Þjóðólfur - 16.05.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.05.1890, Blaðsíða 3
91 uð víst flestir þekkja frá hugsunarfræð- inni, og sem í þessu atriði gengur langt um lengra1, eða þá mann eins og Leroy- Beaulien, sem var erindsreki Frakka á verkmannaþinginu í Berlin, sem jeg síðar skal minnast á, Jeg gkai að eins hæta við dóm prófessors Schönbergs, sem hljóð- ar svo: „Þó að það kunni að finnast fá- einar hrœður, sem fylgja þessari kenningu (0: Bastiat); þa getur hún eigi framar heitið kenning auðfræðinnar412. Eu því er þá Arnljótur að segja oss, að þetta sje kenning allra sannarlega frjálslyndra auðfræðinga hjá Frökkum og Englendingum nú á tímum ? Hann segir það reyndar eigi skilyrðislaust, heldur hætir við: „þeim er eg til þekki“. Það kann vel að vera, að hann þekki sárfáa °g máske alls engan, og ef svo er, þá fer vitnisburður hans og Schönbergs saman, að það sje enginn auðfræðingur nú á tím- Ula, sem fylgir þessari Bastiats stefnu, en það er ólíklegt, að Arnl. ætlist til, að þessi °rð hans sjeu skilin á þann veg. Bastiat missir eigi gildi sitt fyrir það, þótt eptirmenn hans sæju það, sem hann eigi sá. Hann var glöggskygn á margt í auðfræðinni og hefur skýrt það mæta vel, og hann hefur komið fram með ýmsar fagrar hugmyndir, þótt reynsla seinni tíma kafi sýnt, að margar af þeim eigi voru annað en loptkastalar. Yfir höfuð sást honum yfir núningsmót- stöðuna í mannfjelaginu, ef jeg má nota það orð. Eins og sá eðlisfræðlngur, sem ekkert tillit tæki til núningsmótstöðunnar ffiundi eigi komast að rjettri niðurstöðu, eins fer þeim auðfræðingi, sem tekur eigi ueitt tillit til þess marga, sem getur orðið a vegi auðfræðinnar. Bastiat hafði auga fyrir hinum skaðlegu afleiðingum illra laga, en fyrir gagni góðra laga var hann blind- r' Það er eigi til annars en gjöra æ 1Ila hlægilega í augum almennings, __ , . ' at að klifa a þvi, sem veikast er 1 kennine-,i v. sem algildiim haldi Þýfram- nótímans. Wr*«islegum setningum ÞaJ nær engri átt ,ð kennl BMtlata um login hafi fylgi frjálslvnn„„ , ,ö,ynara manna nu a funum, en hun hefur verið ótrúlega rík í huga sumra mauna, einkum giamrar- anna. 1) Sjá einkum bók hans: The State in ítelation Labour. 2) Handbuch der politischen Oeconomi, Tubingen l88ö I. bls. 59. Hinir skynsamari menn ljetu samt eigi þetta frelsisglamur hlaupa með sig i gönur. Árið 1848, þegar Bastiat og hans stefna var komin í almætti sitt, var Macauley, sem jeg held enginnþori að brigsla um ófrjáls- lyndi, að berjast fyrir því, að enska ríkið færi að hafa frekari afskipti af menntun alþýðu. Hann byrjaði þá ræðu sína í þing- inu á þessa leið: „Yður mun eigi undra það herra, þótt mjer væri umhugað um að fá yður til að líta á mig í kvöld1. Mjer fannst það vera hin fyrsta skylda mín, sem eins af meðlimum nefndar þeirr- ar, sem hefur verið falin á hendur yfir- umsjón með menntun alþýðu, að leggja mitt hjartans samþykki á frumvarp þetta, sem hinn heiðraði meðlimur fyrir Fins- bury skoraði á deildina að skera niður. Jeg er einn af þeim, sem um endilangt konungsríkið hef verið sakaður um og er nú hjer sakaður um, undir sjerstöku yfir- skyni, að hafa í huga að höggva stórt skarð í borgaralegt og trúarlegt frelsi þjóðarinnar". Síðar í ræðu sinni kemst hann svo að orði um þessa Bastiats stefnu: „Þessi kenn- ing hefur það að minnsta kosti til síns ágætis, að hún er „originalu. Mergurinn málsins er þetta. Hingað til hafa allir menn algjörlega misskilið eðli og tilgang