Þjóðólfur - 11.04.1890, Side 2
66
er mjólk hið eina, sem hægt er að veita
sjer og komið getur í staðinn fyrir móð-
urmjólkina. Það er ætlun manna, að 2/g
allra ungbarna sjeu ekki höfð á brjósti
og verði því að lifa á annari mjólk en
móðurmjólkinni. Svik á mjólkinni hafa
því hinar yfirgripsmestu afleiðingar.
Eiginlega er það að eins ösnumjólk og
að nokkru leyti geitarmjólk, sem getur
nokkurn veginn komið í staðinn fyrir
brjóstamjólkina, en það er optast lítt
mögulegt, að útvega sjer ösnu- eða geitar-
mjólk, svo að það verður mestmegnis
kúamjólk, sem hlýtur að koma í staðinn
fyrir brjóstamjólkina.
í kúamjólk er hjer um bil jafnt af
fitu, ostefni og mjólkursykri (4 aflOOaf
hverju fyrir sig); í brjóstamjólk er apt-
ur á móti meira af mjólkursykri (6 af
100), en dálítið minna af ostefni. Það
verður því að láta nokkuð af sykri í
kúamjólk og þynna hana dálítið með
vatni, til þess að hún geti komið í stað-
inn fyrir brjóstamjólk.
Bæði í Danmörku og í öðrum löndum
deyja ungbörn svo þúsundum skiptir,
af því að mjólkin, sem þeim er gefin, er
svikin. Það er þó ekki svo að skilja, að
mjólkin sje venjulega eiturblönduð, held-
ur er hún þynnt eða rýrt næringargildi
hennar, annaðhvort á þann hátt, að hún
er vatnsblönduð eða rjómanum náð úr
henni; undanrenningin er þá seld sem
nýmjólk; að vatnsblanda mjólkina er
mjög algengt, en það er nokkurn veginn
hægt að komast eptir því. Stundum má
það með því, að gó að eðlisþyngd mjólk-
urinnar (þyugd hennar í hlutfalli við
vatn) með þar til gjörðu verkfæri (Flyde-
vœgt), því að eðlisþyngd mjólkurinnar er
þessi:
Góð nýmjólk..............Ímzs-Ijoss-
Mjólk, sem helmingur rjóm-
ans hefur verið tekinn úr 1,034—1,036.
Undanrenning .... l,og7—1,040-
Undanrenning er þannig þyngri í hlut-
falli við vatn en nýmjólk. En sje 1
pela af vatni blandað saman við 3 pela
af undanrenningu, sem er að eðlisþyngd
1,088) kemur út eðlisþyngd þessarar blönd-
uðu mjólkur 1,030, svo að það lítur svo
út, sem þetta sje ósvikin nýmjólk, og
því ekki einhlýtt, að gá að eðlisþyngd
mjólkurinnar.
Aptur á móti getur gagnsæi mjólkur-
innar gefið góðar bendingar, eins og síð-
ar skal sýnt. Þó hefur mjólkursvikur-
unum tekist að sjá við því, með því að
blanda saman við mjólkina ýmsura efn-
um, svo sem stífelsi, krít, gibsi, tvíkola-
súru natroni o. s. frv., en við það eykst
eðlisþyngd mjólkurinnar og hún verður
minna gagnsæ en ella, og þá þarf ná-
kvæmari rannsóknir, til að finna svikin.
Stundum er tvíkolasúru natroni blandað
saman við súra mjólk, og fær hún þá
nokkurn veginn upphaflegt bragð sitt, en
slík mjólk er ekki holl fyrir heilsuna.
(ffleira næst).
Úr brjefi úr Strandasýslu, 31. mars. „Tíðar-
far má heita hið besta. Veturinn hefur verið mild-
ur, en veðrátta lengstum óstöðug. Úrkomur miklar
og veðrasamt. Hagar voru alls staðar til nýjárs.
Þaðan og fram undir miðgóu víðast haglaust. Þá
komu upp snapir og er nú víðast orðin beitarjörð
með sjó fram. Um miðjan yfirstandandi mánuð
gjörði snarpt norðanhret, hið eina, sem komið bef-
ur á vetrinum, með þó nokkru frosti. Þá sáust
deili til hafiss norður með ströndum, en mjög ó-
veruleg, og virðist tíðarfarið benda til þess, að ís
sje ekki til muna úti fyrir. — Skepnuhöld alls stað-
ar hin bestu, enda voru heyin frá sumrinu sem
leið, bæði mikil og góð. Búnaðaríjelag okkar ljet
gjöra skoðun um miðjan vetur á heyjum og fjen-
aði og var útlitið hið besta. Hey nóg og til mik-
illa leifa, ef ekki verður því harðara vor. Pjenað-
ur allur í bestu þrifum. Það mun t. d. á allmörg-
um bæjnm liittast svo fóðraðir gemlingar, að þeir
vegi að meðaltali 70—80 pd., og lambhrútar fund-
ust sumstaðar, er voru talsvert yfir 100 pd. Fjelag
þetta hefur komið á metnaði í því, að fara vel með
fjenaðinn, og má vænta af því mikilla góðra afleið-
inga. — Fiskiaflinn varð i haust alls enginn hjer
við innanverðan flóann, en allgóður norður með
Ströndunum, einkum kringum Eeykjarfjörð. Há-
karlsafli hefur verið litill i vetur, enda ógæftir mikl-
ar norður frá, svo sjaldan hefur orðið reynt svo
teljandi sje. Um Góulokin var róið af Gjögri, en
ekki fjekkst næði að sitja, þar norðangarður rann
á. En mælt er, að skorið hafi verið niður það lítið
sem fjekkst, og er því óvísara um aflann, er næst
gefur að róa. — Vörubirgðir eru nægar á Borðeyri,
og siglingar von snemma. Verslun er þar fremur
erfið bændum og óhagfelld, og er það ekki síst, að
kenna samgönguleysinu við innanlandshafnir, sem
kemur hart niður á kaupmönnunum, einsogöðrum.
