Þjóðólfur - 18.04.1890, Side 1
Kemur tlt á, föstudög-
am — Verð 4rg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júll.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
við áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg.
ReykjaTÍk, föstudaginn 18. apríl 1890.
Nr. 19.
S var
til „Fjelags eins í Ísafjíu-ðarsýslu“.
(NiSurl.J. Það hefur verið gæfa hinnar
íslensku þjóðar, að allir þeir, sem hafa
starfað að þjóðmálum vorum, hafa fundið
til, hver ábyrgðarhluti slíkt var, að berja
inn í menn kreddur, og þó hafa menn
stundum verið á þeim vegi.
Jeg var á Þingvallafundinum 1885 og
man, hversu mikið kappsmál hið frest-
andi neitunarvald var. Mestur hluti þjóð-
arinnar fylgdi því fram, en þá sýndu
forvígismenn þess svo mikil pólitísk hygg-
indi, að þeir ljetu það mál falla niður,
þegar þeir höfðu sýnt fram á, að almenn-
ingur væri jafnvel svo ákafur, að hann
heimtaði slíkt. Og það var mikið lán,
að enginn tók upp það atriði aptur, nema
einn maður, sem flestir sáu, hvað til þess
gekk.
Þingvallafundurinn 1885 samþykkti
frestandi neitunarvald með miklum at-
kvæðafjölda, en samt fóru þingmenn ekki
eptir því, og það var alveg rjett, því að
það er í rauninni vanbrúkun á atkvæða-
greiðslu þjóðarinnar, að leggja þess kon-
ar mál fyrir hana; þess konar mál verð-
ur þjóðin að fela fulltrúum sínum, hún
verður að treysta viti þeirra, til að finna
hið rjetta, og drengskap þeirra, til að
gjöra það, sem þeir álita rjett vera. Og
þess vegna er það eigi lítill ábyrgðar-
hluti, þegar fáfróðir menn hamast gegn
því sem óbrúkandi óhæfu hjer á landi,
sem þó reynist vel í öðrum löndum, og
meiri stjórnvitringum, en hjer eruuppi,
hefur komið saman um, að væri heppi-
legt fyrir þjóð sína.
En eins og jeg sagði áður, eru kredd-
urnar háskalegar, og þess vegna hafa
þær reynst mjög illa fyrir hverri þjóð,
til að fá því framgengt, sem verulegir
erfiðleikar hafa verið á; enda segjamót-
stöðumennirnir sem svo: það þarf eigi
að óttast hundinn, sem geltir, hann bít-
ur ekki.
Jeg skal að vísu játa, að það var eins
og nokkurs konar upphlaup, þegar fund-
urinn var sprengdur í neðri deild í þing-
lok, en í Þjóðviljanum á að eins að sigra
með orðum. Það hafa ekki vantað orð
1 Þjóðviljanum í vetur, en hvaða mein-
ing hefur verið með þeim ? Þegar Þjóð-
viljinn kom með síðasta pósti. var það
prjedikað fyrir fólki, að við Þorleifur
Jónsson og Jón Ólafsson værum úlfar í
sauðargærum og argir fjendur fósturjarð-
arinnar, en nú virðumst við vera orðnir
allt aðrir. Eptir áskoruninni að dæma
eigum við nú að vera vel fallnir til að
koma stjórnarmálinu í heppilegra og þjóð-
legra horf, og því segi jeg það, að mjer
finnst mikið af því, sem í Þjóðviljanum
stendur, vera sannkölluð orðapólitík, sem
litil meining er í, orðapólitík, sem hljóti
að hafa siðspillandi áhrif á þjóðina, og
sem mjer stendur stuggur af, ekki síður
en hrossakaupapólitikinni, semmjersýn-
ist vera farin að rjetta upp sitt ófrýni-
lega höfuð í Þjóðviljanum. Persónuleg
hrossakaupapólitík held jeg sjeeigihættu-
leg, þvi að hún þrífst eigi nema hjá
gjörspilltum þjóðum, en orðapólitík get-
ur aptur á móti orðið mjög hættuleg, ef
þjóðina vantar pólitískan þroska og henn-
ar betri og hyggnari menn draga sig í
hlje undan orðahríðinni.
