Þjóðólfur - 14.03.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög-
um _ Yerð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
við áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg. Rejkjayík, föstudaginn 14. mars 1890. Nr. 12.
Kaupmannalánin
Og
kaupstaðarskuldirnar.
Lengi hefur það viðgengist í verslun-
mni á Islandi, að kaupmenn hafa fús-
lega lánað landsmönnum stórfje í vörum,
einkum þegar vel hefur látið í ári; það
hefur heldur ekki vantað, að landsmenn
hafi ginið yfir þessum lánum og margur
steypt sjer í óbotnandi skuldasúpu við
kaupmenn, sem hann hefur aldrei sjeð
út úr framar. Menn hafa tekið út í
hugsunarleysi hjá baupmönnum, meðan
lán hefur fengist, eigi að eins ýmsar
nauðsynjar heldur einnig margan óþarf-
ann, sem menn hefðu getað án verið og
alls ekki tekið, ef lán hefði ekki fengist.
Og hver hefur svo haft hag af þessu
verslunarlagi ? Yenjulega kaupmaðurinn.
Með þessu kemur hann meiru út af vör-
um sínum en ella, og það, sem er mest
um vert fyrir hann, tryggir sjer með
lánunum stöðuga verslunarmenn. Það
er haft eptir duglegum kaupmanni fyrir
vestan, sem átti um 50,000 kr. hjá versl-
unarmönnum sínum, að hann hafi einu
sinni fyrir nokkrum árum sagt: „Þetta
er minn besti búhnykkur, með þessu hef
jeg stöðuga verslunarmenn". Það er
einmitt þetta, sem veldur þvi, að kaup-
menn eru svo fúsir að lána. Þeir vita,
sem er, að menn geta ekki með góðri
samvisku farið frá þeim kaupmanni, sem
þeir skulda; þeir eru sem sje bundnir á
skuldaklafanum, verða að sæta þeim kost-
um, sem kaupmaðurinn, er þeir skulda,
setur, og á þann hátt getur hann auð-
vitað náð góðum rentum af skuldunum;
bændur eru þannig þrælbundnir, geta
ekki leitað fyrir sjer hjá öðrum kaup-
mönnum, ganga ekki í neinn fjelagsskap,
til að reyna að fa betri verslun, og ganga
ekki í kaupfjelögin, því að þá er líti öll
náð og miskun hjá kaupmanninum. En
þegar harðnar i ári, hætta kaupmenn mikið
til að lána og ganga stranglega eptir
skuldunum, einmitt þegar verst gegnir
fyrir bændur, og þá hefur stundum svo
farið, að kaupmanninum hefur orðið hált
á lánunum ekki síður en bændunum.
Þetta verslunarlag viðgengst því mið-
Ur enn hjer á landi. Af því að nú læt-
ur vel í ári, eru kaupmenn fúsir til að
lána. Vjer höfum nýlega fengið brjef
frá merkum manni, dagsett 1. f. m., sem
sýnir þetta; hann segir svo frá lánveit-
ingu kaupmanna á einum, nokkuð stór-
um verslunarstað landsins: „Verslunar-
staður vor er allvel byrgur af nauðsynja-
vörum, enda eru kaupmenn nú eigi sparir
á vöruútlátum við bændur; þeir bjóða
og jafnvel troða lánunum upp á þá, hver
í kapp við annan, en í þessu er og fólgin
öll verslunarkeppni þeirra, að geta hver
um sig tjóðrað sem flesta hjá sjer með
skuldafjötrunum, og mun þetta heppnast
allt ofvel“. Svona er nú þetta þar; hvort
það er alveg eins víða, skulum vjerláta
ósagt, en allt of víða mun nú meira eða
minna eiga sjer stað af þess konar, og
því full þörf að sýna mönnum fram á,
hve holl, eða hitt heldur þó, þessi lán
eru. Bændur mega ekki halda, að þeir
hafi þessi lán rentulaust í raun og veru,
þótt svo sje að ytra áliti. Kaupmenn
ná sjer niðri á skuldunautum sínum á
annan hátt, eins og vjer höfum leitt rök
að hjer að framan. Kaupmönnum er
engan veginn láandi, þótt þeir gjöri það;
þeim er ekki láandi, þótt þeir láni, ef
þeir sjá sjer hag í því; þeir eiga ekki
að hafa vit fyrir bændum; bændurnir
eiga að sjá um sig sjálfir, og þeir eru
miklu ámælisverðari en kaupmenn, ef þeir
láta kaupmennina ginna sig með lánunum.
