Þjóðólfur - 28.02.1890, Page 2
38
fræði snertir. „100 tímar“ Eibes byrja á
höttum, en G. Z. og Plate byrja á skóla
og þeim hlutum, sem í honum eru. Nem-
andinn lærir þannig fyrst það, sem næst
honum liggur (ef hann lærir málið í
einhverjum skóla), og svo koll af kolli,
eins og þegar barn er að læra móðurmál
sitt. Þess vegna er bókin aðgengileg
og við hæfi manna (praktisk).
Höf. kennir ýmislegt nýtt um fram-
burð, sem aldrei hefur áður verið kennt
í íslenskum kennslubókum í ensku, t. d.
um hið suður-enska r o. fl. Aptur er
miður heppilegt að tákna með útlendu
hljóðtákni, sh, hljóð, sem ekki er óná-
kvæmara að tákna með sj, eins og J. Ó.
og H. B. hafa gert, en að tákna a-hijóðið
í able með ei. Hljóðtáknið sj hefur gildi
fyrir íslensku auga, en sh ekkert hljóð-
gildi, þótt það hafi það fyrir útlendinga.
Tungutak Islendinga er ólíkt Englend-
inga og Þjóðverja, og þeir færa sömu
hljóðin sinn í • hvern búning. Höf. segir,
að enskur samhljóðandi sje borinn fram
tvöfaldur í enda áherslusamstöfu á eptir
stuttum hljóðstaf, og ritar þess vegna
samhljóðandann einfaldan í hljóðtáknum.
En víða sjest ekki hjá honum, hvort
þessi hlj óðstafur er stuttur eða langur t.
d. í food, cripple, linen, sem hann ber
fram: fúd, krip’l, linin, en í þessum orð-
um er samhljóðandinn tvöfaldur í fram-
burði. I father og rather (bls. 5) er sam-
hljóðandinn tvöfaldur á eptir iöngum
hljóðstaf. J. Ó. og H. B. rita samhljóð-
anda tvöfaldan í hljóðtáknum, þegar
hann er borinn svo fram. Höf. táknar
hljóð það, sem í dönskum eyrum er i, en
íslenskum næst e, með i og er það víst
Plate eða öðrum bókum að kenna. Hann
ber e í violet fram eins og i í tulip
(bls. 40), y í thoroughly fram eins og
ay i yesterday (bls. 50), allt eins og i.
Hann ber e í exclaim og seinna e’ið í
careless fram eins og i. Þetta hljóð ligg-
ur nær íslensku e, eins og t. d. í menn,
senn. í tulip er hreint i-hljóð og í
thoroughly er y = í. Höf. gjörir ekki
nægan mun á i og í, o og ó. Hann ber
city fram siti (á að vera sTtí), fully fram
fúli (fúlí) og gerir engan mun á o-hljóð-
inu í lawn og before, hefur ö í báðum
orðunum. En o í before er ó og í lawn
er hreint ö-hljóð. Höf. segir, að k sje
borið ffarn eins og k í kaldur og g eins
°g g í gagn; J. Ó. tekur beinlínis fram,
að það sje ekki j-hljóð í k á undan e, i
Og se, og er það skýrara og greinilegra.
Þetta eru smáar og ljettvægar aðfinn-
ingar, en mjer þykir skylt að benda höf.
á þetta, svo að vönduð bók verði vönd-
uð enn betur.
Sweet er mikill hljóðffæðingur, en þó
er varasamt að styðjast við framburð
hans. Hann er borinn og barnfæddur í
Lundúnum og hefur alist þar upp við
mállýskuna, sem kölluð er „Cockney
dialect“ (sbr. Handbook of Phonetics 112).
Honum hættir við, að sletta henni meir
en góðu hófi gegnir í framburði. Þess
vegna fylgir Murray, höfundur hinnar
miklu Oxforð-orðbókar, sem nú er að
koma út, honum ekki nema í sumu.
Sweet hefur sjálfur breytt skoðunum sín-
um, síðan hann ritaði handbókina 1877.
Hljóðfræðin er ung vísindagrein.
Jeg skal nefna fáeinar villur, sem ann-
aðhvort hafa slæðst inn í af ógáti eða
þá eru Plate að kenna. Bls. 5.: 1 á að
heyrast i almanac og al í almond á að
bera fram a en ekki ö. Eyrir rúmum
200 árum var reyndar 1 ekki borið fram
í almanac. Bls. 7: cam í Cambridge er
er ekki borið fram keim heldur kám og
o í quality er ekki stutt. Bls. 14: ö-
hljóðið í search er öðruvísi en e-hljóðið
í early. Bls. 15: lei í leisure á að bera
fram lí eingöngu, en ekki le ; strew er
venjulega ritað svo, en ekki strow. Bls.
