá útlendar vörur með jafngóðu verði, með því að verslun kaupmanna, bæði er- lendis og hjer á landi, kostar þá marg- falt meira, en kaupfjelögin kostar sín verslun. Vjer höfum nú sýnt fram á, að til- gangur og aðalstefna kaupfjelaganna ís- lensku er hin sama, sem kaupfjelaganna í öðrum löndum. En þau eru eigi að síður að ýmsu leyti ólik. Kaupfjelög vor eiga þannig engainn- stæðu eða vinnufje; vjer teljum það ekki, þótt sum þeirra eigi hús og nokkuð af áhöldum. En kaupfjelögin útlensku eiga stórfje, sem fjelagsmenn, mest fátækir verkmenn, hafa smámsaman safnað, til þess að fjelögin gætu með því rekið versl- un sína. Það væri óefað mjög vel til fallið, að kaupfjelögin tækju upp spari- sjóðsaðferð útlendu kaupfjelaganna, sem vjer nefndum í siðasta blaði. í öðru lagi fá fjelagsmenn í kaupfje- lögum vorum vörurnar með innkaups- verði, að viðbættum kostnaði, en eins og áður er sagt, verða fjelagsmenn í út- lendu kaupfjelögunum, að borga vörurn- ar með sama verði, sem er á þeim hjá kaupmönnum, en fá síðan ágóðann eptir á, sjer úthlutaðan í hlutfalli við það, hve mikið hver hefur keypt af vörum i fje- laginu. Ef kaupfjelög vor fylgdu sömu reglu, ætti hver fjelagsmaður að borga vörurnar, sem hann fær hjá fjelögunum, með sama verði, eins og er á þeim hjá kaupmönnum, en eptir á ætti að útbýta ágóðanum meðal fjelagsmanna. Þessi aðferð hefur ýmsa kosti: Þá finna fje- lagsmenn betur, hve mikið þeir græða; þá væri og hægra að taka vissan hluta af ágóðanum til varasjóðs o. fl., marg- ur mundi þá láta ágóða sinn eða nokk- uð af honum standa í fjelögunum á vöxtum, ef þau tæbju upp sparisjóðsað- ferðina, og þannig yrði hægra að safna vinnufje handa þeim. Þetta hefur því óneitanlega sína kosti, sem menn ættu að hugleiða. Sumum kann að finn- ast það óframkvæmilegt, en þetta hafa þó fátæklingar í öðrum löndum getað. I þriðja lagi borga fjelagsmenn í kaup- fjelögum vorum eigi vörurnar með pen- ingum út í hönd, eins og er ófrávíkjan- leg regla í kaupfjelögum erlendis. Að vísu er íslendingum ómögulegt að borga með peningum, heldur með vörum. En samt sem áður ættu kaupfjelögin vand- lega að gæta þess, að enginn fjelagsmað- ur skuldaði þeim, og að þau sjálf skuldi ekki umboðsmanni sínum erlendis, þvi að það má reiða sig á, að umboðsmaður-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.