Þjóðólfur - 14.03.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.03.1890, Blaðsíða 3
47 aðist af honum 1833 ; var síðan við versl- un í Keíiavík 6 ár, en fór þá að búa og bjó lengst (í BO ár) á Torfustaðakoti i Biskupstungum, með konu sinni Sigur- laugu Sigurðardóttur (stódents frá Yarma- hlíð undir Eyjafjöllum), er hann misti 1878; var hann í kör hin síðari ár og ólu eptirlifandi börn hans 3 önn fyrir honum og sjúkri systur sinni með stakri elju við mikla fátækt41. Eyrarbakka, 8. mars. „27. f. m. var fyrst róið hjer og 4 Stokkseyri; reru þá nokkur skip og var hæst 9 í klut. Daginn eptir 20 i hlut hæst þar; síðan hefur reitst bæði hjer og þar, þegar gefið hefur að róa. 1 gær og i dag róið bæði bjer og á Stokkseyri, hæst 14 i hlut; mestur hluti aflans hefur verið ýsa, ‘/o þorskur. — Frost hefur í gær og í dag verið mest á vetrinum 15° 4 E. — Kaupm. Þorl. Ó. Jóhnson ör Eeykjavík ljet lialda hjer upp- boð 3. og 4. þ. m. á ýmsri vefnaðarvöru, er hann flutti hingað frá Eeykjavik. í>ar eð ekki gaf að l’óa þá daga, er uppboðið stóð, var það vel sóttog komst flest, sem selt var, í nægjanlegt verð. Eigi að síður má samt fullyrða, að kramvara þessi var með betra verði, en menn hafa til nálægs tíma átt að venjast',hjer á Eyrarbakka. Myndasýning sú, er Þorl. hjelt hjer i nokkur kveld, var fremurdauf- lega sótt, nema síðasta kveldið var troðfullt hús, og komu þá yfir 50 krónur inn fyrir innganginn, sem gengu til fiskimannasjóðsins i Árnessýslu, því að eptir tilhlutun caud. jur. B. Bjarnarsonar sýndi Þorl. Johnson myndirnar það kveld til ágóða fyrir sjóðinn. Myndasýning þessi var góð skemmtun, þótt íærri sæktu hana en við hefði mátt búast“. Fyrirspurnir og svör. 1. Gilda sömu lög um úttektir á kirkjustöðum og kirkjujörðum, sem öðrum jörðum, og hefur hrepp- stjóri sömu skyldu að gæta við þær úttektir, sem aðrar, eða eru enn í gildi sjerstök lög um úttektir á kirkjustöðum, og þarf hreppstjóri og virðinga- menn hreppsins ekki að vera við þær fremur en prófasti gott þykir? Svar: Hið eina, sem komið hefur fram, sem get- ur vakið efa um, að lög 12. jan. 1884 um bygging, S ábúð og úttekt jarða, gildi um kirkjustaði, er ráð- gjafabrjef 19. sept. 1884 (Stj.tíð. 1884, B, bls. 108). sem heldur því fram, að 11. gr. laganna nái ekki til prestssetra, án þess að færa eina einustu ástæðu fyrir því, en brjef þetta talar ekki um úttektir. Enginn dómur hefur fallið um þetta, sem farið verður eptir, en í umræðunum á alþingi um lögin, j var beinlínis gengið út frá þvi, að þau ættu við „allar opinberar eignir" (o: jarðir), þar á meðal „kirkjujarðir11 (Alþt. 1883, B, II, 180) og lögin sjálf gefa heldur ekki ástæðu til að efast um, að svo sje. Það sýnist því vafalaust, að þau gildi um úttektir á kirkjustöðum og kirkjujörðum og að hinir venjulegu úttektarmenn eigi að taka þessar jarðir út, eins og aðrar jarðir. 2. Getur eigi prestur byggt kirkjujarðir, nema fyrir sína embættistíð? Svar: Jú, og er meira að segja skyldugur til að byggja þær æfilangt. 3. Er hver kirkjulandseti skyldur að standa upp, þó hann standi í öllum lögskilum og liafi skilyrðis- lausa lifstíðarábúð, ef nýr prestur, sem til brauðs- ins kemur, vill losa jörðina handa ættmönnum sín- um eða vildarmönnum? Svar: Nei. 4. Ef búandi, sem þiggur af sveit, heimtar með- lag með foreldri sínu, sem á framfærsluhrepp i ann- ari sveit, er þá framfærslusveit foreldrisins skyld að leggja því meira en að tiltölu við það, sem fram- færslusveit búandans leggur honum með hverju barni? Eða ber manni ei jöfn skylda að annast foreldri sitt örvasa, eins og barn sitt? Svar: Eptir 4. gr. reglug. 