Þjóðólfur - 14.04.1890, Blaðsíða 3
71
eru líkastar íslensku ullinni, hefur lækkað
um 20°/0 síðan í haust. Af saltfiski hef-
ur nýlega ekkert verið selt, en seinast
voru gefnar 60 kr. fyrir hnakkakýldan
stóran saltfisk, og 50 kr. fyrir stóran ó-
hnakkakýldan, fyrir smáfisk 32—36 kr.,
ýsu 25—28 kr. skippd. — í Noregi er
góður fiskafli, og skal hjer sýnt, hve mikið
þar hafði aflast 15. mars í ár og um sama
leyti tvö árin síðustu:
Fiskatala. Lifur. Hrogn
miljónir. llektoliirar*. Hektolitrar.
mars 1890 128/10 30,500 27,000
lfi- — 1889 62/io 12,500 13,000
18. — 1888 144/w 19,900 31,500
Lýsi er því í lægra verði en áður. Hjer
seldist seinast tært íslensk hákarlslýsi gufu-
hrætt 338/4 kr., pottbræft 33 kr.; óselt um
1500 tunnur. Æðardúnn seldur, besta
tegund íyrir 10]/2 kr., lakari 9 kr.; óselt
um 1200 pd. — Sundmagar eru boðnir á
30 a. pd., en ganga ekki út; óselt um
15,000 pd.
handsyfirrjettardómar voru uppkveðnir i dag
í 5 málum: 1. sakamáli gegn Nikulási Guðmunds-
Byni í Hönavatnssýslu, sem var dæmdur i 20 kr.
sekt til landssjóðs, 10 kr. skaðabætur og allan máls-
kostnað, fyrir heimildarlausa töku og brúkun á
hryssu (hjeraðsdómurinn staðfestur). — 2. í saka-
*) 1 hektoliter er 10372 pottur.
máli gegn Guðrúnu Guðmundsdóttur í Vestmanna-
eyjum, sem dæmd var í 5X2 daga fangelsi við
vatn og brauð og málskostnað fyrir þjófnað (hjer-
aðsd. staðf.). — 3. í máli milli Páls Jóakimssonar
í Árbót og Marteins Þorgrímssonar á Hafralæk i
Þingeyjarsýslu; var málinu sumpart visað frá hjer-
aðsrjettinum, en undirrjettardómurinn staðfestur að
því er snertir ómerking nokkurra meiðyrða, en Páll
að öðru leyti sýknaður. — 4. í landamerkjamáli
milli Skarða og Skóga í Þingeyjarsýslu; hinn á-
frýjaði landamerkjadómur var ógiltur og málinu
vísað heim fyrir þá sök, að eigi var i dómnum far-
ið algjörlega eptir afsalsbrjeii frá 1652, sem var
„hið eina áreiðanlega skilríki fyrir landamerkjum
jarðanna, sem komið er fram“. Málskostnaður fyr-
ir merkjadómi var látinn falla niður, en eigandi
Skóga dæmdur í 30 kr. málskostnað fyrir yfirdómi.
— 5. í máli milli 0. J. Haldorsens og kaupm. M.
Johannessens út af fjárnámsgjörð, sem M. J. hafði
látið gjöra, til að fullnægja landsyfirrjettardómi út
af þilskipinu Voninni. Landsyfirrjetturinn staðfesti
fjárnámsgjörðina, en setti kostnaðinn við fullnæg-
ing áðurnefnds landsyfirrjettardóms úr 46 kr. 80
a. niður i 13 kr.; M. J. dæmdur í 10 kr. máls-
kostnað fyrir yfirdómi.
Skölar’o’ðin í 16. tbl. var eptir útreikningi kenn-
aranna, sem eptir á reyndist eigi alveg rjettur að
því er 5. bekk snertir; þar er röðin svona: 1. Helgi
Pjetursson, 2. Sigurður Pjetursson, 3. Magnús Bin-
arsson, 4. Valdimar Jakobsen, 5. Sveinn Guðmunds-
son, 6. Briðrik Hallgrimsson, 7. Jes Gíslason, 8.
Pjetur Hjálmsson o. s. frv., eins og í 16. tbl.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast: með ööru letri eða setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd.
L e s i ö :
Frá þvi í dag selur nndirskrifuð nýja og mjög
vel vaudaða prestakraga fyrir 6 krónur hvern
(áður 8 kr.).
Sömuleiðis pífar undirskrifuð gamla prestakraga
svo vel, sem best má verða, og kostar það einungis
1 kr. 50 au. fyrir hvern kraga.
