Þjóðólfur - 05.04.1890, Blaðsíða 2
62
Brjef frá Ameríku.
(Prá frjettaritara „Þjóðólf's").
Þingvallanýlendu, 7. fébr. 1890.
(Niðurl.). Hið mesta, sem hjer hefur verið
unnið í menntastefnu, er það, að austurhluti
nýlendunnar hefur komið upp skólahúsi,
og er nú komið hjer á lögbundið skóla-
hjerað. Járnbrautar^jelag það, sem á
brautina fram með nýlendunni, gaf 100
doll. til skólahúsbyggingarinnar. Margir
landnemar innan skólahjeraðsins lögðu
til vinnu o. fi. Alls mun húsið hafa
kostað 500 dollara. Kennsla fór fram í
6 mánuði. Kennari var íslensk stúlka,
Guðný Jónsdóttir; hún hefur lært á hjer-
lendum skóla. Kaupgjaldið var 30 doll-
arar um mánuðinn. Tillag stjórnarinnar
til skólans um kennslutímann nam rúm-
um 142 dollurum. Tillagsupphæð stjórn-
arinnar er bundin við, hve mörg próf kenn-
inn hefur tekið, og fleiri atvik. Það
sem vantaði á laun kennarans, skuld, sem
skólinn var í, ásamt öðrum kostnaði var
jafnað niður á landnema innan skóla-
hjeraðsins; voru það samt. rúmir 120 d.,
sem jafnað var niður á 30 landnema; var
þessu jafnað niður eptir eignahlutföllum
hvers einstaks og teknir 83/2 af hverju
þús. virðingarverðs. Sunnudagaskóli var
og allt af haldinn þangað til í des., að
kuldar urðu svo miklir, að menn treystu
ekki börnunum á skólann. Á sunnu-
dagaskólanum var veitt tilsögn í kveri,
bifliusögum og lestri og lesinn fyrir kafii
úr ritningunni. Kennendur hafa verið
2—3. I vesturhluta nýlendunnar hefur
og verið haldinn sunnudagaskóli. Fyrir
skömmu hjeldu vesturbyggjar fund með
sjer, til að ræða um að koma upp hjá
sjer skólahúsi; varð niðurstaðan sú, að á
því skyldi byrja á næstkomandi vori.
Hjer er bæði lestrarfjelag og kvenn-
fjelag, bæði stofnuð i fyrra. I lestrar-
fjelaginu eru 25 manns með 25 cents
árstillagi hver. Að vonum er bókaeign
fjelags þessa ekki mikil enn. í kvenn-
fjelaginu eru 20 konur, árstillag er 50
cents. Fjelag þetta hefur það sem af er,
starfað með miklu kappi og áhuga. I
vetur hjelt það tombólu og lögðu fje-
lagskonur til veitingar og voru þær seld-
ar. Aðra tombólu hjelt það í fyrra. Það
hefur útbýtt í vetur til fátækra rúmum
18 dollurum, og á þó í sjóði nú 45 doll.
Augnamið þess er einkum að hjálpa fá-
tækum konum. Þá skal jeg síðast drepa
á safnaðarfjelagsskapinn, ekki þó síðast
af því, að hann sje minnst verður, held-
ur af því, að því máli er enn eigi til
lykta ráðið, og verð jeg að geyma þang-
að til síðar, að skýra frá því.
Yítaverð eptirgjöf af bæjarfje. Síðan
bóksali Kr. Ó. Þorgrímsson var gjaldkeri
Reykjavíkurbæjar hafa eigi náðst hjá hon-
um af bæjarfje „ábyrgðir" að upphæð 233
kr. 94 a. og frá ýmsum sveitarfjel. 288 kr.
64 a., sem fyrirverandi bæjarfóg. hafði tekið
við og kveðst hafa afhent Kr. Ó. Þ., en
Kr. Ó. Þ. neitar að hafa tekið við þessari
síðarnefndu upphæð og neitaði því að borga
hana. — Eptir talsverða rekistefnu og
málaleitanir við Kr. Ó. Þ., bauðst hann
til að borga 200 kr. af áðurnefndum upp-
hæðum „með því skilyrði, að ölium skulda-
skiptum hans og bæjarsjóðs út af störfum
hans sem fyrverandi gjaldkera bæjarins
sje þar með lokið, og að veð það, sem
hann hefur sett bæjarsjóðnum til trygging-
ar, verði látið laust, þegar er hann hefur
greitt ofannefndar 200 kr.“. Þótt undar-
legt megi virðast, hefur bæjarstjórnin ný-
lega gengið að þessu, — geflð Kr. Ó. Þ.
eptir 322 kr. 58 a. — Móti þessu höfðu
greitt atkvæði að eins þrír, þeir Guðlaug-
ur Gruðmundsson, Gunnl. Pjetursson og
sjera Þórhallur Bjarnarson, en hinir allir
með og sumir þeir mælt sterklega með
því svo sem bæjarfóg., Björn Jónsson og
amtm. sem flutti þetta boð fyrir Kr. Ó. Þ.
Þessi aðferð er í mesta máta vítaverð.
