Þjóðólfur - 25.04.1890, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.04.1890, Blaðsíða 4
80 AUGLÝSINGAR samfeldu máli meö smáletri liosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast: ineð öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks lengdar. Borgun út í hönd. Þeir, sem óska kynnu að gjörast fjelagar í Kaupfjelagi Reykjavíkur, geta fyrir 27. þ. m. snúið sjer til einhvers af undirskrifuðum, er láta í tje upplýs- ingar um skilyrði fyrir inntöku í fjelagið, afhenda lög fjelagsins og pöntunarskrár o. s. frv. Reykjavík. 17. apríl 1890. Sigf. Eymundsson. Sighv. Bjarnason. St. Thorarensen. 230 Skrifstofa fyrir almenning. 10 Kirkjustræti 10 opin livern rúmhelgan dag kl. 4-—5 e. h. 231 ___________________________i—_______ Skósmíöaverkstæði 0 g leöurverslun Björns Kristjánssonar 232 er í VESTURGÖTU nr. 4. í tilefni af auglýsingu ábúandans á Mó- gilsá í 20. tbl. ísafoldar þ. á., lýsi jeg því hjer með yfir, að samkvæmt venju og götnlum skjölum verður beitutekjan á Leiðvelli, kringum Rifið, brúk- uð frá Bsjubergi, þar til ábúandinn á Mógilsá, hef- ur leitað síns ímyndaða rjettar og fundið hann, ef hann nokknr er til í þessu efni. Reykjavík, 25. apríl 1890. Kristín Bjarnadóttir. 233 Laus sýslan. Skólastjóri við barnaskólann í Reykja- vík verður skipaður frá 1. október næst- komandi með þessum kjörum: 1000 kr. árleg laun, leigulaus bústaður í skólabús- inu (8—4 herbergi auk eldbúss) og eldi- viður eptir þörfum. Umsækjendur sendi bingað á skrifstof- una bónarbrjef sín stýluð til baijarstjórn- arinnar fyrir júlímánaðarlok næstkomandi. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 22. april 1890. Halldór Daníelsson. 234 Ql/nlílTlÍltnT' sem er vanur v'ð barnakennslu, IJKU1íI|J11iI11 j býðst til að taka að sjer börn til kennslu í Reykjavík á næstkomandi sumri, ef nógu mörg börn fást. Ritstjóri Þjóðólfs gefur nákvæm- ari upplýsingar. 235 Fyrir hátt verö verður keypt af Þjóðólfi á afgreiðslustofu blaðsins, (Baukastræti nr. 3 í Rvík): Af 38. árg. (1886): 36., 38. og 40. nr. Af 40. árg. (1888): 3.-4., 5. og 8. nr. 236 Fágætar bækur til sölu: Elansturpósturinn allur, 9 árgangar. Sunnanpósturinn allur, 3 árgangar. Um kúabólusetning og bólusótt fyrir almúga á íslandi eptir J. Thorsteinsen. Viðey 1840. Um Cholera landfarsótt eptir sama. Viðey 1831. Um Meðhðndlun Qvef- og landfarsóttar eptir sama. Viðey 1834. Oetroy eður Kaup-H'óndlunarskiimáli 0. s. frv. . . . útlagt af Eiríki Guðmundssyni Hoff. Khöfn 1764, og ýmsar gamlar tilskipanir. Ritgj'órð um birkiskóga 0. s. frv. á íslandi. Khöfn 1827. Andligra Smá-rita Safn 0. s. frv., útgefið af Jóni Jónssyni. Khöfn 1816. 237 Menn snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. Tímarit um uppeldi og menntamál fæ'.t fyrir 1 krónu árgangurinn bjá Sig- urði Kristjánssyni bóksala í Reykjavík. 238 Norðanfari, 20., 21.. 22., 23. og 24. ár- gangur og nr. 57 -58 úr 17. árgangi, ósk- ast til kaups. Ritstjórinn vísar á kaup- andann. 