Þjóðólfur - 13.06.1890, Side 1

Þjóðólfur - 13.06.1890, Side 1
Keraur út & föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. ErlendÍB 5 kr. — Borgiöt fyrir 1). júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg, Rcykjayík, föstudaginn 13. júní 1890. Nr. 28. Útlendar frjettir. Lundfinaborg 20. maí 1890. Oýskaland. Bismark hefur látið til sín '°yra í Hamborgarblaði einu „Hamb. Nach- richten11. Ritstjóri þess var í veislu hjá • ú Friedrichsruhe og skömmu síðar stóð 1 blaðinu, að B. hefði vikið úr sessi nauð- Ugur, að hann hefði verið rægður við keisara og mundi nú koma á þing. Margt fleira kom í blaðinu, en öll önnur blöð töku í strenginn móti B. og þá sljákkaði í honum bræðin. Hann kom ekki á þing; það var sett 6. maí í Berlín, og lögð fyr- ir Það frumvörp um nýlendurnar í Afríku, °g til verkmannalaga og herauka. Cap- rivi talaði skorinort fyrir nýlendunum. Þjóðverjar ætla að auka her sinn um tí- unda hluta, svo hann verður um hálf miljón í friði. Moltke (sem nú er níræð- ut) hjolt snjalla ræðu og kvað þetta bráð- nau synlegt 1 iI að halda við friðinum. Netn var sett til að ræða frumvarpið og 1 henni sagði hermálaráðgjafinn, að þrátt fyrir þenna herauka, er mundi kosta 40 miljónir þegar í stað og 18 miljónir árlega, þá yrði her Frakka samt sem áður nokkr- um þúsundum meiri og hefði langtum fleiri fallbyssur. Hvar á þessi herbúnaður að lenda ? Staulcy. Hjer í borginni er ekki ur annað talað en Stanley. Hann hefur ver . Jer sí(Jan i maíbyrjun, og var teki hpíl °g ^igursælum konungi, er kemu konimg..... 'r ,Af » allati hátt »g han0”’"1 Sí "r h8Í,1“r hverjttm degi h “ £7 8t4r,VelSl"m Slða„ itann fór tii C* ““ stér aýnmg, Sem nýnir 6r hai]nl meðferðis, uppdrætti af hjeruðuin þcim € hann fór um, o. s. frv. Afarmiklu f]e he ur verið safnað í Stanley-sjóð, en þan hefur geflð allt það fje til að kaupa gufl skip og setja á vatnið Victoria Nyanzí sem er á stærð við Skotland, en þó ekl nema bátar á því. Jeg hef sjeð Stanle hjer. Hár hans og skegg er hvítt o hann er ákaflega útitekinn í andliti, e augu hans eru blá og hvöss, eins og elc ur brenni úr þeím. Drottning ætlaði að gera hann að aðalsmanni, en hann bað sig undanþeginn þeim sóma(!). Verkmenn um nálega allan heim komu sjer saman um að leggja niður vinnu 1. maí (fimmtudag), og gerðu það ílestallir nema Englendingar; þeir biðu til sunnu- dags, og komu þá 200,000 verkmenn á fund í Hyde Park. Verkmenn ætluðu að reyna að fá húsbændur sína til að ganga að því, að þeir ynnu ekki nema 8 klukku- stundir á dag, og vildu sýna þeim afl sitt með því að hætta vinnu þenna eina dag. í París og víða í Austurríki sló i róstur með verkmönnum og herliði. í Höfn hafa múrarar, allt að 2000, hætt vinnu algjör- lega til að fá hærri laun, og í Hamborg hættu verkmenn í gassmiðjum vinnu, svo i bænum var kolniðamyrkur eitt kveld og eina nótt. Boulanger hefur beðið mikinn ósigur við bæjarstjórnarkosningar í París. Fylg- ismenn sjálfs hans örvænta nú um sigur; hann hefur brjeflega slitið nefnd þeirri, er stýrir flokknum, og virðist hann nú vera úr sögunni sem stendur, eins og Bis- mark. Hin nýju landbúnaðarlög Bolfours o. fl. er verið að ræða á þingi hjer, og mun jeg næst skrifa um það. Glad- stone er þessa dagana á ferð í Austur- Englandi og heldur ræðu í hverjum bæ, sem hann kemur í. Meðal annars vill hann láta Salisbury grennslast eptir hryðju- verkum Tyrkja á kristnum mönnum í Armeníu og hryðjuverkum Rússa á band- ingjum í Síberíu. Stúrkostlegan minnisvarða yfir Gor- don afhjúpaði prinsinn af Wales í gær fyrir utan Lundúnaborg. í dag halda póstþjónar hátíð í minningu þess, að 50 ár eru liðin siðan frímerki voru í fyrsta skipti sett á brjef á Englandi. Englendingar og 1‘jóðverjar eru að semja um landamæri sín á milli í Afríku. Þjóðvcrjar heimta alla Austur- og Mið- Afríku norður að miðjarðarlínu. Stanley hefur skammað Englendinga i ræðu hjer fyrir það, að þeir Ijetu undan Þjóðverjum. Þeir togást. nú á um Afríku eins og nauts- húð, og er ekki hægt að sjá, hver hefur betur, en víst er um það, að Englending- ar hafa fyrstir fundið og kannað þar lönd, sem þrætuefni eru. Lundönum 4. júní 1890. Um hvítasunnuna hefir verið tíðindalitið. Grladstone hefir haldið ræðu annan hvern dag og optar, fyrir Qölmenni, sem hefur komið á búgarð hans, Hawarden; hann hefur talað um sönglist og um alla heima og geima. Á morgun ætlar hann að mæla með frumvarpinu um að grafa göng undir sundið milli Englands og Frakklands. Stanley heldur ræður enn þá optar, á hverjum degi, og hamast gegn Salisbury fyrir lydduskap lians og ragmennsku gagn- vart Þjóðverjum í Afríku. Svo kröptug- ar hafa ræður Stanleys verið, að allir flokkar lijer eru á lians máli, og Salisbury verður að herða sig von bráðar. En Þjóðverjum þykir Stanley vera ill sending. Konuefni Stanleys heitir Miss Tennant; hún er málari og talin kvenskörungur. Peters. Fregnir hafa borist um Peters þann, er áður hefur verið getið um að er að svamla í Austur-Afríku. Hann kvað hafa gert samninga við konunginn í Uganda, sem er stórt ríki austanvert við hin miklu vötn. Þar fór feitur biti í Þjóðverja, segir Stanley. Bismarek er farinn að verða hávær. Blaðamenn, franskir og rússneskir, hafa heimsótt hann, og hann hefur skeggrætt við þá um stórpólitík. Hann hefur farið til Hamborgar og var íagnað einsogkon- ungi. Hann kvað ætla til Englands, og svo ætlar hann að bjóða sig fram til þings innan skamms. Yilhjálniur keisari varð fyrir því ó- happi, að hestar fyrir vagni hans fældust, svo hann stökk úr vagninum, en fjekk vonda byltu og meiddist á fæti. Hanner á góðum batavegi. Hjer um bil 17 níhilistar voru tekn- ir höndum í París fyrir skömmu; þeir höfðu búið til sprengivjelar og ætluðu að fara að drepa Rússakeisara. Carnot er að ferðast á Suður-Frakk- landi og var viðstaddur við hátíðahöld í Montpellier. Sá háskóli hefur nú staðið í

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.