Þjóðólfur - 13.06.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.06.1890, Blaðsíða 2
110 600 ár. Hann ljet sleppa hertoganum af Orleans úr fangelsi í nótt, og flytja hann yfir landamærin. Bulgaría. Málinu gegn Panitza þeim, er ætlaði að velta Ferdínand af Kóburg í Búlgaríu úr völdum, er lokið. Hann var dæmdur til dauða, en honum verða gefin grið. Nýlega var Ferdinand á ferð á járnbraut, og slapp með naumindum úr höndum manna, sem ætluðu að handtaka hann. Annar flokkur manna ætlaði að bjarga Panitza, en voru teknir höndum. Ekki er vakurt þó riðið sje, og svo eru Rússar að heimta skuldir sínar af Tyrkjum, eptirstöðvar frá ófriðnum 1877—78! Hæsta dómkirkja í keimi er dóm- kirkja í Ulm á Þýskalandi, sem nýlega er lokið við að reisa, hún er 530 fet á hæð. Vörn hr. Jóns Ólafssonar. Svar J. Ó. til mín sýnir, að ritdeila er ekki ætíð sama og illdeila á íslandi, þó að það brenni opt við. Jeg skal nú, í sem stystu máli, svara varnar- grein hans. Jeg hef ekkí sagt, að það lýtti bók hans, að hún er ekki skólabók. Nafni minn er framfaramaður og fylgir rás tím- ans á borð við aðra, þó framarlega sjeu, en —• í framburði fylgir hann, því miður, Walker (1790), Webster (1848), Collins, sem fer eptir þeim o. s. frv. Framburður breytist á 20—30 árum, svo ekki er von, að vel fari. 1 þessu efni er nafni minn það, sem síst skyldi um hann ætla, apturhalds- maður. Hr. J. Ó. ber able alstaðar fram abel (7Tb o 1) t. d. þrisvar á bls. 33, en alls einw sinni (bls. 66) ber hann það fram eibel. Þess vegna eignaði jeg honum fyrri framburðinn. í orðum eins og nature er t opt fbr. með s-bljóð (sjá Joh. Storm: Engelsk Filologi (útg. 1881), bls. 112, en er í rauninni likast svensku k í kár. Injure á að frb. in'dzkor samkvæmt Sweet (1888), Yietor, Joh. Storm og Murray. Leizure er frb, lísjor eingöngu af Webster í seinni útgáfum af honum, en 1848 var frb. á reiki í þessu orði. Murray, sem er hæstirjettur, þegar um enskt mál er að ræða, gerir mun á ea-hljóðinu í early og seareh, svo þó að J. Ól. vitnaði í 9 sinnum 9 orða- bækur móti því, haggast það ekki. Endileysustagli 100 tíma Eibes verður ekki bót mæld; setningar hans, t. d.: Hafið þjer stokkinn minn eða þann, sem nábúinn hefur o. s. frv., koma aldrei fyrir nema á pappírnum. Jeg ræð þeim, sem brúka hans bækur, til að lesa orð Joh. Storms (Engelsk Filologi, norska útg., bls. 113—114) um Ollendorf og eptirbáta hans. Hr. J. Ó. hefði ekki getað leiðrjett 2. útg. af túlk sínum eptir minum aðfinningum, svo að nokkru hefði numið, því að jeg hef ekki nefnt tínnda part af villunum í honum. Hann játar, að jeg hafi leiðrjett ýmsar villur hjá sjer, en sumt hafi jeg aflagað. Látum oss lita á það. Webster hans ber fram restorang eða restorant, en ekki restórant, eins og hann segir. Buskel á að bera fram bússjel (sjá Murray). Haunch er ætíð nú frb. hansj (Sveet, Vietor, Webster), en gamlar orðabækur kunna að bera það fram honsj. Það kastar tólfunum, þegar J. Ó. vill bera wound (= und) fram eins og Walker 1790, af þvi að Webster (1848) vitnar í hann! Þeir menn eru fyrir löngu gengnir til grafar, er báru þetta orð svo fram, þvi jafnvel 1848 var orðin tíska að bera það fram wúnd, en ekki wánd (sjá W. 1848). Webster J. Ó. ber mayor fram méT. Veit J. Ó. ekki, að ought er þátið af sögninni to owe? Veit hann heldur ekki, að shall og will eru ekki til i nafnhætti (infinitiv)? Svo virðist sem hann viti ekki þetta tvennt. Þess vegna er engin furða, að hann kennir vestur- förum að ávarpa ætíð ógipt kvennfólk með „madam“ ! að mistress þýði ætíð frilla (!) nema framan við nafn, að these people (bls. 22) þýði þessar þjóðir o. s. frv. Jón Stefánsson. Strandfcrðaskipið Tkyra kom hing-að að kveldi hins 9. þ. m.; það var orðið 3 dögum