Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 2
70 Svar til „Fjelag's eins í ísafjarðarsýslu“. Þeir Sigurður Stefánsson, Gunnar Hall- dórsson og Skúli Thoroddsen hafa sent áskorun, sem birt hefur verið í Fjall- konunni 9. þ. mán. og væntanlega verð- ur birt í Þjóðólfi, til alþingismanna Jóns Ólafssonar, Þorleifs Jónssonar og mín um að eiga fund með þeim á Isa- firði i sumar, til að ræða um stjórnar- málið og koma því í heppilegra og þjóð- legra horf en nú er. Það hefur hingað til ekki þótt kur- teisleg aðferð, að senda tilteknum mönn- nm þess konar áskoranir með frjettablöð- um, en jeg vil eigi gjöra slíkt að um- ræðuefni, heldur að eins benda á, að það er eigi heppilegt, að gefa eigi neinar upplýsingar um hið ónefnda fjelag eða stefnu þess, og skýra eigi hið minnsta, hver tilgangurinn er með fundarhaldi þessu, frekar en gjört er í áskoruninni. Það eru fögur orð, að koma stjórnar- málinu í heppilegra og þjóðlegra horf, en hvað hefur hið ísfirska fjelag í huga með þeim? Sigurði Stefánssyni og Þjóðviljanum hefur þótt það óhæfilegt af Jóni Ólafs- syni, er hann kallaði oss nokkra þing- menn í neðri deild á fund, til þess að ræða um stjórnarmálið, en er það nú orðið svo miklu betra, að einstakir þingmenn eigi fund um málið, heldur en í sumar? Jeg veit að vísu, að þingmenn í meiri hlutanum eru svo góðir drengir, að þeir reiðast ekkert út af þessu fundarhaldi; en ef þeir Sigurður Stefánsson halda fram stefnu sinni síðan í sumar — sem allt virðist benda á — hvar er þá von um á- rangur ? En ef þeir eru farnir að sjá, að stefna þeirra er ekki heppileg, því fáum vjer þá ekki vísbending um það ? Mjer finnst þessi áskorun með sínum óljósu orðum benda á, að þeim Sigurði sje alls ekki ljóst, hvernig afstaða hans og Þjóðviljans er til meiri hlutans og einkum til mín. Meðan Þjóðviljinn sigldi i kjölfari Þjóðólfs, kom stefna hans ekki ljóst fram, en í seinni tíð hefur hann sýnt hana nokkurn veginn ljóslega. Það hefur komið fram á þingi, hver mismunur er á skoðunum okkar Sigurð- ar; jeg hef eigi hirt svo mikið um þetta hingað til, því að Sigurður er ekki sjer- lega stefnufastur maður, en þar sem við erum orðnir fullkomnir mótstöðumenn, vil jeg benda á, að við höfum ólíkar skoðanir í mörgu, t. a. m. í launamálinu, sem hann var frumkvöðull að á síðasta þingi, Ölfusárbrúarmálinu, sem hann barð- ist á móti eptir mætti, í menntamálinu, þar sem þann vildi lögbinda einveldi presta i þýðingarmiklu atriði, málinu um samþykktarvald bænda í búnaðarmálum, sem er þýðingarmikið atriði í hjeraða- valdinu, eða eins og margir kalla hjer- aðafrelsinu. Allt þetta bendir á, að frum- skoðanir okkar Sigurðar muni vera nokk- uð ólíkar. En hverja frumskoðun hefur þá Sigurður og þeir Þjóðviljamenn? Það hefur verið sagt og það með rjettu, að heimspekingarnir væru drottnar í and- ans og hugsananna heimi, því að frum- skoðanir þeirra breiðast út meðal þjóð- anna og fá vald yfir hugum þeirra manna, sem jafnvel ekki hafa einu sinni hug- mynd um, að heimspeki sje tii. Það er auðvitað ekki gott að tala um slíkt efni hjer á íslandi, sem er svo fá- tækt að bókmenntum í þessari fræðigrein, eins og mörgu öðru, en jeg vil þó benda mönnum á, að ein aðalfrumskoðun á mannlífinu, er miklu hefur ráðið á þessari öld, kemur fram í grein, sem Arnljót- ur Ólafsson hefur nýlega ritað i Fjallk. um „lögin", en ólík skoðun kemur fram í ritgjörð eptir mig um „frelsi og rjett“, sem er