Þjóðólfur - 05.04.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.04.1890, Blaðsíða 3
63 4. liekkur. 1. Magnús Sæbjarnarson (200), 2. *Sigfús B. Blöndal (200), 3. *Ásmundur Gislasori (175), 4. Þorsteinn Gíslason (175), 5. *Hjálmar Gíslason (100), 6. *Guðmundur Guðmundsson (75), 7. Pjetur Guðjohnsen, 8. *Helgi Hjálmarsson (75), 9. *Benedikt Gröndal (50), 10. *Ágúst Blöndal. 3. bekkur. 1. Knud Zimsen, nýsveinn, 2. Magnús Arnbjarnarson (125), 3. Jón Þorkelsson (150), 4. *Jón Hermannsson, 5. Sigurður Magnússon (175), 6. *Kristján Sigurðsson (175), 7. Ingólfur Jðnsson (75), 8. *Jðn Stefánsson (75), 9. Þórður Bjarnason (50), 10. Páll Hjaltalín Jónsson. 2. bekkur. 1- Ásmundur Eiríksson (175), 2. *Jó- hann Briem, nýsv. (100), 3. *Haraldur Þórarinsson (175), 4. Sigtryggur Guðlaugssob (175), 5. Halldór Steinsson (150), 6. Guðmundur Eggerz, nýsv. (25), 7. Georg Georgsson (175), 8. Axel Sohierbeek, 9. Magn- ús Jóhannsson (50), 10. Guðmundur Pjetursson, 11. Jón Benediktsson, 12. *Sigurður Jónsson (50), 13. Helgi Jónsson (25), 14. *Jón Blöndal (50). 1. bekkur. 1. *Páll Bjarnason (75), 2. *Karl Einarsson (75), 3. Þorbjörn Þórðarson, 4. Sigurður Eggerz (50), 5. Sveinn Hallgrímsson, 6. Jón Svein- björnsson, 7. Sigurður Pálsson, 8. Pjetur Þorsteins- «on, 9. Þórður Pálsson, 10. Sigurður Pjetursson, 11. Þorvaldur Magnússon, 12. Páll Sæmundsson, 13. Helgi Ingjaldsson, 14. Ólafur Eyjðlfsson, 15. *Þor- steinn Björnson, 16. *Páll Pálsson, 17. *Þórður Edí- lonsson, 18. Þorsteinn Skaptason. — í pessum bekk eru alKr nýsveinar, nema 5. og 11. Skipakomur. 28./3. Amelie (Kristensen) frá Mandal með timbur. — 30./3. Ragnheiður (Bönne- lykke) frá Kböfn með vörur til verslunar J. 0. V. Jónssonar sál. — 1. þ. m. fsland (Torp) frá Man- dal með timbur. Xorðurmúlasýslu, 28. febr. „Tiðarfar hefur verið ágætt, naumast nokkurn tíma jafnsnjólítið, því varla hefur nokkru sinni lagt snjó, nema um dagana 23.—25. nóv. f. á. Hagar voru góðir fram að jólum, þá fðr að skerpa að jörð í hálendum sveitum, t. d. Jökuldal, enda gerði svo mikla á- frera, að jarðlaust var að kalla ofan frá jöklum niður á raitt Hjerað, en allgóð jörð þar fyrir neðan. Eru uppbjeraðsmenn slíku óvanir. Umhleypingar með bleytu-hryðjum hjeldust til Þorra og var þá tekið fyrir alla jörð á Hjeraðinu nema bæjunum með fram Hjeraðssöndunum. Leituðu hreindýrin þá niður á Hjeraðið, og eigi er hægt að segja, að þau hafi ekkert verið áreitt. — Frá Þorrakomu voru hægviðri til 6. febr., að gekk í hláku. Voru upp- hjeraðsmenn svo langri jarðleysu lltt vanir. Siðan hafa haldist þíður og stillingar, þar til nú síðustu dagana, að föl gerði með litlu frosti. Ávallt hafa verið mjög svo lítil frost. — Gripahöld í besta lagi. Heilsufar almennt gott; engir nafnkenndir dáið. — Pöntunarfjelag Fljótsdalshjeraðshelduráfram. Eeikn- ingar frá kaupmönnum eru að koma; þeir hafa gefið 70—80 aura fyrir ullarpundið. Af búnaðar- skólanum á Eiðum fer nú gott orð. Nú eru á bon- um 6 piltar, er útskrifast í vor. Á skólann eru piltar nú ekki teknir nema annaðhvort ár. Síðast liðið vor var þar mikið unnið að jarðabótum eptir vinnukrapti. Sljettað í túni meira en öll hin árin“. Fjallkonan rengir það, sem sagt var í Þjóð- ólfi síðast, að auk Jóns Ólafssonar og 2 barna hans hafi farið „3 aðrir vesturfarar" með Lauru seinast. — Þetta er rangt hjá Fjallk. Þessir 3 voru þeir 2, sem hún nefnir, og 3. vesturfarinn var Þóra Þorvarðardóttir. Drukknun, 2. þ. m. drukknuðu 2 menn á leið úr Engey inn í Viðey (á Engeyjargranda). Annar þeirra, Gunnar að nafni, var vinnumaður M. Ste- phensens