Þjóðólfur - 14.02.1890, Síða 3

Þjóðólfur - 14.02.1890, Síða 3
31 1. okt. 1869; á þeim þrem mánuðum, sem eptir voru af því ári, voru þar þegar brúkuð 3 miljónir brjefspjalda! I Þýska- landi voru þau innleidd 25. júni 1870 og þann dag þegar selt 45,468 af þeim. Meðan stríðið 1870 stóð yfir milli Frakka og Þjóðverja voru send til þýska hers- ins á Frakklandi og frá honum 10 milj. brjefspjalda. Gambetta innleiddi brjef- spjöld á Frakklandi 29. sept. 1870. Þessi ódýru brjef (brjefspjöld) hafa aukið tekj- ur rikissjóðsins á Þýskalandi töluvert, með því að brjefaviðskipti hafa aukist mjög, síðan þau voru innleidd þar. 1873 t. d. voru þar í landi afgreidd 337 milj. brjefa og 25 milj. brjefspjalda. en árið áður 307 milj. brjefa og 8 milj. brjef- spjalda. I 70—80 löndum eru nú brúk- uð brjefspjöld. Milli Þýskalands og ann- ara landa voru 1878 send 14 milj. brjef- spjöld og 1879 lö1/^ milj. Þannig fara þau sífjölgandi. I allri Evrópu eru af- greidd yfir 350 milj. brjefspjalda á ári, en í Bandafylkjunum í Norður-Ameríku 250 miljónir! Tíminn er peningar, segja Englend- ingar og sýna það í mörgu, þar á með- al með þeirri fleygiferð, sem tíðkast á járnbrautum þar í landi. Mestur er ak- hraðinn á járnbrautinni milli Lundúna- borgar og Edinborgar, enda er sú járn- brautarlest kölluð „fljúgandi Skoti“, og er orðlögð fyrir hraða sinn um heim allan. Hún fer 60 enskar mílur (1 ensk míla = ’74 danskrar mílu) á kl.stundinni eða 1 enska mílu á mínútu hverri; hún þarf ekki 3 stundir til að fara jafnlang- an veg, eins og yfir þvert Island, þar sem það er breiðast, frá Dalatá við Siglu- fjörð til Dyrhólaeyjar, sem er 42 mílur, og tæpa 4] /2 stund til að fara jafnlang- an veg, eins og eptir endilöngu íslandi milli Ondverðarness á Snæfellsnesi og Oerpis á Austfjörðum, sem er 66 mílur. 1 engu landi eru heldur jafnmargar hrað- brautarlestir, sem á Englandi. Á hverj- um degi fara þær 14000 mílur. 'Þar næst kemur Frakkland með 8800 milur og ÞýskaJand með 7600 mílur. Að meðal- tali fara þær tæpar 10 milur á klukku- stundinni. Þarnæst kemur Ameríka með tæpar 9 mílur, Frakkland með tæpar 8 mílur, Holland og írland með 7x/2 og Þýskaland með 7 xlr>. Af þessum tölum má marka þrek hverrar þjóðar fyrir sig og mátt þeirra til að keppa hver við aðra í verslun og viðskiptum heimsins; tölur þessar sýna ekki síður en annað, að tim- inn er peningar. Mannslát. Með mönnum austan úr Oræfum frjettist, að nýlega sje látinn sjera Jón B. Straumfjörð í Langholti í Meðal- lándi. Hann var fæddur 30. apr. 1840; var nokkur ár í latínuskólanum, án þess að taka burtfararpróf. Eptir það var hann mörg ár við verslun í Rvík. Hann hafði jafnan mikla löngun til að verða prestur og sótti þrisvar (1871, 1873 og 1877) um að mega taka prestvígslu og sækja um brauð, þótt eigi hefði hann tekið stúdentspróf eða burtfararpróf við prestaskólann, en fjekk það ekki.—1882 fjekk hann konungsleyfi til að ganga á prestaskólann og útskrifaðist þaðan 1887, varð prestur í Meðallandsþingum vorið 1888 og þjónaði því brauði síðan. Illutafjelag er stofnað hjer í bænum, mest eptir tilhlutun kaupm. Þorl.