Þjóðólfur - 25.04.1890, Blaðsíða 2
78
þá kaupir liann stórmikið af hverri vöru-
tegund í einu og fær hana því með betra
verði, en ef hann keypti minna. Mundi
nú nokkur kaupmaður hjer á landi geta,
þótt hann vildi, keypt vörur fyrir öll
kaupfjelög landsins, einkum, efþauauk-
ast og eflast? Og mundi hann geta
tekið við hrossum að sumrinu, fje að
haustinu og öðrum vörum frá fjelögun-
um og selt þetta fyrir þau í útlöndum,
án þess sjálfur að hafa umboðsmann til
þess? Þegar menn hugsa nákvæmlega
út í þetta, munu menn sjá, að þetta
mundi ekki vera mögulegt fyrir nokk-
urn innlendan kaupmann hjer á landi.
En að sinn kaupmaðurinn væri að bott-
loka fyrir hvert fjelag, hefði þá afleið-
ing, eins og vjer sögðum áður, að það
yrði að eins samtök um að versla við
hann, en aldrei neitt reglulegt kaupfje-
lag, og þá sækti allt í sama horfið, eins
og áður.
Svikin matvæli.
Þýtt úr ritgjörð eptir Edvard Ehlers lækni.
Mjúlkin.
(SiJurL). Það eru fáir, sem hafa hugmynd um,
hve mikil brögð eru að svikum á mjólk.
í Chemnitz í Saxlandi var 1878 73 af
100 af allri mjólk, sem þar var seld, hálf-
gerð eða algerð undanrenning og opt
blönduð allt að helmingi með vatni. Ept-
ir skýrslum frá rannsóknarhúsi borgar-
stjórnarinnar í París var 1881 helming-
urinn og 1882 nokkuð yfir 30 af 100 af
hinni rannsökuðu mjólk slæm. Líkar
skýrslur eru til frá öðrum stöðum. í
Kaupmannahöfn hefur talsvert verið gjört
til að tryggja almenningi ósvikna mjólk,
og fjelag eitt hefur þar jafnan góða
mjólk til sölu, en á síðari árum hafa
ýmsir, sem svikna mjólk selja, reynt að
sigla undir flaggi þess fjelags og heppn-
ast það helst til vel.
Sem einföld ráð, sem með æfingu geta
opt komið að góðu haldi, til að vita, hvort
mjólk er góð eða ekki, má nefna: Ef
einn dropi af góðri mjólk er látinn drjúpa
á nöglina á þumalfingrinum, þá heldur
hann sjer saman með kúptu yfirborði, en
vatnsblönduð mjólk og undanrenning
rennur út um nöglina eins og vatn.
Sömuleiðis má rannsaka gagnsæi mjólk-
urinnar; til þess þarf eigi annað en mæli-
glas, pottmál og ferkantaðan glerkassa,
sem er nákvæmlega 1 sentimeter á hæð.
1 mæliglasinu skal mæla 11 teningssenti-
metra af mjólkinni, blanda því saman
við 1 pott af vatni, hella síðan glerkass-
ann fullan af þessari blöndu og vita svo,
hvort hægt er að lesa gegn um þessa
(1 sentimeters þykku) mjólkurblöndu feitt
letur, eins og t. d. þetta orð: mjúlkur-
rannsókn. Ef hægt er að lesa það gegn
um mjólkurblönduna, er mjólkin slæm;
ef hún er góð, er ekki hægt að lesa það.
í sambandi við það, sem hjer er sagt
um svik á mjólk, skal minnst á hið svo
kallaða barnamjöl; ýmsar tegundir af
því hafa verið hafðar til sölu, og sagt,
að það geti að öllu leyti jafnast á við
móðurmjólkina, en því fer fjarri. Al-
gengasta tegundin (Nestle’s barnamjöl)
er að öllum líkindum búið til úr muld-
um tvíbökum, blönduðum saman við eggja-
blóm, mjólkursykur og dálitið af kanel.
Sighvatur Árnason á síðasta alþingi.
í síðasta blaði Pjallkonunnar 22. þ. m. ber Sig-
hvatnr Árnason á Jón Ólafsson, að hann hafi í
hinu opna brjefl sagt: „t. d. að Benedikt Sveins-
son hafi „legið ofan á atkvæði mínu“ (o: Sighv.)
eins og æður á eggi“. „Þetta er ranghermt“, seg-
ir Sighvatur, og er það orð og að sönnu, því að
Jón Ólafsson hefur aldrei sagt þetta, en hitt hef-
ur Jón Ólafsson sagt: „Benedikt tók Sighv. gamla
undir sína vængi og lá á honum eins og hæna á
eggi“, enda mun hann hafa haft þetta eptir ná-
kunnugum mönnum.
