Þjóðólfur - 11.04.1890, Side 3

Þjóðólfur - 11.04.1890, Side 3
67 Um Grlaumbæ hat'a sótt 8 prestar; af þeim hefur landsh. valið úr þessa þrjá, sem verða í kjöri: uppgjafaprest sjera Jakob Benediktsson á Yíðimýri, sjera Tómas Björnsson á Barði og sjera Krist- ján Eldjárn Þórarinsson á Tjörn Hinir B, sem sóttu, eru sjera Hálfdán Giuðjón- son í Gfoðdölum, sjera Hallgrímur Thor- lacius á Ríp, sjera Pálmi Þóroddsson í Bellij sjera Pjetur Jónsson á Hálsi og sjera Þorleifur Jónsson á Skinnastað. lin Mosf'ell haí'asótt: sjera Brynjólf- ur Grunnarsson, prestaskólakand. Hannes Þorsteinsson og sjera Ólafur Stephensen í Hvammi í Mýrdal, og verða þeir allir í kjöri; auk þeirra sóttu sjera Páll Páls- son í Þingmúla og prestaskólakandídat- arnir Magnús Blöndal Jónsson og Ólafur Helgason. Lausu frá prestsembætti veitti lands- höfðingi 1. þ. m. sjera Eggert Ó. Brím á Höskuldsstöðum. Hafíshroði hafði komið inn með Strönd- nm á Húnaflóa í f. m.; ísinn afísafjarð- ardjúpi farinn aptur. Hvergi annars stað- ar nefndur hafís. Hval rak í f. m. undir Jökli, milli 80 og 40 álnir að lengd. G ufuskipið Vaagen kom frá Noregi í febr. til austfjarða og til Akureyrar 1. f. m. með kartöflur og aðra matvöru til lausakaupa, „en allt var dýrt hjá því og var lítið keypt“, er skrifað úr Eyjafirði. Tíðarfar hefur verið alstaðar á land- inu likt og hjer, allrosasamt í f. m. og allhart kast um miðjan f. m. (miðgóu), og var þá allt að 20 st. frost sumstaðar fyrir norðan. En síðan gerði aptur góða tíð eins og hjer hefur verið yfirhöfuð, þótt gæftalítið hafi verið til sjósókna.— Hagar nógir alstaðar. Heyfyrningar verða með mesta móti norðanlands i vor, ef þessi tíð helst. Skepnuhöld eru góð um allt land, þar sem til hefur spurst. Aflabrögð. Enginn afii við Eyjafjörð seint í f. m., góður afii við Isafjarðar- djúp og reitingsafli undir Jökli. Af Eyrarbakka er oss skrifað 5. þ. m.: „29. f. m. var róið hjer í eystri veiðistöðunum og afiaðist þá á Loptsstöðum frá 80—130 í hlut, V4 til helmingur þorskur; á Stokkseyri og Byrar- bakka frá 20—100 i hlut, Vs—Vt þorskur, róið 3 og 4 sinnum. Sunnudaginn 30. f. m. róið almennt hjer tvisvar og þrisvar, afli frá 30—70 i hlut; sömu- leiðis reru þá nokkur skip á Stokkseyri og öfluðu vel. Siðan hefur aldrei gefið á sjó“. Suður í Garðssjó er nú góður afli, en á innmiðum því nær aflalaust eptir því sem reynst hefur i fyrradag og í gær. Háinn 5. þ. m. hjer í bænum Simon Bjarnason fyrrum bóndi í Laugardælum. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd. (slenski Good“Templar 12 nr. á ári; verð 75 au. — Nýir kaupendur fá 1.—4. árg. fyrir 2 kr. — Ritstjöri Guðl. Guð- mundsson, cand. jur. Blaðið flytur ritgerðir og frjettir um bindindis- málið. — Allir bindindisvinir eru beðnir að styðja blaðið með þvi að gjörast áskrifendur. 200 FýMiiirss^ ið“, sem þetta ár verður 12 bl. og kostar að eins 1 krónu. geta fengið það hjá herra bóksala Sigurði Kristjánssyni í Reykjavík, sömuleiðis mega útsölumenn blaðsins greiða andvirði þess til hans, ef þeim þykir það hægra, en til útgefand- ans Frb. Steinssonar á AJcureyri. 