Þjóðólfur - 16.05.1890, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 16.05.1890, Blaðsíða 7
95 eski, klædd í frakkneska, rauða einkenn- iskjóla, svo að þýsku hermennirnir verða sefðari en ella í að miða á þann einkenn- ishúning. Reyklausa púðrið breytir allri hernaðaraðferð. Ósýnilegir óvinir, sem senda ósýnilega kúludrífu hverijr á aðra— það verður, segir blað eitt, liið einkenni- legasta við næstu styrjaldir.—Það er eig- inlega rangnefni, að kalla reyklausa púðr- ið því nafni, því að það er hvorki að sam- ansetningu nje útliti í minnsta máta líkt almennu púðri. Það samanstendur af smáblöðum, ferhyrntum og hvíigulum að lii, en efnasamsetningu þess er auðvitað haldið leyndri, svo að menn vita ekki um hana með neinni vissu. Emin Pascha talar 27 tungumál, þeg- ar afríkanskar máliskur eru reiknaðar Með- Hann talar og skrifar 6 Evrópu- eins vel og móðurmál sitt, þýsku. í Neapel kunna 81 af 100 borgarbúa ekki að skrifa nafnið sitt. Á götunum Þar eru skrifstofur undir beru lopti. Skrif- ararnir, „hinir lærðu menn“, sem alþýðan kallar þá, koma á hverjum degi út á göt- ana með borð, stóla, pappír, penna og blek 0g er jafnan mikill mannfjöldi í kfinguni þá; þar fá menn fyrir borgun skrifuð biðilsbrjef og önnur brjef. Hring- inn í kring um borðin sitja menn, lesa skrifaranum fyrir og stara með undrun og aðdáun á pennann, sem gerir orðin af vörum þeirra sýnileg á pappírnum. Þegar menn mæta líkfylgd á götu í París, taka menn ofan og standa berhöfð- aðir, meðan hún fer fram hjá. Kvennprestur. í Ameríku mega kvenn- menn ekki síður en karlmenn vera prest- ar. Bærinn Kalamazor í Pennsylvaníu hefur heiðurinn af því, að þar hefur söfn- uður fyrstur allra safnaða kosið sjer kvennprest. Þessi fyrsti kvennprestur þar í landi heitir Carrie Bartlett, hefur lært guðfræði við Havardháskóla, er orðlögð fyrir ræðusnild og ekki síður fyrir fegurð. Menn eru þess vegna í nokkrum vafa um það, hvort hin mikla guðrækni og kirkju- rækni, sem skyndilega hefur gagntekið alla unga menn í söfnuði hennar, er að þakka ræðum hennar eða fegurð. Hún kvað vera 19 ára gömul og aldrei vera í messuskrúða við messugjörðir, heldur er klædd svörtum klæðum, og á höfðinu hef- ur hún svartan hatt með löngum, hvítum strútsfjöðrum. Leiðarvísir til lífsáhyrgðar fæst ókejpis li.já ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur peim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 267 Nýprentað: „Helgi hinn magri“ dramatiskar sýningar eða söguleikur í fjórum þáttum eptir síra Matthías Jochumson á stærð 8 arkir í litlu 8 blaða broti, kostar 1 kr. í kápu, fæst til kaups hjá bóksölum bjer, og verður sendur með næstu strandferðum til bóksala út um land. Einn merkur maður hefur, eptir að hafa lesið söguleik þenna, sent mjer ept- irfylgjandi álit sitt á honum: „Yjer kunnura sira Matthíasi Jochumssyni sjer- stakar pakkir fyrir hans nýja leikrit: Helga hinn magra. Þar hefur honum tekist framúrskarandi vel sem dramatisku skáldi; orðfærið er ágætt, og allur práðurinn i leiknum einkar-fastur. — Því er miður, að slíkt leikrit getur ekki náð rjetti sínum hjer hjá oss, ]>ar allt hið sceniska vantar. Á hin- um stóru leikhúsum i öðrum löndum væru scen- urnar í pessum leik afbragð eins og líka þetta sögulega drama myndi fá það hrós, sem það á sann- arlega skilið.“ Aðalumboðssala er hjá: Sigfúsi Eymundssyni. 72 Liðsforinginn froðufelldi af reiði. Hann vildi fyrst senda aðgöngumiðana til baka aptur eða að minnsta kosti peninga fyrir þá, en því mótmæltu þær harð- lega. „Það sæmir með engu móti að vera svo ókurteis við mann, sem eiginlega aldrei hefur gjört okkur annað en gott“. „Það er alveg rjett, mamma!“ sagði Teresa og hugsaði um dansleikinn og valsinn. Um kveldið, þegar söngurinn var búinn á leikhús- iuu, hittir Jónas Dúgge — af hendingu — þær mæðgur °? lðsforingjann fyrir utan leikhúsið. Jeg þarf ekki a jo yrða um pa^ þær þökkuðu honum með mörg- um ögrum orðum fyrjr aðgöngumiðana, en liðsforing- inn nísti tönnum af iiiskU „Catalani syngur eins og engill", sagði Jónas Dúgge, „en liðsfbringjanum finnst víst allt annað; það leynir sjer ekki, og ef til vill geðjast honum ekki að söng yfir höfuð. Mig skal ekki fUrða það, því að þessi endalausi bumbusláttur, sem tíðkast hjá herliðinu, hlýt- ur loks að eyðileggja alla sönglega hæfileika. Og þó er songlistin öldungis nauðsynleg. Þegar yjer erum óánægð- lr’ iluSgur hún oss; þegar vjer erum hamingjusamir, eykur hún hamingju vora. Sá, sem hefur ekki, eða sá, / sem hefur misst allan smekk fyrir sönglist, er þess 69 hefði ekki einmitt hitst svo á, að það var „vals“: því hví skyldi hún einmitt vera ein af þeim, sem ekki dansaði „vals“ við bezta „vals“-dansarann á dans- leiknum? Hún tók því boðinu og sveif þegar af stað, eins og hún hefði vængi. Það var „guðdómlegur vals“! Þegar hann var á enda, leiðir Jónas Dúgge hana að veitingaborðinu og býður henni „ís og kökur“, sem hún þáði; hann biður liana að fara varlega . . . að borða ekki ísinn of fljótt . . . heilsa hennar er svo dýrmæt fyrir alla . . . ef til vill fremur fyrir hann, en nokk- urn annan. Teresa varð hálffeimin við fagurmæli hans, en varð þó hvorki stygg eða reið við. „En“, segir hún eins og til þess að leiða talið að öðru, „blómið í hárinu á mjer er líklega rjett dottið“. „Ef jeg má, skal jeg setja það aptur á sinn stað“, sagði Jónas Dúgge og festi blómið í hið mikla, hrafn- svarta hár hennar. Maður má sannarlega hafa gott auga til að finna hæfilegan stað fyrir þetta öfundsverða blóm“. „Nú! er það nú á rjettum stað?“ spurði Teresa, sem ekki hafði neinn spegil að líta í. „Er jeg nú falleg?“ „Jeg vildi, að jeg gæti sagt nei“. „Hvers vegna það?“

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.