Þjóðólfur - 22.03.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.03.1890, Blaðsíða 1
Kemur tit á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifieg, bundin viö áramót, ðgild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktðber. XLII. árg. Keykjavík, laugardaginn 22. mars 1890. Nr. 14. Skakkir áttavitar. Með síðustu póstum komu greinar að norðan og vestan frá forvígismönnum minni hlutans. I Þjóðv. er sama glamrið og áður, og brjefin og aðsendu grein- arnar steyptar í sama móti, sem fyr. Þeim Vestra er full vorkun á þessu, því þeir bafa þegar gert sig seka í svo augljós- um rangfserslum og mótsögnum, að það er von, þótt þeir grípi þau hálmstráin, sem næst liggja, til að halda sjer uppi. Það, sem þeir hafa sagt nú, er marg- hrakið áður. Benedikt Sveinsson skrifar í Norður- ljósinu; í upphafi greinar sinnar rjettir hann Þjóðviljanum auðsjáanlega góða sneið, þótt hún sje ekki af osti, með því að segja, að það sje málið, sem eigi að vera umtalsefnið, en ekki mennirnir, eins og opt hefur verið tekið fram í Þjóðólfi. Það er eins og B. Sv. hafi þótt nóg um hinar persónulegu árásir á menn í Þjóð- viljanum, og má hjer segja, að bragð er að þá barnið finnur. Að öðru leyti byrj- ar B. Sv. á því að segja, að „engum manni sje unnt“ að fá ákveðna hugmynd um stefnu Þjóðólfs og Fjallkonunnar. Nú skyldi maður ætla, að B. Sv. hefði slegið í botn, og ekki tekið að sjer að vísa mönnum veginn, er hann gat ekki áttað sig á stefnunni. En þetta á þó ekki svo að vera, og getur því hver mað- ur gert sjer í hugarlund, hvernig veg- leiðslan verður hjá áttaviltum leiðtoga. Vj er viljum nú virða fyrir oss átta- vitana, sem hann miðar við, og sem allt er undir komið, ef menn eiga að vita, bvort þeir sjeu á rjettri leið. Fyrst segir hann, að 2. grein stöðu- laganna slai því föstu, að hinn svo nefndi raðgjafi Islands skuli eiga sæti í ríkis- raði Dana. Árið 1885 var hann nú reyndar á annari skoðun; þá kom hann með þessa spurningu í ritgjörð sem hann skrifaði í Andvara: „En getur nú þetta fyrirkomulag, að ráðgjafi íslands skuli slíkur hafa sæti í ríkisráði Dana, samrýmst við grundvallarlög Dana á einn veg eða við stöðulögin 2. jan. 1871 °S stjórnarskrána 5. jan. 1874 1. gr. sbr. §r- á hinn bóginn?“ Þessu svaraði hann þannig: „Jeg ætla, að menn muni verða að kveða „nei“ við þessari spurn- ingu, hvernig sem menn velta henni fyr- ir sjer“ (Andvari 1885, bls. 200). Vjer segjum að eins um þetta: Hvernig get- ur hugsast meiri mótsögn en þetta, er sami maðurinn svarar sömu spurning- unni með nei 1885, en já 18901. í öðru lagi segir hann, að með tilvís- un til stöðulaganna sjeu ofurseld lands- rjettindi og sjálfsstjórnarrjettur íslands. En árið 1883 lagði hann það sjálfur til á alþingi, að tilvísun þessi væri tekin upp i stjórnarskrárfrumvarpið og var það samþykkt með 20 atkvæðum í neðri deild (Alþ.tíð. 1883, C, bls. 300—301, B, II., bls. 90). Er til meiri mótsögn en þetta ? Líklega ekki, nema ef vera skyldi næsta atriði. Á öllum síðari þingum og á Þingvallafundinum síðast lofaði hann mjög mikið stjórnarfyrirkomulag Canada og hinna ensku nýlenda, er sjálfstjórn hafa. En nú þykir hinum sama(B. Sv.) slíkt ófært, því að stjórnarfrumtak Eng- lendinga gagnvart nýlendum sínum geti ekki samrýmst stjórnarfrumtaki Dana gagnvart íslandi „fremur en brúnklukk- an og jötunuxinn". Það er óvíst, hvort stj órnarfrumtak Englendinga á að vera líkt brúnklukku eða jötunuxa, en hvort það likist þessu eða hinu, þá er furða, að Ben. Sv. skuli hafa getað haft slík skrímsli í höfðinu í mörg ár, án þess að svima. Að síðustu