Þjóðólfur - 11.07.1890, Blaðsíða 2
126
yfir forseta. Er það auðsýriilega gert til
þess, að þær fipi ekki þingmenn frá alvar-
legum störfum.
Þingstörf byrja daglega með bænagjörð.
Kapellán gengur svo út apturábak, hneigj-
andi sig og beygjandi. Síðan leggur em-
bættismaður einn hinn gullna veldissprota
forseta á borðið fyrir framan hann, um
leið og hann sest. Þeir þingmenn, sem
ekki hafa lagt hatt sinn eða' blöð í eitt-
hvert sæti fyrir bænir, komast naumlega
að. Pokar með bænaskrám hanga báðu-
megin við borð forseta. Stjórnarsinnar
sitja hægra megin við hann og stjórnin
sjálf á fremsta langbekknum, en mótstöðu-
mennirnir andspænis, að sínu leyti eins.
Bekkirnir hækka, því nær sem dregur þil-
inu. Á miðju gólfi er autt svæði, en þó
lítið. Þingmenn eru flestir miðaldramenn,
sumir öldungar. Sumir eru skrautklædd-
ir, sumir í jakkafötum, margir sitja með
hattinn á höfðinu, en þeir ganga ætíð með
hattinn í hendinni á leiðinni út og inn og
meðan þeir tala, en setja hann á höfuð-
ið, undir eins og þeir setjast niður. Ræðu-
menn snúa sjer að forseta og talaþarsem
þeir sitja. G-óður ræðumaður byrjar venju-
lega með hægð, en svo ef einhverju er
andæft — og það er oft tekið fram í hjá
ræðumönnum — þá hvessir hann röddina.
Þegar ganga á til atkvæða um eitthvert
mál, er kallað: „division, vision, vision“
og hringt klukkum um allt húsið. Til-
nefndir menn hafa það embætti á hendi
að leita uppi þingmenn út um allt, nema
þá af báðum flokkum, sem hafa komið sjer
saman um að láta atkvæði sín fallast í
faðma og vega livort annað. Sitt hvoru
megin á hliðvegg þingsalsins eru dyr, sín-
ar hvorar fyrir já og nei, og út um þær
ganga þeir. Þyravörður skygnist svo
undir bekkina til að sjá, hvort enginn sje
eptir og lokar. Síðan stendur hann við
glugga, sem er á hurðinni og gægist inn.
Þegar forseti er sestur, koma 4 menn, er
hafa það starf á hendi að telja þingmenn,
fá honum skjal með tölum og ganga út
apturábak, „bugtandi“ sig. Hver fundur
getur breytst í nefnd þannig, að forseti
gengur frá stóli sínum. Jeg sá suma þing-
menn dotta, enda væri það engin furða,
ef þeir sætu allan þingtímann (6 mánuði)
kl. 3—12 og opt lengur; en kl. 7—9 eru
tæpir 40 menn í salnum. Annars er ekki
fundarfært. Flestir þingmenn bera á sjer
blómstur í efsta hnappagatinu; Gladstone
ber ætíð rös, hvíta eða rauða. Þingsköp-
in eru bók, sem er 800 bls. og þó ekki
nema ágrip. Nefndarálit og því um líkt
er hjer um bil 80 prentuð bindi á ári.
Til að sýna hversu vanafastir Englengar
eru, skal jeg geta þess, að þegar fundi
er slitið, þá er kallað: „Who goes home?“
(hverfer heim, nfl. mína leið). Fyrir 200
árum fylgdust þingmenn að í hópum vegna
stigamanna og ræningja, en þeir eru ekki
enn þá hættir þessu kalli!
Margir þingmenn eru gamansamir í ræð-
um sínum, og er opt hlegið dátt í þing-
salnum, en þeir, sem tala í einhverju máli,
sem ekki er kappsmál milli flokka, þekkja
það venjulega út í æsar. Svo var um
skólalög, sem jeg heyrði rædd og fleira.
í dag fara fram hinar miklu veðreiðar
við Epsom, Derby-reiðar svo nefndar og
þingið heldur ekki fund vegna þeirra.
í næsta skipti skal jeg segja eitthvað
frá merkismönnum Englendinga á þingi.
Búnaðarfjelag Suðuramtsins hjelt að-
alfund hjer í bænum 5. þ. m. — Af sjóði
fjelagsiris var veitt 400 króna styrkur til
að halda áfram vatnsveitingum á sandin-
um milli Skaptár og Geirlandsár í Skapta-
fellssýslu. Heiga Magnússyni íBirtingaholti
voru veittar 50 kr. til að útvega fyrir vagn
og jafnframt sem viðurkennig fyrir unnar
jarðabætur. Öðrum styrkbeiðslum annað-
hvort synjað eða frestað að gera út um
þær. — Nefndin, sem kosin var á síðasta
fundi, til að íhuga tillöguna um fjenaðar-
sýningar (sbr. 9. tbl. þ. á.), lagði til, að
reynt yrði að koma á sýningum þessum i
sambandi við fjármarkaði í haust í hverri
sýslu, nema Skaptafellss. og skyldi fje-
lagsstjórnin skrifast á við oddvita sýslu-
nefndanna um þetta. — Stjórn fjelagsins
var endurkosin.
