Þjóðólfur - 18.04.1890, Side 2
Arkiv för nordisk filologi heitir tíma-
rit eitt, sem út kemur í Lundi í Svíþjóð. Það
kemur út í fjórum heptum árlega og kostar árg.
6 kr. Aðalritstjóri þess er Axel Kock, kennari við
háskólann í Lundi, en auk hans eru í ritstjórn þess
2 norskir vísindamenn (prófessórarnir S. Bugge og
G. Storm), 2 sænskir (prófessor Norén og lector
Linder), 2 danskir (prófessor L. Wimmer og háskóla-
bókavörður Kr. Kaalund) og 1 islenskur (háskóla-
kennari Finnur Jónsson). Eins og nafnið sýnir,
inniheldur ritið einkum ritgerðir um norræna mál-
fræði, en mun þó veita móttöku ritgerðum, er að
norrænum fræðum lúta yfir höfuð. Þetta tímarit,
sem byrjaði 1883, hefur haft margar fróðlegar rit-
gerðir inni að halda, og með því þær flestallar
eru þannig iagaðar, að þær bæði geta skemmt og
frætt alla þá íslendinga, sem unna og hafa áhuga
á máli sínu og fornnm fræðum, þá ættu menn á
íslandi, að gefa þessu riti miklu meiri gaum en
hingað til hefur átt sjer stað, bæði með því, að
kaupa það og með því að rita í það. Á íslandi
hafa jafnan verið, og eru eflaust enn, margir menn
uppi til sveita, sem í tómstundum sínum fást við
forn íslensk fræði og íslenskt mál, en sú þekking,
sem þessir menn hafa aflað sjer, hefur allt of opt
átt sömu örlögum að sæta, sem gull í iðrum fjalla,
er enginn iær að sjá og enginn hefur gagn af.
Margir þessara manna hefðu sjálfsagt getað ritað
ritgerðir, sem hefðu getað orðið bæði sjálfum þeim
og þjóð þeirra til sóma og öðrum til fróðleiks. En
það eru fyrir menn upp til sveita á Islandi ýmsir örð-
ugleikar á að rita, fyrst og fremst bókaieysið, sem
tálmar mönnum að kynna sjer þær nýjar skoðanir,
sem ryðja sjer til rúms, og þvi næst fæð þeirra
innlendra tímarita, sem þeir gætu komið ritgerð-
um sínum að í, þvi ekki er von, að þeir, sem ekki
hafa átt kost á að koma út fyrir landsteinana og
afla sjer „praktískrar“ þekkingar í öðrum málum,
vogi sjer að semja ritgerðir á útlenda tungu. En
í hvorttveggja þessu efni er hið ofannefnda tíma-
rit mesta hjálparhella, því bæði flytur það hinar
nýjustu skoðanir i þeim fræðum, er íslendingar al-
mennast og mest hafa áhuga á, og auk þess gefur
það kost á, að rita ritgerðir þær, er í það eiga að
takast, á öllwm Norðurlandamálum og þar á meðal
á íslensku, en auk þess lika á þrem höfuðmálum
norðurálfunnar (ensku, þýsku og frakknesku). ís-
lendingar eiga þvi hægra með að rita í þetta tíma-
rit en nokkurt annað útlent rit, enda er þeim skip-
aður fulltrfti í ritstjórninni. Hingað til hafa 3ls-
lendingar ritað ritgerðir á íslensku í þetta rit (einn
þeirra fleirum sinnum), nefnilega: Dr. Finnur Jóns-
son, Dr. Jón Þorkelsson jun. og prófastur Janus
Jónsson. Það væri óskandi, að sem flestir íslend-
ingar vildu kynna sjer þetta tímarit, bæðitil þess
að lesa það og rita í það.
Til þess að gefa mönnum nokkru ljósari hug-
mynd um efni ritsins, skal hjer stuttlega skýrt frá
innihaldi þessa heptis, er út kom í októbermánuði
næstliðnum.