borgaralegrar stjórnar, Hinn mikli sann- leiki, sem hefur verið öllum umliðnum öld- um og kynslóðum hulinn, hefur nú fyrst 1846 opinberast nokkrum velæruverðug- um prestum og djáknum í nokkrum lausa- söfnuðum og er þetta: Landsstjórnin er í einu orði sagt stóreflis böðull. Hún á eigi að gjöra neitt nema með harðýðgi og fanta- skap. Hið eina starf stjórnarinnar á að vera að hneppa menn i fjötur og byrgja þá inni í fangaklefum og hálshöggva og hengja og skjóta og stinga og kyrkja og kvelja. Það er hatursverð harðstjórn af hennar hálfu, að reyna að afstýra glæp- um með því, að fræða alþýðu manna og liefja hennar siðferðislegu tillfinningar"2. í þetta skipti vann hann sigur, en ept- irmenn hans hafa átt í laagtum harðari baráttu, til þess að koma fram ýmsum lögum um verksmiðjur og vinnufólk, sem 1) Þetta lýtur tíl þess, að í þinginu enska mega þingmenn eigi biðja um orðið á annan hátt, en með þvi að gefa forseta bendingu um það með augunum. Yflr höfuð læst forseti þá eigi sjá aðra en þá, sem hann þykist viss um að muni halda góða ræðu. 2) Missellaneous Writings and Speeches of Macau- ley, London 1873, bls. 735 og 739. nú eru tekin upp sem sjálfsögð í næstum hverju menntuðu landi. Það er hjer með- al annars, sem sósíalistar hafa haft stór- kostleg áhrif. Menn eru nú farnir að kannast við, að aðfinningar þeirra hafi að mörgu leyti við góð rök að styðjast, en það var lengi vel, að menn neituðu því. Átrúnaðargoð sjera Arnljóts hrópuðu sí- fellt, að mannfrelsið og mannrjettindin væru brotiu niður, ef landsstjórnin færi á nokkurn hátt að skipta sjer af viðskipt- um manna. Það dugði ekkert, þó að menn kæmu með skýrslur eins og þetta: „í leirvöruverksmiðjum á Englandi vinna um 11000 börn og unglingar. Þau byrja að vinna þar 6—9 ára gömul og vinnu- tíminn er frá kl. 5 að morgni til kl. 6 að kvöldi og stundum lengur. Þau eru þar í 30—40 gráða hita og stundum allt að 50 gráðum. Um vetur eru þau stund- um send úr þessum hita út í 12 gráða frost sokkalaus, skólaus og yfirhafnarlaus“. Þetta leiddi auðvitað fjölda þeirra til banaul. Önnur skýrsla hljóðar svo : Vjer skulum gefa lýsingu á einni eld- spýtu-verksmiðj u, sem var með þeim lak- ari, þó engan veginn verst. í þessari verksmiðju unnu 6 menn fullorðnir og 15 sveinar; henni var skipt í tvö hólf, ann- að var 20 fet á lengd, en 11 fet á breidd með alls engri smugu til þess að hleypa lopti inn eða út. í þessari kompunni var brennisteinninn og fosforinn hitaður, þeim blandað saman og spýtunum dýft í blönd- una og þær þurkaðar. í hinni kompunni voru heldur eigi nein tæki til þess, að hleypa lopti inn eða út, en þar fór fram allt það, sem frekar þurfti að gjöra að eld- spýtunum. í þetta helvíti urðu ungling- arnir að flytja matinn með sjer og mat- ast þar2. Slíkar skýrslur og þetta gáfu nefndir, sem enska þingið setti til þess að rann- saka ástand meðal verkmanna, en þessar skýrslur dugðu ekki neitt. Þó þessir frelsismenn og mannvinir gætu eigi í einu einasta atriði vefengt þær, stóðu þeir fast á því, að stjórnin mætti eigi fara að skipta sjer af þessu. Hún mætti eigi fara að grípa fram í viðskiptalífið og atvinnuvegina, og þannig brjóta niður allt mannfrelsi og öll mannrjettindi. Þetta lagaðist allt af sjálfu sjer, ef menn bara eigi skiptu sjer af því. Það eru nú eigi meir en 20—30 ár síð- 1) Escott: England its people, polity and pur- suits. London 1887, bls. 140. 2) sama bók bls. 151.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.