239 Dr. med. W. Zils, læknir við konung- legu liðsmanna spítalana í Berlín ritar: Bitterinn „Brama-líí‘s-elexír“ er fram- úrskarandi hollt og magastyrkjandi meðal. Berlín. Dr. med. W. Zils. Ænkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elexír eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildinum á miðanum sjest blátt Ijón, og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir Ma til hinn verðlaunaöa Brama-llfs-elexir. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Nerregade No. 6. 240 Eigandi og ábyrgtarmaóur: ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: i Banlsastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Eymundssonar. 58 manna fólki. Hann varð alveg gagntekinn af andlits- fegurð hennar og fagra vaxtarlagi, og stóð nokkur augna- blik sem höggdofa, grafkyrr eins og steinn. En steinn- inn fjekk fljótt líf aptur, og Jónas þýtur á eptir meyj- unni fögru, sem auk alls annars gengur svo fallega, sem framast varð óskað. „Jeg bið yður fyrirgefningar, fröken“, tók hann til máls, er hann var kominn á hlið við hana. „Jeg bið yður fyrirgefningar. Jeg heiti Jónas Dúgge, jeg er málfærslumaður við yfirrjettinn hjer í Stokkhólmi. Jeg hef fyrir löngu fastráðið, að ganga að eiga þá stúlku, sem mjer fyrst litist vel á. Jeg hef ekki sjeð yður fyr en nú, en jeg elska yður; og fyrirætlun mín stendur ó- högguð. Leyfið mjer því með nokkrum orðum, sem koma frá alvarlegu og einlægu hjarta, að“ . . . „Hvað á þetta að þýða, herra minn“, greip hin unga mær fram í og ýmist roðnaði eða fölnaði, „. . . . • að vera ávörpuð hjer á götunni af óþekktum manni! . . . . G-jörið það fyrir mig að fara hurt, . . . í öllum guðanna bænum farið þjer. . . . Jeg skil ekkert í, hvern- ig þjer getið . . .“ „Sjeð og elskað yður í sama augnabliki", tók Jón- as Dúgge fram í; „það munduð þjer skilja, efþjerþekkt- uð skaplyndi mitt, og ef þjer þekktuð yður sjálfa; það skyldi . . . .“ 59 „Enn þá einu sinni, herra minn, bið jeg yður að lofa mjer að vera í friði. . . . Þjer eigið hægt með að sjá, að þjer . . .“ „Að jeg hef saklausa, unga stúlku frammi fyrir mjer. . . . Já það er hverju orðisannara; annars mundi jeg hafa vandlega varast að ávarpa yður. . . . Jeg veit hvorki, hvað þjer heitið, nje hverra manna þjer eruð; en jeg hef talið það víst, að þjer sjeuð ógipt . . . og skylduð þjer, mót von, vera gipt, verðið þjer að skilja við manninn yðar, því að annaðhvort jeg eða enginn“. Unga mærin svarar honum ekki framar, en flýtir sjer sem mest hún getur, og fer inn í skrautlegt hús í einni af bestu götum borgarinnar. Jónas Dúgge varð lienni samferða. „Guð minn góður!“ segir þá unga mærin; „þjer ætlið þó víst ekki að verða mjer lengur samferða?11 „Jú, því get jeg ekki neitað“, svaraði hann; „að yfirgefa yður við dyrnar á húsinu yðar, eptir að hafa sagt svo mikið, væri ókurteisi, sem jeg mundi aldrei geta fyrirgefið sjálfum mjer. . . . Jeg ímynda mjer, að faðir yðar eða móðir sje á lífi, ef til vill bæði foreldrar yðar, hitt legg jeg í hendur forsjónarinnar“. Með öndina í hálsinum af fáti og hræðslu hleypur unga mærin upp stigann, opnar dyr á fyrsta lopti og hverfur þar inn. Jónas Dúgge er rjett á hælunum á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.