á eptir áætlun, er það kom á Seyðis- fjörð, Kom við á Hofsós og tafðist nokk- uð við það, lá vegna illviðurs 1 dag á ísafjarðardjúpi, en tafðist að öðru leyti ekki vegna illviðriskastsins. Farþegjar með Tliyru komu margir hingað, flestir frá höfnunum umhverfis landið; frá útlöndum Jón Vídalíu með frú sinni, 2 Englendingar og 1 íslendingur frá Ameriku alkominn heim. Hafís varð Thyra hvergi vör við, þótt líklegt sje að hann sje ekki langt undan landi. Tíðarfar hefur um allt iand verið gott í vor, þangað til um byrjun þ. m.; eigi hafði þó illviðriskastið í vikunni sem leið orðið mjög vont fyrir norðan, fyr en ef til vill 4. og 5. þ. m. — Blíðviðri lijer síðustu 2 daga. Einbættispróíi (Magisterkonference) í sagnfræði við háskólann í Kaupmannahöfn lauk Bogi Th. Melsteð 3. f. m. Jón Stcfánsson cand. mag. í Kaup- mannahöfn er nú á ferð í Lundúna- borg og víðar á Englandi. Kirkju- og kennslumálaráðgjafinn í Danmörku hefur veitt honum 600 kr. á ári í 3 ár til að rita enska bókmenntasögu og ferðast fyr- ir þá peninga. í Lundúnaborg hjelt Jón nýlega fyrir- lestur í „Browning-fjelaginu" og luku blöð- in lofsorði á honum. Jón hefur þar kom- ist í kynni við ýinsa heldri menn, þing- skörunga og fleiri. Yerð á íslcnskum vörum erlendis. Khöfn 17. maí. í Lofoten í Noregi öfluð- ust 50 milljónir af þorski í ár, en 36 millj. í fyrra. Sökum þessa mikla afla hefur verðið á fiskinum nýjum orðið þar talsvert lægra en í fyrra, og útlit fyrir að verð á fiski verði ekki hátt í ár. Á Spáni hefur verið seldur einn farmur af sunnlenskum íslenskum saltfiski, tekinn á íslandi, fyrir 39 kr. skppd. — Fiskur, sem kom með Thyru, var seldur á Englandi 14 pd. sterl. smálestin (2000 pd.) af smáfiski, ÍO1/^ pd. sterl. ýsa. Frá Genúa heyrist ekkert, en lýkur til, að þar gangi minna út af fiski, en áður. Þetta lítilræði, sem kom hing- að með Thyru af ísl. saltfiski, seldist vel; vestfirskur nýr, stór jaktafiskur 58—60 kr., smár jaktafiskur 38 kr., löngur 35—42 kr. og ýsa 30 kr. Austfirskur óhnakkakýldur, stór saltf. seldist á 52 kr. — Lýsi er sömuleiðis í lágu verði sakir lýsisbirgða í Noregi. Ljóst, tært, gufubrætt ísl. hákarls- lýsi hefur síðast selst á 30—32 kr. 210 pd.; dökkt þorskalýsi soralaust 271/;, kr. Á uppboði hinnar konunglegu grænlensku verslunar seldust að eins 2/3 af því, sem seljast átti af lýsi, og það 3 kr. minna en á síðasta uppboði í haust sem leið. — TJll er í lægra verði; óþvegin haustull, sem kom með Thyru seldist á 56 a. pd. með umbúðum. — Af því, sem óselt var af œðardún, hefur selst nokkuð af bestu teg- und á ÍO1/^ kr. pd., en verri dúnn geng- ur alls ekki út. — Sundmagar hafa selst á 25 a. pd. — Islenskir heilsókkar á 60 a., hálfsokkar 35 a. og vetlingar 30 a. parið. Khöfn 2. júní. Ull er stöðugt í lágu verði. Hvít haustull óþvegin, sem kom með Lauru, 65 ballann, seldist að eins 53a. með umbúðum. Saltfiskur, sem kom með Lauru frá Vesturlandi, seldist: stór hnakkak. 58—60 kr., stór óhnakkak. 53— 55 kr., stór miðlungsfiskur 45 kr., smár mið- lungsfiskur 40 kr., löngur 42 kr., ýsa 28 kr. skpd., allt eingöngu til neyslu hjer í borginni. Yestfirskur smáfiskur og ýsa, sem kom með Lauru til Leith, seldist á 13^/s, pd. st. og ÍO1/^ pd. st. smálestin. Með „Niels“ frá Seyðisfirði kom til Liver- pool þessa dagana 20—25 smálestir af fiski, sem seldist: stór á 16 pd. st., smá- fiskur 14 pd. st., ýsa 11 pd. st. smálestin. Af lýsi frá f. á. liggja hjer óseldar um 1000 tunnur af Ijósu gufubræddu hákarls- lýsi, sem ekki gengur út fyrir 32 kr. (210 pd.). Með Lauru kom frá Reykjavík um 150 tunnur af ljósu pottbræddu hákarls- lýsi, sem ekki gengur út fyrir 30 kr. (210 pd.); hæsta boð í það hefur verið 28 kr.,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.