Jeg hef sagt það fyrir skömmu í Þjóð-
ólfi, að í raun rjettri vildu Þjóðvilja-
uaenn ná að sama takmarki eins og meiri
hlutinn, en mjer er stöðugt að verða ljós-
ara, hversu mikið skilur á milli okkar
að öðru leyti, og því tek jeg það upp,
sem jeg sagði í upphafi: hvar erþávon
um árangur af fundarhaldi á ísafirði?
jeg tel það þjóðlegast og heppilegast
fyrir fosturjörð vora, að menn sýni sem
mesta lægni og samkomulagsanda, til þess
að fá stjornarmálinu framgengt, en forð-
ist sem mest kreddur og meiningarlaus
orð.
í Þjoðviljanum hefur röksemdunum
ekki verið skeytt mikið í vetur; mjer
hafa fundist röksemdirnar vera þar sann-
kölluð olbogabörn. Ef hið ísfirska fje-
lag vill hugsa um málið með alvörugefni
og kynna sjer skoðanir mínar, vil jeg
benda því á að lesa greinarnar, sem hafa
staðið um málið í Þjóðólfi í vetur. í
Andvara verður einnig prentuð ritgjörð
um málið, sem jeg vil biðja það að lesa
°g kynna sjer vandlega. Jeg get eigi
skýrt málið betur fyrir mönnum, en þar
er gert. Þegar Þjóðviljamenn hafa lesið
þá ritgjörð, þá vildi jeg gjarnan fá að
vita, hvort enginn bilbugur er á þeim.
Ef það er ekki, sje jeg eigi, að neitt
gagn geti orðið að hinu fyrirhugaða fund-
arhaldi á ísafirði með þeim Sigurði Stef-
ánssyni. En ef þeir vilja sýna samkomu-
lagsanda, þá skal jeg vera fús til að ræða
málið við þá. Þó finnst mjer verra til-
fallið, að hafa fundinn á Isafirði, heldur
en hjer í Reykjavík. Jeg sje ekki bet-
ur, en að það sje miklu hægra fyrir þá
Sigurð, að koma hingað, heldur en fyrir
okkur Þorleif að fara vestur. Þeir geta
notað skipaferðir i ágústmánuði, en við
yrðum að fara landveg, sem er næsta ó-
haganlegt.
Jeg vil því fyrst og fremst skora á
hið ókunna ísfirska fjelag, að senda full-
trúa sína hingað, því hjer skal jeg reiðu-
búinn að mæta á fundi með þeim, hvern-
ig sem fer, en ef það ekki getur orðið,
þá vil jeg fara þess á leit, að jeg fái
upplýsingar um, hver von er til, að Þjóð-
viljamenn vilji aðhyllast samkomulag.
Að endingu óska jeg, ef fundarhaldið á
að verða í ágústmánuði og Þjóðvilja-
menn vilja ekki hafa það hjer í Reykja-
vík, að það verði þá haldið einhvers
staðar á miðri leið. Fjelagið getur varið
fje sínu til að kosta sína eigin menn;
það þarf eigi að sjá mjer fyrir farareyri.
Um þetta vænti jeg svars frá hinu ó-
kunna fjelagi sem fyrst.
Iteykjavík, 12. apríl 1890.
Y ir ðingarfyllst.
Páll Briem.
* *
*
Áskoruninni frá „fjelagi einu í Ísaíjarð-
arsýslu“, sem birt var í síðasta blaði,
svara jeg á sama hátt, sem hr. Páll
Briem, og læt jeg mjer því nægja að skír-
skota til seinni hluta greinar hans hjer
að framan. Ef fjelaginu og fulltrúum
þess, er fundurinn mikið áhugamál, von-
ast jeg eptir, að þeir komi hingað til
Reykjavikur; með því eina móti geta þeir
verið vissir um, að eitthvað verði af fund-
inum, hvern tilgang sem fjelagið hefur
með hann, þar sem það að öðrum kosti
má búast við, að ekki verði af fundar-
haldinu. Þorleifur Jónsson.