Hjer var engin hætta á ferðum, að fje
þetta næðist ekki, eða minnstu erfiðleikar
að ná því. Ekki þurfti annað en ganga
að veði því, er Kr. Ó. Þ. setti, er hann
varð bæjargjaldkeri, að minnsta kosti að
því er snertir „ábyrgðirnar“ (233 kr. 94
a.), og ef ekki eru sannanir fyrir, að hann
hafi tekið við áðurnefndum 288 kr. 64 a.
frá sveitarfjelögunum, var auðvitað að-
gangurinn að fyrverandi bæjarfógeta, sem
væri ætlandi að vilja heldur snara út þess-
um peningum, — sem er lítilræði fyrir mann
með öðrum eins tekjum og hann hefur —
en láta bæinn, sem er skuldunum vaflnn,
tapa þeim. Bæjargjaldkerastörf Kr. Ó. Þ.
fórust heldur ekki svo vel úr hendi, að
hann væri nokkurrar vægðar og allra síst
viðurkenningar maklegur fyrir þau af fje
bæjarmanna.
Yerðlagsskrár nokkrar eru út komnar
í stjórnartíðindunum. Frá miðjum maí
þ. á. til sama tíma 1891, er meðalalin í
Strandasýslu 55 a., Barðastrandarsýslu 56
a., í ísafjarðarsýslu og kaupstað 58 a., í
Dalasýslu 53 a., í Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu 55 a., í Mýrasýslu 57 a., í V.-
Skaptafellssýslu 501/,, e., í A.-Skaptafells-
sýslu 45 aur., í Rangárvallasýslu 48 aur.,
Borgarfjarðarsýslu 57 a., Árnessýslu 53 a„
Kjósar- og Gullbringusýslu og Rvík 56 a.
Engin skölaliátíð verður nú á fæðing-
ardegi konungs 8. þ. m. í latínuskólan-
um, mest fyrir óliðlega framkomu stipts-
yíirvaldanna í því máli.
Þilskip frá Bíldudal, Thjálfi, skipstj.
Edílon Grímsson, kom hingað á mánu-
daginn var; hafði lagt út frá Bíldudal
fyrir 10 dögum og fiskað að eins 500,
mest af því austur undir Eyrarbakka.
Hafis. Með nýnefndu þilskipi frjett-
ist, að um miðjan f. m. hefði komið all-
mikill hafís inn á Isafjarðardjúp. Eptir
veðráttunni, sem nú er, er þó vonandi,
að hann sje farinn aptur, eða að eigi sje
mikill is fyrir landi.
Aflabrögð mjög rýr við Faxaflóa. enda
gæftaleysi mikið, svo að sjaldan gefur á
sjó.
Búnaðarskólinn í Ólafsdal. Eptir
skýrslu um skólann frá byrjun til síð-
astliðins árs (árin 1880—89), sem nýlega
er út komin, hafa þessi ár gengið á skól-
ann alls 51 lærisveinn. Af þeim hafa
útskrifast 40, þar af 8 siðastliðið vor;
auk þess hafa 2 tekið burtfararpróf að
eins í bóklegum námsgreinum. Yegna
veikinda fóru 5 frá skólanum próflaust
(1883), en 1 dó eptir að hann hafði dval-
ið á skólanum nærri árlangt.
Mannslát. 1. þ. m. andaðist hjer í
bænum eptir langa vanheilsu skólastjóri
H. E. Hélgesen, 58 ára að aldri. Hann
var kandídat í guðfræði, en prestvígðist
þó aldrei, heldur var forstöðum. við barna-
skólann í Reykjavík, og var búinn að
hafa þann starfa á hendi í rúm 27 ár.
Skólaröð í lærðaskðlanum 31. f. m. Tölurnar
i sviga aptan við nöfnin tákna ölmusustyrk í krón-
um. Heimasveinar eru auðkenndir með stjörnu (*).
Tala lærisveina er nú 86:
6. bekkur. 1. *Sæmundur Bjarnhjeðinsson (200),
2. Haraldur Nielsson (200), 3. Einar Pálsson (200),
4. Theodor Jensen (150), 5. Kristján Kristjánsson
(200), 6. Gunnar Hafstein (200), 7. *6feigur Yig-
fússon (200), 8. *Helgi Jðnsson (200), 9. Sigurður
Jðnsson (200), 10. Aage Sehierbeok, 11. Árni Thor-
sttáasteinsson, 12. Skúli Árnason, 13. Sigurður Páls-
son (100), 14. Vilhjálmur Briem (100), 15. Gísli
Jónsson (100), 16. Vilhelm Bernhöft, 17. *Filippus
Magnússon (150), 18. Helgi Sveinsson.
6. bekkur. 1. Helgi Pjetursson (175), 2. Sig-
urður Pjetursson (175), 3. *Valdimar Jacobsen (150.),
4. *Sveinn Guðmundsson (125), 5. *Magnús Einars-
son (175), 6. *Jes Gíslason (100), 7. *Pjetur Hjálms-
son (50), 8. Friðrik Hallgrimsson, 9. Jens Waage
(100), 10. *Magnús Þorsteinsson, 11. *Vigfús Þórð-
arson (125), 12. Karl Nikulásson (50), 13. Þ. Guð-
mundur Sveinhjörnsson, 14. *Björr. L. Blöndal, 15.
*Júlíus Þórðarson, 16. *Björn Björnsson.