Þjóðólfur - 21.02.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.02.1890, Blaðsíða 2
34 minnismerkin hjer og þar; stundum á mjög óhentugum eða fáförnum stöðum. En þetta má ekki lengur svo til ganga, þegar fjenu til minnisvarðanna er safn- að með almennum samskotum. Það get- ur því eigi hjá því farið, að gefendunum sýnist sitt hverjum um það, hvar minn- ismerkið eigi að standa, og hvaða fyrir- komulag eigi að vera á því. Þegar því almenningur gefur til minn- isvarðanna, þá virðist rjettast og heppi- legast, að fulltrúar þjóðarinnar, — þing- ið, eða öllu heldur neðri deild þess — rjeðu öllu um, hvar minnismerkin stæðu og hvernig þau væru. I sambandi við þetta, skal þess getið, að best færi á þvi, að flesteða öll minn- ismerki væru látin standa í Reykjavík; minnismerki þingskörunga og stjórnskör- unga við framhlið þinghússins; andlegr- arstjettarmanna við dómkirkjuna, en skálda og annara fleiri við Austurvöll. Öll minnismerki ættu að vera vegleg, og þegar samskotafjeð er svo lítið, að það lætur það eigi eptir, þá ætti að láta það standa á vöxtum, uns því marki er náð, að hægt sje að reisa veglegan minnis- varða fyrir það. í kirkjugörðum eða á leiðum manna ættu helst eigi að vera önnur minnis- merki, en íslenskir steinar með úthöggnu nafni þess, er þar hvílir undir, eða • þá grindur — „stakit“ — utan um leiðið, til þess að koma í veg fyrir, að beinum hins framliðna verði rótað, áður en þau verða að mold. Óefað verða margir á móti því að flytja minnismerki til Eeykjavíkur. Það er viðkvæðið hjá mörgum, að Reykjavik sje óþjóðlegur bær og þangað ætti sem fæst að flytja. Enþóttjegsje Norðlendingur, þá lít jeg öðru vísi á það mál. Fyrst Reykjavík er á annað borð orðin höfuð- staður landsins og sjálfsögð að halda því sæti, þá er nauðsynlegt að flytja sem flest þangað, og stuðla að því að hún geti orðið, sem stærstur bær. Bæði er það, að flestir innlendir og útlendir sjá það, er stendur í Reykjavík; og þá fyrst getur Reykjavík orðið þjóðlegur bær, þegar hún er orðin fj ölrnenn og þá um leið getur þar ýms menning og fagrar listir blómgast, sem enn liggja í dái hjá þjóð vorri. Loks vil jeg geta þess, að það er ein- kennilegt og jafnvel óviðurkvæmilegt, að þjóð vor skuli eigi enn hafa reist skör- ungnum og skáldinu Jóni biskupi Ara- syni veglegan minnisvarða; þeim manni, er ljet líf sitt fyrir trú og frelsi. Ef Jóni biskupi væri reistur minnisvarði, þá væri það að líkindum sá eini minnisvarði, sem efamál væri, hvort ætti að standa í Reykjavík eða eigi. Því þar eð Norð- lendingar grófu upp lík Jóns biskups og sona hans og fluttu norður að Hól- um, og svo margir viðburðir úr sögu Jón Arasonar eru knýttir við Hóla, þá mælir margt með því, að minnisvarði hans stæði þar frammí fyrir hinni gömlu dómkirkju. En ef hann væri látinn standa í Reykjavík, þá virtist vel við eiga, að hann stæði við stiginn, er ligg- ur upp að landshöfðingjahúsinu, og á hann væri höggið: „ Við Dani var hann djarfur og hraustur, dreifði hann þeim. á flœðar flaustur með brauki og bramliu. H. jNokkur orö um póstgöngur. Mjög eru Þingeyingar óánægðir með það, að póstsendingar með sunnanpósti skuli venjulega þurfa að bíða lengi og stundum allt að 3 vikum á Akureyri, áð- ur en Seyðisfjarðarpóstur gengur þaðan. tír þessu hefur átt að bæta í haust með þessari athugasemd í póstferða-áætlun- inni: „Þegar nauðsyn virðist til bera, skal póstafgreiðslum. á Akureyri heimilt að senda sjerstaklega til Gxenjaðarst. með