Þjóðólfur - 14.02.1890, Síða 2

Þjóðólfur - 14.02.1890, Síða 2
30 inn mundi þá ná sjer niðri á þeim ein- livern veginn, svo að hann hefði ekki óhag af. Það verður sjálfsagt ekki kom- ist hjá því, að kaupíjelögin skuldi ef til vill nokkuð stundum á árinu, t. d. að sumrinu, en að haustinu ættu þau öll að vera skuldlaus. í fjórða lagi safna kaupfjelög vor eng- um varasjóði*, eins og kaupfjelögin er- lendis. En meðan það er ekki gjört, standa fjelögin á mjög völtum fótum, ef eitthvað ber út af, t. d. ef fje ferst á leið til Englands að haustinu. Fjelögin ættu nú þegar að byrja að leggja dálít- ið af ágóðanum árlega í varasjóð, því að það teljum vjer eitt af aðalskilyrðun- um fyrir þrifum þeirra og lífi til fram- búðar. í fimmta lagi hafa kaupfjelögin eigi annað en verslunina fyrir augum og t. d. styðja eigi beinlínis að menntun fje- lagsmanna, eins og útlendu kaupfjelögin, enda er ekki hægt að vonast eptir því enn sem komið er. (iViðurl.). Iöjumaðurinn og letinginn. Það er á jólaföstu, kl. 10—11 um kvöldið. Það er niðamyrkur í litlu, fá- tæklegu baðstofunni á Hjalla. En fólkið er þó ekki háttað. Ólafur bóndi og kona hans og 5 af börnum þeirra sitja þarna í myrkrinu og prjóna smábandssokka, hvert í kapp við annað. En 3 yngstu börnin eru oltin út af í einu horninu. Um það bil, að kl. ætti að vera 11 — klukka er annars ekki til á Hjalla — er sagt einhvers staðar úti í horni með veiklulegri, en þó sigrihrósandi barns- rödd: „Jeg er búin með sokkinn minn, pabbi“. „Og jeg líka“, úr hinu horn- inu. „Og jeg líka“, hvað aföðru. „Jeg er orðin svo svöng, mamma“, er svo sagt einhvers staðar í myrkrinu. „Já, jegfer nú að skammta41. Og húsmóðirin kveikir á týrubollanum sínum og fer fram. Og börnin fá hvert sína mörk af grasagraut og undanrenningu, en Ólafur gamli ögn meira, því hann hefur verið úti að hirða um skepnur fram að dagsetri. A Þorlákskvöld kemur N. í Gerðinu inn í baðstofuna, setur sig á rúm sitt, varpar mæðilega öndinni og segir: „Lít- ið hafði jeg upp úr ferðinni að Hjalla enn. Jeg er búinn 4 sinnum að krefja *) Kaupfjelag Árnesinga lagði þó 566 kr. 56 a. í varasjóð í haust (sjá 5. tbl. Þjóðólfs þ. á.), en það er líka hið eina fjelag, sern oss er kunnugt að hafi gjört það. Ólaf gamla um þetta, sem jeg á að taka hjá honum. Jeg held hreppsnefndin verði að gjöra svo vel, að ná því sjálf hjá honum og færa mjer það. Hann þykist allt af ætla að borga það með smábandi eptir nýárið. En jeg held við jetum ekki smábandið hans um jólin“ „Fjekkstu þá ekkert?“ segir kona Ns. „Það er ekki teljandi. Jeg særði út úr honum 4 magálsbjóra og smjörsköfu og fáein kerti. Það er best að jeta þetta strax; það er hvort sem er ekki til fram- búðar“. Og svo jeta þau magálinn frá Hjalla og smjörið við og fara svo að hátta. Og þau láta lifa á einu kertinu frá Hjalla, ef annarhvor krakkinn kynni að vakna. Aths. Ólafur á Hjalla er mesti dugn- aðar- og sparsemdarmaður, og þau hjón- in koma upp öllum sínum 8 börnum. En þau verða að leggja hart á sig og neita sjer um öll þægindi lifsins. Það er venja þeirra, að sitja í myrkrinu á kvöld- in fram að jólum og prjóna smábands- sokka, því þau hafa ekki annað til að borga með það 120 ál. fátækratillag, sem lagt er á þau á hverju ári. N. í Gerðinu kom á hreppinn, þegar annað barnið fæddist. Honum þykir erf- itt að vinna, en gottaðjeta og hvíla sig. „En hver maður