Þjóðólfur - 30.05.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.05.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föetudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Þjóðólfur í Borgarfjörð er eendur til herra kaupmanns Böðvars Þorvaldssonar á Akra- neBÍ, sem kemur honum með ferðum. Eru ferða- menn vinsamlega heðnir að vitja blaðsins hjá hon- um og greiða fyrir þvi. 279 1?JÓÐÓLFUR á Akranes er lagður í Brydes búð. Akurnesingar eru vinsamlega beðnir að vitja hlaðsins þangað. 280 Útlendir ferðamenn eru aU(,)suppspretta fyrir sum lönd í álfu vorri. t>ag eru aHðmenn úr ýmsum lönd- um> sem eins og farfuglar fylgja sumrinu breyta um verustaði eptir árstiðunum. , veturnar eru þeir í Nizza og suður á Italíu, á sumrin ferðast þeir til Norður- landa. Ekkert land græðir þó líklega eins mikið á útlendum ferðamönnum, eins Sviss. t»ar má segja, að ferðamanna- straumurinn sje stanslaus árið um kring og talið, að 40—50 milljónir króna komi luu í landið árlega frá útlendingum. Á síðari árum hefur ferðamannastraumurinn a sumrum gengið til Noregs, yfir þvert og eudilangt landið, og þar fara útlendir terðamenn árlega fjölgandi. Norðmönnum telst svo til, að þeir fái hátt á aðra miljón króna inn í landið með þeim á ári. Island er nú ekki síður en Noregur útbúið svo af náttúrunni, að það gæti regið til sín mesta sæg af útlendum terðamönnum á sumrin, og slíkt gæti orðið mesta auðsuppspretta fyrir landið, ef ekki vantaði hjer svo ótalmargt annað, til að úæna útlendinga að landinu. Hjer er yfir ■i° U margt, sem útlendingum þykir mik- hvpriV, vf • Sjá og meta mikils: Geysir, h '!eiTrfrægÍ’ °g fJela^ hans Strokk' yír eld- .opu uV,totíJ JSÆT' heilnæmi loptsms, mátulegur hiti hestarn- ir, veiðisæl vötn og ár og ekki hvað sízt laxárnar, sem þegar hafa dregið mar^an Englendinginn hingað, o. s. frv. — En svo er aptur svo ótalmargt, sem fælir útlend- inga hjeðan: samgöngur vondar, engar járnbrautir, eins og í öðrum löndum, ekki einu sinni akvegir eða nokkurn veginn góðir reiðvegir, nema sumstaðar, engin gistihús, nema í kaupstöðunum, sem geta veitt þreyttum og vegmóðum ferðamönn- Reykjavík, föstudaginn 30. maí 1890. Nr. 26. um þau þægindi, sem þeir eru vanir við í útlöndum, svo að þeir verða að láta sjer lynda að gista á bæjunum, þar sem mis- jafnlega stendur á með viðtökur, misjafn- leg hýbýli, misjafnlega þrifalegt o. s. frv. Þrátt fyrir þetta koma þó á hverju sumri eigi svo fáir Englendingar og aðrir útlendingar híngað, sem ýmsir hafa tals- verðan hag af með því að vera fylgdar- menn þeirra, leigja þeim eða selja hesta, selja þeim beina o. s. frv. En mesta hag- ræðið af þeim á síðari árum er þó án efa, að Englendingar hafa víða tekið veiði í laxám á leigu. Þrátt fyrir allt og allt hefur þó útlendum ferðamönnum heldur fjölgað síðari árin, og þeir gætu án efa fjölgað stórum, ef fslendingar gerðu sitt til þess að hæna þá að landinu. Betri samgöng- ur á sjó og landi mundu talsvert stuðla að því og það er ein ástæðan auk allra annara til að hvetja íslendinga til að leggja kapp á að bæta samgöngurnar. Auðvitað geta eigi komið upp gistihús, nema í kauptúnunum, en samt sem áður mætti gera útlendingum viðtökurnar þægi- legri, en víða á sjer nú stað. í norskum blöðum er hvað eptir annað brýnt fyrir almenningi þar í landi, hvers gæta verð- ur í þessu efni, og er ekki síður þörf á slíku hjer á landi. Um fram allt er áríð- andi, að menn sýni útlendum ferðamönn- um, eins og öllum, alla kurteisi og láti þeim í tje það, sem þeir vilja fá og til er; það er rjett að taka fyrir það fulla borgun, en ekki meira. Það hafa gengið sögur af mönnum, sem selt hafa útlend- ingum næturgreiða og haga fyrir hesta margfalt meira en það var vert og jafn- vel með hálfgerðum brögðum reynt að hafa fje út úr þeim. Slíkt er bæði rang- látt í sjálfu sjer og fælir útlendinga frá að koma hingað, auk þess sem þeir, er slíkt hafa i frammi, gera bæði sjer og landsmönnum yfir höfuð vansæmd með því í augum útlendra þjóða. Þá er ekki síð- ur nauðsynlegt að láta allt vera sem hreinlegast og þrifalegast, sem þeim er í tje látið, allur matur og drykkur hrein- legur og vel til búinn, þeir, sem standa þeim fyrir beina hreinlegir til fara, her- bergi, sem þeim er boðið inn í eða þeir sofa í, hrein og með hreinu lopti, hrein rúmföt o. s. frv. Eptir því sem vjer höf- um heyrt, og staðið hefur i ferðasögum þeirra hjeðan, mun vera allmikið ábóta- vant sumstaðar í þessu, sem mætti þó laga án mikiis kostnaðar eða fyrirhafnar. Yfir höfuð mun þó almenningur hafa góð- an vilja á að sýna útlendum ferðamönn- um, ekki síður en öðrum, góðar viðtökur, en hittir þá ef til vill misjafnlega á að gera þeim til geðs. En fylgdarmenn þeirra ættu að geta gefið góðar leiðbeiningar í þessu efni, enda nokkuð komið undir fylgd- armönnunum, hvernig útlendingum gest að því að ferðast hjer um land og hverja þekkingu þeir fá á landinu. Norðmenn hafa fyrir löngu viðurkennt, hve þýðingarmiklar ferðir útlendinga eru fyrir þeirra land, en svo lítur út sem ís- lendingar hafi enn eigi fengið augun opin fyrir því; þrátt fyrir annmarkana, sem hjer eru, geta þó útlendir ferðamenn með tímanum orðið auðsuppspretta fyrir landið. íslendingar geta sjálfir stutt að því hjer á landi með því, hvernig þeim ferst við þá, og landar vorir í útlöndum með því að útbreiða þekkingu á landinu meðal út- lendinga, og gætu sjálfsagt landar vorir í Ameríku vakið eptirtekt á íslandi meðal þarlendra manna, sem fara skemmtiferðir þaðan til álfu vorrar. í sumar kvað vera von á útlendingum með flesta móti hingað til lands, sem sýn- ir, að þeir fara þó sífjö’.gandi; og því er það mikilsvert, að menn gefi þessu máli meiri gaum en þeir liafa gert hingað til. Aumingja ísland. Besta bók sem franskur maður hefur skrifað um ísland, er hið mikla rit Gai- mards í 6 bindum með 250 myndum. Gai- mard ferðaðist á íslandi 1835—36, og rit þetta var gefið út að tilhlutun Loðvíks Filipps Frakkakonungs, enda er það snild- arverk í sinni röð og fleiri vísindamenn en Gaimard unnu að því. Yersta bók, sem franskur maður hefur skritað um ísland, og — jeg held versta bók, sem nokkur útlendingur í samanburði við þann tima, sem hann ritar á, hefur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.