Þjóðólfur - 18.04.1890, Page 3

Þjóðólfur - 18.04.1890, Page 3
75 Kaupijelag Þingeyinga. ÚrÞingeyj- ftrsýslu er oss skrifað: „Það er ónákvæm frjett í Fjallkonunni, að kaupfjelag Þing- eyinga ætli að stofna fasta verslun á Húsavík. Það sanna er, að partur af starfssviði eða starfi fjelagsins á að fara fram með sama fyrirkomulagi og kaup- fjelögin erlendis, t. d. í Danmörku, þ. e. ekki fyrir fram pöntun livers einstakl- ings, og afhendingin sem sala. Borgun einungis tekin í peningum eða ávísun- um frá kaupfjelaginu, en engin vöru- skipti höfð; selt að eins mót borgun út í hönd og engin veruleg bókfærsla höfð (engir reikningar við viðskiptamenn). — Þetta köllum vjer söludeild kaupfjelags- ins“. Drukknun. I fiskiróðri laugardaginn 12. þ. m. drukknuðu 2 menn af skipi frá Eyrarbakka; hinum þriðja, Eiríki að nafni, varð bjargað með lífsmarki, en hann dó rjett á eptir. Sá maður hafði tryggt líf sitt og var búinn að borga að eins nokkr- ar krónur í iðgjöld. Aflabrögð. Suður í Leirusjó mokafli um þessar mundir. Á innmiðum er og góð- ur afli kominn; í gær 10—80 í hlut hjer af vænum fiski. Gæftaleysi því miður stöðugt í meira lagi. Norðurmúlasýslu, 29. mars. „Ameríku- ferðir eru nú ekki nefndar á nafn og hugsar víst enginn hjer til þeirra í ár. Ráðgert er, að 0. 'Wathne flytji vörur upp í Lagarfljótsósinn í vor. Hjeraðs- menn hafa pantað með honum vörur. I vetur hefur hann verið erlendis og látið smíða flatbotnaðan flutningsbát, er gufu- bátur á að draga upp ósinn“. Norðurmúlasýslu, 26. mars. „Tíð yfir höfuð ágæt í vetur; þó var harður kafli frá jólum til miðþorra, og mátti kalla að jarðlaust væri yfir allt Hjeraðið. Hjúp- ur fjellu hrönnum saman úr hungri; hreindýr urðu horuð og flýðu úr heiðun- um út að sjó. Svo batnaði í miðþorra; jörð varð alauð og flestar ár og lækir ruddu ís af sjer, enda í snjósveitum sást varla svell. I miðgóu aptur hret og mikil frost í 8 daga; nú aptur blíða og jörð að auðnast. — Fjárhöld ágæt og lík- legt, að heyfyrningar verði víða. — Kvilla- samt, bæði lungnabólga o. fl. — Mann- dauði nokkur“. Fyrirspurnir og svör. 1. Maður liggur veikur, sem varla er hugað líf; [iá er sent eptir hjeraðslækni, en hann neitar að koma, en færir þó engar gildar ástæður fyrir því; hefur hann lög fyrir þeirri neitun? Svar: Nei. 2. Segist ekkert á þvi fyrir læknirinn að neita að vitja sjúklingsins, þótt á vetrardegi sje, efveð- ur og færi er eins og á sumardag ? Svar: Jú, en það fer eptir atvikum, hve miklu það varðar. 3. Hvert á maður að snúa sjer í þessu, til að ná rjetti sínum? Svar: Það er best að kæra lækninn fyrir land- lækninum. 4. Maður nokkur býr á jörð; á hann nokkurn hlut hennar, en hefur hinn hlutann til leigu. Hef- ur maðurinn forkaupsrjett á leigða hlutanum, og hvernig á hann að fylgja kauprjetti sínum fram, ef jarðarklutinn er seldur? Svar: Maðurinn hefur þvi að eins forkaupsrjett á leigða hlutanum, að hann geti sannað, að hann haíi fengið lífsábúð á hlutanum; forkaupsrjettinum getur hann framfylgt með því, að skýra kaupand- anum i votta viðurvist frá málavöxtum, bjóða hon- um kaupverðið og eptirgjaldið fram að þeim tíma. Ef hinn vill ekki taka þessu, þarf ábúandi ekki að gjalda eptir, og er það einfaldast fyrir hann. Hann getur einnig stefnt hinurn til að láta sig fá afsalsbrjef fyrir jörðinui. 