8. jan. 1834, er börn- um skylt að framfæra foreldra sina „eptir föngum“ og „eptir megni“, en á framfærsluskyldu foreldra við böru sín er engin takmörkun sett eptir efna- hag, svo að framfærsluskylda foreldra við börn sin er ríkari eða sterkari, en barna við foreldra sína. Ef einhver þvi getur eigi framfært börn sín án sveitarstyrks, verður naumast álitið, að hann „megni“ að leggja nokkuð foreldrum sinum til framfæris. Annars er það amtmaður, sem ákveður forlagseyr- inn eða meðlag barna með foreldrum sínum, og er því rjettast að leita úrskurðar hans um ágreining í þvi efni. 5. Tveir ábúendur búa á eignarjörðum sínum og eru óskipt lönd, nema löndum skipt að slægjum. Má hvor þeirra brúka landið eptir vild, svo sem skjóta, hafa gripi, sem honum list o. s. frv., án alls samkomulags, án tiltölulegrar brúkunar við hlutfallslega eign, eða án endurgjalds fyrir þá brúk- un, er þar er langt yfir? Svar: Eigi er það leyfilegt með búpening eptir Jónsb. landabrigðab. 4. kap. um búfjár itölu í haga, sem eigi er úr lögum numin og mun því enn vera talin í gildi, eu dýraveiði er báðum „jafnheimil" (|ilsk. 20. júni 1849, 1. gr.). 36 að sloka í sig liöggorminn. Hún gleypti fyrst höfuðið og færðist svo niður eptir bolnum. Þegar hún var kom- in nokkuð áleiðis, gekk jeg að og drap hana. Jeg ljet báðar slöngurnar í spiritus, eins á sig komnar og þær voru, þegar jeg fann þær, og eru þær nú geymdar á háskólasafninu í Kristjaníu. Jeg var vanur að drepa höggorma með því að slá á bak þeim; að því búnu gátu þeir ekki hreift sig. Það er um að gjöra, að fara svo að, að þeir komi því ekki við að bita. Svertingjastúlka átti einu sinni að sækja vatn; hún kom hlaupandi lieim og kvaðst hafa sjeð högg- orm. Maður skundaði þangað, sem höggormurinn var og rjeð á hann, en fórst það svo klaufalega, að högg- ormurinn fjekk færi á, að margbíta í hendina á honum. Sár þessi leiddu hann til bana. Smekkvísir eru Ástralíu-svertingjar ekki. Þeir geta að vísu fljettað laglegar karíir, og trjevopn sín smíða þeir, en eigi eru þau með miklum hagleik gjör; yfir höfuð bera þeir ekki skyn á, hvort hluturinn er lagleg- ur eða ekki. Þeim þykir mikið varið í að skreyta sig með fötum, en ekki fer þeim búningurinn jafnan vel. Grult band hafa þeir um hálsinn, sem sorgarmerki, en eru að öðru leyti allsberir. Sá svertingi, sem mjer fjell fiest við, hjet Jokkai, og mun jeg síðar tala um liann. ^egar jeg hitti hann í fyrsta sinni, hafði hann kvenn- 33 an álinn, og ljettu þeir ekki fyr en þeir höfðu snætt hann upp. Ástralíu-svertingjar geta svelt furðu lengi, en þegar þeir ná í mat, eru þeir gráðugir eins og gammar. Þeir borðuðu upp álinn, en þeim varð fremur bumb- ult af máltíðinni. Þegar fram á nótt var komið og jeg var sestur að, komu menn mínir og sögðu, að þar væri ekki tryggileg vistarvera. Þeir bentu á álæturnar og sögðu, að þær gætu best borið um það. En álæturnar skirptu í sífellu og sögðust vilja fara burt. Hinir fóru og að skirpa. Jeg sagði, að þeir ljetu eins og heimsk- ingjar, og að jeg vildi hafa frið til að sofa. Jeg hugs- aði, að þeir mundu sefast við þetta, en það varð ekki af því. Þeir lögðu af stað og jeg heyrði þá skirpa langt upp eptir dalnum. Jeg lá kyrr um stund, en íor þó að hugsa um, að þeir mundu líklega yfirgefa mig með öllu og láta mig einan eptir í óbyggðum þessum. Jegstökk á fætur og klifraði á eptir þeim upp fjallshlíðina. Upp á brúninni fann jeg þá; þeir sátu þar undir stóru trje og skulfu af ótta. Mjer tókst að telja þá á, að koma með mjer niður í dalinn aptur, til að sækja farangur minn Eitt vantaði mig þó. Hundur einn, sem liafði fylgt oss alla leið, liafði notað sjer fjarveru mína og stolið eina kjötbitanum, sem jeg átti. Þetta kom mjer mjög illa; vistir mínar þrutu brátt með öllu, og jeg varð að gjöra mjer að góðu það, sem svertingjarriir öfl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.