Þjóðólfur - 25.04.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.04.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppaögn skrifleg, bundin við áramöt, ógild nema komi til fitgefanda fyrir 1. oktöber. XLII. árg. Reylgayík, föstudaginn 25. apríl 1890. Nr. 20. Kaupfjelögin og yerslunarstjettin. I. Þar eð jeg sje af Þjóðólfi, 9. bl., að þjer, herra ritstjóri, hafið ekkert á móti, að taka í blað yðar mótbárur manna gegn kaupfjelögum vorum, viljeg nota mjer það, til að láta í Ijósi skoðuD mína á einni blið máls þessa. Jeg er ekki á móti kaupfjelögunum i sjálfu sjer, því að þau hafa bæði beinlínis og óbeinlínis gjört mikið gagn, en einungis á móti því, að gengið er fram hjá kaupmönuum vorum og þeir hvorki látnir kaupa litlendu vörurnar nje selja þær innlendu. Fari svo, sem út lítur fyrir, að kaupfjelögin eflist. og að fyrst fullur þriðjungur, og seinna mikið meir, af vörukaupunum gangi gegn um fjelögin, er það auðgjáanlega mikið tjón fyrir verslunarstjettina, og það svo, að likindi eru til, að hún eyðileggist smátt og smátt, og svo gott sem deyi út af af atvinnuskorti. Verði endirinn sá, að einungis fáir og fátækir kaup- menn verði viðurloða i kauptúnunum, líst mjer illa á ástandið, því optast hefur það þó átt sjer stað í bágindum og harðærum, að kaupmenn hafa lán- að viðskiptamönnum sinum og byrgt þá upp með nauðsynjum; en hvað geta fátæklingar, þótt kaup- menn heiti? Og jeg efa, að kaupfjelögin komist nokkurn tíma á þær laggir, að þau geri meir en hjálpa sjálfum sjer, því síður öðrum. Jeg hef inn- drukkið þann lærdóm með mððurmjólkinni. að dug- leg og innlend kaupmannastjett væri hverju landi sem er, hin mesta stoð; og því skyldu kaupmenn vorir verða verri en annara þjóða, að tiltölu við megun þeirra; eða hvers má vænta af ónýtum kaupmönnuin? Hvaða stoð og styrkur getur land- inu yfir höfuð veriðað þeim, og nauðstöddum mönn- um, sjerstaklega ef bágindi kæmu upp á? Mjer er lika óskiljanlegt, að kaupfjelögin þurfi endilega að brúka erlenda erindsreka. Því geta t>au ekki eins brúkað vora innlendu kaupmenn, sem reka sömu iðn, sem erindsrekarnir, og eru starf- inu vaxnir? Þar sem full borgun er vís, er held- ur engin hætta með innkaupin, og ættu kaupmenn- ll'nir að geta gjört það alveg eins ódýrt og erinds- rekarnir útlendu; auk þess standa þeir betur að yigi, þegar útlendu vörurnar koma hingað; þeir a a llíls> fólk, viktaráhöld og íivað annað sem me þarf, til að skipta vörunum sundur, eins og rei ningar frá þeim ættu ekki að fara í meiri handa- skolum, en frá óvönum bændum. Jeg get ekki heldur ímyndað mjer, að nokkur kaupmaður væri sá, ef honum stæði það til boða, er Imfnaði því boði, að verða enndsreki einhver fjelags; því væri það stórt, er ekki lítill gróði fyrir kaupmanninn að fá sömu „procentur“, sem fjelögin gefa. Þessú til sönnunar vil jeg tilgreina, að bæði hefjegreynt það sjálfur og veit mörg dæmi þess, að kaupmenn vorir, hafi 100 kr. verið í boði, hafa látið útlenda vöru fala fyrir sama og jafnvel minna verð, en kaupfjelögin hafa sömu vörutegund fyrir; og því skyldu þeir þá vera svo óskynsamir, þegar mörg þúsund krðnur væru í boði, kannske 25,000 eða meir, að gjöra ekki sitt ýtrasta til að fullnæga öllum sanngjörnum kröfum. Ef jeg hef engann skaða af því, álit jeg það skyldu mína, heldur að hlynna að innlendum kaupmanni en útlendum er- indsreka, sem hvorki leggur hjer eitt eyrisvirði til opinberra þarfa, nje eyðir sínum peningum hjer, eða hvaða ástæða er til þess að hafna innlendum kaupmanni sem erindsreka, ef hann ella vill gefa sig að því og hann álíst fær um það. Hann er okkar meðbróður og líður súrt og sætt með okkur; auk þess, sem það er hægra, ef eitthvað út af ber, að beita dómstólunum gegn honum, sem búsettum í landinu sjálfu, en ef hann væri suður á