Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Útlendar frjettir. Khöfn, 22. mars 1890. Bismarck xír sögunni. Yilhjálmur keisari sat á ráðstefnu og var að ræða verkmanuamál i marga daga. Ymsir verkmenn v°ru kallaðir á ráðstefnuna og var einn þeirra sósíalisti og sagði það við keisara sjálfan, en var samt i boði kij á honum. meQ hinum. Keisari var í boði hja þingmönnum Brandenburgfylk- is og hjelt þar víglega ræðu; hann rjeð mönnum til að ferðast sem mest, eins og h.ann sjálfur, og kvað öllum velkomið að styðja sig, en þá, sem veittu sjer xnótspyrnu, myndi hann brjóta á bak aptur. Kosningum til rikisþings var lokið snemma í mars. Þingmenn urðu: 71 apturhaldsmenn (Oonservativen), 21 al- rikismenn (Keichspartei), 108 miðflokks- menn (centrum), 41 nationalliberalir (áð- 98!), 67 framfaramenn (Fortschrittler), 86 sósíalistar (áður 11!), 11 Welfasinnar, 16 Pólverjar, 10 Elsass-sinnar, 10 lýðveldis- menn, 4 Gyðingah atarar (Antisemitar), 1 danskur, 1 flokklaus maður, alls 897. Apturhaldsmenn og kaþólskir (miðflokk- urinn), ásamt alríkismönnum, eru 200 og ráða þannig á þiugi til 1895, ef þeim kemur vel saman. Bismarck og Windthorst, foringi stærsta flokksins, fóru nú að draga sig saman. Um sama leyti hófst fundurinn í Berlin, 15. mars, um verkmannamál og komu á hann 60 fulltrúar frá ríkjum í Evrópu; 3 komu frá Danmörk. Yerslunarráðgjafi Berlepsch setti fundinn og Bismarck kom þar ekki nærri. Þvi næst gusu upp kvittir um, að keisara og Bismarck bæri svo margt a milli, að þeir gætu ekki unnið saman. Keisari hafði látið á sjer finna, að honum þætti Bismarck of ráð- rikur. Hinn 18. mars sendi Bismarck honum brjef og beiddist lausnar frá öll- um embættum sínum. Þýskir stjórnend- Ur reyndu að miðla málum, en það kom fyrir ekki. Hinn 20. mars sendi keisari menn með tvö brjef til Bismarcks. í öðru veitir hann honum lausn; kveðst vona, að hann megi samt framvegis leita raða hjá honum, en hann geti ekki laun- Reykjavík, mánudaginn 14. apríl 1890. að honum eptir verðleikum. Hann gerir hann að hertoga yfir Lauenborg, og gef- ur honum mynd af sjer í fullri líkams- stærð. I hinu brjefinu þakkar hann Bis- marck fyrir það, sem hann hefur unnið fyrir herinn og gefur honum nafnbótina „Feld-marschal“. Sama dag skipaði keis- arinn herforingjann Georg Leo von Ca- privi (de Caprera de Montecuculi) í em- bætti Bismarcks. Hann er 59 ára, sýndi herkunnáttu í franska stríðinu, og var sjómálaráðgjafi 1883—1888. Hann er talinn hyggindamaður og líkist Bismarck að vexti, höfuðlagi og álitum. Þannig er hinn gamli seggur lagður að velli. Hann hefur verið forstöðumað- ur ráðaneytis á Prússlandi siðan um haust- ið 1862 og hann hefur ráðið lögum og lofum i Evrópu 1870—90. Eptirmæli hans er ekki allgott í öllum þýskum blöðum og þykir þeim hann hafa komið opt illa fram i innanríkismálum. Tisza hefur verið 15 ár forstöðumað- ur ráðaneytis á Ungverjalandi og sýnt af sjer mikinn dugnað og röggsemi. Allir hjeldu, að hann sæti eins óbifanlegur í söðli og Bismarck, þangað til hann sagði af sjer í miðjum mars. Mótstöðumenn hans á þingi voru að erta og áreita hann, þangað til hann gafst upp. Szapary hef- ur tekið við i hans stað. Þetta er ann- ar stólpinn. sem hrynur undan þrenn- ingarsambandinu. Freycinet er nú ífjórðasinni kominn til valda á Frakklandi. Constans, sá er kom Boulanger á knje, gekk úr ráða- neytinu vegna sundurlyndis við Tirard. Nokkru seinnavar öllu ráðaneytinu steypt af ráðherradeildinni út af verslunarsamn- ingum við Tyrki. Constans er í hinu nýja ráðaneyti, sem Freycinet skipaði. Gfladstone hefur unnið sigur í tveim aukakosningum til þings og var önnur í Lundúnum. A þingi hefur verið þref- að mikið um Parnellsmálið. Randolph Churchill snerist í lið með Gladstone og hjelt þrumandi ræðu móti stjórninni. En í atkvæðagreiðslum hefur stjórnin enn meiri hlutann með sjer. Labouchére bar þær sakir á Salisbury lávarð, að hann hefði hjálpað mönnum til að komast und- an laganna hendi, er hefðu gert sig seka Nr. 18. i siðferðisbrotum, og var bannað að koma á fundi um stundarsakir, af því hann vildi ekki taka neitt aptur, sem hann hafði sagt. Salisbury er farinn að riða í söðli. Ýmislegt. Yerkmenn í kolanámum hafa hætt vinnu á Englandi og voru þeir 2—300,000, svo við mestu vandræðum var búið. Húsbændur ljetu undan, hækk- uðu launin um 5°/0 strax og lofa að hækka þau um 5#/0 enn seinna. — Sýningin í Chicago á að byrja 1. mai 1892 og á að standa á svæði, sem er tvöfalt á stærð við svæði Parísarsýn- ingarinnar 1889; turninn á henni á að vera nokkur hundruð fetum hærri en Eififelturninn. — Manntal er tekið í Bandaríkjunum 1. desember, og er talið, að íbúar verði 65 miljónir. — Missisippi flóir yfir bakka sína og gerir mikinn skaða á mörgum bæjum, sem við hana standa. — Danskt gufuskip „ Jarl“ sökk á leið frá Borgundarhólmi til Hafnar, og veit enginn með hverjum hætti, 24 voru á því og drukknuðu. — Sverdrup hefur nú fengið 6000 kr. í eptirlaun; átti hann að fá 10,000 kr., en hitt varð úr með 58 móti 56 atkv. 23. mars. — Sonur Bismarcks, Herbert Bismarck, segir lika af sjer, og í gær stóð grein í „Nordd. Allgm. Zeit.“, sem sýnir, að Bismarck hefur farið í fússi og reiði. Karlinn fór í gær heim á búgarð sinn. Hann kvað neita hertoganafnbótinni. — Prinsinn af Wales er í Berlín og mikið um dýrðir. Yerkmálafundurinn hefur gert margar samþykktir og búist við, að honum verði lokið í þessum mán. — Yið háskólann í Pjetursborg hafa 500 stúdentar verið teknir fastir vegna þess, að þeir vildu hafa frjálslegri stjórn yfir honum. — Frakkar eru komnir í ófrið við Da- homey norðvestan til í Afriku. — Bismarck kvað ekki vilja beraaðr- ar „orður“ en þær, sem hann hefur feng- ið af afa keisarans.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.