Þjóðólfur - 16.07.1890, Qupperneq 3
131
kannast, að þeiin liði illa og þessa lýs-
ingu sína mundu þeir efalaust lýsa ósann-
indi.
Fremur óskipulega var fyrirlesturinn
íluttur og eigi gaf Gfísli greinileg svör
upp á ýmislegt, sem liann var spurður
um á eptir fyrirlestrinum.
Mount Park, gufuskip til Jóns Yída-
líns, kom hingað í gærkveldi með kola-
farm; fer hjeðan norður á Akureyri og
tekur þar hross.
Magnetic, gufuskip Slimons, kom hing-
að í nótt, fer lijeðan í dag norður á
Blönduós með vörur til pöntunarfjelags
Húnvetninga; þaðan til Sauðárkróks og
tekur þar hross. — Með henni komu hing-
að 10—13 Engleudingar.
(xufubáturinn, sem þeir Sigf. Eymunds-
son og Sig. Jónsson keyptu, kom eigi með
Magnetic, eins og til stóð; bátur þessi
reyndist, er til kom, í slæmu standi, svo
að það verður ekkert af því, að hann
komi hingað.
Norðurmúlasýslu, 22. júní. „í hreti því, sem
gerði fyrstu dagana af júní, gerði svo mikinn snjó,
að fje fennti. En eptir það hefur verið góð tíð. —
Garðrækt hefur hjer verið sinnt meira nú en undan-
farin ár, og talsvert unnið að jarðabótum og húsa-
hyggingum. — Nú síðast hefur verið talsvert um
manndauða og ekki gott útlit með heilsufar, því
nú geysar hjer inflúenzan; er liún slæmur gestur
nú rjett fyrir heyannirnar11.
Dýraflrði, 8. júlí. „Norðanhretið, sem kom fyrstu
dagaua aí júní gjörði engan hnekki í sunnanverðri
ísafjaiðarsýslu. En síðan hefur tíðin verið góð,
en þó fremur vindasöm og úrkomulítið. Aflabrögð
á opnnm skipum eru í góðu meðallagi, en lakari
við Djúp. Hjá þilskipum er aflinn næsta misjafn.
— Litlar eru hjer framfarir í búnaði. í Þingeyrar-
hreppi stofnuðu þeir búnaðarfjelag í fyrra, en bú-
fræðing hafa þeir ekki haft. fyr en í vor. í Mýra-
hreppi, sem er að austanverðu við tjörðinn, hafa
þeir haldið búfræðing í nokkur ár. Ekkert pönt-
unarfjelag hafa þeir í suðurhreppum sýslunnar, en
1889 voru þeir í fjelagi með þeim úr norðursýsl-
unni, en svo gat það ekki blessast lengur. Djúp-
menn, eða þeir úr norðursýslunni settu mönnum
hjer ýmsa óþægilega kosti, og gjörðu þeim marga
erfiðleika, svo að þeir gátu ekki verið með þeim í
fjelagi. — Síðastliðinn vetur ætluðu þeir í suður-
hreppunum að koma upp hjá sjer pöntunarfjelagi |
og hjeldu allfjölmennann fund um það efni. En
er á átti að herða, gat ekki orðið af neinum fje-
lagsskap. Þeir, sem ríkastir eru, og treystandi
var til, að geta styrkt fjelagið, að nokkrum mun,
lofuðu ekki nema svo sára litlu, innan við 100 kr.
En þegar hinir sáu, hvað verða vildi, treystu þeir
sjer ekki til að halda áfram, og hættu svo við allt
saman.
Ekki er mjer full ljóst, hvorumegin menn hjer
eru í sjðrnarskrármálinu. En eptir því sem jeg
hef komist næst, munu margir i Dýrafirðí hallast
fremur að meiri hlutanum. En menn eru hjer
yfir höfuð ekki „pólitiskir“.
Jón Gunnarsson og kaupfjelögin.
Verslunarmaður Jón Gunnarsson hefur skotið
inn í grein sína um saltfisksverkun í ísafold 5. þ.