Bókmenntafjeliigið. Ársfundur var
haldinn í Reykjavíkurdeildinni 8. þ. m. —
Um 20 á fundi — Forseti skýrði frá efna-
hag fjelagsins og gat þess, að frá Hafnar-
deildinni kæmi út þ. á. 24 arkir af Forn-
brjefasafninu og 3. hepti af gátum og þul-
um, en frá Rvíkurdeildinni Skírnir, Skýrsl-
ur og reikningar, Frjettir frá íslandi og
tímaritið. Næsta ár væri von á einu hepti
af sýslumannaæfunum. — Samþykkt var,
að Rvíkurd. gæfi út næsta ár Norðurlanda-
sögu eptir Pál Melsteð, að áskildu sam-
þykki nefndar, sem kosinn var á fundin-
inum til að dæma um handritið; í þá nefnd
kosnir Þórhallur Bjarnarson, Hannes Þor-
steinsson og Eiríkur Briem. B. M. Ólsen,
sem flest atkv. fjekk, baðst undan setu í
nefndinni, sökum þess að hann yrði að
vera að heiman í sumar. — Skírnisritari
næsta ár var kosinn cand. mag. Jón Stef-
ánsson í Khöfn. Eptir tillögu stjórnar-
innar var samþykkt með litlum atkvæða.
mun, að borga honum eigi ritlaun, nema
fyrir 5 arkir af þessa árs Skírni, þótt
hann væri rúmar 7 arkir, með því að á-
skilið hefði verið í fyrrn, að Skírnir mætti
ekki vera lengri en 5 arkir. — Embættis-
menn, yaraembættismenn og endurskoðun-
armenn allir endurkosnir. í ritnefnd kosnir
B. M. Ólsen, Eiríkur Briem, Stgr. Thor-
steinsson og Kristján Jónsson. — Loks
voru teknir í fjelagið þessir 10 Khafnar-
búar: Ad. Nikolaisen, B. Hjaltested, Ingi-
björg Bjarnason, Lúðvíg Knudsen, Marinó
Hafstein, OddurBjarnarson, Sigríður Helga-
dóttir, Snæbjörn Arnljótsson, Vald. Thor-
arensen og Þórður Jensson.
Verð á verslunarvörum er þetta al-
mennt hjer í bænum um þessar mundir
(verðið mót peningum út, í hönd er sett
innan sviga, en verðið í reikning utan
sviga): Rúgur 8 a. (7 a.) pd.; rúgmjöl í
heilsekkjum 18,00 (16,70); bankabygg
13—14 a. (12—13 a.) pd.; baunir 13 a.
(12 a.) pd.; hrísgrjón í heilsekkjum 28,00
(26,00); 3/4 hrísgrjón 13 a. (12 a.) pd.;
Overheadmjöl 9—11 a. (8—-9 a.) pd.; kaffi
l, 10 (1,00) pd., og 1,05 (95 a.) pd.; ex-
port 50 a. (45 a.) pd.; kandís 36 a. (30 a.)
pd.; hv.sykur 36 a. (30 a.), í toppum 100
pd. 30,00 (25,00); púðursykur 28 a. (25 a.)
brennivín 80 a. (75 a.) potturinn; neftó-
bak Nr. 1 1,50 (1,35), Nr. 2 1,35 (1,25)
pd.; munntóbak 2,10—2,20 (1,90, 5 pd. í
einu 1,80 pd.); snur 60 a. (55 a.); skeifna-
og naglajárn 20 a. (16 a.) pd.; gjarðajárn
ógalvaniserað 20 a. (16 a.) pd., galvanis.
28 a. (25 a.) pd.
Út á innlendar vörur er svarað: hvíta
ull 65 a. pd., svarta ull hjá Thomsen 65
a., hjá öðrum 60 a. pd., mislita ull 45 a.;
æðardún 9—10 kr. pd.; lambskinn einlit
50—80 a., mislit 25—40 a.; selskinn 2 kr.
Út á saltfisk Nr. 1 er enn eigi svarað
meiru en 40 kr. fyrir skpd., smáfisk 32
kr., ýsu 26 kr., en á Eyrarbakka og Vest-
mannaeyjum er uppkveðið verð á saltfiski
Nr. 1 45 kr., og menn vonast fastlega
eptir, að hann muni komast upp í 50 kr.
Útskrifaðir úr latínuskólanum. 9. þ.
m. luku burtfararprófl frá skólanum 5 af
þeim 6, sem eigi gátu lokið því um dag-
inn, og fengu þessar einkunnir:
1. Haraldur Níelsson I. eink. 92
2. Sigurður Jónsson II. — 77
3. Aage Schierbeck II. — 75
4. Gísli Kjartansson III. — 58
5. Gísli Jónsson III. — 57