hefur rjettindi, mann- rjettindi, sem eru helg, og sem jeg vil ekki skerða“, segir prófasturinn í G-örð- um (sjá þingt. B, 1889, bls. 343). Grenjaðarstað, 30. des. 1889. B. Kristjánsson. * * * Athugasemd ritstjórans. Eigi allfáir munu vera likar N’s í Gerðinu og fara á sveitina af leti og amlóðaskap, svo að aðrir, sem með iðjusemi og sparsemi komast af fyrir sig og börn sín, eins og Ólafur á Hjalla, verða með fátækraút- svörunum að ala önn fyrir þeim. rÞetta er hart fyrir iðjumanninn; því neitar enginn. En hins vegar flnnst oss það góðsöm, allt of góðsöm hreppsnefnd, sem veitt hefur velvinnandi hjónum sveitar- styrk, „þegar annað barnið fæddist“, eins og hjónunum i Gerðinu. Ef hreppsnefnd- ir væru strangari en þær eru og beittu gildandi lögum (t. d. lögunum um sveit- arstyrk og fúlgu) með fullkomnum strang- leik, yrðu fátækraútsvörin minni, en nú eru þau. Ef einnig væri til „letigarður“, eins og Páll Briem hefur stungið upp á (Andvari 1889, bls. 19), þá þyrfti ekki að láta iðjumanninn kasta út stórfje í slóðana og letingjana. Þá hefði hrepps- nefndin getað sagt við N. í Gerðinu: „Fyrst þú kemst ekki af án sveitarstyrks, setjum við þig á „letigarðinn11, börnin skulum við taka og ala þau upp, en tök- um með þeim það, sem þú átt; konuna þína setjum við í vist og tökum það, sem hún getur án verið af kaupi sínu með krökkunum11. N. í Gerðinu mundi hafa hætt við að biðja um sveitarstyrk- inn, til þess að losast við letigarðinn, og svo mundi fara um fleiri hans líka. Styrkurinn til Eyjólís Magnússonar. Yiðvíkjandi því, sem sagt er í síðasta bl., um styrkinn til Eyjólfs Magnússonar, skal þess getið, að stiptsyfirvöldin fara ein- göngu eptir meðmælum hlutaðeigandi sýslunefnda í tillögum sínum með styrk- veitingum til sveitakennara, sem er al- veg rjett, því að samkvæmt fjárlögunum, skal veita styrkinn eptir tillögum sýslu- nefnda. — Herra amtmaður E. Th. Jón- assen hefur gefið oss færi á, að kynna oss meðmælingar Eyjólfs Magnússonar; sýslunefndin í Mýrasýslu, þar á meðal prófasturinn þar, hafði á fundi 7. maí f. á. samþykkt i einu hljóði, að mæla með styrkveiting til hans, og auk þess höfðu 4 prestar og fleiri merkir menn gefið honum meðmælingarvottorð sem barna- kennara, svo að eptir því hlýtur honum að farast barnakennsla vel úr hendi, sem fáir skyldu þó ætla, sem sjeð hafa, hvern- ig hann er á sig kominn, þegar hann kemur hingað til Heykjavíkur. Feðraheimen heitir aðalmálgagn þeirra manna í Noregi, sem gjöra vilja norsku að bókmáli þar í stað dönskunnar. Hjer fer á eptir sýnishorn af málinu á því og stefnu þess: Feðraheimen1 vil ha bonden og arbeidaren fram, kyrkja fri, kveik i kristendomen, vern um ægte- skapet, forsvarssamlag med Sverik utan konge, roysterett for alle og meir sjolv- styre i bygd og fylkje, mindre stats- og embætsvelde, rett for mindretalet, spare- poletikk i alt so nær som upplysning11. Brjefspjöld eru fundin upp af Andreas Stephan, póstmála- og hraðfrjettastjóra á Þýskalandi. Hann ritaði fyrst um þau 1865 og litlu síðar var rætt um þau á póstmálafundi einum miklum á Þyska- landi, þar sem margir póstembættismenn voru mjög áfram um að taka þau upp, einkum Kolbensteiner, sem síðar varð póstmála- og hraðfrjettastjóri í Austur- ríki og Ungarn, og í þeim löndum voru brjefspjöld tekin upp fyrir hans tilstilli

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.