Þjóðólfur - 22.03.1890, Page 4
56
kl. 8—10 e. m. hvern virkan dag að
laugardögum undanteknum.
Verslunarmenn þeir í Reykjavík er
njóta vilja kennslu í tjeðum kvöldskóla
eru beðnir að tilkynna það undirritaðri
stjórn fyrir lok júnímánaðar næstk., og
geta þess um leið, í hverjum kennslugrein-
um þeir ætli að taka þátt.
Þeir sem eigi fyrir 1. júli þ. á. hafa
óskað eptir kennslu í skólanum, geta átt
á hættu að komast eigi að.
Reykjavík, 13. mars 1890.
Ou5m. Thorgrimsen. N. Zimsen.
N. P. Niélsen. Þorl. Ó. Jóhnson.
Siqhv. Bjarnason. 161
5 til 10 Kroner
i daglig Fortjeneste
kunde dygtige og flittige Personer af en-
hver Stand med Lethed opnaa ved For-
handling af en enestaaende letafsættelig
Artikel. Reflecterende bedes sende Oíferter
sub T. P. 1890 poste restantc Kjöben-
havn K. med Oplysninger om Vedkommen-
des momentane Beskjæftigelse. i62
Selt óskilafje
í Húnavatnssýslu haustið 1889.
í Vlndhælishreppi:
Hvítt lamb: stýft, fj. fr. h.; sýlt, biti apt. v.—
Hv. lamb: stúfrifað, gagnbitað h.; sneiðrifað fr.,
biti apt. vinstra.
í Bólstaðarhlíðarhreppi:
Hvítt lamb: sýlt, gagnfjaðrað h. — Grátt lamb:
miðhl. h.; stýft, biti fr. v. — Hv. lamb: með sama
marki.— Hv. lamb: gagnfjaðr. h.; sýlt fj. fr. v.—
Svart lamb: gagnbit. h.; stýft, hálft. apt., biti fr.
v.— Hv. lamb: stúfrif., gagnbit. h.; hálftaf fr., vagl-
skorið apt. v.— Hv. lamb: sneiðr. apt., biti fr. h.;
sneitt fr., biti apt. v.— Grár foli, tvæv.: biti apt. v.
f Svínavatnshreppi:
Hvítur sauður, tvæv.: blaðst. apt., gat, fj. apt.,
hangfj. fr. h.; blaðst. apt., gat, fj. fr., hangfj. apt. v.
— Svart lamb: sýlt, fj. fr. h.; stýft, biti apt. v.
f Ishreppi:
Hvít gimbur, veturg.: sýlt i hálftaf apt. v.— Hv.
lamb : sneitt apt h.; geirst. v.— Hv. lamb: vaglsk.
apt. v.— Hv. lamb: biti apt. h.; fj. fr. v. — Hv.
lamb: tvístýft fr., gagnbit. h.; óglöggt v.
í Horkelshólshreppi:
Hvítur sauður, veturg.: vaglsk. apt. h.; biti fr.
gat v. — Svart lamb: sneitt fr., br. apt. h.; biti
apt. v.— Hv. lamb: sneitt fr. h.; stúfrifað v.— Hv.
lamb: stýft, br. apt. h.; líkast sneitt fr., biti apt. v.
í Torfustaðahreppi (ytri):
Lamb: sneiðr. fr. h.; sneiðr. fr. v.— Lamb: geirst.
h.; sneitt og vaglsk. fr., f. apt. v. — Lamb: stýft,
biti apt. h.; blaðst. apt. v,— Lamb: sýlt í hvatt h.;
heilrifað, gagnbitað v.— Lamb: sneiðrif. apt. h.;
stúfrif. v.— Lamb: sýlt h., líkast stýft, biti apt. v.
Eigendur kinda þessara geta vitjað andvirðis
þeirra, að frádregum öllum kostnaði, til hreppstjóra
í hverjum hreppi fyrir sig, til septemberloka þ. á.
Hvammi, 22. febr. 1890.
I umboði sýslunefndar
B. G. Blöndal. 169
ÚR.
Sylinder-úr á 12 kr., sömuleiðis með ekta gull-
rönd á 16—18 og 20 kr. Allt selt með 2 ára á-
byrgð og sendist gegn peningaborgun fyrir fram
með pósti. Aðgerðir leystar af hendi.