m. óhróðursklausu og illkvituísgetsökum um þá,
sem halda fram kaupfjelögunum; kallar þá „pönt-
unarfjelagspostula „og segir, að af þeirra voldum
sje„þaðmóðins“, og álitið sjálfsagt, þegarum verslun-
armálefni er að ræða, að velta allri sakabyrgð-
inni á verslunarstjettina“, það sje „vatn á þeirra
myllu að vekja alla mögulega og ómögulega tor-
tryggni11 (o: gagnvart kaupmönnum). Sjálfur þyk-
ist hann óhlutdrægur og setur eins og ljós í róf-
una á grein sinni þá yfirlýsingu, að hann sje „al-
veg óháður stöðu sinni og fylgi sinni persónulegu
reynslu og sannfæringu“. Hann hefur eins og haft
eitthvert veður af því, að sumir kynnu að efast
um það eptir ofangreind ummæli hans, sem bera
vott um megnan ýmigust á kaupfjelögunum. En
það er ekki meira en þau hafa átt að venjast frá
verslunarstjettinni; vörurnar eigi að vera vondar,
og þeim, sem berjast fyrir kaupfjelögunum, er út-
húðað á bak og hrjóst. En eigi þarf J. G. nje
neinn annar verslunarmaður að halda, að þess kon-
ar geri fjelögunum nokkuð til. Það er ekki til
neins, að vera að ala þennan ríg lengur. Kaup-
fjelögin eru nú farin að kenna oss bændum, hvern-
ig vjer getum náð verslunararðinum sjálfir, og
hvern ábata kaupmenn hafa stundum haft af ís-
lensku versluninni; kaupfjelögin eflast þvi, hvað sem
kaupmenn segja, og jafnvell öllu fremur fyrir mót-
spyrnu þeirra. Þannig höfum vjer heyrt að kaup-
fjelag Þingeyinga hafi mest eflst fyrir mótstöðu
verslunarstjórans á Húsavik, og sama getur orðið
víðar.
Kaupfjelagsmaður.
96
synjaverkum, til þess að vinna til þarfa. Þeir fáu með-
al íslendinga. sem nokkurn tíma hafa haft fyrir því, að
aðgæta, hvað tíminn kostar, geta best borið vitni um
það.
Einn veturinn hafði verið frostlaus jörð til jóla-
föstu — á þeim tíma vetrar sljettaði G-unnlaugur tvær
dagsláttur í túni, og hlóð 100 faðma af túngarði.
Og á þeim tíma eru menn jafnast iðjulitlir, dunda
við skepnur um hádaginn, og sofa á vökunni eptir hita
og þunga dagsins.-----------
Eptir þessi tólf ár var þá ekki annað eptir af stór-
virkjum þeim er jörðin þurfti með en að gera stóran
skurð í mýrina fyrir utan túnið.
Gunnlaugur var að byrja á því um vorið.
Svo þegar það væri búið, ætlaði hanu að sækja um
verðlaun af styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. Það
munu fáir fremur hafa átt það skilið.
— Að sönnu vissu það allir, að það var ekki Gunn-
laugur einn, sem gjörði allt þetta; nei, hann átti konu
sem var aðkvæðakona að dugnaði og þreki; það var
eins mikið, og ekki síður henni að þakka en honum.
hvað gerðist; hún var sálin, sem hugsaði og lagði á
ráðin, hann var hjálpin, sem athugaði, fjellst á það,
framkvæmdi, vann og starfaði.
En um fardagaleytið tólfta vorið byrjaði Gunnlaug-
93
allra bestu skilmálum, og hann lofaði upp á sína æru
og trú að bæta jörðina, grafa skurð í stóra mýri, og
þurka hana svo upp; svo gróf hann einhverja skurð-
skömm, svo mýrin þornaði töluvert á parti, enn viti
menn, það fjekkst úr henni nærri helmingi minna hey
eptir en áður. Ætl’ hún hafi verið tilvinnandi fyrir mig
jarðabótin sú?“
Gunnlaugur fann, að það var lítil von á því að
liann fengi neinu framgengt við mann, sem hafði svona
trú á jarðabótum, en þó rjeð hann af að halda uppástungu
sinni fram til þrautar, og herti sig því upp og sagði:
„Jeg ætlaði að stinga upp á því, að jeg fengi jörð-
ina með sama leigumála og faðir minn sálugi hafði hana,
en að jeg aptur skuldbindi mig til þess að gera ein-
liverja vissa jarðabót, ákveðið á ári hverju, sljetta eða
girða tún, eða eitthvað, sem væri jörðinni til framfara.
Hvernig líst þjer nú á þetta, reyna hvernig fer; svo
ef jðrðin batnar nokkuð við það, má hækka afgjaldið á
eptir“.
„Nefndu það ekki við mig, að fá jörðina með gjaf-
leigu, og svo að ætla að fara að láta mig kaupa á
hana jarðabætur. Það er mjer um megn, ekki svo sem
það verði minn gróði, þó túnið batni eða þú setjir garð
um það, til þess að þurfa ekki að liggja yfir að reka
úr vellinum, þú græðir mest á því sjálfur".
i