En menn komast ekki af án kaup-
mannalánanna, kunna einhverjir að segja;
að vísu er svo um suma, en þeir eru til-
tölulega fáir. Eða hvernig færi, ef kaup-
menn lánuðu ekkert? Ætli menn tækju
þá ekki minna af óþarfanum, sem lánin
ginna menn nú til að taka hjá kaup-
mönnunum? Og hvernig fara menn að
í harðærum, þegar tekur fyrir kaupmanna-
lánin? Nei, það yrðu fleiri en margur
hyggur, sem komist gætu af án þeirra.
í góðum árum hafa menn stundum
safnað kaupstaðarskuldum, í stað þess, að
losa sig úr þeim og gera sig kaupmönn-
unum óháða. Menn ættu nú að vera
komnir svo langt, að láta ekki fara eins
fyrir sjer í góðæri því, sem fáir menn
neita að hafi verið árið sem leið og er
enn. Á undanförnum harðindaárum mun
það hafa komið fyrir ekki óvíða, að
kaupmnenn tóku bátana undan skulda-
nautum sínum við sjóinn og kotin und-
an þeim, ef þeir áttu þau nokkur. Þetta
ætti mönnum að vera minnisstætt og
reyna að nota góðærið, meðan það helst,
til að gera sig kaupmönnum óháða. Það
er fyrsta skilyrðið fj rir að landsmenn
geti fengið góða verslun. Þá eiga þeir
hægra með að ganga í kaupfjelögin, og
að svo miblu leyti sem þau nægja mönn-
um ekki eingöngu, þá getabændur haft
fjelagsskap í verslun sinni við kaupmenn,
ef þeir eru skuldlausir, og fengið hjá
þeim miklu betri verslun en ella. Sá
fjelagsskapur gæti verið með ýmsu móti
t. d. þannig, að allir bændur í sömu
sveit byndust samtökum um að versla
skuldlaust við sama kaupmann, þann,
sem besta kosti byði. Það má geta
nærri, að hver kaupmaður byði svo góða
kosti, sem hann sæi sjer framast fært,
til þess að missa ekki af verslun heilla
sveita, enda stæði hann sig við aðgjöra
það, þar sem svo mikil verslun væri í
aðra hönd, og þar að auki skuldlaus; á
hinn bóginn gætu bændur fengið miklu
betri verslun en nú er, einkum í smá-
verslunarstöðunum víðs vegar umhverfis
landið, þar sem mest þörf er á þvilíkum
fjelagsskap.
Ritdómr hr. Jóns Stefánssonar
um enskunámsbækr.
Það er ekki oft, að íslenzku blöðin flytja rit-
dóma nú orðið, sízt þá er annað sé en sleggjudómar
i almennum orðatiltækjum. Það er þvi góðra gjalda
vert, jiegar viðleitni kemr fram til að leggja rök-
studda dóma á rit, og það þótt dómrinn verði að
öllu samtöldu ekki öllu betr vandaðr en bækrnar,
sem um er dæmt. — Það sem fyrst fellr þeim í
augu, er skyn bera á mál það, sem bér er um
að ræða, er það, að það er undarlegt að vera að
fara í samjöfnuð milli bóka, sem samdar eru sín í
hverjum sérstökum tilgangi. Ég sé þannig ekki,
hvernig það á að geta lýtt bækr okkar Halldórs
Briems, þó að bók Geirs Zoega taki þeim fram sem
sMlábbk. Að minsta kosti er Vestrfara-túlkr
minn alls eigi ætlaðr til að vera skólabó'k• það lá
gersamlega fyrir utan tilgang minn. Ég hefi ekki
einu sinni nefnt hann kenslubíik, heldr enskimdms-
bók, þvi að hann er ætlaðr þeim, er nema vilja eða
nema þurfa ensku og eiga eigi kost á kenslu; hann
er ætlaðr þeim sem verða að „læra afsjálfum sér“
á bókina. Hann er enn fremr ætlaðr þeim sem á