S. Easmussen.
Wiederveltsgade 39, Kjöbenhavn 0. 170
Fataefni.
nýkomið með Lauru i verslun Sturlu Jóns-
sonar. 165
í Ycrslun Sturlu Jónssonar fæst:
Kartöflur, epli, appelsínur, laukur, sardínur, ostur,
humrar, ostrur, ódýrir svampar og ýmislegt fi. 166
Leiðarrísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem
einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar. 167
Af Þjóðólíi verða þessi tölublöð keypt á af-
greiðslustofu Þjóðólfs:
Af 35. árg. (ár 1883) 41. tbl.
Af 38. árg. (ár 1886): 36., 38., 39. og 40. tbl.
Af 39. árg. (ár 1887): 46. tbl.
Af 48. árg. (ár 1880): 2., 3.-4. og 5. tbl. 168
Eigandi og ábyrgðarmaður:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. vhil.
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymnndssonar.
38
sönglögin eru, eins og nærri má geta, mjög einföld og
ófögur optast; rómurinn er fremur hás, og söngurinn
heldur raunalegur. Ekki gast þeim að söng mínum.
Einu sinni sá jeg hjá þeim teikningu, ef teikning
skyldi kalla; það var í helli einum; átti teikningin að
vera af karlmanni og kvennmanni, sem hjelt á harni;
hún var gjörð með viðarkolum og leirlit, og var ekkert ann-
að en stryk og mjög svo ófullkomin, enda skilja þeir
eigi teikningar, nema illa gjörðar og ófullkomnar. Jeg
sýndi þeim einu sinni Ijósmynd af mjer, en þeir höfðu
enga hugmynd um, hvað það var, eða hvernig þeir áttu
að halda á henni, ýmist Ijetu þeir höfuðið snúa niður,
eða hliðina upp, o. s. frv.
VIII. kapítuli.
Aðfangadagur jðla.— Jokkai. — Kola. — Nejli. — Kelanmi Mamigo. —
„Kal Dubbaroh ekki góður maður“,— Jokkai vill verða hvitur maður —
Poor fellow, white fellow!
Á ferðum mínum með svertingjum þraut opt nesti
mitt. Á aðfangadag jóla 1882 t. d. átti jeg ekkert
eptir, nema dálítinn brauðbita; jeg bað því svertingjana,
sem þá voru með mjer, að reyna nú að ná í eitthvað
gott handa okkur að jeta, og lofaði þeim í staðinn helm-
ingi meira tóbaki en jeg var vanur að gefa þeim. Þeir
39
fóru, og jeg var einn eptir við hreysi mitt. Það var
næsta undarlegt, að vera hjer staddur aleinn, svo langt
frá siðuðum mönnum, og það á sjálfan aðfangadag jóla,
mitt í hinum stóru skógum Ástralíu. Jörðin var nú
klædd í sumarskrúða sinn, og sólin skein í heiði og
sendi brennheita geisla sína niður á hina skrúðgrænu
skóga. Ekki minnsti vindblær bærðist og ró og kyrrð
hvíldi yfir öllu. Upp í trjánum sungu fuglarnir náttúr-
unni og sumarfegurðinni lof og dýrð; allt virtist leika
í lyndi, — að eins við hefðum ekki verið matarlausir!
En seinni part dagsins komu svertingjarnir með
sjaldgæfa ætirót (vondo), dálítið af hunangi og nokkrar
hvítar lyrfur og, það sem mest var í varið, dýr eitt
lítið, sem þeir kalla borrogo-, það var á stærð við kött.
Þetta var þá jólamaturinn okkar, og var ekkert að hon-
um að finna, ef liann hefði verið nógur meðal svo margra,
en því fór fjarri. Jeg hugsaði þá til hinna mörgu graut-
arpotta, sem nú stæðu yfir eldinum heima í Noregi.
Gott hefði verið, að hafa nú einn disk af hrísgrjóna-
graut!
Litlu síðar fór jeg heim að Herbertdal, en bjóst
þegar aptur til nýrrar ferðar, af því að jeg frjetti, að
þá veiddu svertingjarnir upp í fjöllunum ósköpín öll af
bungari. Á þeirri ferð mætti jeg tveim svertingjum,
sem menn mínir sögðu, að hefðu verið við bungariveið-