Þjóðólfur - 11.04.1890, Síða 1
Kemur út & föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. apríl 1890. Nr. 17.
Þjóöerniö og skólinn.
I 18. tbl. blaðs þessa var í útl. frjett-
lauslega minnst á tilskipun frá Þýska-
landskeisara viðvíkjandi kennslutilhögun
á foringjaeíha (,,kadetta“) skólunum. Af
því, að tilskipun þessi tekur svo gagnort
fram nokkur helstu áhugaatriði vorra tima
í skólamálum, þá eru hjer þýddar aðal-
greinir hennar:
Stefnumið alls uppeldis og þá ekki
síst hins hemaðarlega, er að laga lynd-
iseinkunn mannsins fyrir jafnlega sam-
verkun líkamlegrar, vísindalegrar og trú-
arlegrar-siðferðislegrar æfingar og ögun-
ar. En eptir því, sem jeg þykist hafa
tekið eptir, þá eru í námsgreinaskipan
foringjaskólanna gjörðar of frekar kröfur
til mikils þorra af námssveinum þessum.
Það verður að gjöra kennsluverkið ó-
brotnara, fella burtu margt sjerstaklegt,
sem má missa sig, og einkum sálda burt
vandlega hismið úr því, sem lærisveinn-
inn á að muna, svo að enda þeir, sem
miður eru gáfaðir, geti með hæfilegri á-
stundun fylgst með og lokið náminu á
fyrirsettum tíma. Það, sem kennslan við
þetta kann að tapa í breiddinni, það mun
hún aptur vinna í dýptinni. Út frá
þessu sjónarmiði skulu allir kennarar hjer
eptir haga kennsluaðferð sinni í öllum
námsgreinum og á öllum námsstigum.
Um leið og kennslan er gjörð óbrotn-
ari, skal leitast við að auka gagnsemi
hennar á þann veg, að lærisveinarnir fái
61gi að eins þá þekkingu og kunnáttu,
sem þeir með þurfa til sinnar hernaðar-
legu köllunar, heldur verði þeir jafnframt
þannig andlega útbúnir, að þeir geti á
sínum tíma verkað út frá sjer í hernum
sem siðferðislega og fræðslulega uppbyggi-
legir menn, og slíkt hið sama, ef þeir
ganga yfir i aðra lífsstöðu, en hina hern-
aðarlegu, að þeir þá einnig þar reynist
fullnýtir.
í trúbragðakennslu skal einkum taka
frarn siðfræðisleguhliðina og leggja aðal-
áhersluna á það, að námssveinunum inn-
rætist guðsótti með hugglöðu trúartrausti,
vandlæti við sjálfa sig, en umburðarlyndi
við aðra og að þeir styrkist í þeirri sann-
færingu, að drottinshollusta, föðurlands-
elska og allra skyldna uppfylling er
byggð á guðlegum boðorðum.
Sagnafræðiskennslan verður eptirleiðis
betur en hingað til að undirbúa læri-
sveininn til þess að fá skilning á tíman-
anum, sem er, og sjerstaklega á stöðu
föðurlands vors í honum. Þess vegna
skal leggja meiri alúð á að kenna Þýska-
landssögu, einkum á nýrri og nýjustu tím-
um, en fornaldar- og miðaldarsögu skal
einkum kenna til þess, að ágætismanna
dæmi frá þeim tímabilum örvi huga læri-
sveinsins til hetjuskapar, veki tilfinning
hans fyrir sögulegum mikilleika og veiti
honum jafnframt ljósa skoðun á fyrstu
rótum og framhaldandi vexti þjóðmenn-
ingar vorrar.
Landafræðin skal á lægsta stigi ganga
út frá átthagalandinu og á hún fyrst og
fremst að vera sagnfræðiskennslunni til
fyllingar og stuðnings. Út fyrir það er
markmið landfræðiskennslunnar, að nem-
endur læri sem vandlegast að þekkja sitt
eigið föðurland og sjerkennileika þess, en
fái einnig góðan skilning á öðrum lönd-
um og læri að meta þau rjett.