prentuð í Andvara 1888*. Ef mann hafa lesið þessar greinar með at- hygli, þá munu þeir fljótt sjáfrumskoð- anamuninn. Grundvöllurinn hjá Arnlj. er frelsi einstaklingsins, en i ritgjörð minni velferð mannanna. Frelsisskoðunin kom fyrst upp í lok 18. aldar. og reyndist hún ágæt til að rífa niður einveldi og einokun. en apt- ur á móti hefur hún reynst ófær til að byggja upp.með henni, og nú er svo komið, að þeir, sem fylgja henni, eru venjulega pólitískir glamrarar, meðan þeir ekki hafa völdin, og ef þeir komast til valda, þá rammir íhaldsmenn. Frelsis- skoðunin rikti fram yfir miðja þessa öld, en nú er hún viðast hvar gengin úr gildi. Jeg skal t. a. m. nefna Svissland. Fyrir tæpum þremur árum voru þar sett ein- okunarlög um verslun áfengra drykkja, sem frelsismönnum myndi þykja óhæfa mikil, og er Svissland þó frjálst þjóðveldi. Frelsisskoðunin hefur reynst ófær til að byggja upp með henni, og þess vegna verða skoðanir þeirra, sem fylgja henni annaðhvort að eintrjáningslegum kredd- um, eins og komið hefur fram í stjórn- *) Annars yil jeg benda mönnum á einkar-vel- skrifaða og fróðlega bók í þessu efni, Etík, eptir háskólakennara H. Höffding, Kh. 1887. armálinu síðan á síðasta alþingi, eða þá mjög hringlandalegar, eins og t. a. m. í Þjóðviljanum fyrir skömmu, þar sem var sagt, að allt ætti að gerast af frjáls- um vilja manna, líkt og Sigurður Stef- ánsson sagði um brúna á Ölfusá, — en af því menn ekki gjörðu slíkt, væri best að taka tveggja miljóna króna lán, sjá- andi ekki, að lántakan getur lagt þyngri hlekki á eptirkomendur vora, heldur en flest annað. íslendingar þekkja hallæris- lánin og vita, hversu ljett er að risa undir þeim, en hvað eru þau þó hjá því, sem að hlekkja alla þjóðina í skulda-á- nauð! Þegar menn t. a. m. bera saman tveggja miljóna króna lánið og framkomu Sigurð- ar St. í Ölfusárbrúarmálinu, sjest ljóslega hringlandinn og sama kernur fram í mál- inu um samþykktarvald bænda; þar hef- ur hann verið mjög þverstæður, en hon- um hefur þó þótt álögurjettur sveita- og sýslunefnda næsta æskilegur, þótt hann gengi miklu lengra en hitt, þvi að hvað má eigi gera með fjenu? Annað veifið víkja menn frá frumskoðuninni, en hinn sprettinn nota menn hana sem ósveigjan- lega kreddu. Hversu ólík er eigi fram- koma Jóns Sigurðssonar eða Þjóðvilja- manna! Undir forustu hans var stjórn- arfrumvörpunum breytt hvað eptir ann- að, til þess að liðka svo til, að stjórnin gæti fallist á þau, en nú eru bæði orð okkar meiri hluta manna og skoðanir beinlínis rangfærð, til þess að gjöra mál- stað okkar tortryggilegan í augum al- mennings. Jeg veit ekki, hvað getur verið skaðlegra en þetta. Og yfir höfuð get jeg ekki útmálað það, hversu mjer þykir sorgleg framkoma Þjóðviljamanna, síðan þeir fóru að pólitisera upp á eigin hönd, og segi jeg þetta ekki min vegna, heldur vegna almennings, því að jeg þekki svo ljóst hversu kreddurnar eru háskalegar, þegar almenningur fer að trúa á þær, og sjerstaklega hafa menn ljós dæmin í Danmörku af því, hvað illt þær geta gjört. Jeg skal að vísu játa, að þær kunna að vera góðar til þess, að æsa menn til upphlaupa, en þegar menn hafa ekki mátt til að koma sínu fram á þann hátt, þá eru þær eins og eitur- lyf fyrir almenning. (Niðurl,), Páll Briem. Verslunarfrjettir o. fl. frá Kliöfn 22. mars: Á Englandi er mikil deyfð í ullar- versluninni og verð á ?Æ«rtegundum, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.