Annars gefur gamli Sighvatur góða upplýsing
um B. Sv., er hann skýrir frá, að B. Sv. hafi vilj-
að fá sig til að gefa frumv. atkv. i efri deild. —
Þetta bendir á einkennilega stefnufestu hjá þeim
manni, er neitaði að halda fund í neðri dcild, til
að ræða frumvarpið, og var einn af frumkvöðlun-
um til að sprengja fundinn í neðri deild, þar sem
átti að ræða um stjórnarmálið.
Upplýsingar Sighvats um Canada eru auðvitað
ekki fullt eins áreiðanlegar. Canadamenn voru
ekki voldug þjóð í samanburði við Englendinga,
þegar þeir fengu stjórnfrelsi sitt um miðja öldina;
þá var Canada skipt í örsmá ríki, sum lítið fjöl-
mennari en ísland. En ef vjer sleppum Canada,
hvað segir Sighv. þá um Newfoundland, nýlend-
urnar í Ástralíu, eyjuna Mön, Norðmannaeyjarnar ?
Sum af þessum ríkjum eru mannfærri en ísland.
Sighvatur segir, að íslendingar megi ekki miða við
stjórnarlög Canadamanna, af því þeir sjeu voldug
þjóð; ef hann níi líka treystir sjer til að verja
það, að ekki megi miða við sams konar stjórnar-
lög hjá öðrum, af því að þeir sje ekki voldugir,
þá má hann sannarlega telja sig mikinn speking,
því að enn þá hefur engum tekist að sannfæra
menn á þann hátt, og hafa þó margir vitringar
verið til i heiininum. Þingmaður.
Konungsfæðingar-hátíðahaldið. í því,
sem ritað hefur verið í blöðunum um kon-
ungsfæðingar-hátíðahaldið, er eitt atriði
sem ekki hefur verið minnst á, en sem
vel mætti nefna, en það er styrkur sá
af almannafje, sem ávallt hefur veittur
verið til þessa þarflega(!!) fyrirtækis.
Styrkur þessi, sem var 100 kr., þangað
til fyrir 2 árum síðan, að veitingarvaldið
færði hann niður í 60 kr., má skoðast
sem eptirleifar af konungsdýrkuninni á
einveldistímanum. Fjárlaganefndin 1887
lagði það til, að styrkurinn væri afnum-
inn, en þrátt fyrir það, mun hann hafa
verið veittur tvö næst undanfarin ár með
áðurgreindri niðurfærslu. Yonandi er,
að ekki komi hjeðan af fyrir, að hann
verði veittur, því þótt um litla upphæð
sje að gera, þá er það engu síður hneyksl-
anlegt, að verja almannafje því, til að
halda „bali og rall“. — Að því er drykkju-
skaparóreglu við seinustu konungsfæð-
ingarhátíð í skólanum snertir, þá mun
flestum bera saman um það, að hún hafi
alls ekki verið meiri en við sama tæki-
færi að undanförnu, og hefðu þá stipts-
yfirvöldin átt að skerast í leikinn löngu
fyr, enda vera ekki svo fús að veita styrk-
inn. Nú er helst svo að sjá, sem þau
hafi haft hitann í haldinu af greinum
Glood-Templarans um hið ímyndaða of-
drykkjufár í skólanum og þess vegna
ætlað að sýna af sjer rögg, — en allir
vita, hvernig það fór. x.
Kaupfjelag Reykjavíkur. Svo nefnist
verslunarfjelag, er nýlega er stofnað hjer
i bænum og hefur þann tilgang að út-
vega fjelagsmönnum „fyrir peningaborg-
un út í hönd svo góð kaup, sem unnt
er, á útlendum nauðsynjavörum........
helst hjá kaupmönnum, sem reka hjer
fasta verslun, og enn fremur á innlend-
um vörum, á smjöri og sauðum á fæti
eða kjöti“ og getur enginn orðið fjelags-
maður, nema hann greiði í kaupsjóð fje-
lagsins að minnsta kosti 180 kr. á ári
(o: fái vörur fyrir svo mikla upphæð).
Þetta er þannig ekki kaupfjelag, eins og
þau tíðkast annarstaðar, en getur eigi að
síður verið gott til að byrja með, enda
síðar snúist upp í reglulegt pöntunarfje-
lag.
Landamerkjadómur óuýttur. Lands-
yfirrjettur dæmdi 21. þ. m. ógildan landa-
merkjadóm og vísaði málinu frá undir-
rjettinum, út af landaþrætu milli Yíði-
valla ytri og hjáleigunnar Klúku í N.-
Múlasýslu öðru megin og Hrafnkelsstaða
hinu megin, með því, „að lögleg sátta-
tilraun hafði eigi farið fram í málinu,
þar sem að eins einn af eigendum Víði-
valla og hjáleigunnar Klúku mætti sem
kærandi fyrir sáttanefndinni, án þess að
hann hefði umboð meðeigenda sinna“.
Yerðlagsskrár. Auk þeirra verðlags-
skráa, sem getið er í 16. tbl., er meðal-
alin næsta ár í Húnav.sýslu 53 a., Skaga-