Þjóðólfur - 21.03.1890, Blaðsíða 2
r
að veita fjeð. Hið enska blað Standard
taldi mörg tormerki á ferðinni, en Nan-
sen hrakti það allt.
Brúin yfir Forth. Prinsinn af Wales
vígir 4. mars þetta mannvirki, sem mun
vera hið mesta í heimi í sinni röð. I 7
ár hefur verið verið að smíða hana, og
kostar hún meir en 40 miljónir kr, Hún
er 8,098 fet á lengd. Stólparnir í henni
eru 360 fet yfir sjávarflöt, þegar flóð er,
og er lengra á milli þeirra en í nokk-
uri annari brú. fteynt hefur verið, hve
sterk hún væri og kvað hún vera óbil-
andi. Hún er svo nálægt Leith, að það
er hægðarleikur fyrir Islendinga, sem
fara milli landa, að bregða sjer þaðan til
að sjá hana.
Uppreistir í Búlgaríu. StambúlofF
hefur bælt niður tvær uppreistir þannig,
að hann fjekk vitneskju um þær rjett
áður en þær byrjuðu og Ijet handtaka
forsprakka hennar út um allt land eina
nótt. Fyrri uppreistin var stofnuð af
mönnum, sem vildu fá Alexander aptur
til Búlgaríu, en hin síðari af vinum
Eússa. Ætluðu þeir að myrða Stambú-
loff og flytja Ferdínand úr landi. Stam-
búloff hefur látið skjóta marga og seg-
ist hafa í höndum skýrteini um, að sendi-
herra Eússa í Rúmeníu hafi verið í vit-
orði með uppreistarmönnum. Ferdínand
af Koburg hefur skolfið á beinunum,
meðan á öllum þessum ósköpum gekk.
Eússar hafa heimtað skuld, sem þeir eiga
hjá Búlgaríu, 8—9 miljónir króna og
kvað Stambúloff hafa borgað hana.
Tjckkar og Þjóðvérjar. Fullar sættir
hafa komist á með þessum tveim þjóð-
flokkum í Bæheimi, og Þjóðverjar koma
nú á þing í Prag; eru mörg ár síðan
þeir hættu því, og þykir þetta hið mesta
þarfaverk af Taaffe, forstöðumanni ráða-
neytisins.
Parnell hefur verið dæmdur sýkn af
ákærum Times og hefur dómnefndin sent
þinginu úrskurðinn. Aptur hefur hún
komist að þeirri niðurstöðu, að ýmsir
þingmenn Ira hafi verið í vitorði með
Feníum i Ameríku. Parnell hafði höfðað
mál móti Times, en sættist, og borgaði
Times honum 90,000 kr. í skaðabætur.
Frakkland. Hinn 7. febr, kom her-
toginn af Orleans, son greifans afParís,
til Parísar og vildi fá inntöku í herinn.
Hann var tekinn höndum og dæmdur í
2 ára fangelsi. Carnot ætlaði að gefa
honum upp sakir, en þingið var svo stækt
á móti því, að hann hætti við það og
50
sendi hann í fangelsið Clairvaux. Þar
verður hann að dúsa fyrst um sinn.
Þingið hafði lýst ógildar kosningar 6
Boulanger-sinna í París, en þeir voru
allir kosnir aptur í febr. Þetta sýnir,
að Boulanger er ekki dauður úr öllum
æðum enn.
Mídas konungur. í leikriti, sem svo
heitir, er Björnstjerne Björnson látinn
koma fram; heitir hann þar Ramseth og
vinnur meira illt en gott. Leikritið er
eptir Norðmann; í Kristjaníu vildi leik-
hússtjórnin ekki leika það, en í Khöfn
hefur það verið opt leikið og ætíð troð-
fullt. í hálfan annan mánuð hefur ekki
verið talað og ritað eins mikið um nokk-
urn hlut í Noregi og Danmörk, eins og
þetta leikrit. Björnstjerne hefur ekki
svarað nema tvisvar árásum þeim, sem
hafa verið gjörðar á hann.
Ýmislegt. Háskólinn í Torontó í Kan-
ada hefur brunnið til kaldra kola; brann
þar margt af fágætum bókum. Hús sjó-
málaráðgjafans í Washington brann um
nótt, komst hann sjálfur út skaðskemmd-
ur, en kona hans og dóttir brunnu.
Hörup, ritstjóri blaðsins „Politiken“ í
Höfn, hefur setið í fangelsi i 3 mánuði
fyrir greinar í blaði sínu, en er nú kom-
inn út.
— Yerkfallið í gasverksmiðjum í Lund-
únum er hætt, og hefur gengið saman
með verbmönnum og húsbændum þeirra;
slaka hvorir tveggju til. Skipasmiðir í
Hamborg hafa gert verkfall og haft sitt
fram.