ó. John- sonar, með því marki og miði, að veita verðlaun fyrir íslenskt frumsamið leikrit. Verðlaunin eiga að vera 500 kr., enleik- ritið aptur á móti eign fjelagsins. Hver hlutur er 25 kr. og þurfa því eigi nema 20 hlutir, tilað safna verðlaununum, enda munu þeir nál. allir vera lofaðir. Vermenn koma með fæsta móti núað norðan hingað til Suðurlands. Tíðaríar, 10. þ. m. var hjer asahláka; 24 l dýr, og af því, að hvíti maðurinn skaut ekki á þá einu einasta skoti, misstu þeir alla virðing fyrir honum og óttuðust hann ekki hót. Einn morgun heyrir hann ó- hljóð fyrir utan hús sítt, hann fer að njósna, hvað um sje að vera, og sjer þá, að svertingjar stefna að honum með trjevopn sín. Hann hleypir af smábissu, en hittir engan. Svertingjarnir ldaupa hlægjandi í skjól við trje- stofna og fela sig þar fyrst; síðan gera þeir áhlaup á hann og höggva hann í smábita. Konu hans hálfdrápu þeir, drógu hana út í skóg og drápu hana þar. En yfir svertingjana dundi hefnd, enn grimmari en athæfi þeirra hafði verið. í Ástralíu er löggæslulið, kallað „svarta löggæslu- liðið“; í því eru svertingjar, en hvítir foringjar fyrir því. Þetta löggæslulið á að halda uppi reglu og refsa fyrir afbrot; en af því, að Ástralíu-svertinginn hatar alla svertingja, sem eigi eru af hans kynþætti, þá er það hinn mesti unaður svarta löggæsluliðsins að refsa, og beita þeir þá fádæma grimmd. Skammt þaðan, er hvítu hjónin voru myrt, var íiokkur af svörtu löggæsluliði. Svo bar við, að foringi þess kom á heimili hvíta mannsins og ætlaði að íinna hann, en hann kom að tómum kofunum, því að þar var öllu ruplað og rænt. Hann sá þegar, hvernig í öllu lá, og sendi boð eptir mönnum sínum; þeir voru ríðandi og 21 fengið. Svertingjarnir heyja opt einvígi eða borbobi sem þeir svo kalla; þar kemur saman mesti sægur af svertingjum frá mörgum „löndum“, til þess að útkljá þrætur sínar og deilur. Jeg fjekk einu sinni að fara með einum flokki og vera við borbobi. Þeir skreyta sig áður en þeir ganga til einvígjanna, en skraut mundi eng- inn siðaður maður kalla það; þeir smyrja sig með rauð- um eða gulum moldarlit; stundum rjóða þeir allan lík- amann úr blendingi af vaxi og muldum viðarkolum, — eins og þeir væru ekki nógu svartir áður! Venjulega hugsa þeir ekki um, að rjóða allan búkinn í liti þess- um, ef að eins andlitið er allt vel makað í honum. Við einvígi þessi hafa þeir trjeskildi og trjesverð. Ef skjöld- urinn klofnar hjá einhverjum, þá er sá talinn sigraður, og sömuleiðis, ef þeir verða að hætta af þreytu. Kvenn- fólkið er þar einnig og eggjar karlmennina með óhljóð- um og ýmsum látum, en þegar einhver er sigraður, þjóta þær þangað og æpa: „Dreptu hann ekki, dreptu hann ekki!“ Með einvigum þessum skera bæði flokk- arnir sín á milli og einstakir menn úr deilum sínum. Jeg hitti einu sinni svertingja konu, sem í mestu einlægni sagði mjer frá því, að móðir ein hefði myrt tvö börn sín og hún sjálf hið þriðja. „Svo munt þú hafa jetið barnið", sagði jeg. Hún játaði því, rjett eins

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.