Þjóðólfur - 16.05.1890, Blaðsíða 1
Keraur út & föstudög-
um — Verð árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júlí.
Þ JÓÐÓLFUR.
Dppsögn skrifieg, bundin
við áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLII. árg. Reykjavík, föstudaginn 16. maí 1890. Nr. 23—24.
Þjóðólfur í Borgarfjörð er sendur til
herra kaupmanns Böðvars Þorvaldssonar á Akra-
nesi, sem kemur honum með ferðum. Eru ferða-
menn vinsamlega beðnir að vitja blaðsins hjá hon-
um og greiða fyrir þ ví.
Um pólitík nútímans
eptir
Sigurd Briem.
Fyrirlestur haldinn í stúdentafjelaginu 19. apríl 1890.
Pegar jeg í vetur sagði yður frá sósíal-
istum, tók jeg það fram, að þeir væru
farnir að hafa mikil áhrif á löggjöf og
stjórn. Eins og þjer munið eptir var aðal-
krafa þeirra, það er að segja þeirra, sem
hugsa um annað en eyðileggingu, að ríkið
tæki alla framleiðslu í sínar hendur og að
borgararnir væru allir launaðir embættis-
menn í ríkisins þjónustu. En þjer munið
víst einnig eptir grein, sem fyrir skömmu
hefir staðið í Fjallkonunni eptir Arnljót
prest Ólafsson. Hann skýrir þar frá skoð-
unum sínum og auðfræðingsins Bastiats,
á lögunum, á hlutverki landsstjórnarinnar.
Skoðanir þeirra fara alveg í gagnstæða
átt við það, sem sósíalistar vilja. Þeir
halda því fram, að landsstjórnin skijiti
sjer af sem minnstu, að hún eiginlega
skipti sjer eigi af öðru, en þjófum og bóf-
um. Undirstaðan undir kenningu þeirra
og það, sem þeir svo leiða allt út af eða
frá, er frelsið og eignarrjetturinn, ótak-
markað frelsi og ótakmarkaður eignar-
rjettur. Hvorttveggja segir Arnljótur að
sje meðfætt og talar um það eins og eitt-
hvað óbreytilegt, en það er öðru nær en
svo sje.
Eignarrjetturinn hefur verið skilinn mjög
mismunandi á ymsum tímum og er það
enn í dag í hinum ymsu löndum. Hann
hef'ur stundum gripið yfir meira, stundum
yfir minna og stundum alls eigi verið til.
Þannig álitu menn, meðan þrældómurinn
var við líði, og þar sem hann enn er við
liði, að maðurinn eða mannlegar verur
gætu verið eignarrjetti undirorpnar; á hina
hliðina þekkti hvorki fornöldin eða mið-
aldirnar hinn svo nefnda andlega eignar-
rjett, t. d. eignarrjett á sömdu máli, sem
vjer höfum. Sagan sýnir oss einnig og
sannar, að hugmyndin um eignarrjett hef-
ur fyrst myndast um lausagóssið, en eign-
arrjettur á fasteignum hefur fyrst löngu
seinna komist inn í meðvitund manna.
Það má meira að segja enn í dag í vorri
álfu finna dæmi þess, að eignarrjettur á
jörðum þekkist eigi; jeg tala hjer um sjer-
eign, því það er þess konar eignarrjettur,
sem Arnljótur á við. Það er t. d. í mörg-
um kantónunum í Sviss, að sjereign á
landi þekkist varla, heldur er það sveitin,
sem á landið og skiptir því meðal íbú-
anna til afnota um lengri eða skemmri
tíma1. Þetta er einnig hið almenna á
Rússlandi upp í sveitunum, og það hefur
til skamms tíma mátt heita, að sjereign á
landi væri þar undantekning2 3 *. Yfir höfuð
er sameign á landi eða hefur verið til
skamms tíma það almenna í suðaustur-
hluta Norðurálfunnar, í Dónárlöndunum og
þar um kring, þar sem rómarjetturinn
hefur eigi komist inn í menn. Enn eru
til ríki, sem alls enga sjereign þekkja,
þar sem hver hefur rjett til eða getur
tekið það, sem honum sýnist, hvort sem
hann hefur sjálfur unnið að því eða eigi.