segir hann, að með því að ákveða, að landsdómurinn einn dæmi um mál, er höfðuð verða gegn ráðgjöfunum, þá játist íslendingar undir „dómsvald Dana(!) í hinum sjerstaklegu málefnum landsins11. Þetta eru óbreytt orð B. Sv., sem geta fullkomlega jafnast við Þjóð- viljann, þar sem honum tekst upp. Þessi áttaviti bendir ekki svo lítið fram hjá sannleikanum. En þegar mótsagnirnar eru svona áþreifanlegar og áttavitarnir svona skakkir hjá foringja minni hlut- ans, þá geta menn imyndað sjer, hvernig ’) Þess iná einnig geta, að 1875 var B. Sv. á allt annari skoðun en nú. Á alþingi 1875 bar hann fram fyrirspurn um þetta og hjelt því fram, að það væri langt frá því, að stöðulögin heimiluðu ráðgjafa íslands sæti i ríkisráði Dana, „heldur þvert á móti hið gagnstæða" (Alþ.tíð. 1875, II., bls. 377). leiðsagan er að öðru leyti og hvort B. Sv. með allan sinn minni hluta og sundr- ungarmenn muni ganga rakleiðis á sann- leikann. Almenningur furðar sig ef til vill á því, að B. Sv. skuli geta sniíist þannig í hring og förlast þannig sjónir á mál- efninu, en þeir, sem muna, hvernig hann kom fram á alþingi 1869 og snerist á móti Jóni Sigurðssyni, þegar mest reið á, þeir furða sig ekkert á sliku, því að þótt náttúran sje lamin með lurk, hún leitar heim. Páll Briem. Rjetta- og gangnafærsla. Oss hafa borist nokkrar greinar að norðan móti rjetta- og gangna- færslu og móti ritstjórnargreinum ísafoldar um það mál. Bæði sakir rúmleysis í blaðinu og af því, að greinar þessar ganga allar í sömu stefnu, getum vjer eigi tekið þær allar i blaðið; en tökum að eins eptirfylgjandi kafla úr brjefi, dags. 26. febr., frá einum af merkustu bændum i Húnavatnssýslu: „Sýslunefndarfundur okkar byrjar nú 3. mars. Þar verður meðal aanars væntanlega rætt um aug- lýsingar Coghills og hótanir viðvíkjandi færslu á göngum og rjettum. Jeg má fullyrða, að ekkí verði fallist á gangnafærsluna, jafnvel þótt Coghill hðti þvi að kaupa ekki fje hjer, nema svo verði; þvi undanfarin ár hafa Slimonsþjónar ekki borgað okkur Norðlcndingum fje svo vel, að okkur þurfi að vera eptirsjá að þeim skiptum, nema næstl. haust, af þvi þá voru fleiri um boðið. Oss dettur heldar ekki i hug, að þó Slimon hætti hjer fjárverslun, að með því væri þá lokið fjársölu til Englands; nei, þvert á móti salan heldur áfram eptir sem áður; og því fremur getum vjer vænt þess, þar sem hinir aðrir fjárkaupmenn frá Englandi, er keypt hafa að oss að undanförnu, gjöra enga heimtingu á því, að göngum og rjettum verði breytt. En það sat síst á Slimon eða Coghill í þetta sinn, að heimta fjeð fyrri framvegis, þvi næstliðið haust stóð tilfinnan- lega illa á skipunum, en ekki fjenu, og slíkt hefur átt sjer stað optar áður, og er þetta ráðlag Slim- ons bæði honum og oss til stórtjóns. Pjeð horast fjarskalega í parrakinu og verður mjög óútgengi- legt, þegar til Englands kemur; af þvi flýtur, að það selst illa þar, nema það sje geymt og fitað, en það mun kosta peninga, sem dragast frá hagnaðin- um, og þess gjöldum vjer næsta árið. Eitt er enn þá óviðkunnanlegt við fjárverslun Coghills, og það er, að hann heimtar stöðugt, að seljendur reki fjeð á sinn kostnað og ábyrgð, efeitt- hvað ferst á leiðinni af mörknðunum til skips eða þeirrar hafnar, sem fjárflutningaskipið kemur á. Þetta eldir eptir af því, að vjer Norðlendingar báð- um Coghill í fyrstu að kaupa að okkur fje, og setti hann okkur þá þessa ókosti, og hefur getað haldið þeim fram, af því hann helur lengst af verið hjer einvaldur. Hinir aðrir fjárkaupmenn vorir S. Sæ-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.