Þjóðólfur - 14.03.1890, Blaðsíða 4
48
Spakmæli frá Ameríku. Þeim, senj }jú get-
ur trúað fyrir leyndarmáli, geturðu trúað fyrir öll-
um hlutum.
— Þekkingin er lík peningum: því meir, sem
maður á, því meira vill maður fá.
— Ungi maður, lærðu að hlusta — en ekki gegn
um skráargatið.
— Tveir mestu auðmenn Ameríku eru fyrst og
fremst sá, sem á mest af peningum, og þar næst
sá, sein hefur minnstar þaríir, og hinn síðarnefndi
er hamingjusamari.
— Konan líkist bergmáli — hún vill jafnan hafa
síðast orðið.
— Vonin er hæna, sem verpir fleiri eggjum, en
hún getur ungað út.
— Tískan (,,móðurinn“) gerir suma að fábjánum,
suma að syndurum og alla að þrælum.
— Það er torvelt að elska þann mann, sem hef-
ur enga ókosti.
AUGLÝSINGAR
1 samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
bvert orð 15 stafa frekast: meö öðru letri eða setning,
1 kr. fyrir pumlung dftlks lengdar. Borgun út i hönd.
Hjer hefur verið selt tvævett óskilatryppi, dökk-
grátt, með marki: standfjöður fr. hægra.—
Eigandi vitji andvirðisins til mín að frádregnum
kostnaði.
Syðravelli í Gaulverjabæjarhreppi, 1. febr. 1890.
Guðm. Þorkélsson. 135
Fundur í stúdentafjelaginu laugardags-
kvöldið kl. 8Y2. — Sigurður Vigfússon, fornfræð-
ingur, heldur fyrirlestur um hinn vígða eld í hof-
unum. 136
Tímarit um uppeldi og menntamál
fæst fyrir 1 krúnu árgangurinn hjá Sig-
urði Kristjánssyni bóksala í Reykjavík. 137
Ekknasjóöur Reykjavíkur.
Þeir, sem gerast viljastyrkjendur Ekkna-
sjóðs Reykjavíkur, eru beðnir að snúa sjer
til Grunnars Gunnarssonar í Vesturgötu Nr.
46, til að innskrifa sig, en tillög sín til
sjóðsins greiði þeir til Pjeturs G-íslasonar
í Ánanaustum. 138
Hin alþekkta
skósmíða-
vinnustofa
mín í Yeltusundi nr. 3 er opin frá kl.
6—7 á morgnana til kl. 9—10 á kveldin.
Allt fljótt og vel af hendi leyst.
Rafn Sigurðsson. 139
Maður, sem getur talað ensku, frakknesku og
dönsku, óskar að fá atvinnu við verslun,
kennslu eða belst skrifstofustörf. Eitstjóri vísar á
manninn. 140
Arinbj. Sveinbjarnarson:
Bókbandsverkstofa.
3_________2 LATJGAVEG 2._______
Skósmíöaverkstæöi
og
leöurverslun
Björns Kristjánssonar
142 er í VESTUKGÖTU nr. 4.
Norðanfari, 20., 21., 22., 23. og 24. ár-
gangur og nr. 57 -58 úr 17. árgangi, ósk-
ast til kaups. Ritstjórinn vísar á kaup-
andann. 143
Samskotum til minnisvarða yfir Jón
Sigurðsson á (tautlöndum veitir ritstjóri
Þjóðólfs viðtöku, og tekur að sjer að koma þeim
til forstöðumannanna. 144
Skrifstofa fyrir almenning.
10 Kirkjustræti 10
opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 145
Samkvæmt nákvæmri rannsókn eru
engin skaðleg efni í Brama-lífs-elexír
þeirra Mansfeld-Bullner & Lassens; í hon-
um eru að eins þau efni, sem styrkja og
fjörga. Hann er því mjög ágætt maga-
styrkjandi meðal, sem skilyrðislaust má
ráða hverjum manni til að nota.