JNTX3. Ef fleiri en einn kragi er pantaður af
sama manni í einu, fæst auk þess nokkur afslátt-
ar; sama er að segja um pífinguna, sem verður ó-
dýrari, ef 1 maður sendir fleiri en 1 kraga til pif-
unar í einu.
Vesturgötu nr. 17, Reykjavík, 8. apr. ’90.
______________Ragnh. Bjariiason. 218
sf H. Matth. Hansen,
Thorsgade Nr. 16 kjöbenhavn L.
kaupir stöðugt íslensk frímerki með þessu
verði:
4 skild. rauð og 4 skild. græn hvert 100 á kr. 8,00
öll önnur skildingafrímerki ---------20,00
3 aura gul og 10 aura rauð-----------2,00
Öll önnur aurafrímerki . . —---------- 3,50
Borgun sendist þegar við móttöku.
Aí' Þjóðólli verða þessi tölublöð keypt á af-
greiðslustofu Þjóðólfs:
Af 38. árg. (ár 1886): 36., 38., 39. og 40. tbl.
Af 39. árg. (ár 1887): 46. tbl.
Af 40. árg. (ár 1888); 2., 3.-4. og 5. tbl. 220
52
Eptir því, sem mjer kom Kristinn fyrir, og eptir
því sem ræða sú var, er jeg heyrði til hans, þótti mjer
annað líklegra, en að hann hjeldi hana vakandi, eða að
honum væri sjálfrátt. Þó vil jeg ekki leiða getur að
því, hvort hann muni vera í náttúrlegum svefni, ein-
hvers konar dáleiðslu eða prjedikanir hans eiga rót sína
að rekja til geðsmunaveiklunar.
í vetur (1889) gisti Kristinn hjá mjer 2 nætur.
Fyrra kvöldið kvaðst hann ekki mundi prjedika um
nóttina, sökum þess, að hann hefði gert það næstu nótt
á undan. Þá sömu nótt heyrðist hann þó syngja tvö
vers. Daginn eptir, um kl. 1, var hann mjög svefn-
legur og bað um, að mega leggja sig fyrir, og sagði,
að allar líkur væru til, að hann mundi prjedika. Þeg-
ar V2 stund var liðin frá því að hann lagði sig út af,
byrjaði hann á messugjörðinni. Engan pistil tónaði hann
og var það hið eina, sem vantaði í messugjörðina. Til
guðspjalls vísaði liann hjá Jóh. 22. kap., en hann tón-
aði það svo óskýrt, að vart heyrðust orðaskil. Bæn á
undan guðspjalli, er hann hafði það yfir í síðara skipti,
stóð yfir í 8 mínútur, en ræðan sjálf 24 mín. Á eptir
ræðunni hafði hann yfir 12 stef, sem enginn af þeim,
er við voru, könnuðust við að hafa heyrt áður,, en þau
heyrðust ekki glögglega sökum þess, hve mikið liann
viknaði meðan hann hafði þau yíir. Stefin og ræðan
49
kveðst hann eigi vilja skipta kjörum við ríka menn, þótt
fátækur sje. Þegar hann vaknar, man liann eptir, ef
liann liefur prjedikað.
Ætíð þegar Kristinn prjedikar, þykist iiann vera
staddur í hinu sama húsi, og er það ólíkt öllum húsum,
er hann hefur sjeð. Alls eigi getur hann skýrt frá, úr
hvaða efni það sje byggt. Engir giuggar eru á húsinu
og ekki loga þar ljós, en þó er þar inni glansandi birta.
Kristinn þykist vera í ræðustól, er hann prjedikar, og
stendur allur söfnuðurinn. Engan af söfnuði þessum
hefur hann sjeð í vöku, en marga af þeim þekkir hann
í svefninum af því, að þeir eru ætíð við prjedikanir
hans. Opt sjer Kristinn líka nýja og nýja vera viðstadda,
er hann hefur ekki sjeð áður. Honum virðist, að söng-
fiokkur, sem ætíð er hinn sami, syngja og svara sjer,
og hinn sami maður vera meðhjálpari hans, er bæði
skrýði hann, lesi bæn og hringi.
Kristinn gerir öll vanaleg prestsverk í svefni, t. a.
m. tónar, flytur ræður, tekur fólk til altaris, syngur yfir,
skírir börn, lýsir til hjónabands, gefur saman hjón, leiðir
konur í kirkju, tekur fólk til bænar, fermir börn. Þeg-
ar hann fermir, hefur hann ætíð nokkru áður haldið
viðvörunarræðu yfir börnunum, og næsta sinn, er hann
prjedikar á eptir, fermir hann. Yanalegast er samt, að
hann haldi einfalda embættisgjörð.