í Viðey, en hinn hjet Guðmundur og var frá Hvítanesi í Kjós. Greinarnar um svikin matvæli, sem nefndar voru í síðasta blaði, geta sakir rýmleysis eigi byrjað fyr en i næsta blaði. Hestur datt niður steindauður í fjörunni hjer í bænum á mánudaginn var. AUGLÝ SINGAR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í |hönd. Nýkomiö meö Lauru í verslun Eyþórs Felixsonar. Margs konar ullarnærfatnaður (normal). Ágætar saumavjelar. Mikið af stórum og smáum sjölum. Margar tegundir af osti. Spege-pilsu. Beykt og saltað flesk o. fl., o. fl. Öll kramvara selst með mjög vægu verði, ©g sje keypt til muna, fæst mikill afsláttur. 187 IIAPT ABVQQA tTÍhleípt’ apturhlaðin, vel n nÍTI in n I nnn vönduð, fæst fyrir hálfvirði. Kitsjóri vísar á seljanda. 188 Fundur í stúdentafjelaginu í kveld kl* 87«. 189 Tímarit um uppeldi og menntamái fæst fyrir 1 lcrónu árgangurinn hj á út- gefendunum og bóksölum landsins. 190 44 mig meðal þeirra, enda fór svo. Jeg leitaði fulltingis hjá lögregluliðinu, það kom og tók Jimmi, en liann slapp aptur úr greipum þess, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir mínar ljet lögregluliðið hann sleppa, án þess að liann fengi nokkurn tíma refsingu. IX. kapítuii. Harðgerð börn. — Jokkai vill læra að riða og skjðta. — Líf mitt 1 bættu. — Heimferðarliugur. — Skilnaður við Jokkai. — Hryggð og gleði. Þegar hjer var komið, var komið fram í mars 1883; þá stóð regntíminn yflr, og hjelt jeg því til í Herbert- dal, en þegar regnið fór að minnka, fór jeg ferðir um hjeraðið í kring. Einn dag hitti jeg svertingjakonu, sem jeg vissi, að hefði átt barn fyrir hálfum mánuði. Hún bar körfu á bakinu; jeg hugði, að barnið mundi vera í körfunni og bað hana að lofa mjer að sjá það. Húu tók þá körfuna af bakinu, tók í fæturnar á barn- inu og hjelt því þannig upp, að höfuðið hjekk niður. Barnið vaknaði, og fóru nú að sjást drættir í andlitinu, eins og það ætlaði að fara að gráta, en annars sýndist það ekki kunna illa við þessa meðferð, enda eru börn svertingja harðgjör mjög, og hvítir menn liafa þannig optar en einu sinni sjeð harn liggja allsnakið á berki °g jörðin alhjeluð í kring, án þess að barninu yrði ®eint við. 41 sem dansinn átti fram að fara; þar var þá allt í upp- námi; allir töluðu, hver framan í annan; jeg heyrði að eins einstaka orð, svo sem kola (reiði), nejli (ung stúlka), Kelanmi Mamigo (Mami skal fá Kelanmi) o. s. frv. Einn af mínum mönnum sagði þá við mig: „Svertingj- arnir vilja gefa þjer nejli (unga stúlku); þeir eru hræddir við bissuungann“. „G-ott, og vel“, sagði jeg, „komið með hana heim að kofa mínum“. Þeir höfðu orðið hræddir við skotið og haldið, að jeg væri reiður; þess vegna vildu þeir blíðka mig með því að gefa mjer Kelanmi, sem var ung og þeir töldu fallegustu stúlkuna í flokknum. Þegar þeir heyrðu, að jeg vildi þiggja hana urðu þeir rólegir. Jeg heyrði, að hún hefði átt að verða kona eins af svertingjunum, sem hjet Kal-Dubbaroh. Þeir komu með Kalanmi til mín, en hún var mjög feimin; jeg bauð henni kjöt og brauð og tóbak, en hún neytti þess ekki, heldur geymdi það, líklega handa gamla elskhuga sínum. Jeg sagði henni svo, að hún mætti fara. Þá urðu svertingjarnir hissa, hjeldu að jeg væri óánægður með liana og huðu mjer aðra. En jeg gat loks látið þá skilja, að jeg væri ekki reiður. Á heimleiðinni bað Jokkai mig að skjóta Kal- Dubbaroh og sagði: „Kal-Dubbaroh ekki góður maður“. Jeg skildi ekki almennilega, hví hann hað mig þess, en seinna fjekk jeg að vita, að Jokkai vildi sjálfur fá Kel-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.