5. Maður keypti jörð af öðrum; seljandi bjóekki á jörðinni, heldur hafði fyrir löngu byggt hana öðr- um og gefið byggingarbrjef fyrir henni, sem land- seti hafði lofað skriflega að fara eptir i alla staði; brjefið tiltók, að leiguliði skyldi halda við leigu- húsum öllum jörðinni tilheyrandi, hlaða garð í kring um túnið og sljetta það með fl. — Húsum hefur hann haldið við að nafninu, en illa, og lít- ils háttar sljettað í túninu, þó ekki eins mikið, eins og byggingarbrjefið til tekur; en garður hefur eng- 56 hann reið í hring, ferhyrning og þríhyrning fyrir kenn- arann í stærðfræði og Ijet hryssuna gera hina ótrúleg- ustu hluti. Jónas Dúgge hafði verið stúdent í 2 ár, er faðir hans dó og, sem enginn hefði trúað, Ijet ekki eptir sig annað en tómar skuldir. „Það er ekki svo mikið, sem ein einasta fleyta ept- ír af öllum flotanum“, sagði Jónas Dúgge rólegur, „en því betra: sá, sem vill verða óskabarn hamingjunnar, á ekki að taka neitt fyrir sig fram hjá þeirri góðu konu“. Frá þeim degi sást Jónas Dúgge nálega aldrei úti, hvorki ríðandi nje gangandi, en eptir hálft ár tók hann svo gott próf í lögfræði, sem ef til vill hefur nokkurn tíma verið tekið í Uppsölum; það var almenn gleði yflr því, bæði hjá háskólakennurunum og stúdentunum, því að hann var vinsæll hjá öllum. Hann bauð öllu fremur góðan þokka af sjer, en hann væri fallegur maður; hann hafði stór dökk augu, sem höfðu nokkurs konar aðlað- andi segulafl, eptir því sem kvennfólkið sagði, sem fús- lega fyrirgefur gjálífl æskumannsins, ef það kemst ekki allt of mikið í bága við siðfræðina og góða siði. Annars var hann vel vaxinn, rammur að afli og ósigrandi í öll- um fimleikum og aflraunum. „Hvað ætlar þú nú fyrir þjer ?“ spurði jeg, þegar við vorum komnir til Stokkhólms og kvöddumst þar. 53 var fyrir það mesta hjartnæmar fyrirbænir. Þegar ræð- unni var lokið og liann hafði blessað í fyrra skipti, vís- aði hann til að syngja: „Ó, Jesú, á þjer öll mín grundast von“. Frá því Kristinn tónaði í fyrsta sinn „Drottinn sje með yður“ og þar til síðari blessun var lokið, leið D/g klukkustundar. Allan þann tíma lá Kristinn alvég hreyfingarlaus, nema meðan hann rjetti upp hendurnar til að blessa. Yið ætluðum að skrifa upp ræðuna, en það tókst ekki, því að bæði var það, að hann bar viðlíka fljótt fram, eins og þegar hratt er lesið á bók, og svo bar hann stundum svo óskýrt fram, í enda setning- ar, að það varð að hafa sig allan við til að skilja hann. Þess skal getið, að jeg hefi skrifað línur þessar með leyfi Kristinns sjálfs, og margt af þessu hefi jeg tekið eptir hans eigin sögusögn, sem hefur þó borið sam- an við það, er jeg hef áður heyrt.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.