82: priför'eb’l á að vera prePfereb’l.
Bls. 149: ðer á að vera ðeir. H. B. ber
líka fram ðer, en J. Ó. hefur hinn rjetta
ffamburð, ðeir. Bls. 168: indzhúr’, á að
vera in'dzar. Sumt af þessu er ekki bein-
línis villur. Bókin er jafngóð fyrir það,
þótt fáeinar villur hafi slæðst inn í hana.
Have you still parents? bls. 35, er ó-
ensk setning, líklega eptir Plate; Eng-
lendingar segja: Are your parents still
alive? eða þvíumlíkt.
Bókin tekur öllum kennslubókum í
ensku á ísl. fram sem skólabók. (Niíurl.).
Jón Stcfánsson.
Landshankinn. Bankastjórnin gefur
nú lántakendum kost á að fá lánstímann
lengdan úr 10 árum til 15—20 ára; þetta
gildir að sjálfsögðu um þá, sem liingað til
hafa að öllu leyti staðið í skilum við
bankann, en þeir, sem eigi hafa staðið í
skilum, eiga þó einnig kost á þessu, „ef
þeir fyrir 31. júlí þ. á. greiða allt, sem
þeir eiga ógreitt samkvæmt skuldabrjef-
um sínum“. Jafnframt skorar banka-
stjórnin á þá, sem sæta vilja þessu, að
gefa sig fram fyrir 31. júlí þ. á.
Settur læknir. 24. þ. m. var lækna-
skólakandídat Björn Ólafsson frá Ási sett-
ur læknir í Eangárvallasýslu frá 1. jan.
þ. á. Hann kom að norðan nú með pósti
og fór hjeðan í fyrra dag austur.
Prestkosningin í Heydalaprestakalli.
Af 50 kjósendum,^ sem þar eru, mættu 42
á prestkosningar-fundinum. Af þeim þrem-
ur, sem þar voru í kjöri, hlaut próf. Þor-
steinn Þórarinsson á Berufirði 21 atkv.,
prestaskólakand. Magnús Blöndal Jónsson
20 atkv. og sjera Jón próf. Guttormsson í
Hjarðarholti 1 atkv.
Tíðarfar. Með póstum, sem nú eru
allir nýkomnir, er að frjetta mjög óstöð-
uga tíð víðast á landinu og hagleysi, eins
og sjest á brjefköflum síðar í blaðinu.
Hjer hjelst hlákan, sem nefnd var í síð-
asta bl., til 26. þ. m.; síðan blíðviðri.
Sunnanlands alstaðar komin upp góð jörð
og autt í lágsveitum; vonandi er, að svo
sje nú einnig orðið um land allt. — Aust-
ur á Bangárvöllum kvað vera búið að sleppa
fullorðnu fje á stöku stað, sem mundi
þykja furðudjarft fyrir norðan.
Heybirgðir góðar alstaðar, sem til hef-
ur spurst.
AUabrögð. Ekkert farið að fiskast
enn við Faxaflóa eða á Eyrarbakka. Affi
við ísafjarðardjúpi, ér seinast frjettist, og
fiskvart orðið undir Jökli.
Rjetta- og gangnafærslu eru menn
víða mótfallnir í Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslum.
Skipskaði varð 15. f. m. á ísafjarðar-
djúpi; fórst þar bátur á siglingu úr flski-
róðri; tveim mönnunum varð bjargað, for-
manninum Guðbrandi Einarssyni og bróð-
ur hans Magnúsi að nafni, en 2 drukkn-
uðu, Hannes Kárason og Stefán Þorsteins-
son; voru allir frá ísafirði
Mannalát o. II. „5. jan. andaðist bænda-
öldungurinn Sigurður Bjarnason á Stóra-
vatnsskarði í Skagafj.s. eptir þunga en
ekki mjög langa legu; þess væri vert, að
hans yrði frekar getið í blöðunum, því að
hann var merkur bóndi í mörgu“, er oss
skrifað úr Skagafirði.
Úr Norðurmúlasýslu er oss skrifað 27.
jan.: „Slysfarir og kvillar liafa verið með
mesta móti í vetur. Lungnabólga hefur
mjög víða stungið sér niður og margir
dáið úr henni. Af merkum mönnum hafa
látist hjer eystra Jón bóndi Jónsson á
Vakursstöðum í Vopnafirði, háaldraður
bændaöldungur og einhver merkasti bóndi
á Austurlandi, bæði að dugnaði, dreng-
skap og rausn, — Björn bóndi Jónsson í
Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð; hannvarmeð
efnaðri bændum og merkur maður, eink-
um að því leyti, að hann liafði brotið sjer