Þjóðólfur - 30.05.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.05.1890, Blaðsíða 2
102 skrifað um Frón — er nýkomin út (1889) í París; hún heitir: V. Meignan: Pauvre Islande (aumingja ísland) og er með mynd- um. Þó allir Bakkabræður hefðu lagt sig í líma og framkróka, þá hefðu þeir samt naumlega getað skrifað jafnvitlausa bók. Þeir kunnu þó að draga þorsk, en Meignan fer að því sem nú skal greina. Fyrst rennir hann önglinum til botns, síðan kippir hann honum upp hart og fimlega og krækir þá ætíð í sporð eða ugga á einhverri þorskkind. Hann segir, að stundum lendi í bardaga milli útlendra skipa út af fiskiveiðum. Það er engin furða, þegar svona krökkt er af þorskin- um. En tólfunum kastar, þegar hann segir, að landsbúar sofi allan veturinn í æðar- dúni, eins og hýðbirnir, því þá sje engri skepnu út fært. Á sumrin slá þeir gras, en það verður aldrei hærra en manns- fingur. Þetta sjeu líka lyddur með hvítar, blóðlausar varir, úrættaðir niðjar Norð- manna, hengilmænur í Európubúningi, veiklulegir vesalingar, drembnir yfir engu, mannfýlur. En ekki er kyn, þó keraldið leki, þegar þeir eiga að búa í því landi og þeim híbýlum, sem hann lýsir. Landið er eins og stirðnað andlit með hryllileg- um dauðateygjum. Hann sá brennistein vella upp úr því við Mývatn og líkir því við helvíti hjá Dante og mörgum öðrum höfundum. íslenskur prestur eigi víst hægt með að lýsa víti í stólnum. En ætli söfnuðinum blöskri það, sem hann býr á ? Hann ræður landsbúum að flýja iandið, áð- ur en það sökkvi í sjó. Einu sinni var hann að tala um ástir við konu á Akureyri; hún var að munda til við hann, hvort hann vildi ekki ganga að eiga dóttur sína. Þá heyrir hann dynki j mikla úti fyrir og datt strax í hug, að nú væri landið að stinga sjer niður í sjó- inn, eins og selurinn forðum undir Sæmundi fróða; betur væri nú heima setið en að drukkna með landinu eða kafna í brenni- steinssvælu. Þegar hann kom út, hafði reyndar Akureyrartrjeð haggast, en engin missmíði önnur sáust. Franska herskipið „Dupleise11 var að hafna sig og hafði skotið fallbyssuskot. Fleira kvennfólk i giptingarhug hitti hann ekki, en tvisvar leist honum vel á stúlku. Önnur hjet Chica (= Sigga) og var með jafnöldrum sínum að hlæja að honum fram í eldhúsi i bæ, sem var grafinn í jörð, moldargreni verra en kolanáma. Annars sá hann aldrei íslendingi stökkva bros. Hin var stúlka, sem var að brýna ljá út á engi. Hann var að drekka vatn í heila klukku- stund í læk nálægt, en hún leit ekki við honum, enda kunni hann ekki að yrða á hana. Hann ræður af þessu, að tómlegt og kalt sje í hjörtum íslenskra stúlkna! Það er von í öðru eins landi og híbýlum og þegar viðurværið er fjallagrös, blaut- fiskur og mjólk, segir hann. Áður en gufuskipaferðir komust á, voru ætíð hraustustu mennirnir valdir á þing, og þó nauðugir, því sterka heilsu þurfti til að þola ferðavolkið og sjaldan komu menn jafngóðir heim aptur! Nú sitja ekki lengur jötnar að vexti og rammleik á þingi; andlegir jötnar eru víst heldur ekki þar á bekkjum samkvæmt Meignan, því íslenskir stúdentar eru nihilistar, sem er þannig að skilja, að þeir hugsa ekki nema um munn og maga, eins og aðrir lands- búar! Hann er nótt í kirkju; þar voru fataræflar á gólfinu, svo hann var að hugsa um að sofa á altarinu; hann þvær sjer í skírnarfontinum og leikur þjóðsöng Frakka „La Marseillaise“ á orgelið; hon- um finnst trú íslendinga vera óþvegin og garmaleg, eins og þeir sjálfir! Öllu þessu ryður hann úr sjer með skáldlegum orðum