Berlín. J)r. Hess,
lyfsölumaður í 1. flokki og
eiðsvarinn efnafræðingur.
Einkenni & vorum dna egta Brama-lífs-elexír
eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildinum
á miðanum sjest hlátt ljón, og gullhani og innsigli
vort MB & L í grænu lakki er á tappanum.
MansfeJd-Búllner & Lassen,
sem einir búa til hinn verðlannaða Brama-llfs-elexlr.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Nerregade No. 6. 146
Eigandi og ábyrgðarmaður:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil.
Skrifstofa: 1 Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
34
uðu handa mjer. Við leituðum lengi að dýrinu og fund-
um ekki, og urðum loks svo búnir heim að hverfa, því
að hungur kreppti mjög að oss.
Síðar náði jeg þó bungari, og var jeg þá orðinn al-
veg úrkuia vonar um það. Þetta dýr er á stærð við
meðalhund; það er rauðgult á lit með svart höfuð og
útlimi. Það hefur sperrt eyru og langau hala.
Ein hin mesta hætta í Ástralíu, bæði fyrir hvíta
menn og svertingja eru höggormarnir. Það er hægt
að gjöra sjer í hugarlund, hve mikið er til af þeim, af
því að á einum degi veiddi maður nokkur 240 afþeim,
næsta dag 160 og þriðja daginn kring um 100. Þetta
var á vætutímanum og höfðu höggormarnir leitað upp
til bústaðar hans; hann lá hátt, svo þar var þurt. Ef
menn eru fullvel útbúnir má lækna hvert höggormsbit.
Eitrið verður að skera burt, haða sárið í ammoniak-
vatni, og drekka ammoniak-vatn, ef nóg er til af því.
Vanti það, má drekka brennivín í þess stað og svífur
ekki á mann, þótt heil flaska sje drukkin af því; svo
mikið er deyfingarafl eitursins; þegar menn fara að finna
á sjer, að þeir hafl drukkið, þá er það vottur þess, að
hati sje fyrir höndum. Þegar hvítir Ástralíu-húar eru
bitnir í fingurinn af höggormi, eru þeir vanir að taka
fingurinn af, en ekki er þó þörf á slíkri hrossalækning.
Höggormunum má skipta í tvoflokka: eiturslöngur
35
og eiturlausar; miklu fleira er af eiturslöngunum en hin-
um. Bit óeitruðu höggormanna ersártogför sjásteptir
margar tennur, en hit eiturslanganna er ekki ætíð sárt,
og för eru að eins eptir tvær tennur, eiturtennurnar.
Höggormarnir ráðast sjaldan á menn að fyrra bragði,
en sje komið of nærri þeim eða tekið í þá, bíta þeir.
Einn dag varð mjer hverft við; svertingjar mínir
sögðu mjer, að höggormur væri í kofa mínum. Jegleit-
aði að honum eins og saumnál, en fann ekki. Fyrir
utan kofann var hátt gras, og hugsaði jeg, að höggorm-
urinn mundi hafa skriðið þangað. Um nóttina vaknaði
jeg, jeg veit ekki sjálfur við hvað. Mjer varð litið upp
og sá jeg þá, að stór, svartur, eitraður höggormur var
að skríða rjett við hliðina á mjer. Jeg lá grafkyrr, og
höggormurinn skreið fram hjá mjer og ljet mig hlut-
lausan. Ef jeg hefði bært á mjer, eða snert höggorminn
í svefni, mundi hann efiaust hafa bitið mig.
Merkilega sjón sá jeg einn dag, er jeg dvaldi á
hæ nokkrum undir hvarfbaugnum. Jeg sat þar úti á
veggsvölunum; þá kom vinnumaður, sem var að vinnu
niður í garðinum, hlaupandi upp til mín, og sagði, að
niðri í garðinum væri stór höggormur. Þegar jeg kom
þangað niður, sá jeg, að stór eiturslanga hjelt annari ó-
eitraðri í gininu. Hún hjekk á grein einni og gat ekki
jetið þar hráð sína; skreið hún þá niður á jörðu og fór