Miðpunktur alls fræðsluverksins skal
þýskan vera og það, sem þýskt er: Stund
skal á það lögð í kennslu hverrarnáms-
greinar, að gera lærisveininn vel orðfær-
an í móðurmáli sínu. I þýsku-kennslu-
stundunum sjálfum og eins í bókmennta-
fræðslu skal í vali lestrarkafla og rit-
gerðarefna jafnhliða hinni klassisku (grísk-
rómversku) fornöld, hennar söguogmenn-
ingu, jafnframt hafa sjerstaklega hliðsjón
af hinum germönsku þjóðsögnum, rit-
verkum föðurlands vors og hverju efni
sem þar til heyrir, en einnig skal veita
nemendunum þekking á andlega lífinu
hjá hinum helstu menningarþjóðum með
því, að koma þeim í kynni við einstök
meistaraverk í þeirra bókmenntum. Að
því er nám útlendra tungumála snertir,
skal frá því fyrsta hafa verklega notkun
þeirra fyrir augum.
Þessi almennu atriði, sem hjer eru
tekin fram, eru góð bending til þess, að
vjer einnig í skólaverki voru lærum að
greina hið verulega frá hinu óverulega,
og að vjer í annan stað leggjum meiri
áherslu á hið þjóðlega en hingað til hefur
verið gert. Það gera nú á dögum allar
þjóðir stórar sem smáar, og því skyldum
vjer Islendingar ekki geta verið þekktir
fyrir að halda fram þjóðerni voru, og
sýna því rækt, þegar enda margir útlend-
ingar hafa það í heiðri? Munum vjer
auka virðingu vora með því, að óvirða
oss sjálfir? Eða vita menn ekki, að þeg-
ar rækt við fóðurland, þjóðerni og móð-
urmál er farið, þá er allt farið, og skyldu
hinar voldugustu þjóðir þurfa að tryggja
þessa rækt, hve miklu fremur munu þá
hinar veikustu þurfa þess! Því fer svo
fjarri, að fyrgreindar hugmyndir sjeu
horfnar úr andrúmslopti aldarinnar, að
þær hafa einmitt aldrei verið ríkari en
nú. En hvað skóla vora snertir, þá mun
mikið á vanta, að íslensku þjóðerni sje
sá sómi sýndur, sem vera ætti. Ekki er
t. d. saga Islands kennd i helstu mennta-
stofnun vorri, lærðaskólanum; ekki er
svo mikið, sem íslensk lestrarbók sje til
með sýnishornum frá eldri og nýrri tím-
um; flestar, ef ekki allar, námsgreinir
eru lærðar á danskar kennslubækur, og
enda söngkennslan er mannsaldur eptir
mannsaldur svo aldönsk, að aldrei má ís-
lenskt orð syngja. Ekki mun heldur
trútt um, að ekki sje til þeir kennarar
hjer á landi, sem prjedika lærisveinum
sínum óþjóðerni og jafhaðarlega hafa
pólitíska framför þess í spotti. Þetta er
í raun rjettri afleiðing þess, að vjer í
verulegum skilningi alls ekkert skipulegt
skólafyrirkomulag höfum og enga skóla-
málastjórn, sem hvorttveggja ætti að vera
á þjóðlegum grundvelli byggt. Þetta
ætti með öðru að vera enn ýtarlegri hvöt
til að framfylgja stjórnarbótamáli voru,
því að ekki er við að búast, að þessu og
öðru eins verði kippt í liðinn, fyr en það
er komið í kring og skólastjórnin orðin
sjálfstæður liður í innanlandsstjórn vorri.
x.
Svikin matvæli.
Þýtt úr ritgjörð eptir Edvard Ehlers lækni.
Mjólkin
er vor mikilsverðasta fæðutegund; íhenni
eru öll efni, sem eru nauðsynleg líkam-
anum til næringar. Maðurinn getur lif-
að af mjólk eingöngu, og handa bömum