Heptið byrjar á stuttri en mjög lærðri ritgjörð
eptir Dr. Hj. Falk í Kristjaníu um ýmsar breyt-
ingar á löngu a og o (o: á og ó) í norrænu, á-
samt samanburði við eldri og yngri skyld mál, eink-
um til að sýna, hvernig þessir stafir opt breytast
hver í annan. Þá koma tveir fyrirlestrar eptir Dr.
Finn Jónsson um fornkvæði eptir nafngreinda menn
(drápur og lausavísur) og hin elstu skáld á Norð-
urlöndum. Hinn fyrri af fýrirlestrum þessum, um
kvæðin sjálf, hefur höf. haldið á málfræðingafund-
inum í Stokkhólmi 1886. Hann sýnir þar fyrst,
hvernig hinir mismunandi og margbreyttu bragar-
hættir hafi smámsaman fullkomnast og vaxið hver
út af öðrum, þannig að fornyrðislagið sje hinn elsti
þeirra og liggi til grundvallar fyrir öllum hinum.
Því næst snýr hann sjer að innihaldi kvæðanna og
sýnir,' hvaða þýðingu þau hafi bæði fyrir goðafræð-
ina og söguna, og til þess, að geta rakið sögu hinn-
ar íslensku tungu. Kenningar skáldanna vill hann
skoða sem fagrar og smekklegar samlíkingar, og
leitast við að sanna, að kvæði þessi einníg í fag-
urfræðislegu (æstetisk) tilliti hafi mikla þýðingu.
Hvort allir verða höfundinum sammála í þessu efni,
má þó telja nokkurt vafamál. Auk þess eru i rit-
gjörðinni margar aðrar upplýsingar og nýjar athug-
anir, sem eru mikils verðar, og yfir höfuð munu
flestir, sem nokkurn áhuga hafa á þess konar efni,
hafa hæði gagn og gaman af að lesa hana. t hin-
um siðara fyrirlestrinum, sem höf. hefur haldið árið
1889 í málfræðisfjelagi einu í Khöfn, leitast hann við
að sanna, að hin elstu skáld hafi lifað og ort á
þeim tíma, sem hinni íslensku sögusögn segist frá,
og verður eigi annað sjeð, en að honum hafi tek-
ist það mæta-vel. Hann virðist því algjörlega hafa
hrakið skoðanir hins mikla málfræðings Bugge í
þessu efni.
Þessu næst hefur ritið inni að halda æfilýsing
Dr. Guðbrandar Yigfússonar, síðast háskólakennara
í Oxford, eptir Dr. Jón Þorkelsson jun.; er lífsfer-
ili þessa nafnkunna landa vors þar greinilega rak-
inn og nákvæm skrá yfir rit hans. Þessi ritgjörð
er á íslensku. Enn fremur innibeldur heptið fróð-
lega ritgjörð um breytingu á í í é í norrænu máli til
forna eptir ritstj. A. Kock, og auk þess tvo ritdóma,
annan um orðabók Söderwalls yfir miðaldamál Svía,
eptir F. Tamm, háskólakennara í Uppsöium; hinn um
hina meistaralegu bók Wimmers „Dobefonten í Aa-
kirkeby“, eptir Dr. Ludv. Larsen í Lundi. Auk
þessara ritgjörða inniheldur heptið nákvæma skrá
yfir allar þær bækur, er út hafa komið 1887 og
1888 og sem að einhverju leyti snerta Norðurlanda-
mál eða norræn fræði. V. G.
Yítayerð eptirgjöf af baejarfje. Vjer
sýndum fram á það í 16. tbl., hversu
vítavert það var af bæjarstjórninni að
gefa 322 kr. 58 a. eptir af kröfum bæj-
arsjóðs (522 kr. 58 a.) á hendur Kr. Ó.