— Þrir hreppar, hinir næstu fyrir sunnan Stein-
grímsfjörð, versla talsvert í Dalafjelaginu, og hefur
þeim líkað það vel. Mun sú verslun heldur aukast
en minnka. Við Hrútafjörð eru enn engin samtök
til verslunar, enda lægi þar best við samlög við
Húnvetninga. Menn hafa reynt vörupantanir hjá
Coghill, en hættir eru menn við þær aptur, og verð-
ur þeirra að líkindum ekki freistað optar. En hjer,
eins og annars staðar, hlýtur að reka að því, að
einhver samtök verði gjörð, og það máske þegar á
næsta sumri. Margir góðir menn eru farnir að
hugsa til að leita fyrir sjer um einhver heppxleg
úrræði, og máske gefst færi á, að skýra nákvæm-
ar frá því næst, hvað gengur. Hugvekjur blað-
anna um kaupfjelög vinna sitt að því, að vekja
menn. — Heilbrigði hefur verið almenn og engir
nafnkunnir hafa dáið. — Útlitið til framtíðarinnar
er því að öllu samtöldu bærilegt, og miklu betra,
en nokkur fyrirfarandi ár. Það er ekki við því
að búast, að búskapurinn takí fraraförura í stórum
stigum, þótt eitt ár komi gott eptir h^rðindabálk
þann, sem á undan er genginn; en haldist bæri-
legt árferði um nokkuð lengri tíma, og umfram allt,
ef afli færi aptur að gefast af sjó, eða ef eitthvað
rýmkvaði um verslun og samgöngur, virðist sem
full ástœða sje til að vonast eptir, að alllifvænlegt
verði, einnig í þessum harðindasveitum. Það er
furða, hvernig menn hafa getað af borið allt í einu
harðindi, fiskileysi, samgönguleysi og erfiða verslun,
án þess, að missa auk efnanna allan kjark og dug“.
Strandferðaskipið Tliyra, skipst. Hov-
gaard, kom hingað seint í gærkveldi; hafði
komist á allar hafnir, sem til stóð, og
auk þess skotið nokkrum Færeyingum á
land á Patreksfirði; varð hvergi vart við
hafís, nema fáeina jaka á ísafjarðardjúpi.
Með því komu hingað margir farþegjar, þar
á meðal sjera Kristinn Daníelsson og kona
hans og Páll Pálsson (Vatnajökulsfari).
Póstskipið Laura var ekki komið til
Færeyja, er Thyra fór þar um.
Htleudar frjettir. Þau stórtíðindi bár-
ust nú hingað, að Bismarck baðst lausn-
ar frá öllum embættum sínum 18. f. m.,
og veitti Þýskalandskeisari honum það 20.
s. m. Keisara hafði þótt hann of ráðrík-
ur, en Bismarck ekki getað þolað, að tekið
væri fram fyrir hendurnar á honum og
kaus því að víkja. í stað Bismarcks er
kominn herforingi Oeorg Leo von Caprivi,
59 ára gamall, hyggindamaður mikill. —
Sonur Bismarcks, Herbert Bismarek, segir
líka af sjer.
— Verkmálafundurinn, sem nefndur er
í síðustu útlendu frjettum, hófst í Berlín
15. f. m.; komu þar 60 fulltrúar frá ýms-
um löndum í Evrópu. Á fundinum höfðu
þegar verið gjörðar ýmsar samþykktir.
— Tisza, sem verið hefur með dugnaði
forstöðumaður ráðaneytisins í Ungverja-
landi í 15 ár, iagði niður völdin í miðj-
um f. m.
— Ráðherraskipti orðin á Frakklandi,
og Freycinet orðinn forstöðumaður ráða-
neytisins í 4. sinni.
— Gladstone hefur fengið tvo nýja þing-
menn úr sínum flokki inn á þingið.
— Fljótið Missisippi í Bandafylkjunum
flæðir yfir bakka sína og hefur gert mik-
ið tjón.
— Danskt gufuskip sökk á leið frá Borg-
undarhólmi til Khafnar, 24 menn fórust.
— Þetta eru helstu frjettirnar frá útl.
Nákvæmari frjettir koma í aukablaði á
mánudaginn.
Brauð veitt: Heydalir 2. þ. m. sjera
Þorsteini Þórarinssyni í Berufirði eptir
kosningu safnaðarins.
/