Þjóðólfur - 16.07.1890, Page 1

Þjóðólfur - 16.07.1890, Page 1
Kemur út á föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erl endis 5 kr. — Borgist fyrir l->. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjavík, niiðTÍkudaginn 16. júlí 1890. Nr. 33. 10. tbl. Þjóðólfs j). á. (1890) verður keypt á afgreiðslustofu blaðsins. — Hafi nokkrum útsölumanni verið ofsent þetta tölublað, er hann vinsainlega beðinn að senda það sem fyrst aptur til útgefandans. 372 Til kaupenda Þjóöólfs. 1 gær var gjalddaiíi á hormm f'yrir blaðið þetta ár. Eru því kaupendurn- ir vinsamlega beðnir að horga það, seni þeir eiga ógreitt fyrir Þjóðólf jjetta og fyrirfarandi ár. 373 Útlendar frjettir. London, 6. júlí 1890. Manntal var tekið í Bandaríkjunum 1. júní og eru íbúar þeirra tæpar 65 miljón- ir. New-York með undirborg sinni Brook- lyn hefur nú 2,800,000 íbúa og er fjöl- mennust borg í heimi næst London. Peking kvað ekki hafa meir en 2 milljónir. Nú eru í heiminum 125 milljónir enskumæl- andi menn, en árið 1801 voru þeir 21 milljón. Frakkar voru þá 311/,, milljón, en eru nú 50, Þjóðverjar voru 30, en eru nú 70 milljónir, Spánverjar voru þá 26, en eru nú 40 rnilljónir, Rússar voru þá 31, en eru nú nær 80 milljónir. Hjer eru taldir, sem liafa tungur þessar að móður- máli, hvort sem þeir búa í landinu sjálfu eða ekki. Enskumælandi menn hafa sex- fald'-.st, en liinir ekki nema hvað mest rúmlega tvöfaldast á 89 árum, svo þeir mega biðja fyrir sjer, ef þessu lieldur fram. Englendingar og Þjóðverjar. Tíð- fætt hefur verið um hina litlu ey Helgo- ^ndi, fyrir mynni Saxelfar. Engiending- ar hafa skipt löndum með Þjóðverjum í Aíríku og látið þá fá Helgoland í uppbót. Stanley hamaðist í Salisbury, þangað til hann áskildi sjer eyna Zanzibar og lönd- !n við Nilvötnin norðanvert. Helgolend- in^.u vilja nauðugir kreppast undir þýska íart stjórn, þö þejr gjeu þýg^jr aö tungu og uppruna. Þjóðverjar eru óánægðir með, hve drjúgir Englendingar hafa orðið í landa- skiptunum í Afríku, en Englendingarkvarta yfir. að þeir hafi stíað sundur eignuin sín- um í Norður- 0g Suður-Afríku. Þing þeirra verður að samþykkja uppgjöf Helgo- lands. Yilhjáimur keisari er á ferð í Noregi og kom við á leiðinni hjá Kristjáni ní- unda. Stanley heldur brúðkaup sitt 12. júlí og verða þau Dorothy Tennant og hann gefin saman i Westminster Abbey. Belga- konungur og fleira konungmenni verða við- stödd og frú ein t. d. gefur honum 200,000 kr. í brúðargjöf. Gufuskip, sem á að setja á Nilvötnin, heitir Dorothy eptir henni. Salisbury riðar í sessi. Frumvarp um að fækka veitingahúsum með því að kaupa leyfisbrjelin af eigendunum mætti mótspyrnu um allt land, og 200,000 manns hjeldu mótmælafund í Hyde Park. Stjórn- in tók loks frumvarpið aptur. Einn af fylgismönnum hennar sagði af sjer þing- mennsku út af þessu, en var samt felldur af Gladstoning, og bjóst enginn við því. Ferdínand Búlgaríufursti hefur leyft að skjóta Panitza, þann er vakti samsæri gegn honum, en forðaði sjer til Þýskalands fyrir aftökuna, og þótti lítilmannlegt. Kólera gengur á Spáni, en er ekki komin lengra enn. Apturhaldsmenn hafa skipað ráðaneyti á Spáui, og Sagasta far- ið frá. Hcrmálaráðgjaíi Austurríkis hefur sagt, að bráðum yrði að verja 100 mill- jónum gyllina aukreitis til herbúnaðar, og skaut þetta mönnum skelk í bringu. Micltiewiez, þjóðskáld Pólverja hefur verið graflnn upp í París og leifar hans fluttar til Krakau. Voru 50,000 við jarð- arförina þar og stórkostleg viðhöfn. Stórþingið norska hefur með 73 at- kvæðum gegn 39 veitt Nansen 200,000 krónur til norðurpólsferðar, hann leggur af stað í febrúar 1892. Maður liefur synt yfir Niagarafoss- inn og skaddaðist, en komst lifandi yfir- um. Holstein Illeiðrugreiíi, framsögumað- ur vinstrimanna í Danmörku hefur dregið sig í lilje frá pólitík. Hall Eaine skáldsöguhöfundur, hefur ritað skáldsögu í 3 bindum, sem skeður á Islandi og eynni Mön, og þykir góð hjer, en er töluvert afkáraleg. Landsbankinn. Mikill munur er nú orðinn á bankanum frá því, er hann byrjaði í júlí 1886. Þá var hann ekki opinn nema tvisvar í viku, og menn, sem jafnvel voru komnir langt að í bankaerindum, þurftu ef til vildi að bíða dögum saman eptir afgreiðslu. En þá vildi svo vel til, að þingið stóð yfir og gat kippt þessu í lag. í byrjuninni tók hankinn ekki að sjer nein sparisjóðsstörf, nú eru þau ein af aðalstörfum hans. Fyrstu árin fjekkst með engu móti lán til lengri tíma en 10 ára, nú fæst það jafnvel til 20 ára. Rentan af lánum var framan af 5 af 100, sem var greidd fyrirfram og var því í raun og veru talsvert yfir 5 af 100 eða allt að 51/* 100. Nú er rent- an hvorki af víxlum nje lánum meiri en 4xla af 100. Það má auk þess viðurkenna það, að bankastjórnin hefur upp á síðkast- ið verið að öðru leyti betri við að eiga en hún var í byrjuninni. Það má því með sanni segja að viðskipti við bank- ann eru talsvert hagkvæmari en þau voru fyrst framan af. En samt sem áður er margt og mikið, sem enn þarf að fá lagfært hjá bankanum, ýmsir ófullkomleikar við hann, sem þurfa að nemast burt, og ætti engum að liggja það nær en bankastjórninni sjálfri ogeink- um landsstjórninni að gjöra þær ráðstaf- anir, sem þurfa til þess. Langur afborgunartími er meðal annars mjög nauðsynlegur. Það er að vísu allgóðir kostir, eptir því sem menn hafa átt að venjast, að fá lán gegn 15—20 ára afborgun og vöxtum, en hæði er óvíst, hve lengi bankinn hefur fje til þess, og hitt eigi síður víst, að 15 —20 ára afborgunartimi er opt of stutt- ur, eptir því sem hagar til hjer á landi. Mörg atvinnufyrirtæki t. d. jarðabætur borga sig eigi fyr en með nokkuð löng- um tíma, og þá er áríðandi fyrir þá, sem vilja koma þvílíkum fyrirtækjum fram með lánsfje, að geta fengið lán til langs tíma, helst til svo langs tíma, að arður- inn af fyrirtækinu geti fullkomlega borg- að vexti og afborgun. I útlöndum eru peningastofnanir, þar sem fá má lán með þeim kjörum, að borga eigi meir en l0/0

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.