201 Skósmíðaverkstæði Og leðurverslun . Björns Kristjánssonar 202 er i VESTURGÖTU nr. 4. QlrnlQTlÍltllP sem eT vanur barnakennslu, IjJaUÍ(1 jJll LlLI j býðst til að taka að sjer börn til kennslu í Reykjavík á næstkomandi sumri, ef nógu mörg hörn fást. Ritstjóri Þjóðólfs gefur nákvæm- ari upplýsingar. 203 48 veiki hans einkum á geðsmununum og stóð yfir 1 ár, en síðan hefur hann ekkert fundið til hennar. Þetta ár fannst Kristni lífið mjög þungbært í vökunni, en þar á móti mjög Ijúft í svefni. Rjett eptir að hann kom til heilsu aptur, dreymdi Kristinn, að maður kæmi til hans, sem hann eigi þekkti, og sagði honum, að hann skyldi prjedika framvegis, og sagði draummaðurinn honum ým- islegt fleira þessu viðvíkjandi og bannaði honum strang- lega, að segj.a frá því. Þetta hefur Kristinn trúlega ent, enda kvað draummaður, að honurn mundi eigi ann- að hlíta. ()ríáum nóttum eptir þetta byrjaði Kristinn að prje- ! a Upp ur svefni og þeim sið hefur hann lialdið síðan. ^ja t an prjedikar hann nótt eptir nótt, en optast prje- i ar íann þar sem hann er ókunnugur, einkum ef liann er Þreytt;ur’ og sjerstaklega hafi hann bragðað vín. Krist- inn Pr3edlkar (afut 4 degi 8em nóttu, úti sem inni. Þeg- ar hann er heima og við sín vanalegu störf, prjedikar hann sjaldan optar en einu sinni í mánuði. og stundum liður lengra á milli. Optast finnur hann það á sjer, rjett áður en hann sofnar, hvort hann muni prjedika eða eigi, en þó er honum það eigi sjálfrátt að prjedika. Þegar Kristinn prjedikar, sefur hann mjög fast, og ef hann er vakinn, þykir honum miður, því hann hefur ánægju af því, og telur það sínar sælustu stundir, enda 45 Eptir þetta hjelt j.eg enn áfram ferðum mínum með svertingjunum og jafnan var Jokkai minn tryggasti föru- nautur. Hann var stöðugt að biðja mig að kenna sjer að ríða og skjóta. Jeg leyfði honum því einu sinni að að fara á bak áburðarhesti mínum; ekki datt honum í hug, að gjöra það eins og hann hafði sjeð mig gjöra það, heldur ætlaði hann að kliíra á bak hestinum, eins og hann var vanur að klifra upp í trjen, tók því fyrst utan um annan framfótinn á hestinum og ætlaði að klifra upp eptir honum; hestinum leist ekki á þessa að- ferð, tók því viðbragð mikið og kastaði Jokkai óþyrmi- lega frá sjer; síðan bað hann mig aldrei um að lofa sjer að ríða framar. Litlu heppnari var hann að skjóta; hann kom að vísu skotinu úr bissunni, en hitti aldrei neitt. Síðan Jirnmi hafði drepið hvíta manninn ogjeg gat ekki komið fram neinni refsingu gegn honum fyrir morðið, missti jeg meir og meir álit mitt meðal svertingjanna og upp frá því hötuðu þeir mig, svo að mjer var mikil hætta búin að vera með þeim. Þrisvar sinnum lá við sjálft, að þeir mundu myrða mig, og skal jeg hjer segja frá einu banatilræði þeirra. Jeg fór einu sinni að baða mig og hafði verið svo ógætinn að skilja eptir skammbissu mína íkofa mínum. Meðan jeg var í baðinu, hjeldu svertingjarnir ráðstefnu

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.