Þorgrímssyni, en það er að bæta gráu
ofan á svart, að vera að reyna að verja
þessa eptirgjöf, eins og ritstjóri ísa-
foldar gerir í blaði sínu, þar sem hann
segir, að ástæðurnar fyrir henni haíi
verið: 1. að það hafi verið vafasamt,
hvort dömur fengist fyrir öllu meiru en
sætst var á, að Kr. Ó. Þ. greiddi (200
kr.). — 2. að málssókn mundi hafa kost-
að bæjarsjóð eins mikið, eius og það, sem
sleppt var, og 3. að hæpið væri, að nokk-
uð fengist upp úr veði Kr. Ó. Þ.
Það er best að líta snöggvast á þess-
ar ástæður:
1. Að því er snertir þær 288 kr. 64 a.,
sem amtmaður hafði tekið við frá ýms-
um sveitarfjelögum, þá ber amtmanni
að borga þessa upphæð, ef dómur hefði
ekki íengist fyrir henni hjá Kr. Ó. Þ.,
eins og vjer bentum á í 16. tbl. ísa-
fold kallar þetta „aðdróttun til amt-
manns“ (um hvað?). Hann hefur sjálfur
ekki fundið neina ástæða til að gjöra
nokkra athugasemd við það, enda er
þetta sannleikur, semjafnvel Isafold hef-
ur ekki reynt að vefengja með einu orði.
Abyrgðirnar á hendur Kr. Ó. Þ. hafði
bæjarstjórnin sjálf úrskurðað eptir tillög-
um endurskoðunarmanna og fjárhags-
nefndar eptir nákvæma rannsókn, svo
að enginn vafi ætti að geta leikið á, að
dómur hefði fengist fyrir þeim, og að
minnsta kosti er það ekki til að auka á-
lit bæjarstjórnarinnar, að hún skuli ekki
þora, að beita iögsókn til að framfylgja
sínum eigin úrskurðum. Þess konar
hugleysi vekur slæman grun, og þess
konar vægð er háskaleg, hvar sem er og
hvernig sem á stendur. Það gerir ekki
annað en ala þrjósku og refjar hjá
óhlutvöndum og refjóttum mönnum;
þetta mun og hafa verið skoðun minni
hlutans, sem ekki gat verið þekktur fyr-
ir, að gefa þessari eptirgjöf atkv. sitt.
2. Málskostnaðar-ástæðan mun frem-
ur gripin, til að kasta sandi í augu fá-
fróðrar alþýðu, en af alvöru, því að bær-
inn hefði auðvitað fengið gjafsókn, eins
og önnur sveitarfjelög, þegar líkt stend-
ur á, svo að málssókn hefði kostað bæj-
arsjóð mjög svo lítið.
3. Ef veð Kristjáns er einskisvirði í
stað þess, að það á að vera 3000 króna
virði, þá sýnir það, hversu sú bæjarstjórn,
sem var hjer, er hann varð bæjargjald-
keri, hefur vel tryggt rjett bæjarsjóðs,
eða hitt þó heldur; með þessari ástæðu
fyrir eptirgjöfinni, er þvi höggvið nær
sumum í þeirri bæjarstjórn, t. d. amt-
manni, sem þá var bæjarfógeti, en rit-
stjóri ísafoldar sjálfsagt hefur ætlast til.
En þótt ekkert hefði fengist upp úr veð-
inu, hefði Kristján getað borgað með
öðru, að minnsta kosti hefur bæjarstjórn-
in sjálf gengið út frá því, að hann sje
ekki öreigi, þar sem hún hefur gert ráð
fyrir, að hann gæti staðist kostnað af
málinu fyrir öllum rjettum, efhún hefði
beitt lögsókn gegn honum. Auk þess
hefur hann landsyfirrjettardóm fyrir eigi
alllítilli tekjugrein, sem eru dagsektir,
3 kr. á dag, fyrir vantandi reikningsskil
hjá manni hjer í bænum, sem ritstjori
ísafoldar mun kannast við; og kvað eigi
vera útlit fyrir annað, en sú tekjugrein
verði mjög arðsöm fyrir Kristján Ó.
Þorgrímsson.