og ummælum. En opt ratar kjöptugum satt á munn. Maginn hefur steindrepið andlegt líf hjá íslend- ingum, segir hann. Það kemur nú ekki vel heim við það, að þeir lifi á fjalla- grösum eins og meinlætamenn og ein- setumenn. En svo nýr hann oss í nasir þorskinum flatta, höfuðlausa, sem hann segist hafa sjeð á húsum og skjölum stjórn- arinnar! Merki þjóðarinnar er, segir hann, þorskur á leiðinni ofan i íslenskan maga, en ekki guðs skepna lifandi á sundi í sjónum. Það er von, að hann haldi, að þorskurinn á þinghúsinu sje þjóðarmerki. Fálkann þekkir hann auðsjáanlega ekki. Annað er það, sem nokkuð satt er í hjá honum, og það er lof hans um ís- lensku hestana, sem'”reyndar er oflof sum- staðar. Hestarnir eru lífið, gleðin og sál- in í landinu, segir hann, og hestar hans hafa vit fyrir fylgdarmanni hans. Islensk- an hest vantar ekki nema málið til að taka manngörmunum fram, sem búa í landinu! Sá hestur, sem hann reið, var hans andlegi ráðanautur og fjelagi. Öil ferðasagan er lof um hestana. Hann skil- ur þá betur en landsbúa, enda voru þeir, hann og hesturinn hans, mállausir við ís- lendinga, en sín á milli voru þeir aptur hjaldrjúgir og skrafhreyfir. Meignan legg- ur ríkt á við landa sína, að þeir skuli hafa með sjer hafrapoka til íslands til að gæða hestunum. Vegna þess að hann er svo elskur að héstum, hefur hann tekið vel eptir þeim, og segir margt frá þeim, sem er rjett og satt. í formála bókarinnar minnist hann á Pierre Loti, sem ritaði skáldsöguna „Islenskir fiskimenn“ og vakti eptir- tekt Frakka á íslandi, svo að nú eru þeir farnir að venja komur sínar þangað vegna landsins sjálfs, og ekki ein- ungis vegna fiskiveiða. „Hver þekkir ekki hin íslensku höf, þeirra fegurð og bjarma og hættur, og hver hefur ekki ímyndað sjer, að hann væri úti á þeim í illviðrum ?“ Eins og Pierre Loti liefur kynnt Frökkum hafið, ætlaði nú Meignan að kynna þeim landið. Óvíst er samt, að nokkur útlend- ingur leggi trúnað á bók hans, hvað þá heldur íslendingur. Að fara að hrekja þenna þvætting væri fásinna; höfundur hefur sjálfur gefið sjer þann rokna löðr- ung með bók sinni, að hann bíður þess aldrei bætur. Jón Stefánsson. Inflúenza-sýkin. Úr Vestmannaeyjum kom brjef hingað í fyrra dag, dags. 18. þ. m., þar sem sagt er, að um 4/5 af eyj- arskeggjum, væri búnir að fá inflúenza, og að þá sje þar að eins ein verzlunarbúð opin að staðaldri, en ekkert getið um manndauða, svo að ætla má, að enginn eða þá fáir hafi dáið þar úr henni. Á hinn bóginn sýnir þessi brjefkafli, að margir sýkjast, flestir eða því nær hvert mannsbarn, óhætt að segja, þar sem 4/5 eða 80 °/0 eyjarskeggja höfðu fengið sýk- ina á tæpum 3 vikum, sem hún hafði gengið í eyjunum. Aðrar fregnir um inflúenza-sýkina, sem borist hafa híngað í þessari viku, eru mjög svo óáreiðanlegar. Þó er það lík- legt, að hún sje komin í land og gangi í Landeyjum, Fljótshlíð og ef til vill víðar þar eystra. Sannorður maður, úr Fljótshlíð, sem kom hingað í gær og vjer áttum tal við, sagði, að kvefsótt gengi þar eystra, mjög væg, og gerði lítið úr henni, kvað ýmislegt, sem hjer hefur verið sagt um hana, vera mis- hermt, ,t. d. að allt fólkið í Vatnsdal í Fljótshlíð hafi legið, nema einn maður; hann tók það sjerstaklega fram, að fólkið frá þessum bæ hefði verið við kirkju á Breiðabólstað á annan í hvítasunnu, og að enginn maður hefði farið nýlega þaðan út í Vestmannaeyjar. Sjálfur var maður- inn kvefaður; sumir hjer í bænum eru

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.