Jeg skal þar til nefna Somoaeyjar8 og þar
hefur þó verið þingbundin konungsstjórn
í nær 20 ár.
Jeg ímynda mjer því, að þjer getið ó-
mögulega sagt með sjera Arnljóti, að þessi
rjettur sje óbreytilegur og meðfæddur og
því síður, að hann sje ótakmarkaður. Það
er eigi til það land, sem þekki þann rjett.
Ótakmarkaður eignarrjettur þekkist að eins
á því, sem Þjóðverjar kalla „Bagatell
Eigenthum“; það er tiltölulega verðlitlir
hlutir, sem menn brúka dagsdaglega. Þar
sem munirnir geta farið að hafa þýðingu
fyrir fjelagið, þá er eignarrjetturinn á
þeim mjög svo takmarkaður. Eptir stjórn-
arskrá vorri er hver maður skyldur til að
láta af hendi eign sína, þegar almennings-
heill krefur, og bæði vjer og allar siðað-
ar þjóðir þekkja alls konar reglur, sem
byggingarlög, heilbrigðislög o. s. frv. fyrir-
skrifa. Þegar íslenskir kaupmenn ætla að
1) F. 0. Adams: The Swiss Confederation. London
1889.
2) A. Wagner: Die Abschaffung des Privaten
Grundeigenthums. Leipzig 1880, hls. 32 og 51.
3) Contury, May 1889. Grein eptir H. W. Whi-
taker.
ærast út af lögunum um útmæling á lög-
giltum kauptúnum og halda, að annað eins
gjörræði eigi sjer eigi stað í nokkru mennt-
uðu landi, þá sýnir það einungis, hve lítið
þeir þekkja til annara landa. Það er
heldur eigi neinstaðar álitið skaðlegt, að
ríkið hafi rjett til á líkan hátt að grípa
til eigna borgaranna, nei þvert á móti.
Sheldon Amos, einhver með hinum bestu
höfundum Englendinga í pólitískum fræð-
um, segir í bók sinni Science of politics:
„Lánsöm eru þau lönd, þar sem það hefur
snemma verið viðurkennt, að ríkið hafi skil-
yrðislaust rjett til að skipa um land þjóð-
arinnar eptir vild í sinn eigin hag og
allra flokka þjóðfjelagsins"1.
Og þá er frelsið; það er persónufrelsið
og atvinnufrelsið, sem sjera Arnljótur á
við, því hið pólitíska frelsi eða stjórn-
frelsið prúttar hann minna um. Jeg get
eigi fremur sjeð, að það sje nokkur ótak-
markaður frumrjettur eða meðfæddur rjett-
ur. Það má segja um það eins og eign-
arrjettinn, að það hefur verið og er mjög
mismunandi, hve langt það fer og það
hefur verið og er gripið inn í það, þegar
almennings heill krefur. Jeg get eigi
fundið, að frelsið byggist á öðru en
reynslunni, á þeirri reynslu, að það sje
þjóðfjelaginu fyrir bestu, og ef það kem-
ur í bága við almennings heill, þá hefur
ríkið fullkominn rjett, til þess að grípa
fram í, svo framarlega sem það er skoðað
sem stofnun til þess, að efla gagn borg-
aranna, til þess, að sem mestur fjöldi þeirra
geti lifað sem bestu lífi. Því þykir mjer
ljósast, að þeir mannírelsismennirnir neiti
eigi, en þeir álíta samt, að það eigi ekki
að gjöra annað, en að gæta þessa með-
fædda eignarrjettar og þessa meðfædda
frelsis, sem hvorugt er til, nema í þeirra
eigin ímyndun; en látum það vera til og
látum það hafa það umdæmi, sem þeir
vilja gefa því, og ríkið hafa það starfs-
svið, sem þeir vilja marka því, hverjar
verða þá afleiðingarnar ? Hjer er það, að
sósíalistarnir hafa sína miklu þýðingu.
Þeir hafa sýnt og sannað, að þess konar
frelsi og þess konar eignarrjettur leiddi
til hins mesta auðmannaofríkis og einok-
1) Sheldon Amos: The Science of Politics.
London 1883, bls. 400.