Eng- landi. Mjer finnst það því sjálfsagt, að kaupfje- lögin fyrst bjóði innlendum kaupmönnum forstöð- una, en vilji þeir ekki gjöra það með jafngóðum kjörum sem erlendir, þá fyrst álít jeg, að kaupfje- lögin ekki gjöri nokkuð vítavert, þótt þau taki er- lenda erindsreka. Skrifað í Árnessýslu, 12. mars 1890. St. Bjarnarson. II. í ■útlöndum hefur sömu ástæðunni verið beitt gegn kaupfjelögunum þar, sem hinn heiðraði höfundur færir gegn þeim í grein- inni hjer á undan: að þau sjeu verslun- arstjettinni til niðurdreps, og kunna ýmsir hjer á landi að setja þetta fyrir sig, svo að það er vert að athuga það. Kaupfjelögin draga auðvitað verslunina frá kaupmönnum og gera smásaman fleiri eða færri meðal þeirra óþarfa, og það því meir, þvi meir sem þau eflast. En er nú þetta nokkurt böl fyrir landið? Nei, segjum vjer, allra síst hjer á landi, þar sem meiri hluti kaupmanna er út- lendur og þeir draga allan verslunararð- inn út úr landinu, styðja ekki neitt af framfarafyrirtækjum þessa lands, hvað þá heldur berjast fyrir þeim. Yerslunar- stjettin framleiðir ekki heldur út affyr- ir sig nokkra verðmæta hluti; heldur er milliliðir milli þeirra, sem framleiða vör- urnar og hinna, sem neita þeirra, eins og vjer sýndum fram á 4. tbl. þ. á. Laun og annar kostnaður við þessa milliliði leggst á verslunina og gerir vörurnar dýrari, en ef komist yrði hjá þeim; ef það er hægt, er það sparnaður eigi að eins fyrir hvern einstakan, heldur lands- menn yfir höfuð. Það er nú einmitt til- gangur kaupfjelaganna að gera óþarfa milliliði í versluninni. Það þarf nú varla að gjöra ráð fyrir því fyrst um sinn, að þau eyðileggi alla kaupmenn. En þótt þau yrðu svo öflug, að þau næðu undir sig með tímanum allri verslun landsins, þá getum vjer ekki betur sjeð, en að það væri ómetanleg gæði fyrir landið. Á þann hátt væru sparaðir kostnaðar- samir milliliðir í versluninni, verslunin yrði alinnlend og allur arðurinn af henni lenti hjá landsmönnum sjálfum. Yersl- unarstjettin, sem nú er, mundi ekki „deyja út af af atvinnuskorti“, heldur mundu sum- ir í henni ganga í þjónustu baupfjelag- anna, en sumir taka annað fyrir, og þetta yrði smámsaman, svo að það yrði til- tölulega fáum bagalegt meðal verslunar- stjettarinnar. Það er svo margt á móti þvi, að kaup- mennirnir gjörist sjálfir erindsrekar kaup- fjelaganna, að vjer getum með engu móti talið slikt tiltækilegt. Tilgangur fjelag- anna og kaupmannaverslunarinnar er svo sundurleitur, að slikt getur naumast sam- rýmst. Kaupmennirnir mundu að eins í orði kveðnu verða erindsrekar fjelaganna, en í raun og veru láta þau fá frá sjer útlendu vörurnar með nokkuð lægra verði, en þeir selja þær í búðinni, sem þeir stæðu sig vel við, þar sem þeir fengju borgun út í hönd frá fjelögunum; inn- lendu vörunum frá þeim mundu þeir slengja saman við sínar eigin vörur og skammta svo fjelagsmönnum verðið eptir því sem verkast vildi. Með öðrum orð- um, það yrði ekkert reglulegt kaupfjelag eða pöntunarfjelag, heldur fjelag eða sam- tök um verslun við kaupmanninn, sem geta verið mikið góð, að svo miklu leyti sem kaupfjelögin ekki duga eðaþarsem þau alls ekki eru til, eins og vjer bent- um á í 12. tbl. þ. á., og sum kaupfjelög í útlöndum hafa byrjað á þennan hátt. En með þessu eingöngu kemst þó ekki á neitt reglulegt kaupfjelag í eiginleg- um skilningi. Yjer efumst einnig stórlega um, að kaupmenn vildu taka að sjer að vera er- indsrekar fjelaganna, því að sumstaðar, t. d. í Þingeyj arsýslu, hafa baupmenn gert allt sem þeir hafa getað, til að spilla fyrir kaupfjelögunum og ejðileggja þau. Yjer sýndum fram á það í 9. tbl. þ. á., hversu nauðsynlegt er, að öll kaupfje- lögin hafi sama erindsreka, til að kaupa útlendar vörur og selja innlendar vörur;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.