— Portúgal hefur nú algjörlega látið
undanEnglendingum; eru þjóðveldismenn
í Lissabon mjög óánægðir með það og
gerðu þeir róstur á götunum, svo að 140
þeirra voru teknir fastir. Portúgalsmenn
skjóta saman fje í gríð til landvarna og
láta hermannlega. Þeir reyna að flæma
allt, sem enskt er, úr landi, dautt og lif-
andi.
— Edison hefur fundið vjel, sem stend-
ur í sambandi við hljóðrita (fonograf)
hans; hún tekur ljósmynd af manninum,
sem talar, við hvert orð, svo að maður
getur sjeð andlitssvip mannsins á eptir
við hvert orð, sem hljóðritinn talar.
— Þýskalandskeisari hefur nýlega boðið,
leggja sem mesta stund á sögu fóstur-
jarðarinnar og hins nýja tíma við hern-
aðarskólana og haga kennslunni svo, að
þeir fái sem mestan andlegan þroska.
Yjer Isl. erum þeir einu, sem ekki eigum
sögu vora ritaða, hvað þá heldur að vjer
kennum hana ýtarlegar en sögu annara
þjóða.
— Sýningin 1892 í Ameríku verður
að likindum í Chicago, en ekki í New
York. Fargjald frá New Yorb til Chi-
cago kvað munu verða 15—20 kr.!
Mannalát. Andrassy, sem lengi hafði
stjórnað Austurríki og hefur komið á sam-
bandinu milli Austurríkis og Þýskalands
og náð Bosníu og Herzegovínu undir
Austurríki, andaðist 18. febrúar af stein-
sótt.
— Frægasti málari Dana, sem nú var
uppi, Carl Bloch, andaðist 22. febr. 56
ára gamall, af krabbameini.
— Soldáninn af Zansibar dó snögglega
og halda sumir, að bróðir hans, sem hef-
ur tekið við völdum eptir hann, hafi lát-
ið gefa honum eitur.
Þjóðverjar eru hræddir um, að hinn
nýji soldán verði Englendingum leiðitam-
ari en bróðir hans.
Ástralía í bandalöguin. í febr. hafa
fulltrúar frá öllum Astralíunýlendum Eng-
lendinga haldið fundi um þetta mál og
gert ýmsar samþykktir. Þeim kemur
ekki saman um, hvar höfuðborgin eigi
að vera, og heldur ekki um tolla og frjálsa
verslun.
Ritdómr hr. Jóns Stefánssonar
uni enskunámsbækr.
(Niðurl.)
Hr. J. St. segir um 100 Tíma Eibes og Túlk ininn,
að í þeim sé margar setningar ópraktískar. Heiir
hann reynt það? Ef ekki, á hverju veit hann það
þá? Reynslan, sem annars ekki er talin svo ó-
praktísk, hefir þó sýnt, að Eibes bók er margfalt
meira brúkuð til að læra ensku á, en nokkur önn-
ur enskunámsbók á sama máli. Og sama má segja
um Ollendorfs-bækr á öllum tungum. Er það nú
vottr þess, að þessar bækr sé ópraktískar? Þeir
alþýðumenn, sem reynt hafa Túlk minn og aðrar
enskunámsbækr íslenzkar, án þess að hafa kennara,
hafa allir, sem ég til veit, sagt, að sér þætti lang-
léttast að læra á Túlkinn. Og eitt er víst: á 15
mánuðum seldist 1. útgáfa (1000 expl.) af honum
upp. Er það vottr um, að hann sé ekki praktiskr
handa þeim sem hann er ætlaðr?
Og hér get ég ekki bundizt þess að geta þess,
að það er hálf-óheppilegt eða leiðinlegt, að hr. J.
St. kemr fyrst raeð dórn sinn um fyrstu útgáf'una
af honum 8—9 mánuðum eftir að hún er útseld,
og ekki fyr en ný útgáfa er út koinin, þar sem
ýmislegt er leiðrétt í, sem skakt var i fyrri útgáf-
unni, þar á meðal einmitt sumt það, er hann finnr
að. Mér þykir þetta seinlæti þvi leiðara, sem mér
hefði verið sönn ánægja, að geta hagnýtt það sem
rétt er i aðfinningum hr. J. St. og leiðrétt það i
2. útgáfu. Sumt hefi ég nú reyndar sjálfr séð og
leiðrétt, en þó eru nokkrar smávillur, sem hann
bendir mér á, sem ég hefði getað haft gagn af, ef
þær hefðu komið áðr en 2. útgáfan kom út.
Því það er aldrei nema satt, lir. Jón St. hefir alveg