sunnanbrjefin þegar eptir komu Rvík- urpóstsins á Akureyri“. Ekki bætir þetta mikið úr, enda eru Þingeyingar jafnóánægðir eptir sem áður, eins og sjest á þessum brjefkafla úr Þingeyjarsýslu : „Það er einkennilegt í þessari neðan- málsgrein, sem á að bæta úr póstgöng- unum hjá okkur, að póstafgreiðslumað- urinn á Akureyri á, „þegar nauðsyn virð- ist til bera“ (hver á að virða þá nauð- syn?) „að senda sjerstaklega með sunnan- brjefinu (ekki vestanbrjefin, eða hvað?) „til Grenj aðarstaðar“. Sunnanblöðin mega ekki einu sinni vera með. Þetta er allsendis ónógt og eins gott, að það væri ekki neitt, þvi að við höfum þá einhver ráð að ná brjefunum og kunn- um líklega fullt svo vel að virða nauð- synina, sem póstafgreiðslumaðurinn á Ak- ureyri. Það þyrfti auðvitað að rita um þetta eins og fleiri hjeraðsmál hjá okkur í blöðin, en láta það ekki bíða og móka og ætla þinginu einu ásamt öllu öðru að koma þvi í lag á þessum stutta tíma. Það er viðurkennt, að greiðar og fjör- ugar samgöngur sjeu eitt af aðalfram- faraskilyrðunum. Þess vegna þyrftum við að fá menn, sem sjerstaklega „stúd- eruðu“ það og kæmu fram með ákveðn- ar tillögur i þá átt“. Það er von, þótt Þingeyingar sjeu gramir út af þessu, og það eru ekki þeir einir, sem hafa ástæðu til að kvarta und- an því, heldur einnig allir aðrir, hvar sem er á landinu, sem þurfa að koma sendingum, blöðum og brjefum gegn um Akureyri með Seyðisfjarðarpósti þaðan. Þó getum vjer ekki verið með því, að sendur sje aukapóstur frá Akureyri til Grenjaðarstaðar í hvertskipti, sem sunn- anpóstur er kominn til Akureyrar. Það er óeðlilegt, að senda aukapóst sömu leið, sem aðalpóstur fer um; þetta hefur og talsverðan kostnað i för með sjer og, sem mestu varðar, er engan veginn fullnægj- andi, því að það yrði að eins nokkur hluti Suður-Þingeyjarsýslu, sem hefði not af því. Aptur á móti er hægt að, bæta úr þessu á annan hátt. Ekki er annar vandinn, en að Seyðisfjarðarpóst- ur fari jafnan frá Akureyri daginn eptir að sunnanpóstur er þangað kominn. Það er hægt, að koma þessu i samræmi við aðrar póstferðir landsins. I stað þess, að pósturinn biður nú á Akureyri, yrði bið- in á Seyðisfirði. A þenna hátt ganga póstsendingar viðstöðulaust milli Rvíkur og Seyðisfjarðar, eins og þær ganga nú milli Rvíkur og Eskifjarðar og milli Rvikur og Isafjarðar. Póstar biðu þá aldrei nema á endastöðvunum milli póst- ferða. Þetta ætti póststjórnin að geta sjeð og kippt þessu þannig í lag, en úr því, að hún gerir það ekki, er nauðsyn- legt að benda opinberlega á það. Búnaðaríjjelag Suðuramtsins hjelt fyrri ársfund sinn 18. þ. m. Það á nú í sjóði nálægt 20,000 kr. Forseti skýrði frá framkvæmdum fjelagsins síðastl. ár, þar á meðal las upp skýrslu frá Sæmundi Eyj- ólfssyni um framkvæmdir hans í Skapta- fellssýslu í þarfir fjelagsins. Fjelagið hafði styrkt bátasmíði Sigurðar Eiríkssonar með 100 kr. og samþykkt var, að ábúendur á Hörgslandi og fleiri bæjum skyldu fá 40 kr. verðlaun fyrir að stífla kvísl í Hverf- isfljóti, ef það eptir áliti búfræðings fje- lagsins væri vel af hendi leyst. Samþ. var og, að stjórninni væri heimilt, að veita búfræðingi Birni Bjarnarsyni 100 kr. styrk til jarðabóta með vissu skilyrði. Sæm. Eyjólfsson skyldi ferðast austur í Skapta- fellss. í sumar í þarfir fjelagsins, eins og að undanförnu, auk þess skyldi mega verja 600 kr. til ferðabúfræðinga. Önnur út- gjöld úr fjelagssjóði eigi samþykkt. —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.